Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudagfur 1. febrúar 1949 ALÞÝÐUBLAÐIÖ 7 KOSNINGAURSLIT TIL VIÐBÓTAR við kosn- ingaúrslit þau, sem birt voru í blaðinu í gær, hafa nú borizt úrslit úr eftirtöldum sveitar- félögum: Seítjarnarnes- hreppur. Listi óháðra 121 atkvæði og 2 fulltrúar; Sjálfstæðisflokkur- inn 133 atkvæði og 3 fulltrúar. Kópavogs- hreppur. Alþýðuflokkurinn 120 at- kvæði og 1 fulltrúi; Sjálfstæð- isflokkurinn 111 atkvæði og 1 fulltrúi; Framfarafélag Kópa- vogshrepps 289 atkvæði og 3 fulltrúar. Njarðvíkur- hreppur Listi óháðra 48 atkvæði og 1 fulltrúi; Kommúnistaflokkur- inn 37 atkvæði og 1 fulltrúi; Sjálfstæðisflokkurinn 126 at- kvæði og 3 fulltrúar. nr* * a * n* • • '■'X? FaskruosTjoröur Listi Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins 101 at- kvæði og 4 fulltrúar (139 at- kvæði og 4 fulltrúar); Komm- únistaflokkurinn 42 atkvæði og 2 fulltrúar (73 atkvæði og 2 fulltrúar). Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn unnu 1 sæti, af Sjálfstæðisflokknum (óháð-l um), sem hafði 1 sæti, en bauð ekki fram nú. Eskifjörður Alþýðuflokkurinn 57 at- kvæði og 1 fulltrúi (76 atkvæði og 2 fúlltrúar); Framsóknar- flokkurinn 50 atkvæði og 1 fulltrúi (60 atkvæði og 1 full- trúi); Kommúnistaflokkurinn 86 atkvæði og 3 fulltrúar (95 atkvæði og 2 fulltrúar); Sjálf- stæðisflokkurinn 70 atkvæði og 2 fulltrúar (93 atkvæði og 2 fulltrúar). Kommúnistaflokkurinn vann 1 sæti af Alþýðuflokknum. Hvammstangi Alþýðuflokkurinn 26 at- kvæði og 1 fulltrúi (35 atkvæði og 1 fulltrúi); Framsóknar- flökkurinn og samvinnumenn 74 atkvæði og 3 fulltrúar (33 atkvæði og 1 fulltrúi); Komm- únistaflokkurinn 20 atkvæði og 1 fulltrúi (41 atkvæði og 2 full- trúar). Höfn í Hornafirði Listi óháðra 137 atkvæði og 4 -fulltrúar; Sjálfstæðisflokkur- inn 43 atkvæði og 1 fulltri'ii. Leiðrétting. í fregninni af kosningaúr- slitunum á Akranesi í blaðinu í gær hafa skolazt atkvæðatöl- ur og fulltrúatölur Sjálfstæð- isflokksins nú og fyrir fjórum árum. í fréttinni var sagt, að Sjálfstæðisf'okkurinn hefði nú féngið 522 atkvæði og 5 full- trúa, en síðast 437 atkvæði og 4 fulltrúa. En þetta er ekki rétt. Hann fékk í kosningun- um á sunnudaginn 460 atkvæði og 4 fulltrúa, en 532 atkvæði og 5 fulltrúa í síðari bæjar- stjórnarkosningunum þar 1946. Hefur hann því tapað á Akra- nesi 72 atkvæði og einu sæti í bæjarstjórn. Ókannaðar slóðir Framh. af 5. síðu. umst meir Miðsumarvatn, og að lokum er áin alauð fram- undan. Við skiljum sleðann eft- ir og könnum leiðina gangandi og finnum þá örmjóa skör með fram öðrum bakkanum. Hana verðum við að fara, en aðeins með hálft æki. Og ekki er sú leið greið. Skörin er hálfpart- inn á lofti, því að vatnsborðið hefur lækkað í ánni, og hvað eftir annað kvarnast úr skör- inni, svo að ytri meiðurinn fer út af. Bezt gengur, þegar hratt er farið, en þá kemur fyrir að Viðski pta jöf n uðu r Framhald af 1. síðu. Þess bér að geta, að inn var flutt töluvert af skipum á árinu og voru þau keypt fyrir fé, sem bundið var á nýbyggingareikn- ingi. Alls nam innflutningurinn 423,7 milljónum króna, en út- flutningurinn 289,2 milljónum. Árið áður var útflutningurinn um 100 milljón krónum meiri en 1949, og innflutningurinn 30 milljónum meiri. í desembermánuði síðast liðn um var verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um 48,4 millj. kr. Truman fyrirskipar Framh. af 1. síðu. jafnframt segir nefndin, að; unnið sé af kappi að því, að beizla kjarnorkuna til friðsam- legrar notkunar, svo sem til þess að knýja vélar skipa, flug- véla og kafbáta. FélagsKf KNATTSPYRNU- MENN K.R. Innanhússæfingar * eru á eftirtöldum dögum: Mánudaga kl. 7 til 8 e. h.-'|; Austurbæjarskólanum, I. -og meistaraflokkur. Þriðjudaga kl. 7 til 8 e. h. í Austurbæjarskólanum, 2. og 3. flokkur. Miðvikudaga kl. 6.30 til 7.30 e. h. í Hálogalandi, 2. og 3. flokkur. Miðvikudaga kl. 7.30 til 8.30 e. h. í Hálogalandi, 1. og meistaraflokkur. Föstudaga kl. 7 e. h. til 8 é”.' h. í Austurbæjarskólanum, : 1. og meistaraflokkur. Stjórnin. ur met á einum mánuði eða 9 milljónum meiri en nokkru sinni fyrr. Rússar viðurkenna Framh. af 1. síðu. gær fram við rússneska sendi- herrann í París formleg mót- mæli gegn viðurkenningu Ho- Shin-mins. . , , . . .,.. | Utflutningurmn nam 22,4 milh. sleðmn rekist a stema og sitji , , . . nn , „ , . , , °„ , kr., en ínnliutnmeurinn 70 þar fastur. Annar okkar fer al .... , „ . . , . 1 , ,, „ , , | millj. kr., og er sa mnflutmng- undan og stjornar hundunum, 1 en hinn ýtir á sleðann af öllu afli, oft vaðandi vatnið stígvéla- fullur. Við erum móðir og más- andi, svitinn bogar af okkur, þótt frostið sé 25 stig, og hárið er farið að frjósa. En við vitum ekki fyrr en okkur opnast mikilfengleg sýn. Fram undan er ægistórt stöðu- vatn girt himinháum fjöllum. Vatnið er 65 km langt. Það er ekki auðvelt að slíta sig frá slíkri sýn, til þess að fara að káklast með seinni helminginn af farangri okkar upp að vatn- inu. Skörin er nú víða brotin og farið að skyggja. Gufu leggur upp af ánni eins og hún ýæri vellandi hver, en á fótum mín- um verð ég alls annars var. Ég verð að fara í þurrt, en sokk- arnir, lambskinnshosur og $tíg- vél eru beingödduð saman.í Ég verða að dansa step til að fá hita í fæturna, meðan við fá- um okkur hressingu. Síðan flytjum við seinni helminginn af dóti okkar upp að vatninu. Færið verður gott á morgun. Við tjöldum og bíð- um þess óþreyjufullir, hvaða ævintýri og erfiðleika ferðin ber enn í skauti sínu. Fjarlægur hvinur berst okk- ur að eyrum, svo að við lítum undrandi hvor á annan. Hann líkist flugvéladrunum, en engin flugvél getur verið í nánd. Og hvinuruinn kemur frá vatninu; vegna hitabreyt- inga brestur lagnaðarísinn um þvert og endilangt vatnið. Reykjalundur Framh. af 3. síðu. járnsmíði, trésmíði alls konar, saumaskapur, leikfangagerð, bólstrun, bókband, prjónastofa, netagerð, skermagerð, gljá- prent, svo að nokkuð sé nefnt. Þá má geta þess að þar er hús- gagnafjaðragerð, sú eina á landinu, og sér hún fyrir fram- leiðslu allra húsgagnafjaðra, sem notaðar eru. Einn megin- þátturinn í starfseminni er smíði skólaborða og stóla, sem seldir hafa verið til fjölmargra skóla í landinu. Enn fremur hefur Reykjalundur smíðað stóla og borð fyrir mörg hótel og veitingastaði. Sala fram- leiðslunnar í Reykjalundi nam fyrsta rekstursárið 300 þúsund krónum, en nam síðastliðið ár 1,5 milljónum króna. Alls hef- ur salan numið kr. 5.120 þús- undum í fimm ár, eða að með- altali rúmlega einni milljón króna á ári. Á síðasta ári var rekstrar- hagnaðurinn um 90 þúsund krónur og alls hefur rekstrar- hágnaðurinn numið 280 þús- und krónum frá stofnun vinnu íieimilisins, eða sem svarar 56 þúsund krónum á ári. Alls hafa komið að Reykja- lundi 146 vistmenn, og 70 hafa útskrifazt þaðan. Eru þeir nú flestir komnir til góðrar heilsu og hafa fullt starfsþrek. Á síðasta ári var +ekin upp sú nýbreytni, að stofnað var til iðnskólaárs að Reykjalundi. Er 'ætlunin að vistmenn geti tekið iðnskóla að Reykjalundi. Er -fleiri eftir dvalartíma á heim- íitinu, og á þann hátt auðveldað sér vinuútvegun að dvölinni lokinni. í vetur taka um 20 manns þátt í náminu. * Yfirlæknir og framkvæmda- stjóri að Reykjalundi er Oddur Ólafsson, og hefur hann haft þau störf með höndum frá byrj- un, en árið 1948 var Árni Ein- arsson, sem er formaður stjórn- ar vinnuheimilisins, ráðinn framkvæmdastjóri með Oddi Ólafssyni. Útbrelðið Alþýðublaðlðl Móðir okkar, Hallfríður Brandsdóttir ljósmóðir, frá Fossi í Seyðisfirði, verður jarðsungin f rá kapellunni í Fossvogi fiimmtudag 2. fe'brúar kl. 1,30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu með blóm- um, eru beðnir að l'áta 'heldur andvirði þeirra renna í Barnaspítalasjóð Hringsins. Athöfninni í kapellunni verður útvarpað. F. 'h. okkar systkinanna. m Guðbrandur Magnússon. er afgreitt til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá þessum mönnum: Verzlun Gunnar Jónssonar, Olíustöðinni, Hvalfirði. Sveinbirni Oddssyni, Akranesi. Daníel Eyjólfssyni, Borgarnesi. Jóni Gíslasyni, Hellissandi. Jóhanni Kristjánssyni, Ólafsvík. Magnúsi Sigurðssyni, c/o K. St., Stykkishólmi. Sæmundi Bjarnasyni, Fjósum, Dalasýslu. Ebeneser Ebeneserssyni, Bíldudal. Kolbeini Guðmundssyni, Flatcyri. Verkalýðsfélaginu Súgandi, Súgandafirði. Páli Sólmundarsyni, Bolungarvík. Ólafi Guðjónssyni, Hnífsdal. Jónasi Tómassyni, ísafirði. Jóni Gíslasyni, Súðavík, Álftafirði. 'Guðm. Þ. Sigurgeirssyni, Drangsnesi, Steingrímsf. Friðjóni Sigurðssyni, Hólmavík. Jens P. Eiríkssyni, Sauðárkróki. Jónasi Hálfdánarsyni, Hofsós. Jólianni MöIIer, Siglufirði. Lárusi Frímannssyni, Dalvík. Þorst. Jónssyni, Hafnarstræti 88, Akureyri. Sigurjóni Ármannssyni, Húsavík. Guðna Þ. Árnasyni, Raufarhöfn. __ Guðrn. Einarssyni, Þórshöfn, Langanesi. Ingólfi Jónssyni, Seyðisfirði. ^ Ólafi Jónssyni, Norðfirði. Guðlaugi Sigfússyni, Reyðarfirði. Jóni Brynjólfssyni, Eskifirði. Þórði Jónssyni, Fáskrúðsfirði. Ásbirni Karlssyni, Djúpavogi. Bjarna Guðmundssyni, Hornafirði. Birni Guðmundssyni, Vestmannaeyjum. Arnbirni Sigurgeirssyni, Selfossi. Jósteini Kristjánssyni, Stokkseyri. Verzl. Reykjafoss, Hveragerði. Jóni I. Sigurmundssyni, Eyrarbakka. Árna Helgasyni, Garði, Grindavík. ___ Verzl. Nonna & Bubba, Sandgerði. Alþýðubrauðgerðinni, Keflavík. Þorláki Benediktssyni, Garði. Birni Þorleifssyni, Ytri-Njarðvík. Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10, Hafnarfirði. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mán- aðamóta. — Snúið yður til útsölumanna Alþýðuf blaðsins eða afgreiðslunnar í Alþýðuhúsinu, — Hverfisgötu 8—10, Reykjavík, og gerist áskrif- endur að Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.