Tíminn - 17.04.1964, Page 13

Tíminn - 17.04.1964, Page 13
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. AuglÝsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, slmar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. S Úr ræðu J. W. Fulbrights öldungadeildarþingmanns: Við verðum að þora að hugsa það, sem hefur verið talið .ðhugsandi' Endurskoða þarf afstöðuna til Kína og Suður-Vietnam Þörfin fyrir tæknimenntað fólk Snemma á þessu þingi, lögðu þrir þingmenn Fram- sóknarflokksins fram tillögu í sameinuðu þingi, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta gera riákvæma at- hugun á þörf atvinnuveganna fyrir tæknimenntað fólk og áætlun, þar sem m. a. komi fram þessi atriði: 1. Þörf atvinnuvega landsins fyrir raunvísindamenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og iðnfræðinga á næstu 10 árum. 2. Áætlað framboð slíkra manna á sama tímabili. 3. Skrá um fjölgun slíkra sérfræðinga hér á landi á síð- ustu 10 árum og um það hve margir tæknimenntað- ir íslendingar starfa erlendis. 4. Samanburður við svipaðar áætlanir, sem gerðar hafa verið í nágrannalöndunum. Athugun þessari og áætl un skal lokið, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman. í greinargerð tillögunnar er það rakið, að það sé nú keppikefli þjóðanna að tryggja sér sem beztan grund- völl tæknilegra framfara og þá skipti ekki sízt máli, að hafa nægu tæknilega og vísindalega menntuðu fólki á að skipa. Með tilliti til þess fer nú fram endurskipun á skólakerfi margra landa. Þá er það rakið með samanburði við önnur lönd, að ísland standi mjög að baki nágrannaþjóðanna í austri og vestri, hvað fjölda tæknimenntaðra manna snertir. í þessum efnum virðist að Islendingar séu fremur að drag- ast aftur úr en hið gagnstæða vegna þess hve aukin áherzla er nú lögð á tæknimenntunina í öðrum löndum. Þessi öfugþróun hlýtur eðlilega að valda áhyggjum. Því er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir þörf landsins fyrir tæknimenntað fólk, og í þeim tilgangi er umrædd tillaga flutt. Sú athugun, sem hér er lagt til að gerð verði, getur elnnig orðið til leiðbeiningar við heildarendur- skoðun skólakerfisins. Lagt er til, að athugun þessari sé fiýtt og það leitt í Ijós sem fyrst, hvaða breytinga er þörf, því að nauðsynleg lagfæring á þessum sviðum tek- ur mjög langan tíma vegna margra ára undirbúnings- menntunar og þjálfunar tæknifróðra manna. Áróður og veruleiki Stjórnarblöðin eru áfram fleytifull um það afrek rík- isstjórnarinnar að lækka skattana, enn einu sinni. Þetta er þriðja stóra skattalækkunin hjá núv. ríkisstjórn, syngja þau í einum kór. Ef eitthvað mætti treysta á þessar, fyrirsagnir stjórn- arblaðanna, hljóta álögur þær, sem ríkið leggur á lands- menn, að hafa lækkað meira en lítið í tíð núv. ríkis- stjórnar. Fjárlög ársins 1964 vitna hins vegar um nokkuð ann- að. Samkvæmt þeim, verða álögur þær, sem ríkið leggur á landsfólkið á þessu ári um 3000 millj. kr. eða talsvert meira en þrefalt. hærri en þær voru fyrir tíð þessarar stjórnar. Þetta stafar af því, að „lækkamrnar á tekjuskattin- um og útsvörunum, hafa aðeins verið leiðrétt- ing á skattstiganum í samræmi við breytt verðlag og kaupgjald, en jafnhliða hafa svo neyzluskattar verið margfaldaðir. Ef menn kynna sér hlut neyzluskattanna, þ. e. tolla og söluskatta, í hinni sívaxandi dýrtíð, átta menn sig fljótt á því, að það er 'mikið bil á milli raunveruleikans og áróðurs stjórnarblaðanna um ,,skattaiækkanirnar“. AUSTUR-Asía er annað svæði, þar sem bilið milli gamalla skröksagna og hins nýja veruleika tálmar stefnu okkar. í umræðum um Kína bæði opinberum og almennum, gætir sérstaklega margbreyti- legra hindurvitna. Við fylgjum gömlum ósveigj anlegum stefnum gagnvart Kína og fleiri svæðum í Asíu, en hikum við að bregða út af þeim eða breyta, vegna þess að þær virðast sveipaðar leynd ardómsfullri helgi frá fornu fari. Við endurskoðun stefnu okk ar gagnvart hinum fjarlægari Austurlöndum kynnum við að komast að þeirri niðurstöðu, að hún væri heilbrigð og skynsam samleg, eða að minnsta kosti það skásta, sem við ættum völ á. Hitt gæti einnig orðið uppi á teningnum, að endurskoðun sýndi nauðsyn á meiri eða minna breytingum En hver sem afleiðing endurskoðunar kynni að vera, þá höfum við verið 6- fúsir á að reyna hana, vegna þess. að margir valdamenn hafa verið þeirrar skoðunar, — og efalaust með réttu. — að uppá stungan ein um nýja stefnu gagnvart Kína eða Vietnam ylli áköfum hávaða meðal almenn- ings. EG HELD ekki að Bandaríkin ættu að viðurkenna kommún- ista Kína eða samþ aðild þess að Sameinuðu þjóðunum. eins og nú standa sakir Það væ:i óviturlegt vegna þess. að við það væri ekkert unnið meðan stiórnin í Peking heldur fast við fullan f.iandskap gagnvart Bandaríkjunum. En ég hefi samt «cin áður ekki trú á. að betta ástaod þurfi endilega að verða varan legt í skintum okkar við Þjóð. ver.ia og Japani höfum við kom izt að raun um. að óvinátta get ur á ótrúlegum skömmum tíma brevtzt í vináttu í skiptum okkar við Kína höfum við aftur á móti séð, að hið gagnstæða getur gerzt á jafn skömmum tínia Ekki er ómögulegt, að af staða geti breytzt á ný gagn- vart Kína, ef til vill ekki orðið úr vináttu. en að minnsta kosti „samhliða tilveru í samkeppni “ Það væri því mjög svo gagn legt að geta innleitt ákveðinn sveigjanleika. — eða öllu held ur möguleika til sveigjanleika. — í afstöðu okkar til Kína kommúnistanna Til stórra bóta væri fyrir okkur, eins og Hils- nian aðstoðarutanríkisráðherra mælti með. að halda „dyrunum opnum“ fyrir þeim möguleika. að samlvndi okkar og Kína kommúnista kunni að batna í f’-amtíðinni. TIL AÐ byrja með verðum við að opna augun fyrir ákveðn um staðreyndum í sambandi við Kína Sú fvrsta þeirra er, ?ð það eru ckki til „tvö Kína“ ; raun og veru, heldur aðeins eitt Kína á meginlandinu, og kommúnistar fara með stjórn þess og líklegt að svo verði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þegar við erum einu sinrii búnir að viðurkenna þessa stað reynd getum við hugleitt, við hvaða aðstæður okkur gæti orð ið mögulegt að taka upp tiltölu lega heilbrigða afstöðu gagn- vart Kína á tneginlandinu. Eitt skilyrðið væri auðvitað, að Kína kommúnista hyrfi frá þeirri ætlan að leggja Taiwan undir sig. Þetta virðist ólíklegt nú, en í stjórnmálum hafa gerzt ýmsir furðulegri hlutir en þetta. Svo getur farið, að ný kynslóð leiðtoga í Peking og Taipei bindi þegjandi og hljóða FULBRIGHT laust endi á kinversku borgarn- styrjöldina og ryðji á þann hátt braut algerlega nýjum viðhorf- um í afstöðu annarra ríkja til Austur-Asíu. Ef slíkar breytingar gerðust, gæti orðið um ný og mikilvæg tækifæri að ræða fyrir banda- iska stefnu, c.g vonandi getum við hagnýtt okkur þau og verð um fúsir til þess. Á því virð- ast til dæmis nokkrir möguleik ar, að rénandi spenna í Austur- Asíu gæti styrkt heimsfriðinn á þann hátt. að Kína á megin landinu gerðist aðili að samn ingum milli Austur og Vesturs um afvopnun, verzlun og menn ingarleg samskipti. ÞETTA eru framtíðardrauin ar, sem ef til vill kunna að rætast og ef til vill ekki. En LOKAKAFLI í nálægri framtíð geta orðið breytingar í Austur-Asíu vegna rrýrrar stefnu Frakka Viðurkenning Frakka á stjórn kommúnista í Kína var hvorki tímabær né framkvæmd á þann hátt. að vinsamlegt gæti talizt gagnvart Bandaríkjun- um Samt sem áður getur hún orðið til þess í framtíðinni að losa um gamla flækju Margar þjóðir eru knúðar til að fylgia ósveigjanlegri stefnu gagnvart Austur-Asíu. bæði vegna fornra skuldbindinga og þunga ákveð ins almenninsálits. Þetta á þó ef til vill ekki við í jafn ríkum mæli um neina þjóð og BanJa ríkjamenn. Á einn eða annan hátt getur hið franska frumkvæði orðið tiJ þess að breyta ástandinu, svo að Bandaríkjamönnum og öðr um þjóðum reynist mögulegt að endurmeta grundvallar- .stefnu sína gagnvart Austur- Asíu. ÁSTANDIÐ í Vietnam er pó þannig, að þar er enn brýnni þörf að endurskoða stefnuna en í Kína. Auk brotthvarfs, sem ég hygg ekki að við getum i h raun og veru talið mögulegt. 8 eins og málum er háttað, er um fj þrjár hugsanlegar leiðir að ® velja fyrir okkur gagnvart Viet j| nam: í fyrsta lagi: Áframhald- H andi barátta gegn sliæruliðiim B Suður-Vietnam, samhliða aukn B um aðgerðum Bandaríkjn- ? manila til þess að efla hernaðar- g mátt Suður-Vietnama og styrkja jf stjórnina í Suður-Vietnam. í B öðru lagi: Tilraun til að binda Jð endi á ófriðinn með samning- 6 um utn hlutleysi Suður-Viet- |( nam, eða ef til vill bæði Norð | ur- og Suður-Vietnam. í þriðja B lagi: Útfærsla og aukning styrj aldarinnar, annaðhvort með beinni þátttöku fjölmenns, bandarísks hers, eða með því að búa her Suður-Vietnama tækjum til þess að ráðast inn í Norður-Vietnam, ef til vill með innrásum sjálfstæðra flokka. annaðhvort af sjó eða úr lofti. Eins og hernaðaraðstöðunni er háttað er erfitt að koma auga á. hvernig binda ætti endi á styr.i öldina með samningaviðræðum og varðveita frelsi Suður-Vier- nam um leið. Það er mjög erf- itt fyrir aðila að samkomulagi að ná eftir þeim leiðum árangri, sem honum hefir greinilega mistekizt að ná með hernaði. Það er bláköld staðreynd, að samningaaðstaða okkar cr mjög veik. Mjög litlar horfur | eru á að unnt væri að ná sani komulagi sem tryggði sjálf- stæði Suður-Vietnam undir stjórn andkommúnista, þar lil búið er að breyta aðstöðunni •nilli aðilanna stórlega1 okkur í hag. HIÐ nýja frumkvæði Frakka að kröfu um hlutleysi Vietnam hefir aSeins orðið til þess nð valda auknum ruglingi, en ekki breytt ástandinu i grundvallar W atriðum. Frakkar gætu éf til 1 vill gegnt gagnlegu hlutverki 1 sem málamiðlari, ef þeir ráðg B uðust við Bandaríkjamenn og 3 væru fáanlegir til samvinnu við 1 þá. En af einhverjum undarleg 0 um ástæðum hafa Frakkar kos B ið að standa einii að frum- JJ kvæði sínu. - Bandaríkjamönnum finnst j§ þetta furðulegt þegar þeir ■ •ninnast þess, að þeir lögðu of b mörkum 1700 milljónir dollara I til herkostnaðar Frakka í Indó 1 kína fyrir einum áratug. Og B þetta voru 7 tíundu hlutar alls E herkostnaðarins. Hver sem tilgangur Frakka i kann að vera, geta afskipti S þeirra í Suður-Austur-Asíu vajd M ið ýmsum atburðum En Frakk I ar hafa hvorki hernaðarlegt né I Framhald á bls. 23. ■ T I M I N N, föstudagur 17. apríl 1964. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.