Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. janúar 1950. Vélskólans í Keykjavík, kvenfélagsins Keðjan og Vélstjórafélags Islands, verður haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 2. febr. n. k. og hefst með borðhaldi kl. 18,30 stundvíslega. — Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Vélstjórafélagsins í Ingólfshvoli, Vélaverzl. G. J. Fossberg og Lofti Ólafssyni Eskihlíð 23. . Skemmtinefndirnar. En reynslan ein sker úr því, hvað rétt er. Ég leyfði mér að halda því fram, að því minni eem íbúðirnar væru, því meiri þörf hefðu íbúarnir fyrir geymslu. Ég hélt því enn frem- ur fram, að staður sá, sem byggja átti á, þótt fagurt væri útsýni þaa?, væri ekki hag- kvæmur, vegna þess, að eitt af tvennu verður að gera, að byggja dýrar rotþrær og leiða frá salernum í þær, en frá rot- þrónum færi frárennslið beint út í Fossvog, og baðstaður Reykvíkinga við Nauthólsvík er sem kunnugt er þar, eða að byggja dælustöð og léggja frá henni skólpræsi yfir í Elliðaár- vog. Hvor leiðin, sem farin yrði, myndi verða dýr fyrir Reykjavíkurbæ. Það var því tvennt, sem fyrir mér vakti með því að vilja hafa húsin inni í bænum. Hið fyrra var, að ég vissi, að í þau myndi flytja fyrst og' fremst efnalítið fólk, sem á auðveldan og kostn aðarlítinn hátt þurfti að kom- ast til og frá vinnu sinni. Og svo hitt, að ég tel mjög illa farið, ef við sköpum okkur sömu vandræði að því er nefnd an sjóbaðstað okkar snertir eins og Kaupmannahafnarbær hefur skapað sér með skolp- leiðslum út í sjó, þar .sem bað- staðir eru. Er mér tjáð, að þeir eyði miklum fjárhæðum til þess að lagfæra þessi mistök, sem urðu þar fyrir árum síðan. En reynslan verður ólýgnust. Mjög ánægður verð ég, ef þetta kemur ekki að sök fyrir bað- staðinn okkar í Nauthólsvík. Þegar fjárhagsráð í fyrstu atrennu treysti sér ekki til þess að veita leyfi fyrir fleiri en 100 íbúðum, og gerðar höfðu vérið ítrekaðar tilraunir, bæði af mér og fleirum til þess að fá þeirri ákvörðun breytt, íbúð unum fjölgað upp í 200, en án árangurs, þá vissum við Al- þýðuflokksmenn, að svo stóð á fyrir mörgum, er fjárfestingar- leyfi höfðu fengið, að þá skorti fjármagn, og voru auk þess flestir hverjir álíka settir eins og þeir, sem byggja átti yfir. Bárum við þá fram í bæjar- stjórninni tillögu um að bær- inn tæki við fjárfestingarleyfi þeirra með samþykki fjárhags- ráðs, og gæfi þeim kost á sams konar kjörum. Væri þannig bætt úr húsnæðisvandræðum þessara manna, en auk þess ætti bærinn að geta fengið fleiri íbúðir út úr leyfunum. Er tillagan kom fram í bæjar- stjórn voru talin ýmis vand- kvæði á þessu af hálfu meiri- hlutans. Hlaut hún því ekki samþykki, en var vísað til bæj- arrráðs. Ekki heldur þar hlaut hún samþykki og fór því aftur til bæjarstjórnar, en þá brá svo við að borgarstjóri flutti hana óbreytta, og hlaut hún þá ein- róma sarnþykki bæjarstjórnar- innar. Frá þessu er ekki sagt vegna þess að það skipti nokkru máli, en það bregður nokkru- ljósi yfir vinnubrögðin, sem viðhöfð eru hjá þeim, sem forustuna hafa fyrir meirihlut- anum í bæjarstjórn Reykjavík- ur. Litlu síðar bárum við full- trúar Alþýðuflokksins fram tillögu um að skora á fjár- hagsráð að veita leyfi fyrir 100 íbúum til viðbótar þeim 100, sem búið var að leyfa. Enn fremur að einn fulltrúi frá hverjum stjórnmálaflokki í bæjarstjórninni færi ásamt borgarstjóranum til viðtals við fjárhagsráð um þessi íbúðar- húsamál og fyrirkomulag leyf- ísveitinga til íbúðarhúsa í heild. Var sú tillaga samþykkt. Ræddum við fulltrúarnir úr bæjarstjórninni við þá vísu menn í fjárhagsráði, er flestir voru af vilja gerðir, að því er okkur virtist. Lauk því máli bvo, að skömmu síðar voru leyfi veitt fyrir 100 íbúðum til viðbótar. Nú standa vonir til að upp- rísi á vegum bæjarins ekki færri en 236 íbúðir, tveggja þriggja og fjögurra herbergja. Er gott til þess að vita, og ó- víst, hvort öðrum peningum hefur veri^ betur varið til heilsuverndar en þeim, er fara til bygginganna, að öllu öðru ólöstuðuu. Þetta verða hús einstaklinganna. Margar vonir eru tengdar við þau. Bjarnaborg og Pólarnir. Reykjavíkurbær á eitt af stærstu íbúðarhúsunum í bæn- um. Það er Bjarnaborg. Allir, sem fram hjá fara, sjá, að það er vanhirt að utan af hálfu eigendanna. Hefði það sann- arlega verið verkefni fyrir Fegrunarfélagið að fá því til vegar komið, að eigendurnir létu lagfæra og mála þetta reisulega hús, sem rúmar yfir 30 manns og er bráðum hálfr- ar aldar gamalt. í þessu gamla húsi er hilaveita í einni eða tveimur íbúðum. Ekki er þó lengra í hitaveituleiðsluna en nokkur fótmál. Ef hér hefði verið um einstaklingshús að ræða, væri sennilega löngu búið að skylda húseigandann til þess að setja hitaveitu í 1 húsið. Rafmagn til suðu er ekki alveg eins óþekkt, eink- J um á háaloftinu, en kolavélar og gasvélar standa hlið við hlið í mörgum íbúðunum, að ógleymdum kolaofnum, sem hita upp íbúðirnar. Sums stað- ar hefur fólkið klætt ryðguð og lek skolprörin með óhefluð- um borðum. Það er Reykvíkingum til vansæmdar að hafa þetta svona áfram. Þetta stóra hús, með svo mörgu fólki, er í stöð- ugri hættu af eldsvoða. Nokk- uð sama máli gegnir einnig um Pólana. Þessar húseignir bera ekki vott um þá hagsýni, er Sjálfstæðisflokkurinn gum- ar svo mjög af, eða umhyggju fyrir þeim fátæku og smáu. Ijós og ekki væri á það bent, bæði seint og snemma, að sjúkrahússins væri. þörf? Nei, ekki aldeilis. Konurnar, eins og svo oft áð- ur og síðan, ruddu brautina. Þær sáu'þörfina og söfnuðu fé í Landsspítalann, sem ríkið síð- an byggði með tilstyrk þeirra. Kaþólska trúboðsfólkið í Landakoti sá þörfina og reisti spítala og byggði síðan við hann mjög myndarlega bygg- ingu á Landakotshæð. Ljósmæður og læknar sáu þörfina og starfræktu Sól- , heima. Konurnar í líknarfélaginu I Hvíta bandinu vissu um þörf- ína á auknum sjúkrarúmum og Vanrækslan í sjúkrahúsmálunum Nú um nokkrun tíma láta sjálfstæðismenn svo sem þeir hafi brennandi áhuga á því, að bærinn byggi sjúkrahús. Hver kempan á fætur annari, allt frá Sigurði berklayfirlækni og nið- ur til Friðriks Einarssonar, er látin standa upp og vitna um áhuga sjálfstæðismanna á því máli. í leiðinni er svo kastað hnútum að einum ágætasta lækni, Vilmundi Jónssyni land- lækni, þeim manni, er meiri þátt hefur átt í fleiri sjúkrahús- byggingum þessa lands heldur en nokkur annar, lífs eða lát- inn. Manninum, sem hrinti af stað hinum gagnmerku berkla- cannsóknum, sem vekja athygli i víða um heim, ásamt mörgu öðru, er að heilsugæzlu lýtur. Hann fékk Sigurð berklayfir- ( lækni til að tgka að sér það i Gtarf, er hann hefur gegnt með hinum mesta trúnaði og hlotið I verðskuldaðar vinsældir fyrir. En því má þá heldur ekki gleyma, að á sviði löggjafar og með ráðum og dáð og sinni al- kunnu atorku lagði Vilmundur landlæknir grundvöllinn að ctarfsemi berklavarna og því, hve vel hefur tekizt. Þessum manni kennir Frið- rik Einarsson um bæjarspítala- leysið í Reykjavík, — van- rækslusyndir íhaldsins í sjúkra- húsmálum reynir hann að læða inn í huga almennings að séu iandlækni að kenna. Og Sigurð- ur berklayfirlæknir, sá vinsæli maður, þegir og samþykkir þannig með þögninni aðdrótt- anirnaí á kollega sinn. En leyfist þá að spyrja: Hvers vegna hefur bæjarstjórn Reykjavíkur ekki komið upp bæjarsjúkrahúsi? Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft meiri hluta í bænum um ára skeið — hvað hefur dvalið áhugann á þessu mikla velferðarmáli okk- ar Reykvíkinga? Var það vegna þess, að þörfin væri ekki aug- -ttsmuwr'» ■*.' ■ œ* >—- 'NBtJh'*" Arnesingafélagið í Reykjavík Hið árleg Árnesingamót verður haldið að Hótel Borg laugard. 28. jan. og hefst með borðhaldi kl. 6,30 e. h. SKEMMTIATRIÐI: Ræða, Tómas Guðmundsson, skáld. Söngur. Hreppamenn, undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingaholti. — Dans. Árnesingar, fjölmennið og takið með gesti. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Lárusar Blöndal iírni 5650, og hjá Þóroddi Jónssyni, Iiafnarstræti 15, sími ',747 og óskast sóttir í síðasta lagi föstudag 27. janúar dukkan 4 e. h. Stjórn Árnesingafélagsins. reistu Hvíta bands spítalann af sinni fátækt. Konurnar í félaginu Hringn- um hér í bæ hafa fyrir löngu vitað um hina brýnu þörf fyr- ir barnaspítala og hafa safnað miklu fé til þeirrar byggingar undir ötulli forustu frú Þorláks- son og margra mætra kvenna. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins hafa hvað eftir annað flutt tillögur um byggingu sjúkra- húss fyrir bæinn og síðar um að leitað væri samvinnu við heilbrigðisyfirvöld ríkisins um heppilegustu lausn þessa máls. Ekkert hefur dugað, Þeir einu, sem aldrei hafa séð eða viðurkennt þörfina á auknu sjúkrarými í bænum, eru sjálfstæðismennirnir í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þegar svo læknarnir hafa lýst ástandinu þannig, að svo aðkallandi sé þörfin fyrir sjúkrahús í bænum, að ffest ef ekki allt verði að þoka fyrir þeim þörfum — þá rumska þeir þessir herrar hjá íhaldinu og þykjast alltaf hafa verið allir af vilja gerðir. Einn af þeirra spámönnum í læknastétt hótar að fara af landi burt, ef ekki verði úr ejúkrahúsleysinu bætt — þá er hlaupið til og boðaður yfir 30 milljón kaóna spítali; og nú er byrjað að teikna — en hvernig eú teikning má til verða, það er mér hulin ráðgáta; því enn þá hefur enginn staður veríð valinn fyrir þessa stofnun, sem velja verður góðan sýað' og miða hann við framtíðina, og þá sízt af öllu rétt við hliðina á bálstofunni eins og á hefur verið minnzt af ráðamönnum. Við getum verið sammála um að byggja vandaðan spít- ala á góðum stað — en fram hjá því verður ekki komizt, að brúa bilið, sem er frá deginum í dag og þar til slíkur spítali er kominn upp. Það er of langur tími fyrir þá sjúku, er þarfnast sjúkra- húsvistar, að bíða þess að .hann komist upp, éftir því sem læknarnir segja og al- menningi er kunnugt. Er loks komið að þeirri vitur- legu lausn að byggja við spít- alann, sem Hvítabandskonurn- ar byggðu. Verður það að télj- ast skynsamleg ráðstöfun, bó Btaður sá sé sízt til þess fallinn vegna umferðar að hýsa sjúka og vanheila. En úr því má nokkuð bæta með því að banna alla þunga umferð um nær- liggjandi götur og takmarka aðra umferð eftir atvikuin. Ég get ekki skilið svó við þetta mál, að ég ekki geti þess, nð fyrir ötula forgöngu frú Soffíu Ingvarsdóttur og sam- vinnu hennar við aðrar konur, fyrst í bæjarstjórn og síðar í ýmsum félögum, varð úr sam- vinnu ríkis og bæjar um bygg- ingu Fæðingardeildar á Lands- spítalalóðinni. Er það öllum gleðiefni að sú bygging er upp komin og tekin til starfa, þótt við ýmsa byrjunarörðugleika hafi verið að etja. Það er ekki a'ð spyrja að því, áð þar sem konurnar leggja hönd á plóginn. þar er um fram kvædir að ræða, en ekki dáð- íeysi. Alþýðuflokkurinn vísar veginn Með tilliti til meiri hagsýni og betri stjórnarhátta telur Al- þýðuflokkurinn að brevta þurfi yfirstjórn bæjarmálefna Rvík- ur. Að því vill hann vinna. Það er ófært með öllu að ein- r.takar framkvæmdir séu fyrst og fremst miðaðar við kosning- nr og þá venjulega keppst þessi ósköp við fyrir kosningar og þá kannske unnið nótt og dag eins og átti sér stað við Lækj- argötuna og hitaveitufrarn- kvæmdirnar frá Reykjalilíð og fleiri framkvæmdir hjá bæn- um. Það þarf og það er hægt að koma byggingastarfseminni í bænum í það horf, aö árleg jöfn byggingastarfsemi eigi sér stað *— er annars vegar miðist við þarfir almennings í bænum og tneð hliðsjón af því að eðlilegur fjöldi byggingariðnaðarmanna geti átt það víst að geta stundað bessi störf að Staðaldri. Það verður ef til vill ekki hægt í ár vegna húsnæðisskorts, en að þessu ber að keppa. Það er eðlilegt og sanngjarnt að íbúar hinna ýmsu ba:jar- hverfa fái aðstöðu til þeSs að hafa nokkur áhrif á hin ýmsu mál, er • snerta þeirra sérstöku hverfi. Það mundi verða fengur hverri stjórn bæjarins að vera í nánara sambandi við fulltrúa hinna ýmsu bæjarhverfa en nú á sér stað. Mönnum er svo gjarnt á það að miða allt við gamla miðbæinn —■ en hversu viturlegt það er mál. eí annað Brýnustu verk- efnin. Alþýðuflokkurinn telur að leggja beri liöfuðáherzlu á atvinnumálin. Að tryggja það sem bezt, að sérhver vinnufær karl og kona eigi þess kost að vinna fyrir sínu lífsframfæri. Honum er það ljóst að vinn- an við sjálfa framleiðsluna, sem öll starfsemi grundvallast á, verður að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu. Ilann vill að framkvæmda- vald bæjarins vinni með, en ekki gegn framleiðslustarfsem- inni og verkafólkinu. Flann trúir á það, að verka- lólkinu sé það ljóst, að svo bezt getur bærinn innt af höndum sínar skyldur við það og allt samfélagið, að framleiðslan til sölu á erlenda markaði eigi við góð skilyrði að búa og geti þró- azt. Hann veit, að því aðeíns geta verkamenn, iðnaðarmenn og skrifstofumenn greitt sín gjöld og séð hag sínum borgið, aö þeir hafi næga vinmi og gott húsnæði. Alþýðuflokknrinn hef ur ávallt, barizt íyrir því að svo megi vera og mun ávallt gera það. Alþýðuflokkurirm telur að næst atvinnumálunum sé

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.