Alþýðublaðið - 04.05.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 04.05.1950, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. maí. 1950 Útgefandi: Alþýðnflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal, ‘ Þingfréttir: Helgi Sæmunðsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902, Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðubúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Gengislækkunin sem ekki átfi að verða nein kjaraskerðing RÍKISSTJÓRN HINS SAM- EINAÐA ÍHALDS virðist nú vera farinn að standa nokkur stuggur af því nýja dýrtíðar- flóði, sem hún hefur kallað yfir þjóðina með gengislækkun krónunnar; öðru vísi verður það varla skýrt, að hún ákvað fyrir síðustu helgi að verja stórfé úr ríkissjóði til þess að greiða niður útsöluverð á smjör líki, sem annars hefði hækkað ur kr. 4,22 upp í hvorki meira né minna en kr. 9,50 sökum gífurlegrar verðhækkunar á innfluttu hráefni til þess af völdum gengislækkunarinnar. Ríkisstjórnin þorði ekki að bjóða almenningi upp á slíka hækkun útsöluve^ðsins á þessu eina viðbiti, sem fáanlegt er. * Ríkisstjórnin skal nú sízt löstuð fyrir það hér, að hún tók þetta ráð. En hjá hinu verð ur ekki komizt, að minna á það í þessu sambandi, að báð- ir þeir flokkar, sem að ríkis- stjórninni standa, fóru á sín- um tíma mörgum vandlæting arorðum um það, að stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar skyldi hafa slíkan hátt, að greiða með fjárframlögum úr ríkissjóði niður utsöluverð á nauðsynjum til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Og þegar þeir voru að gylla gengislækk- unina fyrir þjóðinni, áður 'en hún var samþykkt á nlþingi, þá átti það að vera einn aðal- kostur hennar, að hún gerði niðurgreiðslurnar á útsölu- verði nauðsynja óþarfar og þar með einnig þá tolla og skatta, sem á höfðu verið lagð ir til þess að. ríkissjóður gæti staðizt straum af þeim. En nú er, sem sagt, eitthvað annað uppi á teningi. Nú hef- ur þjóðin þó fengið gengis- lækkunina, sem tekur um 100 —120 milljónir króna úr vasa almennings til þess að stinga þeim í vasa stórútgerðar- manna, heildsala og annarra braskara. En niðurgreiðslurn- ar halda, þrátt fyrir það, áfrarn —- eru meira að segja auknar sökum hinnar ört vaxandi dýrtíðar af völdum gengis- lækkunarinnar; og hinn' gömlu dýrtíðarskattar og tollar eru innheimtir eins og áður og nema um 60 milljónum krón’a á ári, — til viðbótar við 100 —120 milljóna skatt gengis- lækkunarinnar! Þannig er þá stjórnarstefna hins sameinaða íhalds, Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arílokksins í framkvæmd- inni, su stjórnarstefna, sem Tíminn og Morgunblaðið sögðu á sínum tíma, að ekki myndi þýða neina kjaraskerð- ingu fyrir alþýðu manna í landinu af því, að gengislækk- unin myndi aðeins koma í stað inn fyrir niðurgreiðslurnar úr ríkissjóði og dýrtíðarskatt- ana! Nú er að vísu komið dálítið annað hljóð í strokkinn. í gær segir Tíminn með heim- spekilegri ró hins sadda og ánægða: „Kjaraskerðing er ó- hjákvæmileg í bili“; og „vilji þjóðin ekki hlíta því og reyni að bæta hag sinn með sýndar- kjarabótum, eins og kauphækk unum, stefnir hún málum sín- um aðeins í meiri ófæru en ella og gerir kjaraskerðinguna enn meiri en hún þyrfti að vera“. Þessu víkur Tíminn. í gær fyrst og fremst að verkalýðn- um og leiðtogum hans, sem honum þykir hafa gert sig nokkuð digra á baráttudegi verkalýðsins, fyrsta maí, að benda á nauðsyn þess, að ver) a lýðurinn fái hina nýju gífur- lega verðhækkun af völdum gengislækkunarinnar upp borna með hækkuðu kaupi. Tíminn er, sem sagt, þeirrar skoðunar, að verkalýðurinn, alþýða bæjanna, eigi að láta sér kjaraskerðinguna af völd- um gengislækkunarinnar vel líka; honum beri að taka því, sem að honum er rétt af rík- isstjórn hins sameinaða íhalds, með þögn og þolinmæði! En hvers vegna minnist Tíminn í þessu sambandi ekki á bændur? Á stuttum tíma hafa þeir haldið þrjá, fjöl- menna héraðsfundi til þess að mótmæla gengislækkun krón- unnar og heimta niðurgreiðslu á verðlagi innfluttra nauð- pynja sinna, svo og verðhækk- un á innlendum landbúnaðar- afurðum, til þess að fá risið undir hinni nýju dýrtíð. Hvers vegna minnist Tíminn ekkert á þessar kröfur? Telur hann þær máske svo miklu sjálfságð ari en kröfur verkalýðsíns um hækkað kaup, að engum orð- um þurfi að þeim að eyða? Og heldur hann virkilega, að verkalýðurinn láti gera sig að annars flokks borgurum á ný í þessu landi, þannig, að hann þegi möglunarlaust við því, að kjör hans séu stórkostlega skert með gengislækkuninni og heimili hans aftur ofurseld hinni gömlu örbirgð, meðan bændum er bætt upp dýrtíðin af völdum gengislækkunarinn ar, og það máske vel það, og nýjum milljónagróða er, í krafti hennar, veitt í vasa stór- útgerðarmanna, heildsala og annarra braskara þjóðarinnar? Haldi Tíminn það, þá skjátl- ast honum stórkostlega. Verka lýðurinn er eins og ávallt fús til þess að bera sameiginlegar byrðar að sínu leyti; en hann mun standa á verði um lífskjör sín og ekki þola íhaldsstjórn- inni neinn tvenns konar rétt í landinu. ----------4---------- Nansenssjóður veifir íslenzkum vís- indamanni styrk STJÓRN Nansenssjóðsins í Oslo hefur nú í fjórða skipti í röð ákveðið að veita íslenzk- um vísindamanni styrk - til náms í Noregi. Er styrkurinn að fjárhæð þrjú þúsund norskar krónur. Menntamálaráðuneytinu hefur verið falið að gera tillögu um, hver hlióta .skuli styrkinn, og eru því þeir, er sækja vildu um styrkinn, beðnir að senda um- sóknir sínar til ráðuneytisins fyrir 1. júní 1950. Kvikmyndir Lofts. — Áfram, Loftur. — Óvænt heimsókn. — Eitt málverk. — Fjögur málverk. — Skrýtið samtal. LOFTUR GUÐMUNDSSON Ijósmyndari hefur enn fært okkur nýja kvikmynd. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síð- an ég liorfði á aldarfjórðung;s gamla kvikmynd, sem Loftur hafði gert, og var það mér til mikillar ánægju. Allir kannast við kvikmynd þá, er Loftur sýndi fyrir tveimur árum og þó að hún væri gölluð, þá er hún að mínum dómi hezta islenzka kvikmyndin, sem gerð hefur verið enn sem komíð er að öðr- um ólöstuðum. í HINNI NðJU KVIKMYND Lofts, sem nú er sýnd í Gamla Bíó, kennir margra grasa. Þar styður hann fingri á ýms helztu skemmtiatriði bæjarins árið 1949 og kynnir um leið marga leikara, dansara og spilara og trúi ég ekki öðru en að mörgum þyki gaman að, og enn fremur, að þegar tímar líða, þá muni mönnum þykja þessi mynd söguleg heimild, þó að hún sé ekki alvarlegs eðlis. AUK ÞESS sýnir Loftur mjög skemmtilegar my.ndir frá dýra- garðinum í Kaupmannahöfn -— og þykir mér tilvalið fyrir fræðslumálastjórnina að eign- azt þennan kafla og sýna hann í skólunum. Ég vil þakka Lofti Hversvegna svo úrillur eftir L maí? ÞJÓÐVILJINN er úrillur eftir fyrsta maí hátíðahöldin og hefur allt illt á hornum sér. Þó segir hann, að fyrsti maí hafi verið dagur voldugrar stéttareiningar, og má það til sanns vegar færa, þó að kom- múnistar gerðu vissulega sitt til þess, að spilla eining- unni þann dag með flokks- pólitísku ofstæki sínu við undirbúning hátíðahaldanna. En hvers vegna er Þjóðvilj- inn þá svo ■ óánægður eftir hátíðahöldin sem tölublað hans í gær ber vott um? Var það máske ekki áðalatriðið fyrir kommúnista, að fram kæmi voldug þennan dag? stéttareining NEI, ÞAÐ VAR ÞAÐ EKKI. Þeir vildu láta fólkið fylkja sér um hin kommúnistísku slagorð fyrsta maí ávarpsins — gegn utanríkismálapólitík þjóðarinnar, gegn efnahags- legri samvinnu lýðræðisþjóð- anna og gegn dómunum yfir forsprökkum skrílsárásarinn- ar á alþingi — í kröfugöngu fulltrúaráðsins. En fólkið gerði það ekki, og því varð krqfugangan kommúnistum svo mikil vonbrigði. Fólkið lét þá eina um að labba um götur borgarinnar undir hin- um kommúnistísku borðum, en safnaðist sjálft þúsundum saman á Lækjartorgi og í Bankastræti og Austurstræti til þess að gera útifundinn að sem voldugustum mót- mælafundi gegn gengislækk- un, kaupráni og líjaraskerð- ingu ríkisstjórnarinnar. Á LÆKJARTORGI töluðu full- trúar hins lýðræðissinnaða meirihluta launastéttanna, þeir Helgi Hannesson, forseti Alþýðusambandsins, Guðjón B. Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og Óskar Hall- grímsson, formaður Félags íslenzkra rafvirkja, nefnilega um það, sem nú er í hug hvers verkamanns og launamanns í landinu, um kjaraskerðing- una af völdum gengislækkun- arinnar og um samstillta stétt til að mæta henni. Hins veg- ar létu þeir utanríkispóli- tísk álagorð kómmúnista, mótuð af þjónkun þeirra við Rússa, lönd og leið. ÞAÐ ER EKKI NEMA SKILJ- ANLEGT, að Þjóðviljinn sé reiður við þessa ræðumenn á fjöldafundinum fyrsta maí, og þá alveg sérstaklega við Helga Hannesson, forseta Al- þýðusambandsins, sem leyfði sér að víta það flokkspóli- tíska ofstæki kommúnista við undirbúning hátíðahaldanna, sem varð þess valdandi, að mörg af stærstu verkalýðsfé- lögum höfuðstaðarins, þar á meðal stofnfélög Alþýðu- sambandsins, gátu ekki skrif- að unair ávarpið, né teki'5 þátt í kröfugöngu fulltrúa- ráðsins. En alveg sérstaklega virðist það hafa farið i fínar taugar kommúnistaforsprakk- anna, að Helgi Hannesson, forseti Alþýðusambands ís- lands, skyldi á útifundinum lýsa yfir frelsisást íslenzks • verkalýðs og samstöðu hans við alþýðu hinna vestrænu lýðræðislanda í baráttunni fyrir efnahagslegri viðreisn, en gegn því einræði og þeirri kúgun, sem nú viðgengst r Austur-Evrópu og ógnar öll- um frjálsum þjóðum Út af þessu froðufellir Þjóðviljinn bókstaflega í gær og segir að Helgi Hannesson hafi gerzt „griðníðingur“ fyrsta maí! ALÞÝÐA REYKJAVÍKUR lít- ur allt öðru vísi á þetta mál. Hún fagnar því, að Helgi Hannesson, forseti Alþýðu- sambandsins, skyldi jaínframt. því, að hann mótmælti skel- egglega gengislækkun, kaup- ráni og kjaraskerðingu ríkis- stjórnarinnar lýsa yfir órofa samstöðu hennar við alþýðu hinna vestrænu nágranna- og lýðræðislanda. Og hún telur það aðeins broslegf, að Þjóðviljinn, sem daginn fyr- ir fyrsta maí réðist af fá- heyrðum skepnuskap á for- seta Alþýðusambandsins, sem þá var búið að ákveða einn aðalræðumann dagsins, skuli leyfa sér, nú eftir á, að saka hann um „griðníð" fyrir drengilega og lýðræðislega ræðu á útifundinum á Lækj- artorgi. fyrir alla þessa mynd og hvet hann eindregið til þess að halda áfram að búa til kvikmyndir. ÉG FÉKK ÓVÆNTA HEIM- SÓKN í gær. Það kom til mín ungur maður, knúði hæversk- lega að dyrum og spurði, hvort hann mætti tala við mig fáein orð. Hann var með stórt spjald undir hendinni og ég bauð hon- um til stofu. Hann kvaðst- vera að byrja að mála og langa af- skaplega mikið til að sýna mér mynd, sem. hann hefði málað áðan. Þetta var gáfulegur ung- ur maður, ljóshærður og blá- eygur og með reglulega andlits- drætti. ÉG SAGÐI STRAX, að því miður hefði ég ekki mikið vit á málaralist. Ég færi bara eftir brjóstviti mínu. En það var sama. Hann vildi endilega sýna mér myndina og hann fór að taka mikið af pappír utan -a£ henní. Síðan setti hann hana upp á skáp hjá mér. „ÞAÐ ER ALVEG SAMA hvernig hún snýr,“ sagði hann. „Það er að segja, þetta eru í raun og veru fjögur málverk. Það fer eftir því hvernig hún snýr.“ Svo sneri hann henni. .Þegar hún snýr svona heitir hún „Gengislækkuri1. Svona heitir hún „Hliðarráðstöfun“. Svona heitir hún „Graðhestur“. .Og svona heitir hún „Fantasía“. Annars geta menn skýrt hana hvaða nafni sem þeir vilja. Mál- verk er vekjandi fyrir.hvern, sem horfir á það. Mamma sagði til dæmis við mig þegar ég sýndi henni myndina áðan, að hún ætti að heita „Nýju föíin keisarans“. ÉG GLÁPTI Á MÁLVERKID og svo á þennan fallega unga mann. Það var eitthvað í aug- unum á honum og við munnvik- in, sem gerði mig óvissan. Við þögðum báðir svolitla stund. En svo fór hann allt í einu að skellihlæja. „Ég fór á mál- verkasýninguna í þjóðminja- safninu,“ sagði hann. „Svo fór ég upp í Málara og keypti nokkra liti og léreft og svo heim og máaði þetta á 12 mín- útum. Þetta er fyrsta málverk- ið mitt. Er þetta nokkuð verra en hávaðinn af myndunum, sem eru á sýningu'nni?" MÉR LÉTTI STÓRUM. Þessi ungi, fallegi og gáfulegi piltur var ekki geggjaður! Ilannes á hornimi. ODDFELLOWSTÚKURNAR I Reykjavík hafa sótt um leyfi til bæjarráðs til þess að mega" reisa þak á Oddfe 11 owb_úsið. Bæjarráð hefur samþykkt þessa útlitsbrevtingu á hús- inu með því skilyrði að glugg- um á suðurhlið verði breytt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.