Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 12
TÓMAS KARLSSON RiTAR ÞINGFRETTIR REYNIST ÞORVALDUR GARÐAR SAMKV UR SJÁLFUM SÉR? Úr ræðu Gísla Guðmundssonar um jafnvægismálin í fyrrakvöld Á kvöldfundi í fyrrakvöld var framhald umræðu um tillögu Þor- valds Garðars Kristjánssonar um lán úr Viðreisnarsjóði Evrópu- íéðsins. Gísli Guðmundssón tók tfi aiáls og gerði framsöguræðú Þorvalds að umtalsefni. Minnti' Gisli á frumvarp Framsóknar- manna um Jafnvægissjóð og ráð- stafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og hvernig stjórnarflokkarnir hefðu afgreitt frumvarpið með rökstuddri dag- skrá í fyrra um að frumv. væri cþarft og í því fælust engin ný- mæli. Nú hefur meirihluti alls- herjarnefndar enn lagt til, að írumvarpinu verði vísað frá. Kvaðst Gísli fagna skilningi Þor- valds á þessum málum og kvaðst vona, að hann greiddi frumvarp- inu atkvæði og hefði áhrif á sam- flokksmenn sína að þeir gerðu hið sama. — Engu vildi Þorvaldur um það lofa. Fara hér á eftir stuttir kaflar úr ræðu Gísla Guðmunds- sonar í fyrrakvöld: „Nú hefur flm. þessarar till. að- stöðu til þess að beita áhrifum sínum. Nú á hann hér sæti á Al- þingi. Hann hefur aðstöðu til þess að beita áhrifum sínum á flokks- menn sína, sem ekki hafa greitt atkv. ennþá um þetta mál og það eru ýmsir menn, sem sitja nú á fcingi fleiri en hann og ekki áttu sœti á pingi í fyrra og greiddu þá ekki atkv. um það dæmalausa plagg, sem þá var lagt fram af nefndarmeiri'hluta. Og hann hefur aðstöðu til þess að hafa áhrif á rfkisstj. þá, sem hann styður. Og á þessu vil ég byggja vonir um góð- an framgang þessara raunhæfu aðgerða í efnahagsmálum. Eitt hefur þessi þm. a.m.k. á valdi sínu, og það er að greiða sjilfur atkv. með hinum raun- haefu aðgerðum, sem við leggjum til að framkvæmdar verði, og þá þykir mér líklegt, að a.m.k. sam- flokksmenn hans úr Vestfjarða- kjördæmi mundu. þá leggjast á sömu sveif. Margir bíða þess nú með eftirvæntingu bæði innan þings og utan, hvað þingmannin- um verður ágengt nú næstu daga 1 sambandi við þetta mikla mál. Ýmsir telja reyndar, að hinn raunverulegi tilgangur með flutn- ingi tillögunnar sé sá einri, að draga athygli frá því leiða verki að fella enn á ný frv. Framsóknar- manna um raunhæfar frambúðar- ráðstafanir, í þessum málum. En það mun sýna sig, áður en þessu þingj lýkur, hvort sú tilgáta hefur við rök að styðjast. Ég ætla mér ekki að trúa því að óreyndu, að svö sé. Gísli sagðist geta tekið undir ýmislegt af því, sem Þorvaldur sagði. Það vantar fjármagnið. Afl þeirra hluta, sem gera skál og skilja lífsnauðsyn þess fyrir sjálf- stæðiþjoðarinnar, að það sé gert. Við fslendingar þurfum að gera okkur grein fyrir því, hvernig við eigum við að haga vinnubrögðum okkar. Hér er ekki hægt að fara eftir neinum algildum formálum. Jafnvægi í byggð landsins verður að skapast með lifandi samstarfi milli stjórnarvalda landsins og hlutaðeigandi byggðarlaga, og æskilegast er, að byggðalögin sjálf geti átt frumkvæðið að meira eða minna leyti. Þannig er það í Noregi, og af Norðmönnum er áreiðanlega ýmislegt hægt að læra 'á þessu sviði eftir meira en 12 ára reynslu, sem þeir hafa af sinni jafnvægisstofnun. Ég ætla, að það hafi verið 1951 eða 1952, sem lög- gjöfin var sett, hin fyrsta um Norður-Noregs-áætlunina. Þessi stofnun þarf t.d. að taka tillit til húsnæðismálanna í hlutaðeigandi byggðariögum.. Stundum er hægt. að fá inn í byggðarlag, svo að nefnt sé dæmi, kunnáttumarin, sem er bráðnauðsynlegt að fá, ef húsnæði er til reiðu, annars ekki t>að getur oltið á því. Jafnvægis- I stofnunin, þegar hún kemst á f ót. | og það gerir hún fyrr eða síðar, það getur ekki hjá því farið, get- ur þurft að taka þátt í því að stofna atvinnufyrirtæki Þannig er það líka í Noregi. Jafnvægissjóð- ur þeirra Norðmanna hefur heim- ild til þess að leggja fram hluta- té í atvinnufyrirtæki í byggðar- lögum, þar sem talin er brýn þörf á, að slíkt atvinnufyrirtæki kom- ist á fót, og það kemst ekki á annan hátt. Og hún verður að geta brugðið skjótt við, ef eyð- ingarhættan gerir skyndilega vart við sig. Hún verður að vaka yfir nýjum möguleikum, og hún verð- ur að reka leiðbeiningar og íræðslu og hvatningarstarfsemi, Hún verður að fylgjast með þró- uninni og þróunarmðguleikunum í öllum byggðarlðgum landsins. Eitt af því, sem Norðmenn hafa gert, er, að veita fyrirtækjum, sem leggja fé í atvinnufyrirtæki í NTorður-Noregi, heimfld til sér- staks frádráttar á skattaframtali, þess vegna. Þetta hefur þegar bor- ið allmikinn árangur þar. Það hefur allmikið fjármagn leitað til Norður-Noregs vegria þessara sér- stöku ákvæða um hlunnindi fyrir það f jármagn, sem þangað er veitt í atvinnufyrirtæki. Og það ger- ist fleira athyglisvert í þess- um efnum erlendis, ekki sízt i Noregi, og nýlega var t.d. skýrt frá því hér í fréttum, að þar væru uppi áform um að flytja ein- ar 20 ríkisstofnanir burt úr höf- uðborginni Oslo og staðsetja þær í byggðarlögum úti um landið, einmitt það sama, sem ýmsir menn hafa verið að stiriga upp á, að gert- yrði hér á landi. Norð- menn hafa séð það, að bað er ekki nauðsynlegt að safna öllum þess- um rfkisstofnunum saman í höfuð- borginni, þær gætu verið eins vel komnar annars staðar, en þær ,seta hins vegar verið mikil' lyfti- stöng menningar og framfara ann- nrs staðar. Og þetta er viðar. Það er ekki aðeins í Noregi, sem menn hafa jafnvægismálin í huga, cins og getið var um hér í umr. á Alþingi alveg nýlega, um þetta i?.fnvægismál í hv. Nd., þegar það var þar til umr. síðast. Þá er það t.d., ,að bað hefur verið sagt frá bví hér í blöðum, að t.d. bæði í PJnglandi og í Frakklandi hafa stjórnarvöld þann hátt á, að i ýms- um tilfellum, þegar einhver vill setja atvinnufyrirtæki á stofn, er það skilyrSi sett, að hann setji Efling byggðar í Selvogi Helgi Bergs hafði í fyrrakvöld framsögu fyrir þingsályktunartil- lögu um eflingu byggðar í Selvogi, e-n tíllögu þessa flytur hann ásamt þeim Ágústi Þorvaldssyni og Ósk- ari Jónssyni. Kveður tillagan á um að landnámsstjóri athugi i sam- vinnu við Búnaðarsamband Suð- urlands, hvernig helzt megi efla byggðina í Selvogi, og hvort ekki væri hagkvæmt að koma þar upp byggðahverfi og framkvæmdir þegar hafnar, leiði slík athugun til jákvæðrar niðurstöðu. Helgi Bergs sagði, I að ein af þeim sveitum þar sem mjög sígur á ógæfuhlið með þróun byggðar- innar, er Selvogshreppur í Árnes- sýslu, og liggur þó sú sveit vel við samgöngum við þéttbýlustu svæð- in við sunnanverðan Faxaflóa og býr yfir ýmsum þeim landkostum, sem ætla mætti að nægðu til, að þar gæti þróazt blómlegur búskap- ur, ef til kæmi opinber stuðning- ur til að létta þá erfiðleika, sem þetta byggðarlag hefur átt við að stríða u.-n hríð. ' Miklir mannflutningar hafa átt sér stað frá Selvogi undanfarin ár, og nú er aðeins búið á fimm býl- um á þrem jörðum í hreppnum. Hætt er við, að þrautseigja þeirra, sem eftir eru, kunni að bresta, þegar þannig er komið. Aðstæður til ræktunar jarð- ávaxta virðast sérstaklega góðar í Selvogi. Veðurfar er mjög hag- stætt og ræktunarskilyrði virð- ast góð Kemur bæði til greina að rækta sandinn austur með strönd- inni og rofin milli Selvogsheiðar og Hlíðarvatns. Eru það víðáttu- mikil svæði. i Það er eðlilegt hlutverk Land- náms ríkisins að hafa með hönd- um athugun á skilyrðum og for- göngu um ráðstafanir til þeirrar eflingar byggðarinnar í Selvogi, sem nauðsynleg er. Samvinnu- eða félagsrekstur henta einkar vel slíkum búskap, sem hér er helzt gert ráð fyrir Nauðsynlegt er, að þær ráðstaf- anir, sem gerðar yrðu í þessu efni, væru svo stórar í sniðum, að stofn sett yrðu nægilega mörg heimili til þess að skapa grundvöll að eðli- legum nútímaþægindum og félags- iífi, t.d. yrði þegar í stað að tengja Selvoginn rafveitukerfinu með því að leggja línu frá Þor- lákshöfn eða Ölfusi, um 15 km leið. það á stofn i byggðarlagi, þar sem talin er þörf á að efla atvinnulífið vegna jafn- vægis í byggð landsins. Þeir fá ekki, þessir menn, segir í þessum blaðafregnum, endilega að byggja upp atvinnufyrirtæki í Lundúna- borg eða París, þar sem þeir kysu helzt, heldur er það skilyrði sett, að þeir byggi það upp annars staðar, þar sem það er talið hafa að dómi stjórnarvalda, hagfelld á- hrif á þróun landsbyggðar. Það, sem hingað til hafa verið Kölluð byggðarlög eða héruð, kalla hinir ungu fræðimenn okkar í hagvisindum nú þróunarsvæði. íslenzkt landslag afmarkar þessi byggðarlög, eða ef menn vilja heldur nota nýja orðið, þróunar- svæði með náttúrlegum hætti. í hverju byggðarlagi svo að segja, hefur á öldinni, sem leið, myndazt þéttbýliskjarni, venjulega við fjörð eða vík, þar sem sjómenn leggja afla á land og verzlun er rekin fyrir byggðarlagið byggð á samgöngum á sjó í öndverðu, en í seinni tíð sums staðar einnig á krossgötum í héraði, t.d. eins og á Selfossi, á Egilsstöðum og víðar. Þessum krossgötumiðstöðvum, byggðum á viðskiptum og iðnaði, fíy vasntanlega fjölgandi, og þarf að* fjölga. Þessa þéttbýliskjarna þárf að efla. Ég sé ekki, að ástæða se til að amast við neinum þeirra. Ég sé ekki, að ástæða sé til að amast víð neinum þessara þétt- býliskjarna, sem þegar hafa byggzt u pp víðs vegar um landið, en hitt cr auðvitað eðlilegt og hagkvæmt, Gísli Guðmundsson að riokkrir þeirra vaxi meira en aðrir. Einn þeirra, þ.e.a.s. höfuð- staður Norðurlands, Akúreyri, befur nú skilyrði til þess að vaxa til jafnvægis við höfuðborgina. En þaS gerist ekki af sjálfu sér. Jafn- vel Akureyri, hélt ekki sinni eðli- iegu fólksfjölgun á áratugnum 1950—1960. Hin æskilega þróun þéttbýlisKjarnanna og nærliggj- andi strjálbýlis eða sveitabyggða, gerist eKki af sjálfu sér. Blind iögmál fjármagns og viðskipta, sem hafa nútímatæknina í þjón- ustu sinni og fólksflutningar, sem þau lögmál stjórna, eru ekki í neinu samræmi 'við félagsleg og þjóðleg markmið. En því aðeins vegnar ojóðinni vel til frambúð- ar, því aðeins heldur hún sjálf- stæði sínu og menningu, að hin félagslegu og þjóðlegu markmið ráði. Að iandnáms- og landbyggð- arhugsjónin sé höfð í heiðri, að r.auðsyn landsbyggðar sé viður- Framhald á bls. 11. MÞlMJmM Atkvæðagreiðsla eftir 3. umr. um loftferðalög fór fram í neðri deild í gær. Flestar breytingatillögur voru felldar, breytinga- tillaga Sigurvins Einarssonar við 7. gr., breytingatillögur Péturs Sigurðssonar, Jóns Skaftasonar, Sigurðar Ingimundarsonar og Einars Olgeirssonar við 52. gr. og tillögur þeirra um hámarks- vinmi. hvfldar og vaktatúna flugverja. Samþykkt var tillaga sam- göngumálanefndar um að ráðhcrrá ákveði í regiugerð lágmarks hvfldartíma flugverja að fengnum tillögum félagssamtaka flug- verja, flugfélaga og flugmálastjómar. Samþykkt var tillaga fjór- menningana um ókeypis heimflutning flugverja og sjúkrahús- vist, ef hann slasast fjarri heimili sínu starfans vegna og einnig samþykkt breytingatillaga þeirra um að 160. grein, sem kveður á um fangelsisvist, ef flugverjar mæta ekki til vinnu, félli niður. Um tillögu þeirra um loftferðadómstól fór fr.nn nafnakall að befðni Eysteins Jónssonar. Var tillagan felld méð 20 atkvæðum gegn 19. Stóð Pétur Sigurðsson einn uppi í sínum flokki, fékk að- eins stuðning stjórnarandstöðunnar við tillögur sínar, cn sam- flokksmenn hans snerust allir sem einn gegn honum. Frumvarpið um bann við búfjárhaldi var til 3. umr. i efri deild í gær. Þeir Steinþór Gestsson og Jón Þorsteinsson báru fram sinn hvora breytingatillöguna og voru báðar samþykktar. Við 1. grein frumvarpsins bætist því: Þó er reiðhestahald undanþegið ákvæð- um laga þessara, ef það er á vegum hestamannafélaga og þau hafa sett um það reglur, sem hlutaðeigandi bæjarráð staðfestir. Og aftan við 2. grein: Algert bann við tilteknu búfjárhaldi skal tilkynnt búfjáreigenduni með a- m. k. eins árs fyrirvara. r.íiðað við 1. okt. — Frumvarpið var samþykkt svo , breytt til neðri deildar. 3. umr. um breyting á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán var til 3. umræðu. BreytingatiIIögur frá 2. umr. voru teknar til 3. umr. að beiðni ráðherra. Ráðherra mælti nú fyrir breytingatillögum er hann flytur við frumvarpið og einnig Einar Ágústsson, er flytur breytingatillögu um lánstíma lánanna ásamt Skúla Guð- mundssyni. Atkvæðagreiðslu var frestað og verður nánar greint frá breytingatillögunum, er hún hefur farið fram. 12 T I M I N N, föstudagur 17. apríl 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.