Alþýðublaðið - 29.09.1950, Síða 6

Alþýðublaðið - 29.09.1950, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐfö Föstudagur 29. sept. 1950. v Á ANDLEGUM VEXTVANGI. Það er margt merkilegt og jafnvel stórfurðulegt, sem nú er að gerast. Þetta ætlar að verða aldeilis stórmerkilegt ár áður en lýkur, fyrir allt hugsandi og eálrænt fólk. Já, hver skyldi eig inlega hafa trúað því fyrir fimm árum, eða svona um það bil sem vísindamönnunum hafði tekizt að beizla kjarnork- una, og voru svo óskaplega montnir af, að þeir þóttust allt vita, já, hver skyldi þá hafa trúað því, segi ég, að á því hsrr ans ári 1950, kæmu ijyrir þau óskiljanlegu undur, sem öllum þessum spesíalistum eru svo ó- skiljanleg, að þeir standa bara og gapa, og verða sér bara til skammar og athlægis, ef þgir fara að reyna að skýra þau! Það eru nú fyrst hinir svo- nefndu íljúgandi fiskar, — „flyvende tallerken“, eins og það heitir á erlendu máli. Ég sá sjálf einn á ferð minni um Frakkland í sumar, en raunar óglöggt, því að bíllinn var á svo mikilli ferð, en ég átti tal við danskan mann um borð í ferj- unni milli Frakklands og Eng- lands, — yfirþjón á frönskum og enskum veitingahúsum, aga- lega penan og menntaðan,*sál- rænan mann, — og hann hafði séð heilt stell. Enginn vafi að það eru Marzbúar, sagði hann, sem eru að njósna um innrásar- möguleika á jörðina. Þeir eru komnir þetta langt á undan okkur • í tækninni sagði hann. Hann hafði séð einn þeirra í sjónauka; sagði að hann hefði legið á diskinum líkt og stúlka í sólbaði, en stýrði diskinum með fótunum. Hann hafði ekki meira fyrir stjórninni en það, að hann las í bók á meðan, og, •— nú kemur það allra furðuleg asta, — bókin, sem hann las í, var lýsing á héraðinu, sem disk urinn var að sveima yfir, gefin út af einhverju átthakafélagi, — víst eins konar Skagfirðinga — eða Húnvetningafélagi úr þeim landshluta, — svo að það er svo sem auðséð, að þeir hafa góð sambönd, þessir karlar. Og und ir diskinn var svo fsst sjálf- virk kvikmyndatökuvél og stál- þráðartæki! Það er margt í bí- gerð, sem engan grunar, ég segi bara það. Og svo er það þetta, sem gerð ist í fyrradag, snemma, þegar himininn várð gulgrænn og síð ar ekki nema kvartbirta fram yfir hádegi. Þeir eru svo sem ekki í vandræðum með að skýra það fyrirbrigði, þessir blessaðir vísindamenn. Aska einhvers- staðar úr einhverjum hotten- tottaeldfjöllum, sem hefur svif ið þetta í strattosverunni, segja þeir. Já mikil ósköp! Ég er nú raunar ekki vel að mér í þess- ari strattosveru, en eftir því, sem ég hef heyrt, er þar alltaf blæjalogn, — og fyrir hvaða krafti hefur þá þetta blessað öskuský svifið? Og hvað varð svo af því? Hversvegna orsak- aði það ekki sömu fyrirbrigði einhversstaðar annarsstaðar á hnettinum, en bar hér og á Englandi, hvorki á leiðinni frá þessum eyjum og hingað, eða þá á eftir? Nei, þessir vísindamenn geta sjálfir verið hottentottar. Þeir ættu að minnsta kosti að tala sem minnst um strattosver una! Nei, það vita aðrir betur um þetta mál en þeir. En það fólk, sem eitthvað veit, er ekki altaf að gjamma fram í alla skapaða hluti. Þetta stafaði líka frá þeim 6 Marz, skal ég segja ykkur. Nú eru þeir að gera tilraunir með fjarljósmyndun með últra- gulum og infragrænum geisl- um. Þeir vita hvað þeir vilja, karlarnir þar. Og það er skiljanlegt auðvit- að, hversvegna þeir ljósmynda herveldi eins og Bretland, — en ísland. Jú, ætli karlmenn séu ekki eins á öllum hnöttum, og ætli þeir hafi ekki eitthvað heyrt getið um fegursta kven- fólk í heimi, og hve alúðlega það hefur alltaf tekið aðkomu- mönnum? Það mætti segja mér, að það yrði fjör á diskunum, — liv paa tallerken, — þegar þeir fara að svífa í tæplega seilingarhæð yf ir öskjuhlíðinni! í andlegum friði. Dáríður Dulheims. hefur afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. 33 gerðir vegglampa höfum við. Verð frá kr. 63.50. Véla- og raftækjaverzlunin. Sími 81279. Tryggvagötu 23. Lesið Alþýðublaðið Frcink Yerby ------ HEITAR ÁSTRÍDUR , Og hvar get ég komizt í kynni við meðlimi þeirra?“ Inch dró við sig svarið. „Því miður hef ég ekki leyfi til að svara slíkri spurningu,“ mælti . hann lágt. „Ég get hvorki frætt yður um samtök þessi né meðlimi þeirra. Að því er mér skilst, kjósa þeir að láta sem minnst á sér bera.“ „En þú ert þessum samtök- um kunnugur?“. spurði Hugh en.n. „Ég þekki vel til þeirra,“ svaraði Inch. „Og það get ég cagt yður, að meðlimir þeirra eru menn lærðir vel, læknar og iögfræðingar, sem stundað hafa nám við erlenda háskóla. Þeir hafa það á stefnuskrá sinni, að styðja þann kynþátt, sem nú hefur verið leystur úr ánauð, til sjálfsbjargar og sjálf- stæðis, bæði stjórnmálalega og efnahagslega." „Þeir eru fleiri, sem að þessu starfi standa,“ mælti Hugh enn. „Auðvitað,“ mælti sverting- inn og brosti. „Mér er ekki grunlaust um, að þér hafið not- fært yður hégómagirnd Pinch- backs. Sem betur fer er það ekki ýkja mikið, sem hann veit um þessi mál.“ Laird hleypti brúnum. Pinchback. Hann kannaðist við nafnið. Múlatti. Kænn náungi, sem hvorki bar svip eða litar- hátt kynblendings, en var einna líkastur Spánverja eða Ííala að útliti. Og nú rifjuðust upp fyrir Laird ýmsar flugufregnir, sem hann hafði heyrt mann hvísla að manni, en sem hann hafði álitið staðlausan þvætting.... Svertingjarnir eru að koma á fót stjórnmálasamtökum með sér......Þeir hafa orðið sér úti um vopn.......Þéir undir- búa uppreisn........... Enginn hvítur maður getur verið ör- uggur um líf sitt úr þessu.... Slúður og flugufregnir, hugsaði Laird, — en samt. .... Eitt- hvað er það, sem Hugh hefur komizt á snoðir um, og það er náungi, sem veit jafn langt nefi sínu. Og ætli maður sér á ann- að borð að taka þátt í bardag- anum, er hyggilegast að vera við öllu búinn. Laird varð litið á stórvaxna svertingjann, sem stóð við ar- ininn. Mundi, að hann hafði einhvern tíma séð hann áður, en kom honum ekki fyrir sig. Enn hafði Laird ekki lagt neitt til málanna, en nú sneri hann cér að Inch. „En þér viljið ef til vill eklcert segja um þessi mál s.jálfur9* spurði hann. „Ég.hefði ekkert á móti því,“ svaraði Inch vingjarnlega. „En ég ky^i heldur, að þið beinduð spurningum ykkar til manns, sem er mér þar að öllu leyti fróðari. Þér ættuð að spyrja Robinsson, manninn, sem þarna stendur. Hann er þessum mál- um kunnugur, — var áður á- nauðugur akuryrkjumaður, er að vísu hvorki læs né skrifandi, en engu að síður góðum gáfum gæddur.“ Svertinginn risavaxni gekk skref fram á gólfið. „Þið talið og talið,“ mælti hann, „meðan öllu er stefnt í óefni. Laird spratt á fætur. Nú þekkti hann þennan mann allt í einu. „ísak Robinsson!“ hrópaði hann. „Hvern þremilinn sjálf- an hefur þú hérna fyrir stafni? Og hvar er N}m?“ Laird rétti honum hendina, sem þetta svarta tröll þrýsti hrammi sínum. Glaðklakka- legt, hlýtt bros ljómaði á svörtu andlitinu. „Ég farinn að halda, þú ekki að þekkja mig, herra Laird!“ mælti hann. Laird sneri sér að þeim Hugh og Iinch. „Ég hef þekkt ísak frá því ég var barn,“ sagði hann. „Hann var-------.“ Laird þagn- aði, eins og hann vissi ekki al- mennilega hvernig hann ætti að haga orðum sínum. „Já,“ svaraði ísak, eins og ekkert hefði í skorizt. „Ég þræll föður hans, gamla Four- nois. Versti og harðasti hús- bóndi í tíu héruðum!“ „Ég hikaði við að nefna orðið þræll,“ mælti Laird. „Það var raunar óþörf viðkvæmni. Þetta hefur allt breytzt.“ Laird brosti og glettnisglampínn skein úr augum hans. „Jæja, herra Robinsson! Vilduð þér gera okkur þann greiða að skýra okkur frá helztu kröfum ykkar, svertingjanna, eins og málum er nú háttað?“ ísak starði á Laird eins og hann vissi ekki hvað hyggja skyldi. Hann þóttist sjá, að Laird bæri spurninguna fram í alvöru, enda þótt augnatillit hans væri glettnislegt. Þetta var furðulegt, hugsaði Laird. Maður, sem vaxið hefur og þroskazt við þrælkun og þjáningar og ber nú hátt aðals- merki göfgi og drengskapar sem frjáls maður. Ég hef raun- ar hitt slíka svertingja fyrir áður. Göfuga menn og stolta, sem jafnan kunnu þó að halda stolti sínu í skefjum, þessu þögla stolti, sem þeir brugðu ekki, hvernig sem með þá var farið. Ekki einu sinni í dauð- anum. „Ég bið þig að segja okkur kröfur ykkar,“ mælti hann lágt og alvarlega. „Oss vantar jarðnæði,“ svar- aði ísak og starði fjarrænu augnaráði á vegginn, eins og hann sæi í gegn um hann víða vegu. „Ekki stórt; nægilegt fyrir einn mann að plægja og yrkja. Lítil, snótur hús, þokka- leg, vel hirt híbýli; blóm með fram veggjum og gangstígum. Kirkju, þar sem við megum þjóna guði óáreittir og hlýtt á orð hans. Skóla fyrir börn okkar, jafnvel okkur, þessa eldri, líka; við þurfum öll að læra að lesa, skrifa og reikna. Við viljum kjósa. Kjósa góða hvíta menn og góða svarta menn til að stjórna landinu, hlýða á ræður þeirra og ráð, hlusta, hugsa vel. Þá, sem ekki gera rétt, reka þá; kjósa aðra, sem gera rétt. Setja í fangelsi alla þá, sem svíkja og stela; hvítur maður stelur, — setja hann í fangelsi; svartur maður ctelur, — setja hann í fangelsi. Sömu lög gangi yfir alla, öllum dæmd jöfn refsing fyrir sömu afbrot.“ Hugh leit á þennan tröll- vaxna svertingja og brosti lymskulega. „Og auðvitað gerið þið það einnig að kröfu ykkar, að börn ykkar sitji á sama skólabekk og börn hvítra manna? Og að þið sækið sömu kirkju og hvít- ir menn? Ef til vill gerið þið ykkur líka vonir um, að þið getið kvænzt hvítum konum áður en langt um líður!“ ísak gretti sig. „Synir okkar kvænast dætr- um ykkar! Þá heimsku vona ég að þeir láti sig aldrei henda!“ Hugh brosti, en bros hans hans var kuldalegt og lævi blandið. „Sennilega á þetta að skilj- ast sem móðgun, ísak!“ mælti hann, og röd.d hans var þrung- in nístandi háði. „Afsakið, hvíti maður!“ mælti ísak með hógværð. „En þéi; spurðuð------“ Laird varð litið á ísak, þetta blakka tröll. Hann minntist þess, £.ð ísak og Nimrod, bróðir hans, höfðu báðir verið ákaf- lega erfiðir viðfangs. Hvað eft- ir annað höfðu þeir freistað að strjúka. Samt sem áður brá ísak aldrei tryggð sinni við mig, hugsaði Laird. Furðúlegt. Við höfum vanmetið þennan kvnþátt allt cf lengi. Áður fyrr meir var það jafnvel útbreidd skoðun meðal okkar, að svert- ingjar væru ekki neinni hugsun gæddir. Hugsun þeirra er þvert á móti rökréttari og skarpari en okkar, og einmitt fyrir þá EÖk, að hún er ekki fjötruð við- tekinni, misskilinni siðfræði og rangtúlkun mikilsverðra hug- taka, heldur nær hún óhindrað gegn um umbúðir hismisins og hégómans að kjarna hvers máls og skilgreini hvert hugtak ljóst og einfalt. Menn eins og Hugh geta ekki fellt sig við þá hugs- un, að drengskapur og göfug- Ivndi frjálsra og stoltra, hör- undsblakkra manna megi njóta sín og verða metið að verðleik- um í þessu landi. O-jæja, það yrði eflaust margt ógeðfellt, sem slíkir menn sæju, ef þeir

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.