Alþýðublaðið - 28.04.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.04.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLÁÐIÐ Fösíudagur 28, apríl 1950 Ritstjóri sæll. Ég hripa þér þessar línur eink um og sér-í lagi til þess að biðja þig um að koma þakkarkveðju frá mér síðasta spölinn til réttra aðila. Vilt þú gera mér þann greiða að skila þakklæti rnínu til Björns Ólafssonar ráðherra, fyrir þá rausnarlegu gjöf, sem hann skenkti mér sem öðrum Is Jendingum á sumardaginn fyrsta, er hann gaf okkur öllum þjóð- leikhúsið. Það var höfðingleg gjöf og honum sæmandi. Já, það er mikið rætt og rit- að um þetta blessað þjóðleikhús. Það hvað eiga að verða menn- ingarstofnun fyrir alla landsþjóð eða svo segja þeir. Ekki hef ég samt séð þess getið í blöðum, að þeir þarna hafi hugsað sér hvern íg slíkt megi verða. Sennilegt þykir mér að Reykvíkingar sjálf ir verði látnir sitja fyrir menn ingaráhrifunum fyrst í stað, enda ekki grunlaus um að þeir geti tekið á móti töluverðum slatta af þeirri vöru, án þess þeim verði bumbult af. Síðan, þegar þeir þola ekki meiri menn ingu, að dómi vitrustu manna, kemur svo röðin að okkur, sveitakurfunum, — en hvenær verður það. Og hvernig verður gjöfin borin á garðann. Verður einn og einn hreppur tekinn til bæna í einu; hreppsbúum boð- ið að taka sig upp og flytjast skyndibúferlum til höfuðborgar innar og dveljast þar við leik- sýningar og mtnningarát, unz þeir teljast komnir í þau and- legu hold, er þsir geta undir staðið, og síðan aíjtur heim send ir til hrífu og orfa? Sennilega er þetta eina færa leiðin til þess að leikmanna sveitamenn- ina í áföngum, eða ekki hef ég komið auga á aðra, hentugri enn sem komið er. Og mikill verður nú munur- inn á menningunni í sveitinni á eftir, maður! Þá held ég verði | nú tekið til hendinni! Haldið : þið ekki að húsmæðurnar verði reistar á eftir, þegar þær hafa numið hússtjórn af Höllu, og ekki þarf að óttast að þær rjúki upp á öræfi með einhverjum vinnumanninum, þar eð sú slétt þekkist ekki í sveitinni lengur. Og ekki verður amalegt fyrir menn eins og mig, þessa sjálf- menntuðu til embættis, að nema hreppstjórn af öðrum . eins manni og Þorsteini Ö. Uggir mig og, að umsvifasamt verði starf þeirra þegar heim kemur, eftir að meðsveitungarnir hafa num- ið nok'kuð af menningu Arnesar og Jóns snæraþjófs. Og svona og hvona segir mér hugur um sið- ferði þeirra fáu yngri kvenna, esm enn tolla í sveitinni, er þær hafa tileinkað sér ,,meyjar- menningu" Snæfríðar íslands- sólar, og er þó gott sveitum, þar sem klerkar eru kvæntir. Eitt er samt, sem ég fagna og það er að nú skuli opinber stofnun loks ins hafa tekið íslandsklukkuna í sína umsjá og úr höndum þess ráðuneytis, sem fram að þessu virðist hafa haldið henni í sín- um vörzlum. Gefur það nokkrar vonir urn, að hætt verði að hringla með hana og vort stund lega tímatal; flýta henni eða seinka um svo og svo marga stundarfjórðunga eftir dutlung um og geðþótta skrifstofuhöfð- ingjanna. Hefðu þeir fengið þeirri klukku engur að ráða, mundu þeir eflaust að lokum hafa seinkað henni um eina eða jafnvel tvær stundir á morgni hverjum, og flýtt henni samsvar andi eða meira upp úr hádcg- inu. Eitt er þó í þessu máli, sem ef til vill væri ekki úr vegi að athuga^ þótt við séum orðnir þeirri smámunasemi óvanir, — en það er kostnaðarhliðin. Að sjálfsögðu yrði það hlutskipti þess opinbera, að kosta ferðir okkar fram og aftur og dvöl alla í höfuðstaðnum. En mundi svo af veita að afgirða menningar- svæðin frá hinum, sem enn hefðu ekki notið áhrifanna, svo að ekki læddist ómenning aftur inn fyrir hreppsmörkin? Ef til vill mætti notast við notaðar mæði- veikisgirðingar ------ En hvað um það; skilað.u þakk læti til Bjössa fyrir gjöfina . . . Virðingarfyllst. Filipus Bessasson hreppstjóri. VAR-HÚS 25—200 amper. Rofar Tenglar Samrofar Krónurofar Bjölluþrýsti inngreypt og utan á liggjandi. Rofadósir Loftdósir Loftlok Lofthrókar VÉLA- & RAFTÆKJA- VERZLUNIN Tryggvagötu 23. Sími 81279. Lesið Alþyðublaðið! Eric Ambler I GREIPUM DAUÐANS Graham horfði á hann um stund. Hann var að byrja að skilja, en hann trúði varla sín- um eigin eyrum. „Segið hrein- lega hvað þér eigið við “ Það var eins og José tæki skyndilega ákvörðun. Hann hætti að stanga úr tönnunum sneri sér snögglega við í sæti sínu og horfði beint framan í Graham. „Þér þekkið viðskiptamál, eða er ekki svo?“ spurði hann hranalega. „Þér getið aldrei búizt við að fá neitt fyrir ekk- ert. Jæja, mr. Graham. Ég er forstjóri hennar og ég læt hana aldrei fyrir ekki neitt. Yður langar til að skemmta yður í París. Josette er ágæt stúlka, og það er mjög gaman að skemmta sér með henni. Hún dansar ágætlega líka. Við get- um saman unnið okkur inn tvö þúsund franka á viku, þegar við erum heppin með viðskipta- menn. Tvö þúsund frankar á viku. Það er dálaglegur skild- ingur; finnst yður ekki?“ Um leið minntist Graham þess allt í einu, sem armenska rtúlkan hafði sagt við hann. Hún sagði. „Hún hefur marga olskhuga“. Og Kopeikin hafði ragt. „José hefur nóg að gera. Hann er slingur í viðskiptamál nm“. Og Josette hafði eitt ■’inn sagt um Jósé. „Hann er aldrei afbrýðisamur gagnvart mér nema þegar ég hugsa lít- ið um viðskiptin. „Já, hann minntist alls þessa. „Jæja“, cagði hann kuldalega. José ypti öxlum. „T>i þið er- uð að skemmta ykkur, þá get- um við ekki unnið okkur inn j.aman með dansi tvö þúVmd rranka á viku. Þér skiljið því að við verðum að fá þessa pen- inga frá einhverjum öðr- um“, í rökkrinu þóttist Graham sjá dauft bros leika um þunnar varirnar. „Tvö þús und frankar á viku. Finnst yð- ur það ósanngjarnt mr. Gra- !iam?“ Þetta var rödd heimspek- 'ngsins meðal apanna, klædds í flauel. „Món scher sald“ i éttlætti tilveru hans. Graham kinkaði kolli. „Já“, sagði hann, „ekki' ber því að neita, að þetta or rökrétt hjá yður“. „Þá getum við komizt að sam komulagi nú þegar“, hélt José áfram kaldranalega. „Þér eruð veraldarvanur og þekkið þetta, oða er ekki svo? Þannig er venjan“. Hann brosti og tók sér >vo málshátt í munn. „Chér nvant que je taime t‘oublieras pas mon petit cadeeau“. „Ég skil. Og hverjum ber mér ■ið borga? Hvort á ég að borga yður eða Josette?“ „Þér getið borgað Josette ef yður sýnist svo, en væri ekki tilhlýðilegra að þér gerðuð það ekki? Ég get þá hitt ykkur einu rinni í viku. Hann beygði sig áfram og pikkaði svolítið í hné Grahams. „Yður er alvara, eða er það ekki? Þér munuð hegða yður skynsamlega? Ef þér til- dæmis byrjuðu núna. . .“ Graham stóð upp. Hann varð undandi á því hve kaldur og ró iegur hann var. „Ég held“, ragði hann, „að mér þyki betra nð borga Josette sjálfri". „Þér treystið mér_ ekki, eða hvað?“ „Að sjálfsögðu treysti ég yð- ur. Viljið þér vera svo góður og ná í Josette?“ José hikaði, en svo stóð hann upp, ypti öxlum og fór fram L ganginn. Augnabliki síðar kom hann aftur og Josette í fylgd með honum. Hún var brosandi en þó eitthvað óviss. „Eru'ð þér búinn að tala við José, chéri?“ Graham kinkaði ánægjulega kolli. „Já, en eins og ég sagði yður, þá vildi ég helzt tala við yður. Mið langaði til að segja yður, að ég þarf nauðsynlega rtð breyta áætlup minni og fara beinustu leið tafarlaust heim íil Englands“. Hún starði steinhissa á hann citt augnablik. En svo allt í einu kom grimmdarleg gretta á fallegan munninn ög hún sneri sér skyndilega að José. „Bölvaður spanverski heim- skinginn þinn.“ Hún næstura því spýtti orðunum út úr sér. „Til hvers heldur þú að ég haldi þér uppi? IJeldurðu að ég sjái um þig vegna þess að þú dansir svo vel?“ Augnaráð José lýsti því að hætta væri yfirvofandi. Hann lokaði dyrunum á eftir sér. „Jæja“, sagði hann, „við sjáum nú til. Þú skalt ekki haida að þú getir talað til mín í þessum tón eða ég skal brjóta í þér bölv aðar eiturtennurnar ‘. „Salaucl. Ég tala við þig al- veg eins og mér. sýnisf“. Hún stóð grafkyrr, en hún reiddi upp hægri hnefann. Um leið kom daufur geisli í klefann. Hún hafði sett demaritahálsmemð, r.em hún hafði borið, á hnú- ana“. Graham hafði alveg fengið nóg af slagsmálum þenrian dag. Hann flýtti sér að segja. „Bíð- ið eitt augnabhk. Þér getið ekki ásakað José. Hann skýrði allt íyrir mér á nærgætinn og kurt- eisan hátt. Ég kom, eins og ég ragði til þess að segja yður, að óg þarf að fara rakleitt heim til Snglands. Ég ætlaÓi einnig að biðja yður að taká á móti dá-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.