Alþýðublaðið - 20.10.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐ8Ð Föstudagur 20. október 1950 AÐSENT BREF. Fillpus Bessason hreppstjórt: Ritstjóri sæll. Alltaf finnst mér, serrf mér Iíði eitthvað betur þann tíma ársins, er hið há aalþingi situr á rökstólum. Mér þykir sem þá sé allt öruggara í landinu og bjartara yfir. Þeir, sem leggja það í vana sinn að snúa út úr öllu, sem sagt er, gætu eflaust haldið því fram, að þá hljóti mér að líða sæmilega lengstan hluta ársins, þar eð alþingi hefur reynzt þaulsætið að und- anförnu. Ég ætla mér heldur ekki að þræta fyrir það; líðan mín er oftast nær góð þegar giktin leyfir, og svei mér ef mér finnst hún ekki vera hlé- drægrai yfir þingtímann. Og bærilega fóru þeir af stað i þetta skiptið, blessaðir þing- mennirnir, og má segja um það, að sjaldan bregði mær vana sín um. Nú er það fuglinn og nátt- úruvísindin, sem veldur þeim heilabrotum og sundurþykki. Það lá að, að þeir drægju það ekki á langinn að taka vanda- mál þjóðfélagsins til rækilegrar athugunar og umræðu. Dásam- lega sér forsjónin fyrir hag þeirrar þjóðar, sem hún velur slíka fulltrúa. Og ekki er, að efa það, að með þessum umræð um sé ekki aðeins fundið öruggt ráð til úrbóta, varðandi öll helztu vandamál þjóðarinnar, heldur munu þær og marka tímamót í sög'u íslenzkra vís- indaiðkanna, ekki síður en Lysenko og Stalín" hefur tekizt að valda straumhvörfum á sama sviði í því blessaða djúfnaríki. Á ég þar við það, að ekki verð- ur annað séð en alþingi ætli nú og framvegis sjálft að skera úr því með atkvæðagreiðslu, — og sennilega að viðhöfðu nafna- kalli — hverjar kenningar vís- indanna skuli álítast réttar og hverjar rangar. Munurinn er að eins sá, að í djúfnalandinu er það Stalín einn, sem ákveður þetta, en hér hjá okkur, í rjúpnalandinu, er það að sjálf- sögðu alþingi, sem fer með slílct úrskurðarvald, og kemur þar fram rétt einu sinni, hinn gífur- legi munur einræðis og lýðræð- is. Gefist þessi aðferð vel í þessu máli, er ekki nema sjálfsagt, að alþingi vort haldi áfram á þessari braut, og taki öll helztu kenningamál vísindamann anna til umræðu og atkvæða- greiðslu til dæmis einhverja af kenningum Árna Friðrikssonar, F r ank Y e rb y HEITAR ASTRIDUR varðandi síldarleysið, eða ein- hverja af kenningum sagnfræð- inganna íslenzku og norrænu- fræðinganna, hvað snertir ýms- ar vafaspurningar í þeim grcin- úm, og spari' þannig þessum'vís indamönnum bæði starf og slit. Fer þá að verða nokkrum vafa bundið, hvort vísindamennirn ir sjálfir verði ekki að mestu leyti óþarfir sem slíkir og geíi horfið að framleiðslustörfun- um; ætti svo sem einn vísinda maður að duga hverri vísinda- grein, þar til þinglegriafgreisðlu er lokið. Er og ekki loku fyrír það skotið, að alþingi íslend- inga geti reynzt öðrum þjóðum gagnlegt í þessum efnum, og öðruvísi mundi nú umhorfs i veröld, ef þessir kjarnorkutamn ingamenn þarna í útlöndum, hefðu látið sér nægja að rann- saka málið allýtarlega, og síðan sent alþingi voru kenningarnar bá dularorku til umræðu og ef til vill samþykktar. Þekki ég þá illa Jón minn pá, ef hann hefði ekki fengið þingið til að camþykkja, að allt slíkt væri hin fáránlegasta vitleysa, en það hlyti óhjákvæmilega að hafa leitt til þess, að allir tamninga- mennirnir hefðu hætt rannsókn um sínum og uppfinningum á þessu sviði; — væri þá enginn atómsprengja til í veröldinni, og ýmsum óþægindum-færra. En, — rjúpan flögrar úti um allar heiðar, eins og ekkert hafi í skorizt. Veit víst heldur ekk- ert um þann mikla heiður, sem henni er sýndur, er beztu nenn bjóðarinnar og þeir, er mestri ábyrgð gegna, verja dýrmætum tíma sínum henni til umhyggju, og leggja öll önnur vandamál á hilluna hennar vegna. Senni- lega hefur blessuð rjúpan held- ur ekki minnstu hukmynd um sveiflukenninguna, né anti- sveiflukenningu Jóns pá; þetta er óvísindalegur fugl, þrátt fyrir allt, og lætur sennilega ctjórnast af sínu brjóstviti, enda engin ^óstjórn í hennar ríkjum. En illt þykir mér til þess að vita, að Hermann minn sk.nii nú allt í einu vera orðinn vís- indameginn í veröldinni, og e:nn þeirra .sem rjúpuna vilja feiga. Hef ég hingað til haft þá trii á honum, að ekki banaði hann neinu kviku, nema því aðeins, að það hlypi, synti eða flygi fyrir skot hans, en það verður engum manni til sakar dæmt. Ætla ég að biðja Jón minn pá þess lengstra orða, að láta Her- mann ekki tæla sig upp á heið ar . . . Láta heldur kylfu ráða kasti um sannleiksgildi sveiflu- kenninganna. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. undan : hvössúm eggjunum. Aðrir svertingjár' stöffiiðu að því 1 að hlað'a hihu slégha ill- hfési á’ Vaghá 'og ,faka þ’ví á bál uppi á hæð éinni. Meira c n helmingur ekrunnar var þeg- ar sleginn, og plógblaðið skar djúpar rastir í dökka, frjó- þrungna moldina. Er þrátt fyr ir allt kappið, sem negrarnir sýndu við starfið, var orðið of áliðið sumars til sáningar, um þa.ð dugði ekki að fást, það var þá hægt að Ijúka plægingunni fyrir vorhitana á næsta ári. Laird sat kyrr á hesti sín- um og virti negrana fyrir sér við starfið. Aldrei höfðu þeir unnið af slíku kappi og dugn- aði á meðan þeir voru þræl- ar. Þeir sveifluðu orfunum svo hvein við í eggjum ljánna, og þeir sungu við vinnuna. For- inginn, ísak Robinson, hafði djúpa, hreimmikla bassarödd. Það var góðs merki, að þeir skvldu syngja. Laird vissi, að aldrei sækist svertingjum bet- ur vinnan, en þegar þeir syngja. Laird starði á þá enn um stund. Mikið var enn ógert og margir örðugleikar óleystir, hugsaði hann með sér. Það kom honum að vísu í góðar þarf- ir, að honum hafði tekizt, með því að skírskota til þátttöku sinnar í styrjöldinni, að fá lán í ríkisbankanum í Colfax, en sá banki var nú undir stjórn Norðurríkja-manna. Fyrir bragð ið gat hann, þegar til þess kom, lagt allar ekrur sín- ar undir baðmullarrækt. Þrátt fvrir það gat ágóðahlutur hans aldrei orðið nema lítilræði eitt, vegna skattanna, sem veittu öl’um, bændum sem öðrum, þungar búsifjar. Raunar gat hann haft það eins og svo marg ir aðrir bændur, er notfærðu sér fákunnáttu negranna, þeg- ar til 'kaupgreiðslunnar kom, og sviku þá að mestu leyti um vinnulaunin. Það hafði þó aldrei flögrað að honum, því að bæði var það, að hann vildi vera verkamönnum sínum góð ur húsbóndi, og auk þess gerði hann sér vonir um stuðning Jþeirra, þegar til kosninga drægi. Ef ég held vel á spil- unum í New Orleans, hugsaði hann, fer varla hjá því, að fjár- hagslegur ávinningur minn þar verði slíkur, að ágóðinn af búskapnum verði smáræði eitt, samanborið við það. Hann lét smella í taumun- um og hélt af stað þangað, sem illgresið var enn óslegið. Svo var hamingjunni fyrir að þakka, hugsaði hann, að erfða óðal hans lá svo norðarlega, að sykurreyrsrækt kom þar ekki til greina. Hefði svo ver- ið, mundi hann hafa verið dæmdur úr leik, þegar áður en hann hófst handa um rækt- unina. Laird yissinþsð. nfur- vels..a ðengirm gat, Jþafjð: sykurl •reyrsrækt fyrir alvþru fyrr.æn lionum hafði tekizt að safna alitlegum auði við baðmullar- ræktun. Við þá ræktun var til- kostnaðurinn harla lítill, og það gat vel farið svo, að Laird gæti lifað áhyggjulitlu lífi, áð- ur en langt um liði. Laird glotti við tilhugsun- na. Fjandinn hafi alla nægju- semi, hugsaði hann. Heimur- inn, og þó einkum Suðurrík- in skulduðu honum það mikið, að hann gat ekki verið ánægð- ur með minna en góð lífskjör. Og þau meira að segja mjög góð. Hrossið fetaði sig með gætni áfram um illgresi grón- ar ekrurnar. Laird nam stað- ar í útjaðri þeirra og starði í þungum þönkum út yfir órækt arflóana, sem þar tóku við. Tuttugu ekrur lands, að minnsta kosti, hugsaði hann. Ef hann hefði tök á að ræsa flóana fram, mundi leitun á jafnfrjósamri jörð og þessari dökku, feitu leðju. Jafnvel þótt ekki væri um fullkomna þurrk un að ræða, var þarna prýðis- góður jarðvegur til hrísgrjóna- ræktar. En til þess að hrinda slíku í framkvæmd, þurfti mannafla og fé; meira en hann hafði ráð á. Laird andvarpaði, — nei, það voru engin tök á því að óreyta þessum tuttugu ekrum lands í ræktunarhæfa jörð. Hann sneri hesti sínum heim í leið. Sabrína hlaut að hafa naorgunverð til reiðu. Hann fann það ósköp vel, að hann langaði ekkert til að fara heim, ckki einu sinni til þess að mat- ast. Þessar eftirlitsferðir um akrana voru ef til vill hið eina, sem hann naut sér til ánægju; en þegar hann fór þær tvisvar og jafnvel þrisvar sinnum á aag, urðu þær einnig helzt tii einhæf dægrastytting. Sömu síendurteknu heilabrotin um ræktun mýrarflóanna; sama niðurstaðan, sama úrræðaleys- ið. Hann hafði líka vitað það frá barnæsku, að það þýddi ckkert að ráðgera þær fram- kvæmdir. Nei, þessar eftirlits- Eerðir hans voru ekkert annað cn flótti. Því í ósköpunum tók ég ekki ástum Denísu, hugsaði hann. Ung, blóðheit og stælt eins og goðborin dís, limaglæst og mjúk með eld á vörum. flamingjan góða, hugsaði hann — hvað verður um mig? Hann knúði hestinn sporum og hleypti heim á leið, eu þræddi þó slóðana með akur- iöðrunum, svo að ekki var það r.tytzta leiðin. Þegar hann hafði riðið drjúgan spöl, kippti hann allt í einu í taumana og ctöðvaði hestinn. ,,Skot“, sagði hann við sjálf- an sig. Á sömu.aridrá kvað við ..annar hyel’nr. ,,Skamrnb.yssu- skot“, tuldraði hann. . „Úr þungri skammbyssu, sennilega sjóliðabyssu . . .“ Hann sneri hesti sínum og xeið á hljóðið. Skotinu hafði verði hleypt af einhvers stað- ar í nánd við jaðra akursins, það þóttist hann viss um. Hann reið upp á viði vaxna hæð, á landamærum Plaisance og Dempsterbýlisins. Handan við hæðina gat að líta nýplægða akurskák. Þar stóð ljóshærður maður, fremur illa klæddur, yfir dauðum hesti. Þetta var riddaraliðshestur; hafði senni- lega verið gæðingur til reiðar, en að sjálfsögðu öldungis ó- vanur fyrir plógi, og nú lá hann þarna, dauður í aktygjun um fyrir þungum plóginum. l.aird steig af hesti sínum og gekk til mannsins. Hann lagði hendina á öxl mannsins, sem var í svo þung- um þönkum, að hann veitti ekki komu hans athygli. Laird sá, að augu hans voru tárvot. ,,Jim“, mælti Laird lágt, til þess að vekja athygli hans. „Hvað sé ég“, hrópaði plæg ingamaðurinn undrandi. „Laird . . . Ég hugði þig löngu dauð- an og grafinn“. Laird hló við og rétti hon- um hendina, en Jim Dempster hafði handaskipti á skamm- byssunni til þess að hann gæti tekið kveðju hans. Hann sá, að Laird varg litið á dauða hest- inn. „Ég var tilneyddur að skjóta hann“, mælti Jim Dempster dapur í bragði. „Hann steig í holu og fótbrotnaði. Mér þótti bað leitt. Þessum hesti reið ég í margri orustu, og hann brást mér aldrei“. „Þú skauzt tveim skotum?“ spurði Laird. „Já, það var nú það. Ég var svo skjálfhentur", svaraði Jim. „Mér þótti undurvænt um þenn an hest. Ég er ekki að segja að hann hafi verið neinn sérstak- ur gæðingur. En hann var skyn ramari mörgum negramrm, cem hjá mér hefur unnið/ Skyn ramari mörgum hvítum manni, held ég að ég megi fullyrða. Þess utan var þetta eina hvoss- ið, sem ég átti“. „Hvað hyggst þú nú fyrir?“ npurði Laird. „Ég ve«ð að selja býlið. Mér er það ekki ljúft, fjandinn hafi það, en ég á ekki um annan kost að velja. Engir peningar, angir svertingjar, — og hest- laus í ofanálag. Þetta er allt farið í hundana hjá mér, — og ég fer sömu leiðina". „Það gengur svo“, mælti Laird með hægð og virti þenn- an gamla kunningja sinn .fyrir cér. Hann hleypti brúnum eins GOL ÍAT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.