Tíminn - 17.04.1964, Page 8

Tíminn - 17.04.1964, Page 8
Ingimundur Arnason söngstjóri Fœddur 7. febrúar 1895 — Dáinn 28. fébrúar 1964. Dagur er liðinn, dögg skín um völlinn dottar nú þröstur á laufgrænum kvist sefur hver vindblær, sól guös við fjöllin sem hefir allt að skilnaði kysst. Dvel hjá oss guðs sól, hverf ei með hra'ða himneskt er kvöld í þinni dýrð. — Ljðsgeislum tendrast lífsvonin glaða. lf* vorri sál er burt þú flýrð. óvænt, eins og flestum öðrurn, barst mér andlátsfregn Ingimund- ar Ámasonar. — Dauðinn — þessi Ohjákvæmilegu vistaskipti okkar tnannanna, — gerir sjaldan boð á undan sér. — Ekki óraði mig fyr ii því er ég átti tal við Ingimund á skrifstofu hans, fjórum dögum íyrir andlát hans, að ég liti hann þá augum í hinzta sinni hér á tneðal okkar. Glaður, hress og örv andi, fullur af lífsfjöri og áhuga, talaði hann við mig, um sönglíf hér í hans gömlu kirkju og sveít- inni yfirleitt-Margt bar á góma og ég naut þess að heyra hann segja frá ýmsum atvikum frá liðn um dögum. Tíminn leið fljótt, — ég tnátti ekki tefja hann frá starfi sínu, en áður en ég kvaddi, var það ákveðið að hann kæmi til Grenivíkur, næsta sunnudag í heimsókn til Mrkjukórsins okkar til gamans og uppörvunar. Af því gat þó ekki orðið. — Annar sterk ari tók í taumana, kallið var kom ið — og við stóðum eftir í hljóð um trega. Ingimundur var horfinn sjónum okkar. t Hér verður ekki rakin nein saga — það gera aðrir færari — aðeins minnzt lítillega þessa stóra þáttar, er þessi hugstæði maður átti í því að skapa menningarlíf í kirkju og söngstarfi í þessari sveit, með an hann átti hér heimili. Ingimundur byrjaði barnungur að leika á orgel við messugerðir hjá föður EÍnum í Grenivíkur- kirkju. í fundargerðabók sóknar innar frá árinu 1908, segir m. a.: „Lýsti sóknarpresturinn því yfir, að synir hans, Þórhallur og Ingi íiiUndur, myndu spila á orgelið við messugerðir eins og síðast liðið ár.“ Samkvæmt því hefir Ingi- mundur því byrjað að leika á org el og stjórna söng aðeins 12 ára gamall, og mun það fátítt um svo ungan mann, en sýpir hæfileika hans. — Þessu starfi heldur hann svo áfram, með aðstoð systkina sinna til ársins 1924, en þá stendur i fyrrnefndri fundagerðarbók: „Gaf Ingimundur kost á því að spila þetta ár í kirkjunni, þegar hann gæti því viðkomið vegna ann arra starfa.“ — En það er síðasta árið sem hann er ráðinn organisti kirkjunnar. — Endurgjald fyrir þetta starf var kr. 50.00 á ári, og alltaf gefið til kirkjunnar í orgel sjóð og ofnsjóð, og sýnir það þann vinarhug setn prestshjónin og börn þeirra báru til kirkjunnar Prestsheimilið í Grenivík var jafnan vettvangur söngs cg hljóma. Séra Árni var söngmaður með ágætum. Eg hygg að öllum sem heyrðu tónið hans í Mrkj- unni, verði það ógleymanlegt — meðan hann var heill heilsu og hélt röddinni óbilaðri. Bömin erfðu sönggáfuna í ríkum mæii og munu hafa notið hvatningar for eldra sinna í því að efla þessa góðu gáfu og láta aðra njóta. Kring um systkinin í Grenivík var því jafnan söngur og gleði. Þau urðu miðdeplar í söng og félags- lífi þar sem Ingimund bar hátt vegna stjórnandahæfileika hans. Meðan hans naut við í Grenivik skapaðist því mikið og gott söng líf í sveitinni undir hans forystu, og varð þátttakendum miMll gleði gjafi og til þroskandi félagslí's — og enn í dag lifa frækom frá þessum tíma í sönglífi æskusveit ar hans.. — Því miður bar þetta byggðarlag ekM gæfu til, að skapa honum þau skilyrði sem hugur hans stóð til, og varð því að sjá á bak honum, þangað sem jarðvegurinn var betri og tækifærin fleiri. Á Ak- umyri varð karlakórinn Geysir, í höndum Ingimundar að stórveldi, sem hreif alla í fegurð og þrótti — þar fékk hann notið sinna miklu hæfileika. Mér verður alltaf í fersku minni er ég 4 æskuárum mínum sá og heyrði Ingimund stjórna blönduð um kór á kirkjutröppunum í Grenivík að aflokinni messu. Söng fólMð var flest ungt fólk úr Greni víkur- og Laufáss-sóknum. — Þá heyrði ég í fyrsta sinn sungið hið fagra Ijóð er ég set hér í upphafi máls — og svo hvert af öðru: — Sólkveðja — Heil þú dásöm drottn ing meðal lista. — Þessi þrjú lög festust mér sérstaklega i minni enda dásamleg og fögur listaverk, — og söngstjórinn ung ur glæsilegur, fullur af lífsþrótti æskumannsins, með óþrjótanc’i hæfileika — guðsgjöf — sem hann bar gæfu til að notfæra til fegrun ar og mannbóta bæði þá — og þó síðar í enn ríkari mæli, með meíri þjálfun og bætt sMIyrði. Mynd hans verður óafmáanleg f. hugum allra sem sáu hann og heyrðu við söngstjóm. Mikið var honum gefið, en hann ávaxtaði líka sitt pund, og uppskar eftir því. Oft mun hugur Ingimundar hafa leitað til æskustöðvanna og þess heimilis sem fóstraði hann ungan. — En hann var dulur maður og lét tilfinningar sínar litt í ljós. — Ræktarsemi við foreldra og kirkjuna í Grenivík kom skýrt fram er Ingimundur ásamt systk inum sínum og tengdabörnum prestshjónanna færði kirkjunni veglega minningargjöf um séra Árna og frú Karóltou er kirkjan var endurvígð að aflokinni endur- byggingu haustið 1960. Kirkjukórn um í Grenivík, verður það ógleym anlegt er Ingimundur við það tæki færi stjórnaði fyrir okkur þremur lögum óviðbúið. — Það varð okk Myndin er tekin úr lofti yfir Hofsósi, og má greinilega sjá kauptúnið og hafnargarðinn, sem búlð er aS gera, en svo vantar annan garð á mótl a3 sunnan til þess a5 höfnin verSl betri. (Ljósm.: Landmaltng- ar fslands). ikið atvinnu- ieysi á Hofsósi FB-Reykjav£k, 10. apríl. Mikið atvinnuleysi hefur ver- ið í vetmr á Hofsósi, eins og reyndar í mörgum öðrum sjáv arþorpum norðan lands, enda hefur veiði algjörlega brugðizt Margt fólk verður að fara að heiman yfir vertíðina til þess að fá vinnu annars staðar, og er útíit fyrir, að fólk flytjist burtu af þessum stöðum, ef ekM verður eitthvað gert til þess að auka atvinnuna seinni hluta vetrar. Niels Hermannsson fréttarit ari Tímans á Hofsósi leit inn til okkar í dag, og ræddi við okkur um ástand og horfur fyr ir norðan: Undan farin ár hefur lítið borizt á land af fiski hjá okkur, og ekM nægilegt magn fyrir frystihúsið til þess að vinna úr frá því um áramót og fram á vor, og hafa menn míkl ar áhyggjur út af þessu. Og tál ég, að ríkið þyrfti að hlutast til um að fiskur væri lagður á land nokkrum sinnum á tímabil inu frá áramótum og fram í miðjan maí, á þeitn stöðum, sem harðast hafa orðið úti vegna atvinnuleysisins. T. d. Hofsós, Sauðárkrókur, Skaga- strönd, Hólmavík og Siglufjörð ur. — Hve margir eru íbúarnir á Hofsósi? — Þeir eru um 300, en unga fólMð sezt ekki að, enda þótt sæmileg atvinna sé yfir sumar og haustmánuðina. — Hvað um útgerðina, hvað marga báta eigið þið? — Á undanfömum árum hef ur aðallega verið þama trillu bátaútgerð, og eru margir trillu bátar gerðir þaðan út enn. Auk þess hafa tveir dekkbátar ver ið gerðir ,út frá Hofsósi, en annar þeirra fór burtu í vetur, Frosti, og er nú í Ólafsvík, en Haraldur heima. Hann fiskar þó lítið, og er að því lítil atvinnu bót. Svo er líka verið að stækka frystihús kaupfélagsins, og aðstaða þar til þess að taka á móti miklu meiri fiski en berst á land af þessum eina báti. Af þessu leiðir, að fólk fer suður á nesin og burtu yf- ir vertíðina til þess að vinna fyrir sér. — Við sendum fyrir rösku ári áskoran til viðkomandi ráðuneytis og- þingmanna okk- ar um að athugun yrði gerð á ástandinu, en til þessa hefur ekki bólað á neinu frá þeim. Annars hafa verið bornar fram tvær þingsályktunartillögur á Alþingi um að ástandið yrði athugað, og einnig um að athug aðir yrðu möguleikar á fleiri leiðum en útgerðinni einni. — Hvað um höfnina hjá ykk ur? — Það er knýjandi nauðsyn að gera eitthvað í sambandi við höfnina, og til þess að bæta aðstöðu bátanna. Þarna er kom inn sæmilegur hafnargarður, en okkur vantar garð að sunnan á móti honum, og svo þyrfci að lengja þennan garð sem fyr ir er. Þá yrði komin þama sæmilega góð smábátahöfn, og ekM er talið, að þetta yrðu mjög dýrar framkvæmdir. En þingmennirnir mættu athuga þessi mál betur og hafa for- ystu um þau, svo ekM þyrfti alltaf að ýta á eftir þeim. — Eg held samt, að bezta lausnin í bili vegna atvinnuleys isins yrði, ef ríMð skaffaði þess um stöðum, sem lengst em niðri, hráefni til þess að vinna úr, því ekM myndi standa á þeim, að taka á móti því, og nokkrar landanir myndu bæta óskaplega miMð úr vandræðun um. — Hugsar fólk um að reyna að koma upp iðnaði, eða sliku? — Þegar fólk er að hugsa um að flytja, þá hugsar það ekM um að ráðast í iðnað eða því um líkt, því færi það burtu væru engir, sem vildu kaupa á svona stöðum, og þá væri það tapað fé, zem í stoín setninguna hefði farið, en ann að væri, ef ríkið vildi leggja eitthvað af mörkum, þá gæti komið til mála að menn reyndu að koma á fót iðnaði. — Er nokkuð að segja af vegamálunum? — Ja, við vonumst eftir betri vegum á næstunni, bæði í sam bandi við nýju vegalögin og annað, og væntum þess að þing menn og vegamálastjóm hafi góðan skilning á sérstöðu þorps ins í vegamálum. ur ógleymanleg gleðistund — geymd í safni beztu minninga okk ar. Eg held að Ingimundur hafi verið mikill gæfumaður. Hann íékk að vinna að helgustu hugð armálum sínum, söngnum, og sjá góðan ávöxt þess starfs. Hann eignaðist ágæta konu, sem eins og hann, var gædd miklum sönghæfi leikum og hefir þvi orðið honum til hvatningar í starfi — og hin roannvænlegu börn þeirra erfðu eiginleikana, og hafa nu orðið for eldrum sínum kóróua samlífs þeirra. Ingimfundur lifði þá gleði að sjá og heyra Geysi í höndum Árna sonar síns. — Virðuleg, fögur og karlmannleg var kveðja Geysis í höndum sonar ins, er Ingimundur var borinn til hinztu hvíldar frá Akureyrar- kirkju, þar sem aðdáendur hans og unnendur fjölmenntu svó mjög og kvöddu hinn mikilhæfa mann. Fyrir hönd kirkjunnar í Greni vík flyt ég íngimundi innilegar þakkir fyrir starfið er hann nóf þar barn að aldri — þakkir eru fluttar frá gömlum sveitungum og söngunnendum — með innilegum samúðarkveðjum til konu hans og barna, barnabarna og annarra unnenda. — Maðurinn er horfinn af sjónar- sviðinu en minningin geymist. — Frá starfi hans stafar Ijómi sem ekki gleymist og gígjan hans á eftir að óma frá Geysi um ókora in ár. Ingólfur Benediktsson. TRÚLDFUNAR: HRINGIR AMTMANNSSTIG 2 HALLOCN KRISTINSSON gullsmíður — Sfmi 16979 8 T f M I N N, föstudagur 17. aprfl 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.