Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 8
Kosningaskrifstofa A-Sistans ) er opin kl. 10—10 ! í Alþýðuhúsinu. i Símar eru 5020 og 6724. Stuðningsmenn A-Sistans Fimmtudagur 26. janúar 1950. Komið í skrifstofu listans í Alþýðuhúsinu og leggið hönd á plóginn í undir* búningi kosninganna. Síðasti fundur fráfarandi bæjarsfjórnar: ar undan í bæjarsfjórn Kvaðst’ harma hve Sitlu af mannújðar- málum hún iieföi fengið framgengK BOEGARSTJÓRA hefur verið falið að leita samninga urn kaup á húseigninni Valhöll 'við Suðurgötu í bví augnamiði að þar verði starfrækt hjálpar- og lækningastöð fyrir áfengis- sjúkiinga. í sambandi við þetta urðu nolikrar umræður. Frú GuðrÚJi Jónasson kvaðst fagna því að eitthvað væri gert í þessum málum. Aftur á móti sagði hún að enn vantaði stofnun fyrir stúlkur, sem orðið hefðu drykkj ufýsninni að bráð og lent út á glapstigu af öðrum á- stæðum. I þessu efni væri nauð syn á skólaheimili, þar sem slík ar stúlkur gætu fengið góða að- búð og holl uppeldisáhrif. Hún kvaðst þó ekki ætla að bera fram tillögu um þetta nú, enda ekki geta fylgt henni eft- ir, þar eð hún væri nú að hverfa úr bæjarstjórninni eft - Ir 22 ár. Frú Jónasson kvaðst mannúðarmálum, sem hún harma það, hversu lítið sér hefði orðið ágengt í ýmsum Itefði viljað berjast fyrir í foæjarstjórninni, en þetta væri það síðasta sem liún vildi vekja máls á. Mátti á henni heyra, að oft hefði hún mætt skilningsleysi og tregðu af hendi flokksbræðra sinna í bæjarstjórninni, sem þó hefðu vissulega haft að- stæður til þess að koma hug- sjónum hennar í fram- kvæmd. Og víst er um það að mann kærleiki og góður hugur frú Jónasson og stefna íhaidsins hafa sjaldan farið saman. Segist vera búinn að fá „nóg af rexinu" um lóð fyrir Hallveigarstaði ÞAÐ ANDAÐI HELDUR KALT frá Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, í garð Hallveigarstaðakvenna í gær, er ákvörðun lóðar fyrir Hallveigarstaði bai- á góma í bæjarstjórn, cn bæjar- stjórnarfundurinn í gær var síðasti fundur fráfarandi bæjar- stjórnar. Sagðisí borgarstjóri vera búinn að íá nóg af „rexinu“ í Hailveigárstaðakonum út af lóðamálum hins fyrirhugaða kvennaheimilis, og lét vísa þessu máli frá bæjarstjórnarfund- inum ti! bæjarráðs. Bæjarstjórn Reykjavíkur fíkaut á aukafundi í gærdag til ’pess að ljúka afgreiðslu ýmissa mála, sem bæjarstjórnarmeiri- blutinn hefur dregið á langinn, og var þetta jafnframt síðasti fundur fráfarandi bæjarstjórn ar. Meðal þeirra mála, sem sam þykkt voru, var staðfesting á nokkrum lóðaúthlutunum lil einstaklinga og stofnan.a, þar á meðal viljayfirlýsing bæjár- stjórnarmeirihlutans um að neita Dvalarheimili aldraðra cjómanna um lóð í Laugarnesi, en gefa því í staðinn kost á lóð á Laugarási, og sömuleiðis að „athuga frá öllum hliðum“ lóða mál Góðtemplarareglunnar. Á- kvörðun um lóð fyrir Hallveig- arstaði var ekki tekin, en mál- Inu vísað til bæjarráðs. sam- kvæmt tillögu borgarstjóra og greiddu kvenfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn- inni atkvæði nauðugir með borgarstjóra. Um Hallveigastaðalóðina urðu allmiklar umræður á fund inum. Vinstri flokkarnir vildu að ákvörðun um lóð fyrir kvennaheimilið væri tekin á þessum fundi, en skipulags- nefnd og bæjarráð hefur áður orðið ásátt um að það fái lóð við Tjörnina, þar sem ísbjörn- in er. Borgarstjóri taldi þó öll vandkvæði á því, að ákveða þetta nú, þar eð ekki væri bú- ið að ganga frá fullnaðarskipu- lagi þríhyrningsins milli Tjarn- argötu og Skothúsvegar. Lét hann þó svo, að hann væri sam þykkur því að Hallveigarstaðir öimennur kjósendafundur áiist ans í Haínarfirði í gærkvöldi ALÞYÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði hélt fjölmennan og gíæsilegan kosningafund í Al- þýðuhúsinu í gærkvöldi, og kom |>ar greinilega í Ijós ein- dreginn áhugi fyrir sigri Al- þýðuflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar, og á flokkur- iiin nú vaxandi fylgi að fagna. Meðal ræðumanna á fundin- um voru: Emil Jónsson, Óskar Jónsson, Guðmundur Gissurar- son, Stefán Gunnlaugsson, Þor- steinn Bjarnason, Emil Rand- rup, Kristján Dýrfjörð, Jens Kristjánsson, Ólafur Þ. Krist- jánsson, Helgi Hannesson og Björn Jóhannesson. Var ræðumönnum afburða vel tekið og vitnaði fundurinn um mikinn sóknarhug alþýðu- flokksfólks í Hafnarfirði, enda munu Hafnfirðingar staðráðnir í því að efla Alþýðuflokkinn og treysta meirihluta hans í bæj- arstjórninni. Eengju þessa lóð, enda þótt til orða hefði komið að byggja þar hótel. í þessu sambandi rakti hann nokkuð lóðamál Hallveig arstaða, sagði að fyrst hefðu Hallveigarstaðir keypt tvær lóð ir milli Túngötu og Öldugötu, en skipulagið hefði ekki leyft bygginguna þar. Þá hefði bær- inn boðið lóð við Melatorg, en konurnar í Hallveigarstaða- nefnd hafnað henni. Sagðist hann því ekkert vilja eiga á hættu og ekki vilja ákveða lóð fyrir bygginguna fyrr en fulln aðarskiþulags uppdráttur væri fyrir hendi, sagðist reyndar vera búinn að fá nóg af „rexinu“ í Hallveigarstaðakon um, og ekki. viljá kalla bað yfir cig á ný, ef svo kynni að fara, að skipulagið við Tjörnina yrði á þá lund, að konurnar felldu Gig ekki við það, eða óhentugt myndi að reisa bygginguna þar BÖkum skipulagsins. Þó’tti Sjálfstæðiskonunum í bæjarstjórninni, þeim Auði Auðuns og Guðrúnu Jónasson, heldur kalt hljóðið í borgar- Btjóra til málsins, og kváðu kon ur einhuga um þennan stað fyiúr heimilið, en gegn dreng- skapar heiti borgarstjórans um að málið skyldi afgreitt I bæj- arráði fyrir kosningar létu þær tilleiðast að greiða atkvæði eins og ,,foringinn“ óskaði um að því yrði vísað til bæjarráðs. Ný sljórn á Ílalíu undir forsæli de Gasperls Ráðhús eða önnur opinber bygg ing á bæjarsfæði Ingólfs? .«3 ÞingsályktunartiHaga frá Gylfa Þ. Gisla* syni og Haraídi Gyðnuindssynl. TVEIR ÞINGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS, þeir Gylfi Þ. Gíslason og Haraldur Guðmundsson, hafa flutt tillögu til þings- ályktunar um kaup á lóðum í Grjótaþorpinu í Reykjavík, þar sem talið er, að bær Ingólfs hafi staðið, og telja þeir, að þarna ætti ráðhús Reykjavíkur að standa, en að öðrum kosti ætti a'ð! vera þar vegleg opinber bygging eða minnisvarði. ) og Tillaga þeirra Haraldar Gylfa er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að leita um það á- lits sérfróðra manna, hvort eigi megi telja líklegt eða full- víst, að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar hafi verið í Grjóta !!!þorpinu eða um það bil þar, æm nú stendur húsið Grjóta- gata 4. Sé það álit fræðimanna og komi í ljós, að Reykjavíkur- bær hafi ekki í hyggju að gera ráðstafanir til þess að eignast þessa lóð og næstu lóðir, t. d. til þess að reisa þar ráðhús eða annað opinbert stórhýsi, álykt- ar alþingi að fela ríkisstjórn- ínni að leitast við að fá keypiar þessar lóðir og hús þau, er á þeim standa, svo að síðar verði bægt að reisa þar opinbera byggingu eða hagnýta þær á annan hátt, er hæfi helgi stað- arins“. í greinargerð segja flutnings ■ menn: TILKYNNT var í Rómaborg í gær, að jafnaðarmannaflokk- ur Saragats hefði fallizt á að taka þátt í nýrri ríkisstjórn und ír forsæti de Gasperis, leiðtoga kaþólska flokksins á Italíu. Frjálslyndi flokkurinn, sem var aðili að fyrri stjórn de Gasperis, hefur hins vegar neit að að taka þátt í hinni nýju stjórn vegna ágreinings við ka- þólska flokkinn um fyrirhug- aða stjórnarskrárbreytingu. Leggur kaþólski flokkurinn til, að Ítalíu verði skipt í 19 fylki, er hafi allvíðtæka sjálfstjórn, en frjálslyndi flokkurinn er því andvígur. . Ýmsar tilgátur hafa komið fram um það, hvar Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmað ur íslands og frumbyggi. höfuð ioorgar þess, hafi reist bæ sinn, er hann tók sér bólsetu í Reykjavík. Mörg rök munu hníga að því, að bæjarstæði hans hafi verið í brekkunni, sem nú er kölluð Grjótaþorp, eða nánar tiltekið þar, sem nú stendur húsið Grjótagata 4. Telja ýmsir fróðir menn líklegt, að þar megi finna í jörðu meiri eða minni leifar af skálarústum Ingólfs. í till. þeirri, sem hér er flutt, er gert ráð fyrir því að leitað verði álits hinna sérfróðustu manna í þessu máli. Telji þeir bæjarstæði Ingólfs hafa verið á þessum stað, er lagt til, að ráð- stafanir verði gerðar til þess, að lóð sú, sem hér er um að ræða, ásamt næstu lóðum, kom ist í opinbera eign, enda yæri þá hér um að ræða hjart.a Reykjavíkur og jafnframt einn merkasta sögustað landsins. Virðist sjálfsagt, að slíkur sögu staður sé opinber eign og hon- um sýndur hinn fyllsti sómi, t. d. með því að þar sé reist veg- leg opintoer bygging eða glæsi- Iegt minnismerki, enda vill svo til, að á þessum stað hafa ekki verið reistar frambúðarbygg- ingar. Flm. þessarar till. telja æskilegast, að Reykjavíkurbær reisi ráðhús sitt á þessum stað. Reynist Reykjavíkurbær hins vegar ekki hafa áhuga á því að eignast þessar sögulegu lóðir undir ráðhúsbyggingu eða til annarra þarfa, er talizt gætu hæfa helgi staðarins, virðist eðlilegast, að ríkið geri ráðstaf anir til þess að eignast þessaq lóðir og hagnýti þær á þamý hátt, að sögustaðnum væri full- ur sómi sýndur. Heiía flugvirkjum sluðningi sínum r I Á FÚNDI í Félagi íslenzkra rafvirkja þann 23. þ. m. var eftirfarandi tillaga samþykkt Bamhljóðá: „Fundur í Félagi íslenzkrá rafvirkja þriðjudaginn 23. jan. 1950 lýsir fylsstu samúð sinni og skilningi með baráttu Flug- virkjafélags íslands í yfirstand- andi vinnudeilu. Jafnframt heitir fundurinn félaginu stuðnj ingi sínum.“ m FRANSKA STJÓRNIN á- kvað á ráðuneytisfundi í gær að veita Bidault forsætisráð- herra vald til að gera sérstakar ráðstafanir í því skyni að hindra, að kommúnistum takist að koma í veg fyrir að hergögn, sem Frakkar fá frá Bandaríkj- unum, verði send til Indó-Kína. Jafnframt hefur franska stjórnin samþykkt, að opinber- um starfsmönnum, er taka þátt í ólöglegum verkföllum eða kröfugöngúm, sem leitt geta til uppþota eða óeirða, verði fyrir- varalaust vikið frá starfi. Auriol forseti sat ráðuneyt- isfundinn í gær og sagði að honum loknum, að ekki yrði hjá því komizt, að gera ráðstaf- anir til þess að hindra ólögleg verkföil, sem væru frönsku þjóðinni stórhættuleg. Alþýðuflokksfélag sfofnað á Slokkseyrl ALÞYÐUFLOKKSFÉLAG var stofnað á Stokkseyri um síðustu helgi, og voru stofn- endur þess um tuttugu talsins. Stjórn félagsins er þannig skipuð, að formaður þess er Helgi Sýjurðsson, ritari Ingi- bergur Gunnarsson, gjaldkeri Haraldur Júníusson og með- stjórnendur Bjarni Nikuiásson og Guðríður Sæmundsdóttir. : | '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.