Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. febrúar 1849 Úígefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kosninpúrslifin og ÞJóðviljinn ÞJÓÐVILJINN reynir í frétt og forustugrein í gær að telja lesendum sínum trú um, að sigurvegararnir í hinum nýaf- stöðnu bæjar- og sveitarstjórna kosningum hafi verið komm- únistar og íhaldsmenn. Ræðir hann í þessu sambandi einvörð ungu kosningaúrslitin í Reykja vík, þar sem íhaldið bar sigur af hólmi og fékk völd sín fram- lengd einu sinni enn, og á Norðfirði, en þar áttu komm- únistar sigri að fagna og héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn kaupstaðarins. Úrslitin á öðr- um stöðum ræðir blaðið ekki, nema hvað það birtir kosninga- tölmmar nú og 1946. Ástæðan liggur í augum uppi: Komm- únistar hafa beðið ósigur um land allt, þegar Norðfjörður er undanskilinn! • Samanburður á úrslitum bæjarstjórnarkosninganna nú annars vegar og bæjarstjórnar kosninganna 1946 og alþingis- kosninganna í haust hins veg- ar leiðir í ljós, að kommúnist- ar hafa ekki aðeins lifað sitt fegursta, heldur eru þeir á hröðu undanhaldi. í Reykjavík og Hafnarfirði hafa þeir stór- tapað atkvæðum frá alþingis- kosningunum í haust, enda þótt þeir haldi fulltrúatölu sinni. Á Akureyri hafa þeir tapað nær hundrað atkvæðum frá því 1946; á Seyðisfirði töp- uðu þeir 41 atkvæði, fengu 1946 92 atkvæði, en nú aðeins 51; og í Vestmannaeýjum hafa þeir á sama tíma tapað 200 atkvæðum, en þar er fylgis- tap þeirra stórfellt hrun. Ekki verður þó hlutur kommúnista betri, ef litið er á hlutföli kos- inna fulltrúa þeirra 1946 og nú. Á Akranesi hafa þeir tapað fuiltrúa til Álþýðuflokksins; á Ólafsfirði til íhaldsins; á Ak- ureyri til íhaldsins; á Seyðis- firði til Alþýðuflokksins; í Vestmannaeyjum til Framsókn arflokksins og í Bolungarvík til Alþýðuflokksins. Það er því ekki að undra, þó að Þjóðvilj- inn hliðri sér hjá því að ræða úrslitin á hinum einstöku stöð- um. Hann reynir að leyna les- pndur sína sannleikanum um fylgishrun kommúnista við þessar kosningar og lætur við það siíja að orðlengja um sig- ur íhaldsíns í Reykjavík og þá undantekningu kosninganna, að kommúnistar skyldu auka fylgi sitt á Norðfirði. ❖ Annars er það, sem Þjóðvilj- inn segir um kosningaúrslitin í Reykjavík, mjög fjarri lagi. Hann heldur því fram, að í- haldið hafi sigrað vegna þess að andstöðuflokkar þess gengu ekki til kosninga í samfylkingu eins og kommúnistar buðu. En margs er vant í. forsendunum fyrir þessari staðhæfingu Þjóð- viljans. Grundvöllur samfylk- ingar við kommúnista er ekki fyrir hendi, enda hafa þeir að öðru marki stefnt með starfi sínu og áróðri. Ef íhaldið hef- ur sigrað vggna þess að and- stöðuflokkar þess gengu til kosninga í þrennu lagi, er það því ekki sök Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, eins og Þjóðviljinn gefur í skyn, heldur kommúnista. Þeir hafa komið í veg fyrir alla sam- vinnu og aukið gengi íhalds- ins með öfgum sínum og á- byrgðarleysi. Alþýðuflokkur- inn hefur einu sinni stofnað til þess að hafa samfylkingu við kommúnista við bæjarstjórnar kosningar í Reykjavík. Þær kosningar urðu stórfelldur sigur fyrir íhaldið, en andstöðu listinn hlaut mun minna fylgi en vonir stóðu til að náðst hefði, ef flokkarnir hefðu geng ið til kosninganna hvor í sínu lagi. Því er heldur ekki að leyna, að óttinn við kommún- ista átti mikinn þátt í sigri íhaldsins þá. Kjósendur hafa ekki á þeim traust heldur van- trú. Kosningabaráttan sýndi líka mætavel, að kommúnistar eru ekki líklegir til neinna afreka í valdaaðstöðu. Þeir lögðu fátt til bæjarmálanna og tókst bar- áttan gegn íhaldinu ærið ó- höndulega. Sannleikurinn er sá, að kommúnistar hafa engu hlutverki að gegna á sviði inn- anlandsmálanna. Hugur þeirra og hjarta er fyrir austan járn- tjaldið og þeir hafa ekki um annað að ræða en mál Rúss- lands og leppríkja þess inn á við og út á við. Jafnvel sá af hinum nýkosnu bæjarfulltrú- um þeirra, sem kunnugastur er bæjarmálunum og lengst hefur haft afskipti af þeim, var af þessari ástæðu miður sín i í kosningabaráttunni. Um hina ! þarf ekki að ræða. Þeir hafa enga reynslu að baki og eru ekki kunnir af neinu öðru en hlýðninni við valdhafana í Moskvu og aðdáuninni á þeim. Þjóðviljinn reynir að gefa í skyn, þótt óbeinlínis sé, að Al- þýðuflokkurinn hafi beðið ó- sigur við bæjarstjórnarkosning arnar í Reykjavík. Víst voru kosningaúrslitin hér vonbrigði fyrir Alþýðuflokkinn. En þó er hlutur hans mun betri en kommúnista. Þeir hafa ekki aðeins beðið mestan ósigur af andstöðuflokkum íhaldsins, þegar litið er á atkvæðatölurn- ar við alþingiskosningarnar í haust annars vegar og nú hins- vegar. Þess ber einnig að minn ast, að aðstaða þeirra var bezt fyrir kosningarnar. Sam- . kvæmt kosningaúrslitunum í j haust hefðu þeir fengið fimm , bæjarfulltrúa í Reykjavík og ■ ! hnekkt meirihlutaaðstöðu í- | haldsins. Þeir töpuðu 632 at- ! ^ kvæðum við kosningarnar á j sunnudaginn og hafa því hér ‘ hlotið sams konar dóm og úti i á landi. Alþýðuflokkurinn tap- aði að vísu nokkru atkvæða- •J magni hér í höfuðstaðnum, en mun minna en kommúnistar. Og úti um land vinnur hann vel á, þegar kommúnistar gjalda afhroð. Það leikur ekkí" á tveim tungum hvernig komið er fyr- ir kommúnistum. Þeir stóðu í stað við kosningarnar í haust. En nú er hrunið byrjað, og það heldur áfram, því að öfgaflokk ur þolir ekki fylgisstöðvun, hvað þá tap. Þess vegna hliðr- ar Þjóðviljinn sér hjá því að ræða kosningarnar í heild, en gerir aðeins úrslitin á tveimur stöðum að umræðuefni, annars vegar í Reykjavík, hins vegar á Norðfirði. Samkvæmt því á íhaldið og kommúnistar að hafa hrósað sigri í viðureign þessara kosninga. En stað- reyndirnar segja annað, og þær liggja fyrir og tala sínu máli, þó að Þjóðviljinn reyni að stinga umsögn þeirra undir stól. Þrír kjörsíaðir. — Kosningaþátttaka. — Kosn- ingar standa of lengi. — Óboðnir gestir á kjör- stað. — Dónaskapur yfirkjörsíjórnar. ATVINNULEYSISSKRÁN- ING á að fara fram í Ráðning- arskirfstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7, dagana 1., 2. og 3. febrúar. Þeir, sem atvinnu- lausir eru, geta látið skrá sig þar þessa daga HIÐ NVJA FYRIRKOMU- LAG . á kosningunum hér í Reykjavík, að kjósa á þremur stöðum gafst vel — og rugling- ur vegna breyttra íbúðahverfa varð ekki eins mikill og margir töldu Iiklegt. Hins vegar varð þetta ekki, þó að ótrúlegt megi virðast til þess að flýta sjálfum kosningunum. Lengi vel á sunnu daginn, fannst manni að kosn- ingaþátttakan væri dræm og þó sérstaklega fyrir liádegi. YFIRLEITT ER kosningaþátt takan hér í Reykjavík allt of lítil fyrir hádegi og ættu stjórn- málaflokkarnir að leggja meiri áherzlu á aukningu hennar í framtíðinni, heldur en þeir hafa gert til þessa. Það léttir alla kosningathöfnina og ætti auk þess að verða til þess að kosn- ingar stæðu ekki langt fram yf- ir miðnætti eins og raunin var nú og í haust. ÞRÁTT FYRIR það þó að nú væri kosið á þremur stöðum í bænum, varð kosningaþátttaka nú heldur minni, en hún var í haust. Og er það einkennilegt fyrirbrigði. Má vera að þar hafi valdið um það sama, sem varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk svo mikið aukið atkvæða- magn. En ef svo er, þá væri rétt fyrir Sjálfstæðisfl. að gera ráð fyrir því í áætlunum sín- um, að hann á ekkijsem flokk- ur öll þau atkvæði, sem hann fékk við þessar kosningar, og enn, að svo virðist, sem and- stöðuflokkar hans eigi varalið, sem ekki sýndi sig á kjördegi. Björgvin og bátarnir hans NÝFUNDNALANDS- HNEYKSLIÐ, eða flótti Björgvins Bjarnasonar út- gerðarmanns með fjóra báta vestur um haf, verður athygl- isverðara og furðulegra með hverri fregninni, sem af mál- inu berst. Það kom mörgum á óvart hér heima, er það fréttist, að forsætisráðherra Nýfundnalands hefði í nýárs- ræðu sinni fagnað komu Björgvins vestur sem bjarg- vætti fyrir atvinnulíf lands- manna, og enn lyfíu menn brúnum, er Alþýðublaðið sagði frá því í gær, að fylkis- stjórnin á Nýfundnalandi hefði ákveðið að lána Björg- vin hálfa aðra milljón króna til að losa bátana við sjóveð hér heima. Það er ekki leng- ur nokkur vafi á því, að Björgvin er að flýja land með bátana og hlýtur að hafa und- irbúið það vandlega, enda þótt hann færi svo leynt mep það, að jafnvel sjómennirnir á bátunum vissu ekki, að þeir ættu að sigla þeim til Ný- fundnalands eftir að veiðum við Grænland lyki. ALÞÝÐU S AMB ANDIÐ hefur tekið þetta mál að sér og hefur forustu fyrir hönd alþýðuhreyfingarinar um tvennt: 1.) að fá réttan hlut þeirra sjómanna, sem störf- uðu fyrir Björgvin í sumar, og eiga kaup sitt ógreitt, og 2) að fá bátana heim til ís- lands, þar sem brottflutn- ingur slíkra atvinnutækja^ er mikið áfall fyrir alþýðu Isa- fjarðar, þar sem þeir voru geroir út. ALLIR VINNANDI MENN hljóta að líta alvarlegum aug- um á þetta mál. Þarna er það sýnt, svo að ekki verður um villzt, hvernig einstakir auð- menn geta flutt atvinnutæk- in á milli landa án þess að taka hið minnsta tillit til at- vinnu manna hér eða fram- leiðslu íslendinga, sem öll til- ve^a þeirra hvílir á. Þarna stendur ljóslifandi einn versti draugur auðvaldsskipulags- ins, sem jafnaöarmenn hafa gagnrýnt og barizt við. Það er ekki hægt að skapa alþýð- unni atvinnuöryggi, þegar tilgangur atvinnutækjanna er að skapa gróða fyrir einstaka eigendur. Týlgangur allra at- vinnutækja er að skapa verð- mæti og atvinnu, og því má ekki fara með þau eins os snil á hendi fiár- glæframanns. Þess vegna verður það aldrei öruggt að slík atvinnutæki séu rekin með hag alþjóðar fyrir aug- um, fyrr en þau eru eign hins opinbera, bæja og ríkis. Þess vegna er bæjarútgerð eða jafnvel ríkisútgerð hags- munamál alls almennings í landinu. ÞAÐ ER ATHYGLISVERT, að blöð borgaraflokkanna segja lítið um þetta stórmerkilega mál. Vísir byrjaði á því að bera mikið lof á Björgvin fyrir stórhug hans og dugn- að, er hann sendi báta sína til Nýfundnalands, Morgun- blaðið hefur dyggilega þag- að yfir málinu, og er það vit- að mál, að það blað hefur haft aðstöðu til að fá ýmsar upplýsingar um málið, en hreyfir sig ekki. Þannig er fréttastarfsemin hjá því blaði. HÉR ÞARF að taka í taum- ana. Það verður þegar í stað að gera ráðstafanir til þess að fyrirbyggja, að slíkir atburð- ir endurtaki sig, og ekkert má láta ógert til að ná ísfirzku i bátunum heim. í SAMBANDI VIÐ kosning- arnar er rétt að minnast á margt. Það er óhæfa, þegar stjórnmála flokkar fylla ganga skólanna, þar ,sem komið er, af strákalýð með áróðursplögg. Kvað svo ranmt að þsssu nú, að maður komst varla inn eða út úr k.iör- deild sinni fyrir þessum óboðnu gestum. Var frekja þeirra og svo mikil að kjósendur urðu að hrista þá af sér. Stjórnmál- flokkarnir hljóta og að sjá það sjálfir, að þetta hefur engin á- hrif á úrslitin. Það er fásinna að ætla að axlaskúfaprýddir stráklingar snúi kjósenda á kjör stað. ÞÁ ER ANNAÐ. Kjörstjórn- in í Reykjavík þayf að fá.á- minningu — og ætti það að verða fyrsta verk Gunnars Thoroddsens eftir að hann hef- ur fengið traustsyfirlýsinguna. Kjörstjórnin kom dónalega fram við kjósendur, sem vöktu og biðu úrslitanna með eftir- væntingu. Ríkisútvarpið lagði alla áherzlu á það, að fá fréttir sem oftast, en það tókst aðeins nokkrum sinnum að slíta úr henni tölur örfáum sinnum. Ég minntist á þetta eftir alþingis- kosningarnar. En ekki var ur bætt. Hannes á horninu. Tvö innbrot aðfara- nótt sunnudags AÐFARANÓTT sunnudags- ins voru tvö innbrot framin hér í bænum. Annað í grænmetis- einkasöluna, en hitt í sælgætis- söluna í Bankastræti 14. í grænmetiseinkasölunni var sprengt upp skrifborð og stolið þaðan um 100 krónum, en í sæl- gætissölunni var brotin rúða og eitthvað af sælgæti numið brott. BÆJARSTJÓRN samþykkti nýlega að veita fyrirheit um lóðir á svæðinu vestan Kaplaskjólsvegar fyrir bygg- ingarsainstæður íbúða fyrir aldrað fólk, en bréf um þetta efni hafði bæjarráði fyrir nokkru borizt frá Elli- og hjúkr unarheimilinu Grund. í þessu sambandi urðu nokkr ar umræður um elliheimili og öryrkjubústaði, og kom fram tillaga frá Katrínu Pálsclóttir, að bærinn reisti 200 slíkar í- búðir á næstu 8 árum, bar sem jafnfram ýrði séð fyrir vinnu- stofum og öðru slíku, sem í slíkri stofnun þyrfti að vera. Tiilögunni var vísað til bæjar- ráðs, þar eð borgarstjóxi hvað það skyldu tryggingarstofun- ar ríkisins, að gera heildartil- ' lögúr um þessi mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.