Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 8
Gerszt: áskrífendur, að AlþýðublaSinu. , Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- •[. ið í síma 4900 og 4906 A I þ ý ð u b 1 a ð i ð Miðvikudagur 17. október 1951 Börn ög ungfingaf Komið og seljið 1 ALÞYÐUBLAÐÍÐ Allir vilja kaupa Alþýðublaðið Iðnrekendur skora á alþingi að sam þykkja frumvarp um Iðnaðarbanka ■ ...............— ■» ------ Mótmæla söíuskattirsum og viS]a fá hluta af mótvirðissióði til að greiða úr Ijánsfjárþörfinni. FÉLAG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA liélt nýlega almcnn- an fund og voi'u þar gerðar ýmsar ályktanir. Meðal annars skor- aði fundurinn á a'þingi að samþykkja frumvarp7ð um stofnun iðnaðarbanka, og einnig var skorað á ríkisstjórnina að hlutast til um, að nokkrum hluta mótvirðissjóðs verði varið til þcss að greiða úr brýnustu lánsfjárþörf iðnaðarins. Þó mótmælti fund- urinn söluskattinum, og skoraði á alþingi að afnema nú þegar hinn þrefa'da söluskatt af innlenöum iðna’ðarvörúm. Mjaðmargrindar- broínaði í bílslysi ÞAÐ HEFUR KOMIÐ í LJÓS að drengurinn, sem varð fyrir bifreiðinni í fyrrakvöld á mót- um Klapparstígs og Skólavörðu stígs, hefur mjaðmargrindar- brotnað, og að annað afturhjól bílsins mun haf farið yfir hann. Rannsóknarlögregla óskar eftir að hafa tal af manni þeim, sem kom á slysstaðinn og bar drenginn inn í Fatabúðina. „Svarfálfadans" Ijóðabók eflir Sfef- án HörS Grímsson, STEFÁN HÖRÐUR GRÍMS- SON hefur gefið út nýja ljóða bók, sem heitir „Svartálfa- dans“. Er hún þrjár arkir a’ð stærð og flytur 23 kvæði. Þetta er önnur ljóðabók Stefáns, en hin fyrri „Glugg- inn snýr í norður“, kom út 1946 og hlaut góða dóma. „Svartálafdans“ er prentuð í prentsmiðjunni Hólum og smekkiega út gefin. -------------------- Egyptaland Framh. af 1. síðu. manna sinna í gær, sagði hann að ástandið væri nú það alvar legt að brezkir hermenn þyrftu daglega að verja líf sitt fyrir of stækismönnum. Minnti hann á það að nýlega hefði brezkur hermaður verið ótunginn til bana og að skólavagn með brezk um börnum hefði verið grýttur. Bað hann menn sína vera við öllu búna og sagði að þeir mundu verjast öllu árásum og ekki láta hrékja sig úr land- inu með ofbeldi. Heyrst hefur að Bretar muni fara fram á það að Egiptalands málin verði tekið fyrir í örygg isráðinu þar sem sýnt þykir að deila þessi geti leitt til styrjald ar í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. * Fundur þessi var haldinn 113. október í hinu nýja húsnæði Félags ís’enzkra iðnrekenda í Vinnufatagerð íslands. Fundar- stjóri var H. J. Hólmjárn og fpndarritari Pétur Sæmund- sen. Rúmlega 50 manns sátu fundinn. Ályktanir fundarins fara hér á eftir: Iðnaðarbankinn. A’mennur fundur í Félagi ís- lenzkra iðnrekenda 13. október 1951 skorar á alþingi að sam- þykkja sem lög frumvarp um iðnaðarbanka, sem dagaði uppi á gíðasta alþingi. Telur fundur- inn bera til þess brýna nauð- syn, að alþingi það, er nú situr, afgreiði sem alira fyrst lögin um iðnaðarbankann, þar eð fjármálaráðherra hefur lýst yf- ir því, að stofnframlagið að hluta ríkissjóðs verði til reiðu fyrir næstu áramót, og iðnrek- endur og iðnaðarmenn hafa sjálfir boðið að legja fram það fé, sem á vantar af áæt’.uðu stofnfé. Þrefaldur söluskattur. Almennur fundur í Félagi ís- lenzkra iðnrekenda 13. október 1951 beinir þeirri áskorun til alþingis, að afnema nú þegar hinn þrefalda söluskatt af inn- lendum iðnaðarvörum. Átelur fundurinn sérstak- lega, að tilbúnum varningi er- lendum skuli veitt sérstök vernd með því að leggja þyngri söluskatt á innlendar iðnaðar- vorur úr aðfluttum hráefnum en erlendar iðnaðarvöu inn- fluttar. Mistök við frílistann. Aímennur fundur í Félagi ís- lenzkra iðnrekenda 13. október 1951 telur, að alvarleg mistök hafi átt sér stað við val á vöru- tegundum á hinn almenna frí- lista, með því að gefinn var frjáls innflutningur frá Evrópu á sumum tilbúnum iðnaðarvör- um, en ekki efninu í sams kon- ar vörur eða efni í umbúðir um þær, og síðan hefur innlendum framleiðendum þráfaldlega verið synjað um leyfi fyrir efni vörunni frá þeim Evrópulönd- um, sem bjóða hagstæðust við- skipti. Beinir fundurinn eindreginni áskorun til hæstvirtrar ríkis- stjórnar um skjóta lagfæringu á þessu misrétti. résar í Síðumúla ANDRES EYJOLFSSON, hinn nýi þina;maður Mýra- manna, flutti jómfrúræðu sina í ncðri deild alþ"tn<ris í <rær. Fyltrdi bann úr hlaði frum- varpi um breytinsru á 'iirum um útbr<';ðslu nsemra sauðfiá’sjúkdóma útrým- Í2i"n bcirra. Leasur Andrés til, að ríkis- skuldabréf’n «ei”ia msr<ði-''eiki bótanna verði bér efttr með 6f r vöxtum í rtað 4 ein<= og nú er. Flutti harm -’-^merkileaa ræðu Listvinasalurinn sýnir kvikmyndl um van Gogh, Gauguin og Lautec NÆST KOMANDI SUNNUDAG vei'ður októberkynning Listvinasalarins í Stjörnubíói og hefst kl. 1,15. Verða sýndar þrjár nýjar kvikmyndir um listamennina van Gogh, GauguiiB og Tou'oust-Lautrec; en tveir þessara öndvegismeistara síðustia aldar cru orðnir almenningi hér vel kunni, — van Gogli af bókinni „Lífsþorsti“, sem Mál og menning gaf út, og Gauguiia af bókunum „Nóa Nóa“, scm var ein af Listamannaþingsbók- um Helgafells, og ská’dsögu Somerset Maughams, „Tunglið og tíeyringurinn“, sem kom út fyrir nokkrum áriun og fjallar um ævi hans. um þetta efni og levndi sér ekki, að hann er þmgvanur, þó að hann hafi Mn<mð til gengið milli borðanna á aTþingi en ekki set;ð þar. Andrés fékk góðan vitnis- burð fvrir jómfrúræðuna, Tng- ólfur Jónsson kvaddi hér hljóðs, hvað þetta fyrsta .mál þing- manns Mýramanna gott og kvaðst vona, að það næði fram að ganga. Sá þriðji búinn að selja alla miða PÉTUR ÁSMUNDSSON símstöðvarstjóri í Garði Gerðahreppi hefur nú selt alla happdrættismiða Al- þýðuflokksins, sem honum hafa verið sendir. Vill. hann taka að sér meira til sölu. Hann er sá þriðji í röðinni. Toulouse-Lautrec er hinsveg ar minna þekktur. Hann er einn j af snjöllustu teiknurum j Frakka, háðfugl, sem varla á sinn líkan. Lautrec var örverpi einnar ríkustu og frægustu að- alsættar Frakklands, var krypplingur og eyddi óhófsævi sinni á næturkabarettum og vændiskrám Montmartre. En hin skarpa sjón hans, nístandi háð og meðfædd snilld hafa gert ævi hans og verk að ó- dauðlegum kafla listsögynnar. í kvikmyndinni um van Gogh er hin umbrotamikla ævi hans rakin á þann bezta hátt, sem hægt hefði verið að segja hana — í málverkum hans jálfs. Þar fylgjum við honum frá fyrstu tilraunum hans, í gegn um Par ísarárin, örlagatímann í Arles, geðveikrahælið Saint Rémy, þar til hann fremur sjálfsmorð, aðeins 37 ára gamall. Textinn með myndinni er á ensku og mjör skýr. Van Gogh: Pósturinn. ’ Ævisaga Gauguin er ekki rakin eins nákvæmlega, en samt er haldið réttri tímaröð, — fyrst frá því hann málaði I laumi sem tómstundamálari^ Bretagnetímabilið og loks Tahiti, þar sem hann ber tund- ur að arfhelgi allrar málara- listar álfunnar. Al'lar þessar þrjár myndir hafa hlotið mjög góða dóma, en þær voru nýlega sýndar í París, enda era Frakkar komnir lengst í því að> samhæfa málaralist tækni kvik myndarinnar. - Björn Th. Björnsson list- fræðingur mun flytja formáls- orð með kvikmyndunum. ----------•----------- „Aumingja Hanna" nýr gaman- leikur frumsýndur í Hafnarfirði .... —-»------ LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR hefur leikár sitt á morgun, fimmtudaginn 18. október, meS sýningu gamanleiks eftir Kenneth Horne, sem á frummálinu heitir „Jane steps out“, en í íslenzkri þýðingu hefur hlotið nafnið „Aumingja Hanna“. Sverrir Thoroddsen hefur þýtt leikritið. Höfundurinn, Kenneth Horne, er fæddur í Englandi árið 1900, en 1934 kom fyrsta leikrit hans út. Hann hefur samið mikið af revíum og gamanleikjum, sem hlotið hafa miklar vinsældir. Er Morð Liequal Ali Khan í gær Framh. af 1. síðu. astliðnum hafði Ali Khan til- kynnt að komist hefði upp um flokk samsærismanna, sem voru að undirbúa uppreisn gegn Ali Khans. 40 af forsprökkun- um sem voru háttsettir menn þar á meðal hershöfðingjar voru handteknir. Fréttaritari brezka útvarps- ins í Pakistan sagði, að morðið á forsætisráðherranum hefði slegið óhug á þjóðina og væri jafnvel búist við því, ,að það leiddi til óheillavænlegra at- burða í Pakistan. „Aumingja Hanna“ fyrsta leik- rit, sem sýnt er eftir þennan höfund hér á landi. Leikritið „Aumingja Hanna“ gerist nú á tímum á Sveitasetri á Englandi og segir frá tveim systrum, stóru og fa’legu eldri systur og „aumingja Hönnu“, litlu systur, svo og öskubusk- unni á heimilinu. Titilhlutverkið, Hanna. er leikið af Kristjönu Breiðfjörð, en aðrir leikendur eru: Auður Guðmundsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hulda Runólfs- dóttir, Ólafur Örn Árnason, Jó- hanna Hjaltalín, Friðleifur Guðmundsson og Kristbjörg Kjeld. Leikstjóri er Rúrik Haralds- son, en leiktjöld eru gerð af Lothar Grund, sem er þýzkur leiktjaldamálari. Leikfélag Hafnarfjarðar hyggst starfa mikið á þessu leikári, og mun Einar Pálsson annast stjórn á næsta viðfangs- efni félagsins, en ‘sýningar á því munu hefjast strax upp úr næstu áramótum. Dagsbrún mótmælir brotlrekslri strælis- vagnasljórana TRÚNAÐARRÁÐ DAGS- BRÚNAR samþykkti á fundi sínum 14. þessa mánaðar mót- mæli gegn þeirri ráðstöfun ráða manna Strætisvagna Reykja- víkur, að víkja tiiefnislaust 7 vagnstjórum úr starfi um síð- ustu mánaðamót, og krafðist þess að þeir yrðu ráðnir á ný. Þá lýsti trúnaðarráðið andúð ■ sinni á aðferðunum við brott- rekstur vagnstjóranna. — þ. e. að láta menn úr sömu starfs- stétt njósna um vinnufélaga sína, og fordæmdi fundurinn þá menn sem taka slíkar njósnir að sér. Taldi fundurinn að brottvikn ing vagnstjórnanna væri ekkl þeirra einkamál, heldur varð- aði það verkalýðsstéttina alla og heildarsamtök hennar. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.