Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 5
Fimíntudagur 26. janúar 1950. ALÞÝBURLAÐÍÐ Iiðin eru síðan kosið var síð- ast til bæjarstjórnar, ha£a verið innheimt útsvör er nema yfir 180 milljónum króna. Alls hafa tekjur bæj- arsjóðs, að útsvörum 'með- töldum, numið þessi ár yfir 230 miljónum króna. Þrjár stærstu stofnanir bæjárins, rafmagnsveitan, vatns- og hitaveitan og höfnin, hafa samanlagt haft í tekjur sömu ár 115 milljónir ltróna. Þannig hafa samanlagðar tekjur bæjarsjóðs og þess- ara þriggja stofnana síðast liðin fjögur ár numið sam- tals ekki miniia en 345 milljónum króna, eða álíka mikilli upphæð og öll spari- fjáreign landsmanna var ár- ið 1944, að umsögn Lands- bankans. — Að meðaltali hafa þvf tekjurnar numið á ári um 86 milljónum króna, og virðist það vera dálagleg ■ ur skildingur. En hvað hefur þá orðið af Öllu þessu fé? Hafa ekki hin- |r miklu fjármálamenn Sjálf- stæðisflokksins. varðveitt eitt- favað af því, ef svo illa skyldi til vilja, að illa áraði og grípa þyrfti til þess að auka atvinnu bæjarbúa, ráðast í nauðsynleg- ar framkvæmdir, sem annars þola bið á normaltímum? Eru . ekki nokkrar milljónir hand- foærar af öllu þessu fé, sem foægt er að grípa til, þegar framleiðslustarfsemin gengur verr og þarf á fyrirgreiðslu að, halda, ef halda á í horfinu? Við skulum láta Bláu bókina þeirra sjálfstæðismanna tala í því máli. Þar segir: Rekstursafgangur bæjar- sjóðs hefur orðið verulegur öll árin og hafa hreinar tekjur og afskriftir síðast lið in fjögur ár orðið samtals rúmar 46 milljónir króna. Af 230 milljón króna .tekj- um, sem bærinn hefur haft, hefur rekstursafgangur orð- ið 46 milljónir króna, hvar af 11 milljónir króna eru götur, svo góðar sem þær nú eru. Er þá eftir, að götunum frátöldum, um 35 milljónir króna, sem eru hreinar tekj- ur og afskriftir undanfar- inna fjögurra ára. En hversu mikið af þessu fé er handbært og tiltækilegt a5 grípa til, ef auka þarf atvinnu þæjarbúa með sérstökum ráð- etöfunum? Eru ekki nokkrar milljónir handbærar? ,Er ekki varasjóður fyrir hendi? Svari þeir því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem seint og snemma hæla sjálfum sér fyrir góða fjármálastjórn! Ekkert handbært fé tiS í sjóði. Þegar mest var um peninga hér, var fullkomin ástæða til þess fyrir bæinn að taka lán til framkvæmda, sem voru að- kallandi vegna almennings- þarfa, fyrir vatnsveitu, raf- magnsveitu og fleiri fram- kvæmdir, en tæma ekki alla sjóði, sem bærinn hafði yfir að ráða — o^ bæjarsjóðinn sjálf- an að auki. Þá voru vextir iægri og auðvelt um lán og gerði lítið til þó að vaxtabyrð- in ^rði meiri um sinn en brýn þörf gerðist. Það hefði komið sér vel nú, að farið hefði verið að ráðum okkar Alþýðuflokks- manna. Við vildum bjóða út lán til bygginga tveggja og |)riggja herbergja hentugra íbúða til að veita eigendum húsa í gamla bænum annars veðréttarlán til að byggja gamla bæinn upp, og einnig til ýmissa framkvæmda bæjarins. Við Alþýðuflokksmenn flutt- um tillögur u.m það, að bærinn gætti meiri hagsýni og fyr-ir- hyggju um að eyða ekki öllu strax eða jafnóðum og aflað- ist. Eitt árið fluttum við svo- hljóðandi tillögu: j.Bæjársíjórnin samþykkir að stofna framkvæmdasjóð og atvinnusjóð í bví skyni að geta mætt örðuglcikum komandi tíma. í fram- kvæmdasjóð skal Ieggja allan stríðsgróðaskatt, er kemur í híut bæjarins og það af áætluðu framlagi til styrjaldarráðstafana, sem umfram verður það, sem óhjákvæmilega verður að nota, svo og árleg framlög, er ákveða skal í fjárhags- áætlun. Framkvæmdasjóði skal verja til öflunar nýrra framleiðslutækja,skipa, til að tryggja atvinnu bæjarbúa. Til atvinnusjóðs skal renna ónotað fé til framleiðslubóta og atvinnuaukningar, svo og það, sem ónotað kann að verða til framfærslumála. Atvinnusjóð skal nota til að bæta úr óvenjulegu atvinnu leysi, þegar árleg framlög bæjar og ríkis reynast ó- nóg“. Tillaga þessi var drepin af meirihlutanum í fyrsta sinn er iiún var flutt af okkur Alþýðu- flokksfulltrúunum. Seinna meir, er við fluttum hána aft- ur, var tillagan um fram- kvæmdasjóðinn samþykkt nokkuð breytt. Fyrir fé úr þessum sjóði hafa bæjartogararnir verið. keyptir og Ián veitt til Sví- þjóðarbátakaupa. Þá hefur úr sama sjóði verið Iánað til eimíúrbínustöðvar rúmar 3 milljónir króna, til vatns- veitunnar 2,7 milljónir, til kaupa á Reykjahlíð bg hita- réttindum í Mosfellsdal 1 milljón. Eignir sjóðsins munu nú vera yfir 15 millj. króna, en mjög lítið eða ekkert er þar af handbæru fé. Hann er þvínær þurr- ausinn eins og annað. | Hugmyndin um atvinnu- sjóðrnn fann aldrei náð fyr- ir augum meirihlutans, og er hann því ósíofnaður. Þannig má segja, að þessi meirihluti Sj álfstæðisflokksins, rem telur sig vilja gæta hag- výni og gætni í fjármálum, t-kilji við í lok kjörtímabilsins, að það eitt er til ónotað, sem , cnn er óinnheimt af fyrra árs utsvörum, en þau verður nú að sækja til manna og fyrir- tækja, sem búa við minnkandi tekjur. En hefur hagsýnin og fyrir- hyggjan verið meiri á öðrum sviðum ? 3. sýnina W® í G.T.-húsinu á morgun, föstudag kl. 8,30 e. h. með ýms- um kunnustu skemmtikröftum bæjarins, m. a. Nínu Sveinsdóttir, Emilía Jónsdóttur, Klemens Jónsson o. fl. Jan Morovek og hljómsveit hans aðstoðar. Skemmtiatriði: Leikþættir, gamanvísur,- upplestur, list- Dans, harmóniku-dúett o. fl. KYNNIR: FRIÐFINNUR GUÐJÓNSSON. Veitingar og borð niðri. Aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2 —- 4 á föstudag. Sími 3355. Ostjórnin á rafmagnsmálunum * Á sínum tíma var Sjálfstæð- isflokkurinn neyddur til þess að hætta við aukningarkákið við Elliðaárstöðina og knúður til þess að snúa sér að virkjun Sogsins. Svo mikil var andúð þessa flokks á því að, virkja Sogið fyrir Reykjavík, að litlu munaði að hlutafélag eitt, sem stofnað hafði verið til þess að hrinda virkjun þess í fram- kvæmd, yrði á undan Reykja- víkurbæ. Það var ekki fyrr en Jón heitinn Þorláksson kom til skjalanna, að Sjálfstæðis- flokkurinn fékkst til þess og það eftir mikil innbyrðis átök. Nu margendurtaka ýmsir þeir, er mest börðust gegn virkjun Sogsins, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haft frumkvæðið í því nauð- synjamáli, átt upptökin, þó að það sé öllum ljóst, sem nokkuð til þekkja, að það var Alþýðuflokkurinn, og ýmsir frjálslyndir menn og framsýnir, er knúðu þá til framkvæmdanna. . Iðnaðarmenn telja. að með virkjun Sogsins hafi fyrst skap ast grundvöllur fyrir iðnað hér í bæ. Til þess að varanleg- ur grundvöllur fengist þurftu framhaldsvirkjanirnar að vera miklu örari. Hefur rafmagns- Bkorturinn í bænum eyðilagt mikil verðmæti og margar vinnustundir farið forgörðum vegna spennufalls á ýmsum tímum. Bjartsýnustu. menn undu þó við, treystu á að enn stórfelldari iðnaður myndi skapast, sumpart úr hráefnum, sem til eru í landinu, er virkj- un Neðri fossa í Sogi væri lok- ið. Varastöðin og vara- varastöðin. En hinir forsjálu menn, meirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur dró allan undir- búning á langinq, trúðu ekki á framfarirnar í bænum, né það, hversu stórum framförum iðja og' iðnaður tók í Reykjavík og nágrenni, en þær framfarir ’cölluðu á sífellt meira raf- magn, hvað sem undirbúnings- leysinu leið. Þeirri hugmynd tkaut því upp, að brúa raf- magnsleysistímabilið meðan undirbúningur undir virkjun Neðri fossa ætti sér stað, að koma upp diesel- eða gufustöð til framleiðslu rafmagns. Skyldi þetta mannvirki verða varastöð og toppstöð fyrir Reykjavík. Ekki leið þó á löngu þar til diesel-rafstöðinni var ýtt til hliðar — og eftir var þá eingöngu hugmyndin um gufustöðina. En einnig hún tók stöðugum breytingum. Hún byrjaði ósköp fyrir- ferðarlítil í kostnaði, eitt- hvað 7—9 milljónir. En meðan áætlanir og afhugan- ir í sambandi við hana fóru fram, Ieið tíminn og nauð- synlegar athuganir og mæl- ingar vegna virkjunar í Sogi urðu út undan, — dróg ust úr hömlu. En bví meir, i sem þær rannsóknir og af- I húganir drógust á langinn, I því stærri og olíufrekari varð eimtúrbínustöðin — endaði Ioks með því að kosta um 21 milljón króna. Á árinu 1948 eyddi hún olíu fyrir .1,3 milljónir króna. Sjálf- sagt miklu meira síðast liðið ár, en allur varð reksturskostn- aður hennar árið 1948 rúmar 2 milljónir króna. Sú bót var þó í máli, að samkvæmt út-' reikningi átti rafmagn frá henni að verða ódýrara beldur c-n ef þurft hefði að kaupa það af hinni nýrju stöð við Neðri fossa í Sogi. Það er að segja fyrstu árin. Um hitt var minna talað, hver gjaldeyrissparnað- ur það hefði orðið fyrir landið, ef Neðri fossar í Sogi hefðu ntrax verið virkjaðir. Á það var heldur ekki minnst, að fpennufallið héldi áfram að valda fjárhagslegu tjóni, og bví ef til vill stórkostlegu, ef ekki yrði keypt varastöð fyrir varastöðina. Það kom sér líka svo ein- staklega vel að byggja eim- túrbínustöðina. Hún, líkléga hún ein, gat hjálpað hitaveit- unni, skerpt á heita vatninu í kuldum. Það var einhver mun- ur. Það kostaði að vísu mikla olíu. En hvað um það. Og sér- fræðingarnir reiknuðu og ineirihlutinn trúði meira á upphitun á hitaveituvatni með olíu 'heldur en með rafmagni frá virkjun við Neðri fossa í Sogi. Við Alþýðuflokksmenn- irnir vorum alltaf fullir tor- tryggni í garð þessa olíustöðv- arbákns, sem myndin er af í Bláu bókinni — og kallast í daglegu tali eimtúrbínustöðin — og tekur til sín stóran hluta af því, sem átti að verá tekju- afgangur hitaveitunnar. Auk þess hefur hún tafið og gert dýrari allar framkvæmdir við Sogið. En sérfræðingarnir og naeirihluti Sjálfstæðisflokks- ins réðu. Og tíminn leið — og Irufoss leið óbeizlaður niður brattann s Sogi, fékk allt vatnið, sem rann gegn um' túrbínurnar við Ljósafoss — er framleiðir ljós og yl fyrir mörg heimili. En umtalið um varastöðina fyrir varastöðina sat ekki við orðin íóm, og enn kom hitaveitan til íijálpar. Það þurfti nefnilega rtiesel-rafstöð til öryggis fyrir iiitaveitudælurnar a.ð Reykj- um. Hitaveitan hafði bjargað nér án slíkra véla fram iil þessa, en nú var það varla vit- urlegt lengur. Og allir eru á cinu máli um aS kaupa diesel- rafstöð, er nægir dælustöðinni ef rafmagnslínur þangað- bil- uðu. Það var-líka kostur. Þessi nýja stöð gat svo hjálpað Ljálparstöðinni við Elliðaár. Cn eigi leið á löngu þar til meirihlutinn vildi kaupa tvær tlíkar stöðvar, eða helrpingi meira vélaafí. en hitaveitan þurfti á að halda. Nú vandað- íst málið. Fyrst var þá komin vara- stöð, síðan varasíöð fyrU' varastöðina. Og til viðbót- ar átti svo að kaupa vara- stöð fyrir þá varastöð vara- stöðvarinnar! Meirihlutinn samþykkti að kaupa tvær vélar, en fékk vegna skorts á gjaldeyri aðeins leyfi fyrir einni. Átti vélin að vera komin hingað í haust og þar með bætt úr rafmagns- ckortinum tiltölulega fljót.t. — í mánuðinum, sem vélin átti að koma, var ekki byrjað að byggja húsið yfir hana. Þá at- vikaðist það, að vélin gat ekld orðið tilbúin að fullu fyrr en eftir áramót. Það var rétt eins og vélarskömmrn fynndi það á rér vestur í Ameríku, að húsið yfir hana væri ekki enn kom- ið undir þak. Fyrirsjáanlegur rafmagns- skortur, spennufall, verður hér á mestu annatímuro næstu tvö árin, að ekki sé clýpra í árina tekið. Fyrir- sjáanlegt er það einnig, að rafmagn verður dýfara í framtíðinni vegna dráttar á framkvæmdum við Sogið. Það er kannske þetta, sem á, rnáli Sjálfstæðisflokksins er kallað hagsýni og gó5 fjár- málastjórn! Húsnæðismálín og kosningaóítinn Það hefur verið ágætt sam- Iromulag í bæjarstjórninni ár- ið, sem leið, um að byggja l.yrfti 200 íbúðir á vegum bæj- nrins. Það eru kosningar. Það hefur éinnig verið fullt sam- Lomulag um þjð, að þeir, sem búa við heilsuspillandi hús- næði, eru .húsnæðislausir og liafa fyrir börnum að sjá, fái »etta húsnæði kevpt framar jllum öðrum. Kaupendur eiga j.ess kost að taka við íbúðun- um frágengnum að utan og i ineð hitunartækjum, én gangi : 'ðcn sjálfir frá innréttingum cg öllu innar.húss eða greiði kostnað við það. Hagkvæm lán verða látin í té, sem svarar b.álfu andvirði hverrar íbúðar. Af hálíu okkar Alþýðuflokks- tnanna var sú skoðun látin í 'jós, að húsin ættu að vera i iíkingu við verkamannabústað- ina, sem byggðir hafa verið og reynzt hafa bæði hentugir og ódýrir eftir því sem gerist. Enn fremur, að býggja ætti þessi hús nærri bænum, helzt i bænum, svo að unnt væri að nota leiðslur þær, rafmagns-, vatns- og . skolpleiðslur, er kosta mikið fé í sambandi vlð byggingu nýrra húsa. Hvort tveggja þessu var hafnað. Yið vorum leikmenn, en sérfræð- ingarnir, Einar Kristjánsson, maður Guðrúnar Guðlaugsdótt ur, Magnús V. og einhverjir fleiri töldu þetta hina eir.u uönnu sáluhjálp í húsbygging- nm og við því ekkert að segja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.