Alþýðublaðið - 31.10.1951, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 31.10.1951, Qupperneq 8
Gerizt áskrifendur að Aiþýðubiaðinu. ; Alþýðublaðið inn á ; bvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906. Börn og iinglingaf^ Komið og seljið ! Aiþýðublaðið Allir vilja kaupa. ! Alþýðublaðiö Miðvikudagur 31. október 1951 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skorað á aila atvinnulausa að mæía fil atvinnuleysisskráningar -------*------ Aldrei meiri ástæða en nú til þess að mæta tfl skráningar vegna atvinnuhorfa. Á MORGUN befst a.vinnuleysisskráning í Reykjavík. og fcr skráningin fram í ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar í Bankastræti 7. Það eru eindregin tilmæ'i stjórnar fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og atvinnuleysisnefndarinnar til allra, er vinnulausir eru, a’ð j:eir látissekki undir höfúð leggjast að láfa skrá sig. Eins og áður hefur verið get j ið í Alþýðublaðinu, skrifaði ! stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs- íélaganna í Reykjavík og at- vinnuleysisnefndin, stjórnum allra verkalýðsfélaga í Reykja vík nýlega og' minnti þær á at vinnuleysisskráningiina, sem fram fer fvrstu dagana í nóvem ber. Jafnframt var það brýnt Blaðið Heims- kringla 65 ára VESTUR-ÍSLENZKA blaðið „Heimskringla“ átti 65 ára af mæli í september síðastliðn- um, og af því tilefni var gefið út sérstakt afmælisblað. Er þar rakin saga Heimskringlu, getið stofnunar blaðsins og byrjunar örðugleika og fleira. Fyrsta tölublað Heimskringlu kom út 9. september 1886, og var fyrsti ritstjóri blaðsins Frí mann B. Anderssen, en alls hafa ritstjórarnir verið 14 á þessum 65 ára starfsferli Heimskringlu, meðal þeirra skáldin Gestur Pálsson og Jón Ólafsson. Núverandi ritstjóri Heimskringlu er Stefán Einars son og hefur hann verið rit- stjóri blaðsins samfleitt frá 1930, en áður frá 1921 — 1924. fyrir stjórnum félaganna, að be:ta sér fyrir því, hver í sínu félagi, að atvinnulaust fólk í fé lögunum mætti til skráningar- innar, en það er mjö” þýðingar mikið að engin, sem atvinnu- laus er, vanræki að láta skrá sig. Oft þegar atvinnuleysisskrán ing hefur farið fram befur ver ið mikil tregða á því, að með- limir verkalýðsfélagana hafi látið skrá sig, þótt þeir væru atvinnulausir. Þetta befur hins vegar leitt til þess að atvinnu leysisskráningin hverju sinni hefur ekki sýnt rétta mynd af atvinnuástandinu, og torveldar það að sjálfsögðu aðstöðu beild arsamtakanna gagnvart því opinbera, þegar bornar eru fram' kröfur um atvinnubætur af hálfu ríkis eða bæjar, eða fyrir- greiðslu þessara aðiia um að greitt verði fyrir aukinni at- vinnu. Aldrei hefur þó verið ríkari ástæða til þess en nú fyrir at- vinnulaust fólk, að mæta til atvinnuleysisskráningar, því að atvinnuástandið er nú þannig í bænum, að atvinnuleysi mun nú vera meira en dæmi eru til á sama árstíma um að minnsta kosti 10 ára skeið. Er því fyrir sjáanlegt að atvinnuleysi muni verða mjög tilfinnanlegt í vet- ur, ef ekkert verður aðgert nú þegar. Aflinn til sepfernberloka 72 þúsund smál. meiri en á sama tíma í fyrra -----..... Aflinn nemur 329 698 smálestum; þar af er síld 82 007 smálestir. FISKAFLINN frá 1. janúar til 30. sepetember 1951 varð alls 329 678 smák, þar af síld 82 007 smál., en á sama tíma 1950 var fiskaflinn 257 723 smál., þar af síld 46 474 smál., og 1949 v.ar aflinn 287 176 smál., þar af síld 64 286 smál. h ' / Fiskaflinn í september 1951 varð 22 528 smál., þar af síld 10 418 smál., en til samanburð- ar má geta þess, að í september 1950 var fiskaflinn 20 463 smál, þar af síld 11 966 smál. Hagnýting aflans frá 1. janú- ar til septemberloka var sem hér segir, talið í smálestum (til samanburðar eru setar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 30 338 (26 802) Til frystingar 83 120 (47 113) Til söltunar 58 870 (96 526) Til herzlu 6 440 ( 475) I fiskimjölsverk- smiðjur 67 313 (38 658) Annað 2 590 ( 1 675) Síld: Til söltunar 19 450 (17 116) Til frystingar 3 792 ( 4 949) Til bræðslu 58 765 (24 409) Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus, að undanskilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu; en hann er óslægður. Landsljóri Frakka í (ambodia myrtur í gær DU REYMOND, landsstjóri ’ j Frakka í Cambodia í Indó-Kína I var myrtur á skrifstofu sinni í i gær. Álitið er að hér sé ekki : um pólitískt morð að ræða. held ur hafi hann verið myrtur af þjónustu marmi sínum sem j hvarf eftir að morðið varð upp ! víst. Annar þjönn hefur verið handtekinn. Kielland hyllfur eflir symfóníutónleik- ana í gærkveldi HVERT EINASTA SÆTI í þjóðleikhúsinu var skipað í gærkveldi er symfóníuhljóm- sveitin hélt síðari tónleika sína undir stjórn norska hljómsveit- arstjórans Olavs Kielland; og lófaklappinu ætlaði aldrei að linna, að tónleikunum loknum. Hljómsveitarstjórinn var hvað eftir annað kallaður fram og hylltur, en hann er nú á förum héðan, — fer á fimmtudaglnn. Viðfangsefni hljómsveitarinn ar í gærkveldi voru: Hjalar-ljóð, stórbrotinn forleikur eftir Ei- vind Groven, eitt af fremstu núlifandi tónskáldum Norð- manna, hin undurfagra Hol- bergsvíta eftir Grieg og hin tryllingslega sjöunda symfónía Beethovens, sem aldrei áður hef ur verið leikin opinberlega hér á landi. Á meðal hinna mörgu áheyr- enda í þjóðleikhúsinu í gær- kveldi mátti sjá sendiherra Norðmanna, Andersen-Rysst. —--------»---------- Góðar aflasölur á Bretlandi í gær í GÆR seldu tveir togarar í Grimsby, og náðu báðir á- ,gætri sölu. Júní úr Hafnarfirði seldi 3538 kits fyrir 12 506 sterlingspund og Harðbakur seldi 3481 kits fyrir 11 389 pund. í fyrradag seldi Karlsefni í Þýzkalandi 26614 tonn fyrir 10 327 pund, og ísborg seldi æinnig í Þýzkalandi í fyrra- dag, en ekki hefur enn frézt um sölu hennar. Slátrun tefsf vegna valnavaxla í FRÉTT frá Höfn í Horna- firði segir að vegna rigninga og vatnavaxta hafi bændum á fjórum bæum í Lóni austan Jök ulsár ekki tekist að reka fá sitt til slátrunar í Höfn, og mun það vera einsdæmi, að ekki sé bú ið að slátra fé þar um þetta leyti hausts. Slátrun fjár úr nærsveitum Hornafjarðar er hins vegar lokið. Aívinnuleysi á Isafirði en togar- í ar Isfjrðinga sigla með aflann! | ----------♦---——-— , ; ATVINNULEYSI er nú á ísafirði, þótt bæjarstjórnin ; gcri allt, sem í liennar valdi stendur, til þess að bæta úr > því. Fjöldi fólks hefur leitað þaðan brott eftir atvinnu, ; og þeir, sem heima eru, hafa ekki við ncitt að vera: ; m Landvinna hefur þar undanfarin ár aðallega byggzí ; ó verkun og nýfingu bátafisks, en nú er aflaleysi á báta- « mi'ðunum og enginn fiskur berst á land. Atvinnuleysi sjó- » manná bætist því ofan á atvinnpleysi landverkafólks. ; Beinasta leiðin til þess að lileypa fjöri í atvinnulífið ; cr því sú, að togarar leggi þar afla á land. Mundu tveir 3 togarar nægja. í Og tveir togarar cru einmitt gerðir út frá ísafirði. 3 Hvers vegna cru þeir eklci látnir leggja aflann upp heima, Ej svo að ísfirzkt verkafólk fái að njóta vinnunnar v?ð að 3 verka hann? Eða finnst íhaldsmönnunum í stjóm útgerö- 3 arfyrirtækisins ísfirðings h.f. ef til vill ekki taka því að 3 ráða bót á atvinnuleysi bæjarbúa, þótt það sé gerlegt og 3 sennilega þeim sjálfum að skað’ausu? 3 Bæjarsfjórn Isafjarðar gerir ráðsfafanir gegn atvinnuleysi ------•----- BÆJARSTJÓRN ÍSA- FJARÐAR hefur fengið 100 þús. kr. lán hjá Brunabóta- félagi íslands til þess að hægt sé að halda áfram vinnu við lagningu vatns- veitukerfis um bæinn og bæta um leið úr hinu tilfinn- anlega atvinnuleysi bæjar- búa. Hafa milli 20 og 30 menn fengið vinnu við vatnsveitu- lagninguna, en haldíð verður látlaust áfram meðan tíð lcyfir og verkið endist. Þá hefur bæjarstjórnin komið 20 mönnum til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Bæj- arstjórnin leitast eindregið við að draga úr atvinnuleys- inu; en skapandi atvinnu’íf liggur þar a'ð heita má i dvala. ---------*---------- Nýt! leikrif effir DavíS Stefánsson sýnl í Þjóðfeikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur keypt sýningarrétt á nýju leik riti eftir Davíð Stefánsson. Þetta er stórbrotið skáldverk, sem vekja mun mikla athygli. Þjóðleikhúsið mun sýna leik ritið eins fljótt og tök verða á„ Kvikmynd Lofts „Niðursefningur. inn" frumsýnd á laugardaginn NÆST KOMANDI LAUGARDAG ver’ður hin nýja kvik- mynd Lofts Guðmundssonar ljósmyndara, „Niðursetningurinn11, frumsýnd í Nýja Bíói. Þeta er litkvikmynd með tali og tónum, gerð eftir samnefndri sögu og kvikmyndahandriti Lofts ljós- myndara; Brynjólfur Jóliannesson annast leikstjórn. Kvikmyndin tekur til með- ferðar þjóðlífsmynd frá árun- um fyrir aldamótin, eða um miðja nítjándu öld, og segir þar frá vist niðursetnings og umkomulausrar stúlku á heim ili, þar sem ekki ér mulið und- ir þurfalinga og sveitarómaga. Margt kunnra leikara fer með hlutverk í myndinni, en Bryn- jólfur Jóhannesson leikur aðal hlutverkið. Önnur helztu hlut- verkin leika þau Bryndís Pét- ursdóttir, Anna Guðmundsdótt ir, Jón Aðils, Jón Leós, Valur Gíslason og Haraldur Á. Sig- urðsson. Kvikmyndin, sem öli gerist í sveit, sýnir og ýmissa þætti sveitalífsins, og er leit- azt við að allt umhverfi og frá sögn sé með sem sannsöguleg- ustum blæ, eftir því sem því varð við komið. Kvikmyndin er að mestui leyti tekin að Hækingsdal í Kjós, en þar stendur gömul bað stofa. Var kvikmyndin öll tek in í sumar, eins og áður hefur verið frá skýrt í blaðinu. Fyrir nokkru fór Loftur utan með myndina til samsetningar, og virðist það hafa vel tekizt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.