Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 4
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON ÞaB var barizt harkalega i leik Ármanns og FH í fyrrakvöld — og oft feaigu menn slæma byltu. Hér hefur Árnl Samúelsson brotizt f gegnum FH-vörnlna og skoraB. Þelr fylgjast me8 Birgir, FH, og Sveinbjörn, Ár- mannl, en Páll Elriksson liggur I valnum. iíIyrsTí IeíF INN ER í KVÖLO — Fredensborg og Víkingur Norsku handknattleiksmenn- klukkan 20.15 gegn Víkingum, j irnir frá Fredensborg, Osló, sem komu mjög á óvart fyrir ; komu hingað til lands i fyrra góða frammistöðu gegn fs- kvöld í boði Víkings, en á landsmeisturunum Fram i næstunni munu þeir leika hér fyrrakvöld. Verður gaman s>.ð j fimm leiki — og verður sá sjá hvernig Víkingsliðinu tekst fyrsti í kvöld gegn gestgjöfun- upp gegn Norðmönnum. Næsti um. Sem áður hefur verið skýrt leikur Fredensborg verður s\’o í! ; frá, er hér um geysisterkt lið á sunnudaginn og mætir það j að ræða, og hafa flestir leik- þá SV-landsúrvali í stóra saln- mannanna leikið með norska um á Keflavíkurflugvelli. Ekki landsliðinu, þar af eru fjórir, hcfur enn þá verið gengið frá sem léku með Noregi í heims vali þess liðs, en væntanlega meistarakeppninni í Tékkó- verður hægt að skýra frá því í slóvakíu nú nýverið. blaðinu á morgun. Fredensborg Fyrsti leikur Fredensborg mætir síðan Rvíkurúrvali, verður í kvöld að Hálogalandi Fram og FH í næstu viku. Sígraði Skotann Harrower í 200 m. baksundi. Annars hafffl skozka sundfélkiS mikla yfirburSi á afmæiissundmóti KR — Mótinu lýkur á sunnudaginn n.k. Alf-Reykjavík Guðmundur Gíslason, ÍR, setti nýtt íslandsmet í 200 m. baksundi á afmælissundmóti KR í Sundhöllinni í gærkvöldi. Guðmundur synti vegalengdina á 2:25.1 mín, en gamla metið var 2:25,2. í þessu sundi sigraði Guðmundur skozka sund- manninn Andy Harrower, sem synti á 2:26,4 mín. Keppni á þessu KR-sundmóti í gærkvöldi var nokkuð skemmtileg og setti skozka sundfólkið mikinn svip á það. Svo fór, að Skot- arair höfðu mikla yfirburði í flestum greinum, nema 200 m. baksundinu og það var eiha greinin, þar sem þeir urðu að lúta lægra haldi. 1 Annars var skemmtilegasta greinin I gærkvöldi 50 m. flugsund karla og þar var háð æðisgengin bárátta milli McGregor, Harro- wer — og Davíðs Valgarðsson- ar. Svo fór að McGregoi sigraði á 28.3 sek., annar varð Harrower á 28.4 — og Davíð Valgarðsson fékk sama tíma, 28,4, en var dæmdur þriðji. Ann Baxter, skozka sund- stúlkan keppti í einni grein, 200 m bringusundi og sigraði þar Hrafnhildi Guðmundsdóttur. (Framhald ó 11. siðu). Víkingar kræktu / dýr- mætt stig frá Fram En verSa samf aó leika aukaleik við ÍR um fallsætið Eftir sigur Ármanns yfir FH, reiknuðu flestir með, að dagar VOdngs í 1. deild væru taldir. Vík ingur varð að fá stig gegn Fram — og hvernig mátti það ske? En Víkingar voru ekki af baki dottnir. Þeir sýndu sinn bezta leik í vet- ur og þegar yfir lauk, voru það íslandsmeistararnir, sem máttu þakka fyrir að fá annað stigið, en leiknum lyktaði með jafntefli, 19:19. Víkingur er nú með 7 stig eins og ÍR og verða þessi félög að leika aukaleik um sætið í deild- inni. Víkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og höfðu þegar 12 mínút- ur voru liðnar skorað 4 mörk, en Fram ekkert, Fram skoraði loks mark eftir 14 mín., en komst aldrei vel af stað og i hálfleik hafði Víkingur yfir fjögur mörk, 11:7. Fram komst aðeins einu sinni yfir í síðari hálfleik • — og það var alveg undir lokin, 19:18. En Rósmundur jafnaði fyrir Vík- ing, 19:19, rétt áður en flautað var af. Víkingsliðið var eins og fyrr segir mjög gott í leiknum og mest kóm á óvart frammistaða Brynjars i markinu, sem nú sýndi „stórleik". Annars voru Þórarinn og Rósmundur góðir. Framliðið var yfirleitt mjög slakt í leiknum og sá eini, sem sýndi tilþrif var Ingólfur — og geta ÍR-ingar þakk- að honum fyrir að vera ekki komn ir niður í 2. deild. Magnús Pétursson dæmdi leik inn. Áraíaan úr fallkættu eft- ir óvæntan sigur gegn FH Ármann, liðið, sem ekkert stig hafði eftir fyrri umferð 1. deildar keppninnar 1 handknattleik og hafði eftir það verið talið öíuggt falllið, heldur sæti sínu í 1. deild næsta ár eftir „sensasjón-sigur“ yfir FH í fyrrakvöld. 20:18. Þessi úr- slit komu áhorfendum að Hálogalandi mjög á óvart, en þeim var fagnað vel, því flestir eru á því, að Ármann eigi hiklaust heima í 1. deild. Ármannsliðið sýndi mjög góð- an leik gegn FH og átti sigur fylli lega skilið. Liðið lék nú mjög skyn samlega, náði forystu með hröðu spili, en minnkaði síðan hraðann — og gætti þess vel að ofgera ekki úthaldinu. Sá leikmaður Ár- manns, sem mestan þáttinn átti í sigrinum var Þorsteinn Björnsson, markvörður. sem sýndi einn bezta markmannsleik, sem sézt hefur að Hálogalandi. Annars voru Hörður Kristinsson og Lúðvík mjög góð- ir — og einnig hinn snaggaralegi línumaður, Jakob. Ármann hafði forystu nær all- an leikinn, hafði yfir 9:6 í hálf- leik, en mest yfir í síðari hálfleik fimm mörk, 15:10. Þegar munur- inn var orðinn fimm mörk, setti FH Hjalta inn á — og hann byrj- aði á því að verja víti frá Herði. Þetta var uppörvun fyrir FH-inga og smám saman minnkuðu þeir forskotið í eitt mark, 19:18, og tækifæri var til að jafna en Ragn- ar skaut í stöng. Síðustu tvær mín- útumar reyndu FH að leika mað- ur á mann, en sú leikaðferð féll um sjálfa sig, þegar Kristjáni var vísað út af. Jakob skoraði síðasta markið fyrir Ármann. 20:18, og innsiglaði sigurinn. Maður hefur oft séð FH-liðið betra en í þessum leik, en hér ber þess að gæta, að Ármann hafði allt að vinna, varð að duga eða drepast og það getur verið erfitt að leika undir slíkum kringum- stæðum. Ekkert afsakar þó óskilj- anlega skotgræðgi Ragnars Jóns- sonar, þessa reynda leikmanns, — sem að þessu sinni eyðilagði tals- vert fyrir liði sínu. — Dómari var Daníel Benjamínsson og hélt hann leiknum vel niðri. Staðan Síðustu leikir í 1. deildar keppn inni í handknattleik (þ. e. a. s.) eftir mótskránni fóru fram á miðvikudagskvöld. Ármann—FH 20:18 Fram—Víldngur 19:19 Lokastaðan varð því þessi: Fram 10 8 1 1 256:204 17 FH 10 6 1 3 276:215 13 Ármann 10 4 0 6 196:214 8 KR 10 4 0 6 232:288 8 Víkingur 10 3 1 6 218:256 7 ÍR 10 3 1 6 240:281 7 Þar sem Víkingur og ÍR eru jöfn í neðstu sætum, verða fé- lögin að leika aukaleik um sætið í deildinni. 14 T í M I N N, föstudagur 17. apríl 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.