Alþýðublaðið - 27.01.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1945, Blaðsíða 4
4_______________________;_______ ALÞYÐUBLAÐIÐ (Uj>ijDnbla5tó Ötgel—xdl: AIM' uHokk uriott. ftitstjú-i: Stetáa Pétu rs>on ftitstjóm og algreiðsla i A1 ýðuhúsinu vi8 Hvexfisgötu Símar ritstjórnar: 4°C1 og 4907 Simar afer_iðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuorentsmiðjan h.f. Eiiurnöðrur einræð- isins KOMMÚNISTAR hafa þann sið í verkalýðsfélögunum, að koma á fundi þeirra með fulla vasa af ályktunum, sem samdar hafa verið í þrengstu klíku Kommúnistaflokksins og ávallt hafa inni að halda ein- hverjar svívirðingar um and- stæðinga þeirra. Þegar svo far ið er að fækka á fundunum fyr ir málæði þeirra, og fáir nema sanntrúaðir fylgismenn Kom- múnistaflokksins eftir, eru þess ar ályktanir bornar undir at- kvæði og síðan básúnaðar út í Þjóðviljanum sem samþykktir verkalýðsfélaganna! * Eitt dæmi um þessi vinnu- brögð er samþykkt, sem kom- múnistar létu gera á fámenn- um kosningafundi, sem þeir hóuðu saman í Dagsbrún á mið vikudagskvöldið í þessari viku í von um einhvem stuðning af honum í stjórnarkosningunum f félaginu. Af 3600 manns, sem nú eru sagðir vera í Dagsbrún, mættu á þessum fundi ekki nema í mesta lagi 300, þ. e. a. s. rúm- lega átta af hverju hundraði félagsmanna, og var meirihlut- inn, að minnsta kosti þeirra, sem fundinn sátu til enda, kom múnistar. Samþykktu þeir á- lyktun, sem margra ára komm- únistískur ómagi á Dagsbrún var sendur með á fundinn af húsbændum sínum í miðstjórn Kommúnistaflokksins, þess efn ás, að krefjast þess, „að AI- þýðublaðið hætti þegar í stað árásum sínum á Verkamanna- félagið Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög og taki upp vin samlega afstoðu til verkalýðs- samtakanna í landinu“! * Þáð fer nú ekki hjá því, að lesendum Alþýðublaðsins, bæði eldri og yngri, þyki þetta dá- lítið kynleg samþykkt; því að trauðla munu þeir minnast þess að hafa séð í því neinar árásir á Verkamannafélagið Dagsbrún eða verkalýðssamtökin í land- inu í heild; er það og bæði þeim sem öðrum kunnugt, nema þá einhverjum vesalingum, sem aldrei hafa lesið annað en lyga þvætting Þjóðviljans, að hlut- verk Alþýðublaðsins hefir frá upphafi verið allt annað en það, að ráðast á verkalýðssamtökin. Hitt vita lesendur Alþýðublaðs ins vel, að það hefir aldrei skirrzt við, að fletta ofan af skemmdarstarfi kommúnista í verkalýðshreyf ingunni, ' hvort heldur í Dagsbrún eða öðrum félögum hennar, og að það hef ir heldur ekki hikað við að gagnrýna hispurslaust ræfils- hátt þeirra og svik í hagsmuna baráttu verkalýðsfélaganna þar sem þeir hafa ,illu heilli, farið með stjórn í þeim. Má og mik ið vera, af margan Dagsbrúnar manninn rekur ekki minni til þess, að sú gagnrýni hafi stund Dapbrúnarmenn! Endurheimtið fffr félafi ykkar! Brjófið flokkseinræði kommúnisfa á bak afiur. Kjósið lisfa lýð- ræðisins B-listann! Opið bréf fil Dagsbrúnarmanna frá frambjóðendum B4isfans VERKAMENN. DAGSBRÚNARMENN! Þegar við tókum Dagsbrún af atvinnurekendum 1942, þá var bundizt samtökum í anda stéttarlegrar einingar, til þess ,,að kveða niður hina skað- legu flokkatogstreitu“ „og velja trúnaðarmenn með hag félagsins fyrir augum“. Listinn var B-listi þá, og hann var skipaður óflokksbundnum verkamönnum og félögmn úr öllum flokkum. Stefnuskrá var fram sett í 5 liðum og voru fyrstu liðimir þannig: „1. Fullkomið lýðræði innan verkalýðsfélaganna og pólitískt skoðanafrelsi og jafnrétti með- limanna. 2. Verkamenn ráði sjálfir og stjómi hagsmunasamtökum sínum. 3. Dagsbrún verði endurreist sem hagsmuna- og menningarvígi reykvískra verkamanna.“ Og einkenni þessa lista var það „að hann er eingöngu skipaður starfandi verkamönnum, frá fyrsta til síðasta manns, í stjóm og trúnaðarráði.“ Stefnuskráin og lýsing á ástandi félagsins var send út í bréfi og undirrituð þannig: „Með félagskveðjum og nýársóskum.“ Sigurður Guðnason Helgi Guðmundsson Emil Tómasson Hannes M. Stephensen Edvard Sigursson Glaðir og gunnreifir gengum við þá til kosninga góðir Dagsbrúnarfélagar, og síðan höfum við ekki barizt um okkar félagsstjóm fyrr en nú. HVAÐ VELDUR? Vafalaust hafið þið margir heyrt eða lesið skýringar fjögurra þeirra, sem að ofan greinir, eða þá ráðsmanns félagsins fyrir þeirra munn. En í samræmi við fyrsta lið stefnu- skrárinnar frá 1942, þá viljum við láta í ljósi okkar skoðanir. Um áramátin 1943—1944 var borin fram einn Iisti, eins og þið vitið, og var hann skipaður mönnum með mismunandi skoðanir. f samræmi við þá skipun listans og framanskráð 3 stefnu- atriði frá kosningunum 1942 var um leið gengið út frá því og fastmælum bundið við núverahdi formann félagsins að viðlögðu drengskaparloforði hans, að við fulltrúakjör til síðasta Alþýðusam- bandsþings skyldi haga stillingu fulltrúa í samræmi við einingarstefnu þá, sem talin var ráða við stjómarkjör, þ e. pólitiskt skoðanafrelsi og.jafnrétti félaganna yrði nokkurnveginn tryggt. En þetta brást á s. I. hausti (eins og það líka hafði brugðizt haustið 1942), þegar kosið var til Alþýðusambandsþings. f bæði þau skipti mátu „sósíalistar“ meira „hina skaðlegu flokka- togstreitu“ og völdu fulltrúana með hag eins pólitísks flokks fyrir augum, þvert ofan í stefu- skrána frá 1942, og án þess að blikna „gleymdi“ þingmaðurinn, formaður Dagshrúnar, að hann hafði gefið loforð um að gæta fullkomins lýðræðis, pólitísks skoðanafrelsis og jafnréttis félaganna En þessi gleymska er víðtækari, á sér dýpri rætur, og hefir hættulegri afleiðingar fyrir verkalýðssamtökin, en aðeins þær að Sigurður Guðnason hefir tapað einkuninni „heiðarlegur verkamaður“ með því að hregðast drengskaparheiti, gefnu „starfandi“ verkamönnum. Verkamennimir ráða ekki sjálfir félagi sí nu, því að brigðmæli Sigurðar Guðnasonar vom fyrirskipuð af flokksstjóm Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokjcsins — shr. bréf Brynj- ólfs Bjamasonar í júlí s. L sumar. Við vildum samt gefa þessum postulum einingarinnar einu sinni enn kost á því, að hera á sér yfirskin hennar, þó að þeir hefðu afneitað kraftinum. I ' Þess vegna gaf Ámi Kristjánsson kost á sér í stjóm á þessu ári, ef hann mætti hafa í- hlutun um val þess manns, er kæmi í stað JónS Agnars, sem ekki ætlaði að gefa kost á sér. — Og setti Ámi enga kröfu um ákveðna flokkspóli tíska afstöðu þessa manns. En þessari ósk var hafnað án þess að rætt væri um hvaða verkamaður það gæti verið, og þetta allt, þrátt fyrir fagurgala um verkalýðssinnana Áma Kristjánsson og Helga Guðmunds- son, sem var endurspiluð plata um tíma. Lýðræðishjalið og einingarvaðallinn nær ekki lengra en til meirihlutans á félagsfundum, réttur minni hlutans er ekki til. Dagsbrún er skoðuð sem flokkstæki sósíalista, og þó að svo virðist að ekki sé öllum verka mönnum ljóst að þetta er svona, og einstaka kunni því að hafa látið lokkast á lista þeirra, þá er víst að verkamennirnir ráða ekki sjálfir félagi sínu og stjóma ekki sjálfir hagsmunasamtök- um sínum, nema þeir velji B-listann, sem hefir.sömu stefnuskrá og við kosningarnar 1942, þegar kúgunarvald atvinnurekenda var sigrað af B-LISTANUM. Munió að B-listinn er Sýðræðisíistinn Með félags- og stéttarkveðju. Ámi Kristjánsson Jón S. Jónsson Jón Pálsson Helgi Þorhjörnsson Guðm. Konráðsson um einnig komið honum að góðu gagni, svo sem þegar Alþýðu- blaðið bókstaflega rak komm- únistastjórnina í Dagsbrún með gagnrýni sinni til þess að segja upp samningum í fyrravetur með þeim árangri að grunn- kaup Dagsbrúnarmanna hækk- aði um 16%. 4< En það er einmitt þetta, sem kommúnistar óttast. Þess vegna eru þeir að reyna að koma því eitri einræðishyggjunnar inn í hugsunarhátt verkalýðsins, að öll opinber gagnrýni á starfsemi þeirra þar, sem þeir eru í stjórn Framh. á 6. siðu. Laugardagttr 27. janúar 194L Árai Kristjánsson. r í> ■* «9 Jón S. Jónsson. Jón Pálsson. Helgi Þorhjarnarson. Guðmundur Konráðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.