Alþýðublaðið - 27.01.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1945, Blaðsíða 5
Langardagur 27. janúar 194S. ALÞYÐUBLAQIÐ___________________ _______ _____5 Uppreisnarastand á Landakosthæð — Furðulegt ástand og óþolandi — Aðfinnslur „Ærukærs“ og svo. lítið svar við þeim. FÓLK, sem býr við Landakots hæðina ber sig bágleg-a. Er það lýsir fyrir mér bágindum sín um, lái ég því ekki þó að það kvarti, já, jafnvel þó að það bölvi. Það má næstum því segja, að það hafa ekki neitt vatn, hvorki kalt né heitt. Þegar bezt hefur lát ið undanfarið hefur það fengið kalt vatn kl. 10 á kvöldin og haft það til kl. 10 á morgnana. Þann- ig hefur það raunverulega ekkert vatn þann tíma sem mest er þröf in fyrir það. Stundum er kalt vatn þó aðeins að fá á tímabilinu kl. 1.30 eftir miðnætti til kl. 7 á morgnana. OG EKKI ER ástandið betra með heita vatnið. Mjög sjaldan er hægt að fá hlýju á ofnana og fólk neyðist til að taka upp kolakynd ingu í æ stærri stíl. Þetta er óþol andi ástand og það verður að leggja meiri áherzlu á að bæta úr þessu en gert er. Það er ekki hægt að una þessu lengur. Hér er ekki aðeins um vandræði íbúanna við Landakosthæð að ræða, held- ur er þetta svona víða um bæinn. í svona ástandi skapazt byltingar ástand. BRÉFIN, sem mér hafa borizt undanfarið gefa ófagra lýsingu á þessum vandræðum. Ég get ekki birt þessi bréf. Þau eru öll næst- um því eins. Það, sem sagt er hér um Landakotshæðina, er útdrátt ur úr bréfum, sem mér hafa bor- izt þaðam. Það er ekki furða þó að fólk reyni að kvarta og koma kvörtunum sínum á framfæri, því að ástandið er óskaplegt, en maður getur jafnvel orðið leiður á kvörtunum. Vel gæti ég trúað því, að „vatnskarlínn" okkar eigi ekki sjö dagana sæla og hafi ekki átt undanfarið. Ekki vildi ég að minnsta kosti taka við embætti hans, þó að ég fengi fyrir það tugi þúsunda í laun. ' é ÆRUKÆR skrifar mér þetta bréf: „Nú er ég reiður; það kem ur því miður oft fyrir, en nú er sérstakt tilefni. Ég sendi nýlega, lögumv samkvæmt, skýrslu til Tryggingastofnunar ríkisins og gat þess þar að starfsfólk það sem ég hef hefði unnið 50 vikur á liðnu ári. Skýrslan er, eins og þú veist, gefin eftir beztu vitund og sann- færingu, en viti menn, þegar ég fæ reikninginn er reiknað að fólk ið hafa unnið 52 vikur, þegar ég hringi svo til stofnunarinnar, er mér svarað, að reikna beri árið 52 vikur, og hefði stofnunin hreytt tölunum eftir því og þar með sagt, að það sem ég hafði skrifað eftir beztu vitund væri lýgi.“ „FYRIR NOKKRUM ÁRUM sendi ég skattskýrslu og skrifaði á hana fósturdóttur mína, sem ég á. Skattstofan gerði sér lítið fyr- ir og strikaði hana út, og þegar ég gerði athugasémd þar að lút- andi var mér sagt, að nafn telp- unnar hefði ekki verið á mann- talsskýrslu, það var nú reyndar ekki satt. Skattskýrslan er skrif- uð eftir beztu vitund, en þeir sem ráða málum eru ekki að taka til- lit til þess; þeir strika bara út og segja að það sem er skrifað •(samkvæmt beztu vitund) sé bara lýgi.“ „TIL HVERS er að hafa þessa klausu um æruorð og beztu vit- und, þegar ekkert er farið eftir því, því að það mega þeir vita, sem vinna á, skrifstofum þess op- inbera, að það eru til menn, sem segja rétt og satt frá, og þeim gremst þegar þeirra sönnu orð eru einskis virt, og er það ekki til að örfa þá til að segja satt og rétt næst.“ „NÚ VILDI ÉG beina orðum mínum til þeirra sem málum ráða, annað hvort, að þegar þeim finnst skýrslur eitthvað grunsamar eða Óskýrar, að kalla á viðkomandi marrn og láta hann gera grein fyrir því sem hann hefur skrifað, eða þá að fella klausuna um að skrifað sé eftir beztu vitund hrein lega í burt. Það er ekki að búast við að menn séu að hirða um að segja rétt og satt frá, þegar þeir verða varir við að orð þeirra eru ekki virt af opinberum starfe- mönnum.“ ÚT AF ÞESSU BRÉFI sneri ég mér til Guðjóns B. Baldvinssonar deildarstjóra slysatrygginganna í Tryggingastofnun ríkisins og sagði hann: „Samkvæmt reglum um á- hættuflokkun og ákvörðun ið- gjalda fyrir slysatryggingar frá 21. febrúar 1939 ber að reikna árið 52 vikur. Eftir þessujn fyrir- mælum teljast fastir starfsmenn iðgjaldaskyldir 1 52 vikur. Á eyðublöðum okkar, sem um er talað í bréfi þessu, er þess getið í athugasemdum að „Árið reiknast 52 vikur“. „VIÐ SJÁUM okkur því knúaða til að fylgja umræddum fyrirmæl um, þó að við hins vegar höfum jafnan tekið tillit til þess, ef lang ar fjarvistir fastráðins starfsmanns hafa verið sannaðar. Af framan- sögðu má ljóst vera, að við höfum ekki kveðið upp neinn dóm um að höfundur bréfsins hafi logið, h-eldur er aðeins um að ræða fyr- irmæli um að reikna beri 50 vinnu vikur sem 52 tryggingavikur. Við ertun þakklátir að fá tækifæri til að leiðrétta þennan misskilning, sem ekki er einsdæmi, þó að sum-u leyti megi þykja furðu sæta.“ Hannes á horninu. Hinar margeftirspurðn Trjáklippur Komnar aftur GARÐASTR.2 SÍMI I899 * / Þeir eru komnir aftur. Myndin sýnir ungar konur á Filippseyjúm vera að lesa fagnaðarboðskapinn um afturkomu Amerikumanna eftir að eyjarnar hafa í nærfellt' þrjú ár verið undir oki Japana. ALEIÐ yfir Atlantshafið, árið 1937, varð ég sam- ferða pól-skum lækrp, sem var á leið til New York. Ég hugsa hann dvelji þar enn, þvi hann hafði samið um starf við stóra vísindastofnun þar í borg. Ég ætla áð nefna hann Polacek, sem er ekki ólikt 'hinu raun- verulega nafni hans. Hann var miðaldra maður, lítill fyrir mánn að sjá, fjörlegur í hreyf- ingum, gamansamur og einkar ljúfmannlegur í framkomu. Hann talaði, ellefu tungumál, svo að segja reiprennandi og virtist vera mikill hæfileika- maður. Ég vona, að við eigum eftir að hittast ,að striðinu loltnu. Við ræddum allmikið sam- an. Kvöld eitt nefndi ég Cam- egie á nafn, og skírskotaði til hans sem velgjörðamanns mann kynsins fyrir verk hans. En dr. Polacek hló léttilega og svar aði: „Það eru reyndar alltaf tvær hliðar á hverjum hlut, herra minn. Ailar framkvæmdir mann anna má færa út á betri veg að svo og svo miklu leyti, ef manni lízt. Ég vil sízt bera á móti því, að Carnegie hafi ver ið ágætur maður, — góður mað ur, — og ég neita því heldur ekki, að hann hefur komið mjög góðu til leiðar í sínu starfi. En i kvöld var ég að hugsa um hið undarlega samband af góðu og illu, sem kemur jafnan fram í verkum mannanna. Stundum er aftur á móti ó- gjörningur að framkvæma það, sem í raun og veru er góðverk. En ekkert starf, engin fram- kvæmd er algjörlega laus við verri hliðina. Þess vegna getur enginn maður talað um ein- hvern hlut þannig, að hann hafi t. d. verið mannkyninu til góðs o. s. frv. Maður getur að- eins sagt, að verknaðurinn, eða hvaðeina, sem um er að ræða, hafi verið tiltölulega gott og — í vissuih tilfellum — að á bak við hafi legið góður tilgangur. Fjöldi góðra lækna hefur „barizt við dauðann”, ef svo má að orði komast, aðeins til þess að gera gott eitt með því. Því lengur sem ég lifi, þvi bptur kemst ég að raun um það, að okkur er' stjómað af órannsakanlegri æðri stjórn. GIREIN þessi blrtizt upp haflega í bókinni „The Horrible Gummy and Gthher Staries“ eftir Gerald Kersh og segir £rá samtali Kersh við pólskan lækni, er hann nefnir dr. Polacek. Það er ekki á okkar valdi að sjá fyrir afleiðingar þess sem við gerum. Þess vegna er okk- ur ein leið fær. — Hún er sú, að hlýða rödd samvizkunnar og leggja ráð okkar í hendur guðs. Ég er frekar vel liðinn, að ég held. Samt hugsa ég, að ef ég ætti að dæmast eftir árangri og afleiðingum verka minna, býst ég við því, að henging væri ekki strangasta refsingin sem ég gæti hlotið. — Ég get ofur vel nefnt dæmi þess ,. . .“ Og hér kemur sagan, sem dr. Polacek sagði mér: „Þetta atvikaðist snemma árs árið 1920. — Ég hafði lokið námi og tekið próf við þrjá kunna háskóla i Evrópu. En ég var enn ekki farinn að stunda lækningar. Mér tæmdist arfur og ég ráðgerði að sjá mig eitt- hVað betur um í veröldinni en ég þá hafði gert. Ég á ekki við næturklúbba, spilavíti eða ann að af því tæi sem unglingar nú til dags kalla að „lifa líf- inu“. Mig langaði til þess að' kynna mér það sem Tennyson lýsti sem „miðstöðvum menn- ingarinnar, þar sem sáð væri og upp skorið á akri menning- arinnar . . .“ Síðán fór ég til ólíklegustu staða álfunnar, — eyddi smátt og smátt öllum peningum mín- um, kynntist fólkinu og v nam hrafl í tungumálum. Og svo var ég eitt sinn staddur í yndislegri borg, þar sem ég eyddi mest öllum deginum á veitingahús- um og 'horfði á þá sem komu og fóru og fannst veröldin und ursamleg og ekkert mótlæti vera til. Ég fór um hvert ein- asta hverfi borgarinnar til þess að kynnast lífinu frá sem flest um hliðum. Sem dæmi get ég nefnt, að á mánudegi drakk ég aði Hifler kampavín á veitingastað þar gem einungis komu fínir gestir og allt var með aristokratisk- um blæ, — en á þriðjudegi sötraði ég kannske eitthvert glundur inni á lélegustu sorp- kránni. — En eina nóttina rakst ég á mann nokkurn, sem ég nú ætla að segja yður frá, — ég rakst á hann inni á einhverjum allra lélegasta veitingastaðnum í borginni. Ég hafði sezt niður við smá- borð og fengið til snæðings það sem Frakkar nefna „Assietti Anglaise“, sem reyndar er ekki annað en þunn og hörð kjöt- sneið ásamt vínglasi. Þá kom þessi maður inn, tötralegur, dapur á svip og auð sjáanlega vonsvikinn með tilver una. Hann settist á stól við borð mitt og bað þjóninn um smæsta skammt af kaffi, sem hann síð an sötraði með löngum hvild- um, rétt eins og hann vildx treina sér að hírast þarna inni. Eins og þér kannizt sjálfsagt við, geymir maður sér oftast skársta bitann af mafnum þang að til seinast. Nú vildi svo til, að á diskinum mínum var örlít ill nautakjötsbiti eftir, — og eins og þér skiljið, geymdi ég mér hann af ásettu ráði þangað til seinast. — Ég þurfti að fá eitthvað að drekka og bað þjóninn um að færa mér glas af víni, í því hann átti leið framhjá borðinu minu. — En þegar mér varð aftur litið á diskinn minn, sá ég að kjötbitinn var 'horfinn, en borðnautur minn sat eins og steingerfingur í sæti sínu með hörkusvip á andlitinu. Svo kingdi hann einihverju í flýti og reyndi auðsjáanlega að láta mig ekki taka eftir því. En ég sagði: „Ég er yður innilega sammála, maður minn. — Kjöt bitinn sá arna var verulega freistandi.“ Eftir það upphóf hann langa frásögu, sem ég man mjög lít- ið úr núna, enda var hún frem ur lítið eftirtektarverð, — mest megnis harmatölur og kjökur. Hann sagðist eiga aldraða móður og veika systur; hann hafði verið í striðinu og vax nú atvinnulaus. Þetta voru ósköp venjulegar ástæður margra Firti. á 6. s£Su

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.