Tíminn - 17.04.1964, Síða 7

Tíminn - 17.04.1964, Síða 7
Lístblær í Ijóða- stíl Jónasar Myndlistarbækur Helgafells eru 4>egar orðinn mikill og góður út- gáfuflokkur, og hefur Ragnar Jóns son i Smára unnið þar ómetanlegt Terk, en þó er þetta aðeins einn þáttur í listkynningu hans með þjóðinni. Ragnar Jónsson hefur ▼erið sendiherra, sem vert er um að tala hina síðustu áratugi. Fyr- ir síðustu aldamót var íslenzk myndlist ekki fjölskrúðug, en þá hefst nýtt landnám hennar. Ágæt- ir listamenn koma til sögu, til- einka sér listmenningu á heimsins hátt og móta um leið íslenzka myndlistarstefnu. En myndlistin i þesstcn nýja sið mátti heita þjóð- ar Iistaverkabækur með myndum af verkum þeirra listamanna, sem hæst ber. Allt þetta sendiherra- starf Ragnars Jónssonar er svo mikilsháttar, að því eru engin skil gerð, þó að minnzt sé á það í leiðinni, þegar rætt er um eitt handtak hans í allrl þessari ðnn- — málverkabók Gunnlaugs Blön- dals, sem út kom um síðustu ára- mót Enginn vafi leíkur nú á því leng- ur, að Gunnlaugur Blöndal er og verður eitt hinna stóru nafna á landnámsskeiði islenzkrar málara- listar. Að visu kom hann síðar hetm, ef no mætti segja, en Ás- Gunnlaugur Blöndal málar í vinnustofu slnnl. inni lokaður heimur. Mjög fáir áttu þess kost að standa andspæn- is verkum beztu listamanna þjóð- arinnar, og vegurinn milli þjóðar og myndlistarmans var enn meiri torfæra en leið bókmennta og tón- mennta. Farartæki myndlistarinn- ar heim til almennings voru ekki upp á marga fiska. Ragnar Jóns- son gerðist þarna mikill vegagerð- armaður og sendiherra. Hann vann á tveim vígstöðvum. Hann studdi listamennina sjálfa með vináttu, persónulegri hjálp, listverkakaup- um og efnahagsaðstoð. Það var mikið voryrkjustarf í garði list- anna sjálfra. Hitt var þó eigi minna vert — að færa þjóðinni listaverkin, bjóða henni í hús list- anna . Hann hefur gert þetta með ýmsum hætti. Hann gaf fjölmenn ustu almannasamtökum landsins hið mikla og dýrmæta málverka- safn. Hann lét gera eftirprent- pnir af hinum ágætustu listaverk- um, svo að þau prýða nú skóla og heimili um allt land. Hann hefur gefið út allmargar mjög vandað- grímur og Kjarval, sem alltaf voru heima, því að Gunnlaugur var meiri Væringi. En þegar öllu hefur verið til skila haldið er vafa- mál, að hlutur Gunnlaugs Blön- dals verðí talinn síðri. Gunnlaugur Blöndal lagði fyrst fyrir sig tréskurðarlist en hún vék síðar alveg fyrir málaralistinni. Hann var langdvölum erlendis og nam hjá meisturum framan af ævi. Hann komst í nána snertingu við tízkustefnumar hverja af ann- ari en batzt engri þeirra sér til cfarnaðar. Hann lærði að vísu af þeim eins og góður mannþekkjari af kynnum við margháttað fólk og þær höfðu áhrif á list hans, en þau áhrif komu fram í nýjum, persónulegum og sjálfstæðum þroska. Gunnlaugur Blöndal sam- einaði betur en aðrir íslenzkir málarar norræna heiðríkju, ís- ienzkt draumlyndi og franskan' léttleika og hrifningu í list sinni. En lögmál listar hans voru öll mótuð af íslenzkri skapgerð. Gunnlaugur Blöndal var sem kunnngt er frábær portrait-málari og módel-málari, og fór þar saman frábær kunnátta hans, mikill agi og glöggt innsæi. Talið er, að eng- mn islenzkur málari eigi fleiri myndir sinar á söfnum og einka- eign erlendis, enda nant hann mikillar viðurkenningar viða um lönd. Hér er hvorki staður né stund né heldur hæfur höfundur tfl þess að ræða nánar um list Gunnlaugs, en bezt að víkja að bókinni um hann. Gildi slíkrar bókar er fyrst og fremst það, að manni gefst kostur á yfirsýn og hefldarmynd af verkum listamanns ins. Bókin er eins og yfirlitssýn- ing. f henni eru rúmlega hundrað myndir af verkum listamannsins. Val þeirra getur að sjálfsögðu orkað mjög tvímælis, en þó eru þar myndir bæði frá æskuárum og efri dögum og flestum ævi- skeiðum þar á milli. Kristján Karlsson ritar ágætan formála af hendi útgefanda bókarinnar og bregður upp skilgóðri mynd af listamanninum, viðhorfum hans, einkennum og starfi. Eggert Stef- ánsson ritar skemmtilega grein um kynni sín af Gunnlaugi heima og erlendis, og vegna hennar skilur lesandinn persónuleika listamanns ins betur. En mest er þó að græða á rltgerð Tómasar Guðmundsson- ar, skálds, því að hann leiðir bæði manninn, og málarann, heimsborg- arann og fslendinginn fram á sjón- arsviðið í skýrustu ljósi. Tómas telur listblæ Gunnlaugs í ætt við Ijóðastfl Jónasar Hallgrímssonar, og má vist til sanns vegar færa. Loks ritar Ríkarður Jónsson stutta kveðju frá listbróður og fer um vinmjúkum hagleikshöndum. AIl- ar eru greinar þessar birtar á ein- um fjórum tungumálum nema kveðja Ríkarðs, og verður að von- um af mikið lesmál, sem deyfir mjög litaskraut bókarinnar. Að vísu birtist hver mynd í betra ein- rúmi fyrir bragðið, og stafar sterk ara og persónulegra lífi til skoð- andans, en bókin öll verður dauflegri að yfirsýn. Mér virð- ist fullkomnar þýðingar aflra þess- ara greina á þrjú heimsmál orka mjög tvímæfls. Ef vel er skoð- að á meginefni þeirra fyrst og fremst erindi við fslendinga og höfðar aðeins til skilnings þeirra á listamanninum. Nægilegt hefði átt að vera að hafa á erlendum málum samdrátt efnis og þá kafla greinanna heila, sem teljast list- skýringar. Að sjálfsögðu er það líka ókostur, að þessar fjórar grein ar afmarka ekki svið sín betur og að meiri verkaskiptingar skuli ekki gæta með höfundum. Samt sem áður vildi ég enga þeirra missa úr Blöndalsbókinni. Æski- legast hefði verið, að góður list- fræðingur erlendur eða innlendur hefði ritað skýringargrein um list Gunnlaugs, og hún hefði verið birt á fjórum tungumálum eða svo, uen látinn nægja sá háttur, sem áður var nefndur, á birtingu hinna greinanna. Þá hlýtur það að teljast nokkur galli á gjöf Njarðar, að ekki skuli að finna í slíkri bók allýterlega Grímseyjar-saga Grettis á sæasku At HScklefjSfl — Iángt senare eftir Sven O. Bergkvist. Tidens Förlag í Stokkhólmi. Þessi Btla ferðabók frá fslandi er rltnð með hornauga á frægari bók nm íslandsferð, bók Albert Engströms Át Hacklefjal.. Sven O. Bergkvist kveðst hafa farið í slóð Engströms Át Hacklefjall, Sven O. reynt að bera reynslu sína af ís- landi nútímans saman við lýsingu Engströms á íslandi fyrir hálfri öl«L Hann hefur Engström líka sér tfl fylgdar og flettir upp í honnm á áningarstððum, vitnar jafnvel í hann við og við máli og myndum sínum til fyllri skýring- ar. Munurinn er að sjálfsögðu mödll, því að „nýtt ísland er ris- ið, land sem að lifskjörum og lífs- þægindum jafnast á við nágranna- löndin", eins og höfundur segir. Hann kemst líka að þeirri ályktun, að fsland sé gimilegt ferðamönn- um á þessari faraldsöld, og það hafi margt annað að bjóða en grannlönd þess. í bók Bergkvisrt eru margar myndir frá fslandi, og gefa góða hugmynd um margt, sem íslenzkt er, en mættu þó vera betur vald- ar og betur gerðar sumar hverj- ar. Bókin kom út núna eftir ára- mótin, og höfundur virðist hafa gert íslandsferð sína s.l. sumar. Höfundur hefur bók sína á því að gera Steinþór Guðmundsson kennara að eins konar tákni og sagnaranda sínum, og fræðist um margt af honum á göngu um Reykjavík. Hann rekur nokkuð söguleg drög og hallar ekki telj- andi réttu máli þar, og mun að þakka Steinþóri, því að höfundi þessum virðist ekld tamt að leita sér bóklegra heimilda. Þessu næst ræðir hann um síld- ina og aðra bjargræðisvegi fslend- inga, og er þar lauslega á flestu gripið, enda lætur höfundur oftast við það sitja að túlka áhrif sín af skyndikynningu og telja fram fróðleiksmola, sam hann hendir á skrá um helztu verk Hstamanns- ins, einnig önnur en þau, sem birt ar eru myndir af í bókinni, og fylgi þar vitneskja um hvar þau eru niður komin, hvenær máluð, stærð og annað, sem fróðlegt má þykja. Réttmætt er að minnast nokkr- um orðum á handverksgerð slíkr- ar bókar. Ekki verður annað séð af allri kynningu þess verks, en það sé alíslenzkt, og ber það list- prenturum og öðrum bókargerðar- mðnnum hérlendum hið bezta vitni Er það sérstakt ánægjuefni að bafa slíka bók milli handa og vita um leið, að hún er íslenzk smíð. Fyrir einum eða tveimur áratug- um hefði verið óhugsandi að ná þessum árangri hér á landi í gerð listaverkabókar. Þessar framfar- ir eru í sjálfu sér mikið fagnaðar- efni og benda til þess að við getum í náinni framtíð eignazt fleiri kjörgripi af þessu taki. Varla mun unnt að hugsa sér að senda erlendum vini betri feginsgjöf en íslenzka málverkabók eins og þessa og sem heimilisvinur er hún eilíft stundargaman Myndamótin að bokinni hefur prentmyndagerðin Prentmót gert, og bókin er prent- uð, í Víkingsprenti. Bókfell batt bókina í sterkt gráklæðisband, sem cr hefðbundinn klæðnaður lista- verkabóka en mætti ef til vill lúta meiri tízkusveiflum. AK. lofti í för sinni. Höfundur held- ur síðan norður til Siglufjarðar og Akureyrar, en honum reynist það ókleifur þrepskjöldur að kom- ast í Mývatnssveit, og ber við samgöngutregða, þótt ótrúlegt sé á nýliðnu sumri. Þar hefði för hans þó átt að geta risið hæst, enda var þar ævintýraland Eng- ströms. Loks bregður höfucdnr súr út til Grímseyjar, og rennur þá held- ur en ekki út í fyrir honum, þó að lýsing á eyjunni, mannlífinu og vinnubrögðunum þar sé ei fráleit. Hðfundur stendur sem sé á því fastar en fótunum, að Grettir Ás- mundsson hafi búið þar í útlegð sinni og verið veginn þar. En þeg- ar betur er að gáð, verður þetta sögukunnáttu íslendinga litlu betri einkunn. Höfundur segir er hann hefur frásögn sína af Gríms- eyjarför, sem hann hóf frá Akur- eyri með póstbátnum: „fslendingur sagði mér það áð- ur en ég lagði af stað í ferðina, að á þessari eyju hafi söguhetj- an Grettir Ásmundsson, „hinn mikli útlagi“ íslenzkra fomsagna, fundið sér hæli, og þar hafi hann fallið fyrir hefndarmönnum“. Þegar höfundur kemur til Grímseyjar og fer að skyggnast um eftir Grettisbæli, þykir hon- um illt að hafa ekki Grettissögu við hðndina til þess að rekja slóð sögustaða eftír henni, en hann segir samt sögu Grettis í stórum dráttum og nánast frá drápi hans, þar sem Glámur sjálfur er orðinn þræll Grettis. Afsakanlegt er, ef til vill, að hann ruglar saman Glámi og Glaumi þræli, an að vista Gretti í Grímsey á sér enga afsökun. Og hraksmánarlegt er til þess að vita, ef til eru vaxnir fslendingar mælandi á skandínav- ísku en svo firrtir. söguminni, að þeir segja útlendingum, að Grett- ir hafi dvalizt í útlegð í Grímsey. Og þar sem höfundur gefur óbeint í skyn, að þarna hafi verið Akur- eyringur að verki, væri það tíma- bært rannsóknarefni norður þar, að komast að því, hver slíkur sögu maður er, og þarflegt að gera hann óskaðlegan með því að senda hann í sögutíma, áður en fleiri út- lendingar verða sendir út í Gríms- ey til þess að sjá útlágahæli Grettis. Að þessu töldu má ef til vill segja, að bók þessi sé hneyksiis- lítil og liðlega er hún skrifuð. Myndirnar kynna fsland á geð- felldan og glanslausan hátt, og velvild höfundar við land og þjóð ber að meta að verðleikum. — AK 7 ÍTmTTTN, föstudagur 17. aprfl 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.