Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 6
s ALÞÝÖUBLAÐiÐ Miðvikudagur 1. febrúar 1349 Engar vorur, ekkerf líl ans, halda áfram að auglýsa öðru hverju, til þess að minna fólkið á það, hvar vörurnar muni fást, þegar þær koma aftur. Finmanafn, sem er á vörum fjöldans, er margfaldur arður fyrir hóf- legt auglýsingaverð, sem vel er varið. Auglýsið í Alþýðublaðínu. — Hringið í síma 4900 og 4906. — VSðvan Ó. Sigurs: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Mestu rosakeppni af öllum rosakeppnum ársins er nú lok- ið. Á ég við kosningakeppnina. Hún var hörð á köflum eins og allar keppnir eiga að vera, en öllum ber saman um að hún hafi verið svo drengileg, að hún hafi einna mest minnt á keppni í hnefaleikum. Svoleiðis á það líka að vera, — bravó, bravó! Hausinn undir sig, kýla hann, berja hann niður------- —! ís- landi allt og meira til! Og nú fer að líða að vori, svo að frjálsíþróttamenn vorir mega fara að taka sig til í and- litinu, ef þeir ætla að sanna um- heiminum, að hér búi jafnmikil menningarþjóð og í íyrrasumar. Fyrsta stig undirbúningsins og um leið það örðugasta, er að berjast við gjaldeyrisyfirvöldin. Þar duga nú hvorki vettlingatök né fegurðarglíma. Bol og níð, ekkert annað. Hóta þeim með því að hver einasta þjóð afskrifi okkur ssm Eskimóa og Víkverja líka, ef við fáum ekki nauðsyn- legan gjaldeyri til þess að kom- ast út og slá þeim við! Segja Daglega £ boð- stólum heitir eg kaldir fisk og kjötréttir. Köld borö og hehur veizlumafur aendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUB. þeim bæði það og ótalmargt fleira. Til samkomulags getum við ef til vill fallið frá þeirri kröfu að senda knattspyrn- menn út til Danmerkur; það hef ur enga praktiska þýðingu, Dan. ir vilja ekki trúa öðru en við séum nýlendueskimóar, annað væri villutrú hjá þeim, það ger- ir minnimáttarkenndin. Þess utan sigrum við Dani aldrei út í Danmörku, það gerir sléttiend ið; — komið bara með þá hing- að og þá skuluð þið sjá burst! Þeir þola ekki að sjá fjöllin, og ef Esjan dugar ekki til þess að skjóta þeim skelk í bringu, er ekkert annað en fara með þá í blítúr aústur yfir heiði og sýna þeim Gullfoss og Geysi. Helzt í 24 manna rútu. Sé vegurinnekki heflaður daginn áður getur í- þróttalegur \rangur fararinnar orðið aldeilis og geysilegur. Og svo verður landskeppnin við Dani í sumar, — hér heima auðvitað. Þeir geta ekki neitt, — við svoleiðis rotburstum þá! Bravó, bravó, bravó! Slaa Dansken ved, og Norseren med! En það verður nú erfiðara nieð Norsarana. Þýðir ekki minnstu vitúnd að sýna þeim Gullfoss. Þeir sem hafa mun stærri privat fossa í bæjarlæknum! Og Geys- ir--------þeir loka bara augun um og segja að hann sé gammel norsk lygasaga. Enginn leið áö koma neinu tauti við Norsara. Og svo eru það allar irinan- landskeppnirnar. Allt í lag með þær! Metin upp og niður úr öllu valdi, bravó, bravó, bravó! Og þegar við höfum náð bæði hámarki og lágmarki, bara að finna upp nýjar. Hástökk aftur á bak með og án atrennu! Síld- arm jöi skopahlaup, frakturu- tunnuhlaup, langstökk í áföng- um og þolhlaup upp og niður stiga í opinberum stofnunum og eltingaleik við opinbera starfs- menn! Húrra, húrra! En fyrst og síðast, — þjálfið ykkur, þjálfið ykkur. Það má alltaf nota þjálfunina til ein- hvers innanlands, ef svo illa fer fyrir íslenzku þjóðerni, að ekk ert verði úr utanferðum og land kynningu! Með íþróttakveðjum Vöðvar Ó. Sigurs. Eric Ambler leið og það leit inn í herberg- ið, eins og það væri óttaslegið yfir því að sjá það, sem það þóttist eiga í vændum að sjá. Lítill, dökkleitur maður, klædd ur í rauðröndóttan kufl utan yfir náttfötin, ruddist fram fyr ir næturvörðinn. Graham þekkti þar manninn, sem hafði vísað honum til herbergisins. ,,Við heyrðum skotríð“, byrjaði hann á frönsku. LTm leið kom hann auga á hendi Gra- hams og varð fölur sem nár. ,,Ég . . . Þér eruð særður. Þér eruð . . .“ Graham settist á rúmið. „Ekki alvarlega. Ef þér viljið vera svo góður og senda eftir lækninum til að binda um hend ina, þá skal ég segja yður hvað skeð hefur. En fyrst vil ég þó láta yður vita, að maðurinn, sem skaut hvarf út um glugg- ann. Þér ættuð að gera ráðstaf anir til þess að náð verði í hann. Hvað er undir gluggan- um?“ „En . .. . “ sagði maðurinn gjallandi rómi. Svo þagnaði hann, auðsjáanlega til þess að reyna að ná valdi yfir æstum taugum sínum. Þá snéri hann sér að næturverðinum og sagði eitthvað við hann á tyrknesku. Næturvörðurinn fór út úr her- berginu og lokaði dyrunum á eftir sér. Að utan heyrðist há- vært tal. „Og næsta mál á dagskrá er að senda eftir hótelstjóranum,“ sagði Graham. „Fyrirgefið, monsieuur; ég er búinn að senda eftir honum; en ég er aðstoðar-hótelstjór- inn.“ Maðurinn neri hendur sínar. „Hvað hefur komið fyr- ir? Hönd yðar, monsieur....... Læknirinn hlýtur að fara að koma.“ „Ágætt. Það er rétt að segja yður hvað fyrir hefur komið. Ég hef verið úti að skemmta mér méð vini mínum í kvöld. Ég kom heim fyrir nokkrum mínútum. Um leið og ég opnaði dyrnar og ætlaði að fara að kveikja ljós, skaut einhver, sem stóð þarna við gluggann, þremur skotum á mig. Annað skotið hitti mig í höndina, en hin fóru bæði í vegginn. Ég heyrði, þegar hann hreyiði sig, en ég gat ekki séð andlit hans. Ég hugsa, að þetta hafi verið þjófur og að ég hafi komið hon- um að óvörum.“ „Þetta er hræðilegt," hrópaði aðstoðar-hótelstjórinn upp yfir sig. Svipur hans breyttist. „Þjófur?“ sagði hann. „Hefur einhverju verið stolið frá yð- ur?“ „Ég hef ekki athugað það. Taskan mín stendur þarna. Hún á að vera lokuð.“ Aðstoðar-hótelstjórinn hrað- aði sér yfir gólfið, þangað sem taskan stóð, og lagðist á hnén til að athuga töskuna. „Hún er lokuð1, sagði hann og andvarpaði léttan. Graham fálmaði í vasa sinn eftir lyklinum. „Hérna er lyk- illinn. Það er víst bezt að þér opnið hana.“ Maðurinn hlýddi. Graham leit yfir innihald töskunnar. „Ekkert hefur verið hreyft,“ sagði hann. „Guði sé lof.“ Maðurinn virt- ist einbeita huganum. „Þér segið, að sárið á hendi yðar sé ekki alvarlegt, monsieur?“ „Já; ég held, að það sé ekki hættulegt.“ „Þáð er sannarlega gott. Þegar við heyrðum skotin, datt okkur það versta í hug, getið þér ímyndað yður....... En samt sem áður er þetta nógu slæmt,“ Hann gekk út að glugganum. „Svínið. Hann hef- .ur sloppið undir eins út um gluggann og niður í garðinn. Það er þýðingarlaust að leita að honum.“ Hanp ypti öxlum gremjulega. „Hann er horfinn og það er ekkert hægt að gera. Ég þarf líkast til ekki að segja yður það, monseur, hve hræði- legt okkur þykir að þetta skyldi koma fyrir hér í Adler Palaee. Annað eins og þetta hefur aldrei áður komið fyrir hjá okkur.“ Hann hikaði enn, en bætti svo við og talaði hratt: „Að sjálfsögðu munum við, monsieur, gera allt, sem í okk- ar valdi stendur, til þess að bæta yður skaðann, sem þér hafið orðið fyrir. Ég hef sagt þjóninum að koma hingað með viskíflösku handa yður, eftir að hann er búinn að ná sam- bandi við lækninn. Og þetta er skozkt viskí. Við eigum dálitl- ar birgðir af fyrsta flokks skozku viskí. Það er gott, að engu skyldi hafa verið stolið. Við gátum vitanlega ekki, mon- sieur, séð fyrir, að slíkt og því- líkt myndi henda hér í hótel- inu; en við skulum sjá um, að þér fáið hina fullkomnustu læknishjálp, sem hægt er að veita. Og að sjálfsögðu mun yð- ur ekki verða gerður neinn reikningur fyrir dvöl yðar hér. En . ... “ „En þér viljið helzt ekki að kallað sé á lögregluna og að hún komi hingað og kynni sér málavexti. Er það þetta, sem þér eruð að reyna að segja?“ Aðstoðar-hótelstjórinn brosti tvíátta. „Það vinnst ekkert með því, monsieur. Lögreglan myndi bara spyrja og spyrja og valda yður og okkur öllum erf- iðleikum.“ Allt í einu virtist honum detta eitthvað sérstaklega gott í hug, því að svipurinn varð bjartur. „Og hvað sem öðru líður, monsieur, þá eruð þér viðskiptamaður. Þér hafið á- kveðið að yfirgefa Istanbul í fyrra málið. En ef kallað verð- ur á lögregluna, þá myndi það reynast erfitt fyrir yður að fylgja áætlun. Það mundi verða frestun á för ýðar af þeim sökum. — Og til gagns fyrir hvern yrði það?“ „Lögreglunni myndi kannski takast að ná í manninn, sem skaut á mig.“ „En hvernig, monsieur? Þér sáuð ekki andlit hans. Þér get- ið ekki lýst honum og ekki bent á hann. Engu hefur verið stolið, svo að ekki verður hægt að finna neitt í fórum hans til að sanna að hann hafi verið hér.“ Graham hikaði. „En hvað er eiginlega að þessum lækni, sem þér gerðuð boð eftir? Kannski hann tilkynnti lögreglunni að hér sé gestur, sem orðið hafi fyrir skammbyssuskoti og særzt.“ „Við munum greiða læknin- um fyrir starf hans eins og hann setur upp, monsieuur.“ Það var barið að dyrum og þjónninn kominn með viskí- flösku á bakka, sódavatn og glös, og bakkann setti þjónninn á borðið. Hann sagði eitthvað við aðstoðar-hótelstjórann, sem kinkaði kolli og ýtti honum svo ; út fyrir.“ j „Læknirinn er á leiðinni, monsieur.“ j „Ágætt. — Nei, mig langar , ekki í viskí; en fáið yður væn- ! an sopa sjálfur; þér virðist sannarlega þurfa á því að halda. Mig langar að hringja í símann. jViljið þér biðja þjóninn að ! hringja upp Crystal Apart- , ment í Rue d’Itali? Númerið ! er 44907, held ég. Mig langar að tala við monsieur Kopeik- in“. * „Vissulega, monsieur. Við gerum hvað sem þér óskið.“ — Hann sneri til dyranna og kall- aði á þjóninn. Þegar hann var búinn að tala við hann, kóm hann aftur inn í herbergið, greip viskíflöskuna og fékk sér vænan sopa. „Ég held,“ sagði hann og gerðist aftur alvarlegur á svip- inn, „að það sé viturlegt af yð- ur að láta ekki kalla á lögregl- una. Engu hefur verið stolið. Sár yðar er ekki hættulegt. Málinu er svo að segja lokið. Þetta kemur ekki fyrir aftur. Lögreglan hérna er ekki öll þar sem hún er séð, monsieur, ég vona, að þér skiljið nvig.“ „Ég hef enn ekki ákveðið hvað gera skal,1 greip Graham fram í fyrir honum. Hann var með mikinn Löfuð- verk, og bann var farinn að verða skjálfhentur. Harn var að verða þreyttur á aðstcðar- hótelstjórnaum. Símabjallan hringdi. Hann gekk að rúminu og tók upp heynrartólið. \ „Ert það þú, Kopeikin?11 Hann heyrði syfjulega rödd segja: „Graham; hvað er að? Ég er alveg nýkominn heim. Hvar ertu?“ „Ég sit á rúminu mínu. Hlústaðu nú á mig. Dálítið ein- kennilegt hefur borið við, ein- kennilegt, ótrúlegt og fráleitt. Það var innbrotsþjófur í her- berginu mínu þegar ég kom inn. Hann skaut á mig þremur skotum áður en hann skauzt út um gluggann. Eitt skotið særði mig á handarbakinuu.11 „Guð komi til. Ertu alvar- lega særður?11 I „Nei. Skotið reif burt dálítið af skinni, særði' mig nokkuð, i en ekki alvarlega. Mér líður j ekki sem bezt. Ég fékk rétt sem snöggvast taugaáfall við þetta.11 „Kæri vinur, segðu mér ná- kvæmlega hverriig þetta var.“ Það er afar auðveli Bara að hringja í 6682 og komið verður samdægurs heim til yðar. Kaupum og seljum allskonar notaða muni. Borgum kontant. — Fornsalan, Goðaborg Freyjugötu 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.