Tíminn - 17.04.1964, Síða 6

Tíminn - 17.04.1964, Síða 6
NIXITA KRUSTJOFF ÞEGAR sá orðrómur barst út fyrir nokkrum dögum, að Nik ita Krustjofí væri látinn, sló óhug á marga, og flestir biðu kvíðafullir eftir að fá vitneskju um, hvort þetta væri rétt. Ástæðan var sú, að Krustjoff cT nú í hugum manna sá leiðtogi Sovétríkjanna, sem bezt hefur gert sér grein fyrir háska kjarn orkustyrjaldar og hefur því í alvöru tnarkað þá stefnu, að kommúnistaríkin og lýðræðisrík in eigi að keppa á grundveili friðar, en ekki styrjaldar. Eng- hm getur sagt það fyrir frara, hvaða afleiðingar fráfall Krust joffs getur haft á stjórn Sovét- ríkjanna, — hvort eftirmaður hann eða eftinmenn muni held ur etarfa í anda hans eða Stal- ins. Að sönnu bendir fleira til, að þeir muni frekar starfa f anda Krustjoffs, þvl það hentar tvfmælalaust betur hagsmun- nm Sovétrfkjanna. Þetta get- «r þó enginn sagt með vissu, ®g þvi myndi fráfall Krustjoffs nú skapa óvissu og óhug, eins og flugufréttin um fráfall hans lekkH avo glðggt 1 Ijós. í þeara sambandi getur það kannske verið mðnnum nokkur huggun, að meðan Stalfn lifði, ■Ogðu margir, að það skapaði ▼íst öryggi, að hann héldi um atjóraartauma Sovétríkjanna. Stafín tefldi að vísu djarft, en hann vaeri þó nógu hygginn til að hætta ekki á styrjöld. Þetta aama segja menn um Krustjoff nd. Vonandi mun einnig verða haegt að segja svipað um eftir mann hans eða eftirmenn, því að fyrst og síðast er það Ifklegt tíl að vaka fyrir þeim, irvað sé Sovétríkjunum fyrir beztu. Meðan lýðræðisrfkin eru nógu samhent, er ólfklegt að Sovétríkin hefji árás, hvaöa valdhafar, sem verða þar. Hitt verður aldrei sagt, hvers kapp gjamir valdamenn geta freist azt til, ef keppinautarnir eru veikir fyrir. KRUSTJOFF hefur verið valdamesti maður Sovétríkj- anna síðan Stalín féll frá eða í rúman áratug. Völd hans hafa sennilega aldrei verið eins miMl og vðld Lenins og Stalíns voru. Hann hefur orð ið að taka meira tillit til sam- verkamanna sinna en þeir. Hann hefur oft innan flokksins þurft að sigla milli skers og báru og hefur sýnt mikla hæfi leika sem stjómandi í þeim efnum. Þótt hann sé vafalaust ráðrfkur, getur hann bersýni- lega einnig sveigt til og samið. Án þessara eiginleika, h^fði hann ekki náð eins langt og raun ber vitni. Hér hefur áður verið vikið að þvf, að Krustjoff hefur ekap að sér meiri tiltrú út á við en aðrir leiðtogar Sovétrfkjanna. Það stafar að vissu leyti af því, að hann hefur gert sér grein fyrir tortímingu kjarn- orkustyrjaldar. Að vissu marki stafar það einnig af því, að Krustjoff hefur unnið að nán- ari skiptum við vestrænar þjóð ir. Ef til vill, er munurinn á Krustjoff og Stalín ekki sízt sá, að Krustjoff er Evrópumaður, en það var Stalín ekki. Krust- joff minnir á vissan hátt á Pét ur mikla. Hann flnnur tengslin við vestrið, og vill læra ýmis- legt af því, sem hann álítur til fyrirmyndar. Hann virðist einn ig gera sér fulla grein fyr:r hinni hugsanlegu hættu að aust an, sem Rússar fengu oft að kenna á fyrr á öldum. í valda tfð hans hafa því skiptin við vestrænu löndin færzt á marg- an hátt í skaplegra horf en áð- ur var. Merkilegustu störf sfn, ‘hef ur þó Krustjoff unnið heima fyrir. Það er ekki ósennilegt,’ að þessa áratugar, sem hann hefur stjómað Rússlandi, verði minnzt sem eins bezta tíma í sögu þess. Því verður ekki á móti mælt, að hann hefur færf Rússland nær því að vera rétt arríM en það nokkru sinni var í tíð Stalíns eða keisaranna. í stjóraartfð hans hafa lífskjör almennings óneitanlega farið batnandi í Sovétrfkjunum og eru nú betri en nokkru sinni fyrr, þótt enn sé langt frá því, að þau séu sambærileg við kjör manna í Norður-Ameríku og flestum löndum Vestur-Evrópu. En óneitanlega hefur þó miðað í rétta átt í þvf efni. Krustjoff hefur ekki aðeins verið for- ustumaður á stjóramálasviðinu, heldur einnig á vettvangi verk- legra framkvæmda og oft sýnt, að hann er óragur við að leggja inn á nýjar brautir. Sumt hefur honum heppnazt vel, eins og í sambandi við geimrann- sókniraar, en annað miður, eins og í sambandi við hina stór- felldu nýrækt á eyðisvæðum austan Úralfjalla. EkM er ó- sennilegt, að Krustjoff eigi eftir að leggja inn á alveg nýj ar leiðir í landbúnaðarmálum, ef hann heldur um stjórnvöl- inn góða stund enn. Til þess benda nokkur seinustu ummæli hans, m. a. þess efnis, að þar verði að sækja fyrirmyndir til vestrænna þjóða. Á UNDANFÖRNUM árum hafa verið skrifaðar margar ævisögur um Krustjoff, en það gildir undantekningarlaust um þær allar, að þær hafa verið eftir hðfunda vestan tjalds og gefnar út þar. Það tíðkast enn ekM í Sovétrlkjunum að skrifa bækur um forustumenn þar, en þó eru rússnesk blöð farin að segja heldur meira frá æviferli forustumanna kommúnista en áður, en samt ekM nema í stór- um dráttum. Það gildir mjög um þær ævisögur Krustjoffs, sem hafa verið gefnar út vestan tjalds, að þær eru ósammála um ýmis veigamikil atriði og oftast skrifaðar af kulda í garð hans. Höfundamir hafa auð- sjáanlega orðið að fara meira og minna eftir sögusögnum og hæpnum heimildum. Þessvegna er örðugt að rekja æviferil Krustjoffs, nema í stórum dráít um. Samkvæmt opinberum rúss- neskum heimildum erKrustjoff fæddur 17. apríl 1894 i sveita þorpinu Kalinovka, sem er skammt frá Kursk. Þetta er eitt af fátækustu sveitahéruð- um í Sovétríkjunum. Sam- kvæmt opinberum heimildum, var afi Krustjoffs efnalítill smá bóndi, en faðir hans gat ekkert jarðnæði fengið og gerðist því námumaður. Krustjoff ólst upp í miMll fátækt og vann fyrir sér sem smaladrengur, jafn- hiiða og hann sótti bamaskóla í þorpinu. Fimmtán ára gatn- all byrjaði hann að vinna sem námumaður með föður sínum. Þá vinnu stundaði hann, unz hann gekk í flokk kommúnista eftir byltinguna 1917, en þá var hann orðinn 23 ára gamall- Ekki er kunnugt um, að hann hafi verið orðinn kommúnisti áður, en hins vegar hafði hann verið riðinn við verkföll. Það þótti fljótt sýna sig, að hann var góður sMpuleggjari, og því studdi flokkurinn hann til nokk urs verHegs náms og geröi hann síðan að aðstoðarfram- kvæmdastjóra við námurekstur. Fljótlega hækkaði hann meira í tign. Árið 1929 var hann send ur til náms á tækniskóla i Moskvu og gat sér þar þann orðstír, að hann var tveimur árum seinna gerður fram- kvæmdastjóri flokksdeildarinn ar í Moskvu. Því starfi gegndi hann næstu sjö árin, ásamt mörgum trúnaðarstörfum öðr- um i flokknum. Hann þóttl ekki aðeins reynast dugandi áróðurs maður og flokkslegur sHpu- leggjari, heldur ðtull forystu- maður á sviði verklegra fram kvæmda, sem hann lét mjög til sín taka. Árið 1938 var hann enn hækkaður í tign og sHpað ur framfcvæmdastjóri kommún- istaflokksins í Ukrainu. Þvi starfí gegndi hann næstu þrjú árin og hlaut miMð orð fyrir athafnasemi á sviði verMegra mála. Hann endursHpulagðÍ flest atvinnumál Ukrainu og þótti ná góðum árangri í sam- anburði við aðra landshluta. Á styrjaldarárunum gegndi hann ýmsum miMlvægum störfum fyrir flokkinn á vígstöðvunum. Þegar striðinu lauk, tók hann aftur við starfi sínu í Ukrainu og skipulagði endurreisnarstarf ið þar. Árið 1949 var hann kvaddur til Moskvu og falin störf þar. Ýmsir töldu þetta merM þess, að Stalín vildi ekM gera hann of voldugan í Ukra- inu, en auk þess mun hafa ver- ið kalt á milli hans og Beria. Krustjoff tókst þó að halda til- trú Stalins og var hann einn af framkvæmdastjórum komm- 0 únistaflokks Sovétríkjanna, er Stalín féll frá. Hann varð þá 1 aðalframkvæmdastjóri flokks- fi ins, en Malenkoff varð forsætis- 0 ráðherra, en þeir höfðu þá ver- 0 ið keppinautar um skeið. Smá saman tókst Krustjoff að ýta H Malenkoff og öðrum keppinaut um sínum til hliðar, en oft mun hafa munað litlu, að þeir yrðu honum hlutskarpari. Síð- an 1958 hefur Krustjoff verið bæði aðalframkvæmdastjóri flokksins og forsætisráðherra ríkisins og þannig óumdeilan- lega valdamesti maður Sovét- ríkjanna. UM það verður ekki deilt, að Krustjoff var um langt skeið einn helzti samverkamaður Stalíns og þurfti á ýmsum svið um að framfylgja hinni óhugn- anlegu stefnu hans. Hinu verð ur hins vegar ekki neitað, að Krustjoff hefur notað völd sín til að taka upp aðra stefnu stórum geðfelldari.. Hin blinda foringjadýrkun og óhugnanleg í'ramhald á 11. síðu. Þessl mynd var tekln i áffúMmánuSI ( fyrra, þegar Dean Rusk, utan ríklsráSherra Bamdarfkianna, heimsóttl Sovétrfkin. Þarna ræSast þelr vlS Krustfoff og Rutk, m meS þelm er Cromyko, utanrfklsráS herra Sovétrfk|anna. I ® T ( M I N N, föstudagur 17. aprfl 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.