Alþýðublaðið - 16.12.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.12.1951, Blaðsíða 4
AB-AIþýðublaðið v Ný skýrsla ÞEGAR hin marg umtal- aða skýrsla verðgæzlustjóra um verzlunarálagninguna var birt í september — þrátt fyrir undanbrögð stjórnar- valdanna — og flett var ofan af því dæmalausa okri, sem hér hefur átt sér stað síðan verðlagseftirlitið var afnum- ið, sagði viðskiptamálaráð- herrann, að þá skýrslu væri ekkert að marka; hin „frjálsa verzlun“, væri ekki búin að fá nægilegan reynslutíma; cn verðlagið myndi „leita til jafnvægis“ eins og hann orð aði það, þegar frá liði; enda myndu stjórnarvöldin ekki láta það viðgangast, að „verzl unarfrelsið“ yrði misnotað með „óhóflegri" álagningu. Síðan eru nú liðnir um það bil þrír mánuðir og nýrri skýrslu hefur verið safnað a£ verðgæzlustjóra um verzlun arálagninguna í október og nóvember, svo að varla verð ur því nú við borið, að ekki sé búið að fá næga reynslu fyrir hinni „frjálsu verzlun". Og hvað er það þá, sem hin nýja skýrsla leiðir í Ijós? Sú skýrsla hefur að vísu ekki verið birt enn; en Gylfi Þ. Gíslason prófessor, sem hefur haft aðgang að henni nefndi í ræðu, sem hann flutti við eldhúsumræðurnar á alþingi, nokkrar tölur, sem sýna verzlunarokrið eins og það er í dag. Eftir þeim að dæma er lítið til þess að merkja enn, að verðlagið „leiti til“ þess „jafnvægis", sem viðskiptamálaráðherrann boðaði í haust. Gylfi kom með eftirfarandi upplýsingar úr hinni nýju skýrslu: Svokallaðar bátavör- ur, þ. e. vörur fyrir bátagjald- eyri, hafa verið keyptar inn fyrir 2,3 milljónir í október og nóvember. Þessar vörur eru seldar innanlands fyrir 7,2 milljónir, eða 5 miljónum meira en innkaupsverðið! Nú eru að vísu tollar í þessari upphæð; en verzlunarálagn- inginin nemur hvorki meira né minna en 2,2 milljónum, 16. des. 1951. um okrið j eða svo að segja sömu upphæð og innkaupsverðið! Sam- kvæmt hium gömlu verðlags- ákvæðum hefði verzlunar- álagningin á þessar vörur ekki numið nema 1,2 milljónum; en í skjóli álagningarfrelsís- ins hefur hún verið hækkuð um eina milljón! Annað dæmi, sem Gy'fi nefndi úr hinni nýju skýrslu, er um vefnaðarvöruna, sem flutt er inn á frílista. Athug- un verðgæzlustjórans tekur þar til innflutnings fyrir 1.3 milljónir. Samkvæmt gömlu verðlagsákvæðunum hefðu heildsalar átt að mega leggja 85 000 krónur á þá vöru; en þeir lögðu á hana í skjóli hinn- ar „frjálsu verzlunar“ 176 000 krónur, ■—■ hækkuðu álagn- ingu sína með öðrum orðum um 108%! Miklu minni er á- lagningarhækkun smásala á þessa vöru, og er hún þó mik- il; þeir hefðu, samkværnt gömlu verðlagsákvæðunum mátt leggja á hana 343 000 krónur, en lögðu hins vegar á hana 459 000, — þ. e. hækk- uðu álagninguna um 34%. Nú myndi sennilega ýmsum hafa leikið forvitni á því, hvernig viðskiptamálaráð-1 herrann myndi snúast við þessari skýrslu verðgæzlu- stjóra, — þessu nýja sönnun- argagni um verzlunarokrið, ef hánn væri ekki þegar bú- inn að leggja nýja blessun sína yfir það, vitandi um þær j upplýsingar, sem hin nýja skýrsla hefur inni að halda. Hann sagði nefnilega í eld- húsumræðunum á alþingi, að sú verzlunarálagning, sem nýja skýrslan leiddi í ljós, væri ekki nema „hófleg“! Al- menningur þarf því ekki að ganga að því gruflandi, að verzlunarokrið fær að halda áfram; enda gátu menn sagt sér það strax í sumar, þegar verðlagseftirlitið var afnum- ið, að slík ráðstöfun væri ekki gerð til þess að gera vöruna ódýrari, heldur til hins, að gefa okrið-frjálst! Það er nú líka komið á daginn. •o*o*o*oéo«o*o*oéo*o* oé 5«o•o*o• Heitar ástriöur ettir Frank Yerby (sama höfund og „Foxættin í Harrow“) er spennandi skáldsaga sem allir hafa !• lokið lofsorði á. Þar segir frá ástum og bar- áttu —‘ heitum ástríðum — vonbrigðum og sigr- •! um, þar sem djarft er teflt og allt lagt á hættu, *• O* hvort sem um völd, fé K eða ástir er að ræða. — li Bókin er 306 þéttprent- •;> aðar blaðsíður en kosf- •’ •o ar þó aðeins kr. 45,00 í fallegu bandi. $ AB — AlþýðublaZSiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eitstjóri: Stefán PJetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Hitstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Bþni: 4900. — AfgreiSslusími: 4900. — AiþýðuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Nýjasfa bók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar er kemin út. Þetta cr lokabindi Kins stórmerka skáldverks hans, sem hófst með „Brimar við bölklett“, „Króköldu“ og „Kviku“, þrauthugsað og gjörlifað skáldverk. HELGAFELL. EFTIR ÓLAF ÞORVALDSSON Bók, sem gerir gamla unga í annað sinn. Full af skemmti legum minningum frá þeim gömlu og góðu tímum, þegar útilegiunenn komu í kaupstað í Hafnarfirði og lyngið var skorið handa kónginum og Lokadagurinn var mes'ta há- tíð næst á eftir jólunum, en sauðirnir sendir til útlanda á fæti. Það var nú líf, sem vert er að kynnast. Bœkur og höfundar: Orlagasaga siúkrar kon Fredrik Böök: Victoría Bene- diktsson og Georg Brandes. Sveinn Ásgeirsson íslenzkaði. Bókaútgáfan Dagur. Borgar- prent. Reykjavík 1951. GEORG BRANDES þótti ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Meðal ástmeyja hans var sænska skáldkonan Viktoria Benedictsson. Kynni þeirra urðu ærið öriagarík. Hin sænska skáldkona framdi sjálfs morð í Kaupmannahöfn sumar- ið 1888, en fól nánum vini sín- um til varðveizlu minnisblöð sín með þeim fyrirtnælum, að þau skyldu liggja í þagnargildi, unz öld væri liðin frá fæðingu hennar. Sá biðtími var á enda runninn í fyrra. Og þá varð þess líka skammt að bíða, að innsigli þeirra yrði rofið. Þar var að verki hinn írægi sænski bókmenntafræðingur og gagn- rýnandi. Fredrik Böök. Hann ritaði ýtarlega bók um ástir Viktoriu Benedictssons og Ge- orgs Brandesar, byggða á minn isblöðum hinnar löngu látnu skáldkonu. Bókin hlaut þann vitnisburð dómbærustu manna í Svíþjóð, að hún væri öndveg- isrit, en raskaði svo rækilega sálarró fvrrverandi sambands- þjóðar okkar hinum megin Eyr arsunds, að hún lét eins og vit- laus væri og hefur víst ekki jafnað sig ennþá. Nú er svo bók þessi komin út í íslcnzkri þýð- ingu. Viktoria Benedictsson, sem skrifaði undir dulnefninu Ernst Ahlgren, þótti dágóður ritnöf- Georg Brandes. undur í skugganum af August Strindberg. Skáldsögur hennar „Pengar“ og „Fru Marianne" þykja vist enn í dag allmerki- legar bækur, en þó gat hún sér mestan orðstír á sviði smásagna gerðarinnar, Maður þarf hins vegar ekki lengi að lesa í minn isblöðum hennar til að sannfær ast um, að þar hafi henni bezt tekizt. Hltt er annað mál, að konan hefur verið alvarlega geðveik og Brandes sannarlega ekki öfundsverður af þvi að halda við hana. En þetta er ör- lagasaga lífs hennar, sem hún innsiglaði með dauða sínum. Það er sjúk koná, sem á ponn- anum heldur, en sál bennar ólg ar eins og freyðandi Jiafsjór, og | öldurnar brotna þungt á strönd l um harms og gleði, vonbrigða og tilhlökkunar. Og tvímæla- laust er mikill sannleikur sagð- ur í þessari berorðu bók. Mynd in af Georgi Brandes er stór og skýr. En eftirminniiegust verð- ur samt Viktoria Benedictsson, sem varð píslarvottur ástarinn- ar og kveikti skæra nsista úr . stáli lífs og listar, en drap sig á því.um leið. Úlfaþytur-sá, sem bókin vakti í Danrnörku, er vægast sagt hlægilegur. Það þarf enginn að reíðast henni fyrir hönd Georgs Brandesar. Þetta er ekki ádeilurit á hend- ur eins eða neins — aðeins á- takanleg harmsaga, sem grafin hefur verið upp í akurgerði "or tíðarinnar. Sveinn Ásgeirsson hagfrceð- ingur .héfur þýtt bókina á ís-. lenzku. Hann virðist yfirleitt hafa leyst erfitt starf sitt vei af hendi og stu.ndum ágætlega, en frág'angurinn á handritinu mun annaðhvort hafa fanð eitthvað í handaskolum eða prófarkales- arinn verið miður sín. Undir- ritaður man ekki betur en á- bótavant sé stafsetningu flestra nafna, sem fyrir koma í bók- i inni. Viktoria Benedictsson J verður Victoría Benediktsson, I Topelius breytist' í Tohelius og Ola Hansson heitir Hansor*; sem er víst ekki einu sinni danska. Fornöfn Edvards Báck- ströms og Edvards Brandesar eru alls staðar skrifuð upp á enskan máta, Rydberg gamli ýmist látinn gegna skírnarheit- inu Viktor eða Victor og Var- sjá verður Warsjá. Einnig virð- ist ástæðulaust að kalla hina fornfrægu en illlesanlegu bók Caesars „Striðið í Gallíu“ fyrst hún heitir „Gallastríð“ í þýð- ingu Páls Sveinssonar. Undir- ritaður hefur að vísu aldrei skorið upp úr þeirri hérjans Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.