Alþýðublaðið - 10.05.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1950, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ 6 MiSvikudagur 10. niaí 1950 Dr: Álfur Oröhengils: IINEYKSLIÐ Á HÓTELBORG Hótelborg heitir bygging ein við austurvöll og er glámskjótt og sennilega glaseyg á öllum. Þettaer fræg bygging fyrir margt semþar hefur gerzt ogþó sennilega enn frægari fyrir margt semþar hefur aldfei gerst ogmun orðstír hennar geymast þegar einginn man lengur mjólk urstöðina í sambandi við. ann- að en flóaða flóamjólk. Eittafþvísem laungum befur varpað tvíræðum frægðar- gljáa á fyrrnefnda byggingu er það kynduga uppátæki ýmissa þínga að setja þar púnktinn við sín störf hafi nokkur verið; ann ars spurningarmerki og gæsa- lappir. Hefur hið háa alþingi þará undan geingið með glor- verðu fordæmi og hafa þessir þess púntar laungum orðið af- lángir í restina svosemsin mis- lukkuð tilraun að striki. Til þess að forðasí og fyrir byggja væntanlegan misskilning skal þess getið að aldrei munu góð- templarar hafa staðið þarnafyr- ir þíngslútíum sem heild en hinsvegar er ekki fyrir að synja að þeir kunni að hafa Romið þar sem einstaklíngar — til- neyddir þó. Annaðsem aukið hefur frægð staðarins leiðum vér hjáossað ræða af ýmsum oss óviðkomandi ástæðum. Ogþað skeði átímum upplausn arinnar og glundroðans aðþá voru fleiri þing haldin ennokkru sinni fyrr ogerþað táknrænt. Huku þá félög flest og samtök upp til örvhanda og tréfóta og blésu til þinghalds ogvarþað eina lífsmarkið sém þau höfðu frásér gefið um aldur enda voruþau mörg dauð. Afþeimfáu samtökum sem enn lifðu í land inu og' störfuðu af fjöri má nefna samband listamanna sem næst gekk SÍS að atorku og einíngu. Blés þaðoftil þings og varþaðsvo mikill blástur aðí flestu saung enda voru lúður- þeytararnir garpar brjóstheilir. Safnaðist þegar sáman lið mik- ið til þíngstaðar ogvarþað fög- ur íylkíng. Seigir hér þó ekki neittaf þíngstörfum semöilvorxi merkileg og munum véríþess stað greina frá slúttinu semvar enn merkilegra. ' Tveir úngir merin voruþá uppi í reykjavík semvoru ennsvo kornúngir að þeir trúðu þvíað hvorttveggi ætti nokkru hlut- verki að gegna í lífinu listin og þeir sjálfir og voru þeirað sjálf- sögðu alltof úngir tilþessað sitja svo virðulegt þíng. Enmeðþví þaðer laungum ástríða barn- úngra aðspila sig fullvaxta — og gagnkvæmt hvað leikkonur snertir —• töldu únglingarnir framhjásér geingið, en féll þó þyngst um það aðþeimvar ekki einu sinni boðið til sláttsins. Vitnuðu þeiríþað enán árangurs aðef réttmætt væri að, telja þá kornabörn mætti með sama rétti telja suma forsprakka þingsins aðeins byrjun á barni ogþólé- lega og vitnuðu þarí hlutfalla- stærðfræðina. Leið únglingunum nú svipað og sagter um Eigil er hann fékk ekki aðfaraí veizlu hjá afa sin- um. Gripu þeirogtil sama ráðs og harin; orktu þóekki ávarp sitt meðþvíað þeir kunnu ekki einu sinni að yrkja órímað en höfðu þaðframyfir þann gamla aðþeir gát-u þrykkt ávarpið, og þurfti tvær prentsmiðjur til því ekkert ■sitt prfentverk gat fullnægt andagiftinni og hafði þeimþó margt andríkið orðiðað verk- efni. Stóðst á endum aðþávar ávarpið þrykkt og aðmestuleyti samið þegar þíngheimur var kominn áþað lirifningarstig er mönnum þykir allt bezt. (Framh.) VAR-HÚS 25—200 amper. Rofar Tenglar Samrofar Krónurofar Bjölluþrýsti inngreypt og utan á ligg'jandi. Rofadósir Loftdósir Loftlok Lofthrókar VÉLA- & RAFTÆKJA- VERZLUNIN Tryggvagötu 23. Sími 81279. Barnaspítalasjóðs Hringsiris eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Bókabúð Austurbæjar. Aðalstræti 12, og i Augl.ýsið í Alþýðublaðine! hún söng Nussbaum éftir Schu- mann. Og hún söng svo yndis- lega, að Alexander hvíslaði að mér. „Það væri sannarlega mikill skaði, ef slíkar gáfur fengju ekki að njóta sín.“ Á næstu þremur vikum höfð- um við í svo miklu að snúast, að við gátum varla annað því. Ákveðið hafði verið að brúð- kaupið færi fram 5. október. Þá átti allt vitanlega að vera tilbúið. En það reyndist ekki létt verk, því að í þá daga var það skelfilegum erfiðleikum bundið að fá keypt.þó að ekki væri nema lítið eitt af lérefti. í hinum dýrustu verzlunum var ekki hægt að fá annað cn lélegar gerfivörur og við rölt- um dag eftir dag milli verzl- ananna. Þegar við Irene kom- um svo heim úr þessari ieit, dauðþreyttar og miður okkar, sat Alexander í hægindastól með blað í hendi eða bók, en Lotta hélt sig í herbergi sínu og lék á píanó eða skóf neglur sínar. Það er ekkert efamál,. að veslings Lotta litla reyndi að forðast hann eins og hún gat. Þegar við hin vorum heima, talaði hún sjaldan við hann og leit yfirleitt aldrei á hann. „Bara að ég vissi hvað bað er, sem stúlkan hefur á móti mér“, sagði Alexander oft og þá svaraði Irene oftast nær. ,,Ó, þú veizt það vel. Það er bara það, að henni finnst að þú sért að taka hana frá mér“. En það var eins og hann gæt: ekki skilið að þetta væri ástæð- an. Hins vegar er ég alveg sannfærð um að þá hafði hanri ekki neina hugmynd um til- finningar Lottu. Hann reyndi ekki á neinn hátt að draga dul á það hvað hann var hrifinn af „krakkanum“. í hans augum var hún þá bara barn, ástúð- legt og glæsilegt barn. Ef til vill hafði hann enga reynslu gagnvart konum. Að minnsta kosti höfðu þau verið algerlega sammála um það, Roth kennari hans og Lisbeth svstir hans. Svo rann upp sá dagur þeg- ar við fjögur lögðum saman af stað túl Greifenstein. Við fór- um með bátnum' upp eftir Doná. Svo höxðum við skoðnð rúst- irnar og því næst vildi unga fólkið fara að synda. Þetta var heitur og fagur sólskinsdagur. Ég sat fyrir framan sund- laugina og sá þau þi’jú synda fram hjá og áin bar þau áfram eins og þau væru stórir kork- tappar. Ég var þreytt eftir anri- ir síðustu daga og að líkindum hefur það líka valdið að ég var óvön því að sitja svona um.kyrt í sólskini. Ég sofnaði. Það var Irene, sem vakti mig. „Hvar er Lotta?“ spurði hún. Alexand- er stóð við hliðina á henni. Þau voru bæði búin að klæða sig'. Ég varð svo hrædd að ég ga: ekki komið upp einu einasta orði. ,.Hún fór inn í klefann sinn um leið og við, y>g nú er klefinn tómur og við getum ekki fundið Lottu.“ Ég varð miklu rólegri þegar ég heyrði að þau höfðu séð Lottu koma upp úr ánni. Að .minnsta kosti gat ég aftur tek- ið til máls. „Hún hefur líkast til farið inn í veitingasalinn og fengið sér svaladrykk", sagði ég- Við gengum inn í veitinga- salinn, en Letta var heldur ekki þar. Við biðum í tíu mín- 'xtur og þegar hún lét ekki sjá ’ig ákváðum við að fara að i.eita að henni. Alexander átti að ganga upp með ánni, en Irene niður með henni. Ég átti að bíða á bryggjunni og svip- ast • um eftir henni, því að lík- indum mundi hún koma þangað nvað úr hverju, því að þaðan átti báturinn að fara, sem við ætluðum með í þessari skemmti ferð, sem Lotta hafði skyndi- lega fundið upp á og fengið okk ur til að vera með í. Alexander og Irene höfðu svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu og það var mjög skilj- anlegt. Ég var eina manneskj- an. $em þekkti leyndarmál Lottu.JÉg get ekki lýst tilfinn- jngum mínum meðan ég hljóp þarna fram og aftur um bryggj- una. Já, ég hef víst látið alveg eins og kýr, sem hefur týnt kálfinum sínum. Eftir hálf tíma kom Irene aft ur.' Og hún var alein. Ég þorði ekki að láta hana sjá hve ótta- slegin ég var. „Þetta er illa gert af Lottu“, sagði hún. „Þetta er í síðasta ninn, sem við erum saman og við hefðum getað skemmt okk ur svo vel inn í veitingasaln- um“. Við vorum þegar farnar að heyra í bátnum, og það leið okki á löngu áður en við sáum dálítið revkský í fjarlægð. Það rveif aleitt í heiðbláu loftinu og rétt á eftir grilltum við bát- irjn. En hvorki Alexander eða Lotta létu sjá sig. Þau komu ekki fyrr en bát- urinn var lagður upp að. Þau íöluðu ekki saman. Alexander gekk með höndurnar í vösunum og pípan hékk í öðru munnviki hans og ég sá að það var dautt í henni. Lotta var náföl og hún iialtraði lítið eitt. Irene hljóp á móti þeim. „Hvað er þetta, Lotta? Hvað gengur að þér?“ .,,Ekkert“, svar nði Lotta afundin „ég bara datt og meiddi mig svolítið ] „Hvar hefurðu eiginlega ver I ið allan þennan tíma?“ En Lotta svaraði því ekki. Hún hafði heldur ekki tíma til þess, því að við urðum að hraða okkur um borð. Það var mjög farið að kólna og við höfð um ekki haft yfirhafnir með okkur svo að við fórum strax inn í matsalinn. Alexander ragðist hins vegar hafa höfuð- verk og hann vildi því véra cf an þilja. Við sátum í þrengslurn hjá fjöldskyldu, sem var að koma alla leiðina frá Linz. Hún var ákaflega glöð og hávær og bað var auðséð og auðfundið, að hún hafði fengið sér heldur betur neðan í því. „Þegar mað- ur er um borð í skipi verður maður að drekka“, sagði höfuð fjölskyldunnar að minnsta kosti tuttugu sinnum, og var bersýnilega stoltur af því að yngsti meðlimur fjölskyldunn- ar, sex ára gamall hnykill, var verulega undir áhrifum. Irene, rem þykir. ákaflega vænt um börn og lítur á allt sem bau rnertir og henni líkar ekki í framkomu fullorðinna gagnvart beim sem dauðasynd, var svo gremjufull að hún gleymdi að npvrja Lottu frekar. Lotta hafði hallað sér aftur á bak í hæg- indastólinn og lézt sofa. Það voru mjög dökkir skuggar undir augum hennar. Þegar við komum heim stakk ég hitamæli í handarkrika henn ar. Hún hafði ekki hita, en ég sagði henni samt að hún væri með hita og gerði ég það bara til þess að hún kæmist í næði. Svolítill kvöldverður var bor- inn upp til hennar í herbergið og það var búið um mig hjá henni. Sængurfötu Irene voru hins vegar flutt í mitt herbergi. Þannig hafði betta allt af ver- ið þegar önnur hvor telpnanna var véik. Línu frænku hafði verið boðið til kvölaverðar. Mér var ekkert um Línu frænku gefið. Hún var .tepruleg kona, cem alltaf óttaðist almennings álitið, enda y-t-u dómar hennar alltaf í samræmi við það. „Irene hefði getað valið miklu betur“, sagði hún svo að Irene rjálf heyrði. Hefðir þú bara láttS mig sjá um hana . . . Þessi Wagner er nefnilega ekki nokkur skapáður hlutur". Ég bar kaffi og líkjör á borð- ið og svo fór ég upp til Löttu. Hún lá þarna í hálfrökkrinu með opin áugun og hún hafði okki snert matinn. Ég settist hjá hénni •— og beið. „Væri ekki bezt að þú segð- ír mér alveg eins og er“, sagði íg eftir drykklanga stund. Hún sneri sér til veggjar. ,.Það er svo sem ekkert að segja um það“. „Reyndu samt, Lbtta mín. Kannske er þetta ekki eins slæmt og þú heldur, ef þú get-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.