Tíminn - 17.04.1964, Síða 15

Tíminn - 17.04.1964, Síða 15
Rannsóknarstyrk ir EwrópuráBsins KBG-Stykikishólmi 8. apríl. í dag kom hingað nýr bátur Otur SH 70, 120 brúttólestir að stærð. Eigandi bátsins er samnefnt hlutafélag, og for- maður þess er Ólafur Guð- mundsson sveitarstjóri. Otur er smíðaður í Friðrikssund í Dan- mörku. Hann er knúinn 420— 460 Alpa dísil vél og búinn öll um nútíma siglingatækjum. 100 þús. kr. til Hjálparsjóís æskufólks Frímerkja- verzlun FB-Reykjavík, 13. apríl Fyrir skömmu var opnuð frí- merkjaverzlun að Týsgötu 1 hér í borg, og ber hun nafnið Frí- merkjamiðstöðin s.f. Mun þetta vera eina sérverzlunin sem verzl- ar með frímerki og það sem þarf í sambandi við söfnun þeirra. Eig- endur eru Finnur Kolbeinsson, Haraldur Sæmundsson og Magni R. Magnússon. Kappkostað verður að hafa jafn an úrval af þeim hjálpargögnum, eem hverjum safnara eru nauð- synleg, svo sem frímerkjaalbún, verðlistar, innstungubækur, lím- miðar, takkamælar, kennslubækur um söfnun og fleira slíkt. Einnig er ætlunin að verzlunin sjái um pöntun á erlendum fyrsta dags merkjum fyrir þá safnara, sem óska þess. Fyrst um sinn verður verzlunin opin frá kl. 13—18, nema á föstu- dögum til kl. 22 og á laugardög- um frá 9 f.h. til kl, 14. Hjálparsjóði æskufólks hafa bor izt eitt hundrað þúsund kr. frá Magnúsi Sigurðssyni, skólastjóra. Fé þetta er ágóði af sýningum kvikmyndarinnar Úr dagbók lífs- ins og gjafafé þeirra, sem hafa skrifað í styrktarbók sjóðsins, — Réttið hjálparliönd. Féð hefur komið inn við sýning- ar á Reykjanesi og um Suður- land, en Magnús Sigurðsson sýndi myndina um páskana og um helg ar að undanfömu og flutti erindi um vandamál æskunnar. Allan ágóða af sýningum gefur hann Hjálparsjóði æskufólks til minningar um foreldra sína, Sig- urð Magnússon, lækni og' konu hans, Helgu Esther Magnússon. — Alls hefur Magnús Sigurðsson nú afhent kr. 200 þúsund kr. til sjóðs Aðalfundur bifvélavirkja Aðalfundut FéJags bifvélavirkja var haldinn 31. marz s.l. Sigur- gestur Guðjónsson var kjörinn for maður. Fjárhagur félagsins er góður. — Eignaaukning á árinu nam kr. 300.000.00. Úr styrktarsjóði fé- lagsins voru veittar kr. 52.000.00 á s.l. ári. Félagsmenn eru nú 168. Samvinna um vísindarannsóknir Fyrir nokkru var haldinn í Strassbourg fundur í Evrópuráðs- nefnd, sem fjallar um æðri mennt un og rannsóknir. Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor sat fundinn af íslands hálfu í boði Evrópuráðs- ins. Á fundinum var mest áherzla lögð á umræður um tvö mál: — Aðalfundur Verk- stiórafélagsins Verkstjórafélag Reykjavíkur hélt aðalfund fyrir nokkru. Félag- ið er 45 ára á árinu, en það var stofnað 3. marz 1919. Félagið er stéttarfélag verk- stjóra og eru meðlimir þess nú um 300 talsins. Félagið hefur fest kaup á húseign fyrir starfsemi sína, að Skipholti 3 og er skrif- stofa þess þar til húsa. . í tilefni af 45 ára afmælinu voru tveir af þeim mönnum sem unnið hafa mikil störf fyrir félag- ið heiðraðir, en það eru þeir Pálmi Pálmason sem var formaður fé- lágsins í 11 ár, og Þorlákur Otte- sen sem gegndi störfum gjaldkera í 10 ár. tungumálakennslu og samvinnu um vísindaiðkanir, en einnig var rætt um framhaldsnám kandidata, akademiskt frelsi, samræmingu tæknifræðslu o. fl. Rædd var tillaga um að koma á fót evrópskri miðstöð til rann- sókna á aðferðum við kennslu nú- tímamála og til dreifingar á þekk- ingu um tungumálanám. — Þá var rætt um samstarf Evrópuríkja um að koma á fót vissum vísinda- stofnunum við háskóla í álfunni. Hefur komið í ljós, að það er of- vaxið einstökum háskólum að hafa með höndum ýmsa rannsóknar- starfsemi, sem dýr tæki og mjög sérhæft starfslið þarf til. Hafa Evrópumenn því dregizt aftur úr á ýmsum sviðum, einkum í sam- anburði við Bandaríkjamenn, og evrópskir vísindamenn flutzt vest ur um haf af þeim sökum. Nokkuð hefur verið gert til að sameina krafta Evrópuríkja á þessum vett- vangi, t. d. með því að setja á stofn Kjarnorkustofnun Evrópu í Kenf, sjólíffræðistofnun í Napoli og háloftarannsóknastofnun í Jung frauhoch. Hins vegar er talið nauð synlegt að koma upp fleiri slík- um Evrópustofnunum. ins. Aðsókn að þessari sérstæðu, athyglisverðu mynd hefur verið mjög góð. Skipulagsskrá hefur nú verið samin fyrir sjóðinn og stjórn sjóðs ins hefur einnig verið ákveðin, en hana skipa Magnús Sigurðsson skólastjóri, séra Ingólfur Ástmars son, tilnefndur af biskupi og Gunn ar Guðmundsson, yfirkennari til nefndur af Samþandi íslenzkra barnakennara. Stjórn sjóðsins er skipuð til fjögurra ára. Eftirlit með arnarhreiðrum Aðalfundur í Fuglaverndunarfé lagi íslands var haldinn fyrir nokkru. Formaður skýrði frá störfum félagsins á fyrra ári, en þau voru einkum fólgin í ráðstöfunum til verndunar erninum: Félagið hafði nána samvinnu við ábúendur jarða, þar sem öminn verpti, og kom, með aðstoð þeirra á eftirliti með hreiðrunum. Verð- ur þessu eftirliti haldið áfram, enda nokkur brögð að því, að fugl inum sé gert ónæði, þar sem hann liggur á, þótt það varði við lög, að komið sé nærri hreiðrunum. Stjórn félagsins fylgdist með frumvarpi því um frestun á fram- kvæmd laga um eitrun fyrir refi og minka næstu 5 ár, sem Al- þingi nýverið samþykkti. Sendi stjórnin alþingismönnum upplýs- ingar varðandi þá hættu, sem am- arstofninum íslenzka stafaði af eitr un fyrir þessi dýr. Eftirtaldar tillögur voru sam- þykktar: 1. Fundurinn samþykkir að senda al|rmgismönnunum Bjart- mari Guðmundssyni og Alfreð Gíslasyni, lækni, svo og öðmm þingmönnum, sem studdu málið, sérstakar þakkir fyrir flutning á framvarpi um tímabundið bann við eitrun fyrir refi og minka. Er það skoðun fundarins, að eitr- un fyrir refi og minnka hafi átt drýgstan þátt í því, að við borð liggur, að íslenzka arnarstofnin- um verði útrýmt. 2. Fundurinn samþykkir að senda veiðistjóra, Sveini Einars- syni, og búnaðarmálastjóra, dr. Halldóri Pálssyni, sérstakar þakk- ir fyrir stuðning þeirra við frum varpið og skilning á þessu menn- ingarmáli. 3. Fundurinn samþykkir að beina þeirri áskorun J1 réttra að- ila, að strax verði kallað inn allt strychnineitur frá oddvitum og öðrum, er kunna að hafa það und- ir höndum. 4. Fundurinn samþykkir að skora á menntamálaráðuneytið að breyta reglugerð um eyðingu svart baks á þá lund, að öll eitrun verði bönnuð í næstu 5 ár. Reynslan hefir sýnt að þótt örninn taki ekki egg, sem berið hefir verið í eit- ur, stafar honum hætta af hræj- um fugla ,sem eggin éta. Þá kaus fundurinn eftirtalda bændur heiðursfélaga félagsins, en þeir hafa allir og þeirra fólk sýnt sérstakan áhuga á náttúru- vernd: Guðmund, Magnússon, Borg, Skötufirði, Steinólf Lárusson Ytri-Fagradal, Skarðsströnd, Jó- hann Jónsson, Langeyjarnesi, Guð mund Ólafsson, Dröngum, Vil- hjálm Ögmundsson, Narfeyri og Bjarna Jónsson, Bjarnarhöfn. Eins og undanfarin ár mun Evrópuráðið veita nokkra rann- sóknarstyrki árið 1965, sem hver um sig nemur 6ÖÖ0 fröns'kum frönkum. Tilgangurinn með styrkveiting- um þessum er að hvetja til vís- indalegrá rannsókna á sviði stjóm mála, lögfræði, hagfræði, landbún aðar, félagsfræði, kennslu- og skólamála, æskulýðsmála, heim- speki, sögu, bókmennta og lista, að því leyti er varðar samstarf Evrópuþjóða. Viðfangsefni, sem teljast ein- ungis eða aðallega hafa gildi fyr- ir eina þjóð, koma ekki til greina við styrkveitingu. Umræddir rannsóknarstyrkir verða einungis veittir einstakling- um, en ekki stofnunum, og að öðru jöfnu munu umsækjendur innan 45 ára aldurs ganga fyrir um styrkveitingu. Sá, sem styrk hlýtur, skal semja ritgerð um rann sóknarefni sitt. Má ritgerðin vera á tungu hvaða aðildarríkis Evrópu ráðsins sem er. Það skal þó haft í huga, að möguleikar á því að ritgerðin verði birt munu aukast mjög við það að hún sé samin á einhverri* af útbreiddari tungum Evrópu. Ritgerðin skal vera milli 40.000 og 80.000 orð að lengd. — Skal henni skilað vélritaðri í tví- riti, til framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins, innan þriggja mán aða frá því að styrktímabilið lýk- ur, þ. e. fyrir 1. apríl 1966. Ef skilyrði fyrir styrkveiting- unni eru eigi haldin ber að endur greiða styrkinn. Sérstök eyðublöð undir styrk- umsóknir fást í menntamálaráðu- neytinu, Stjórnarráðshúsinu, og skal umsókrium skilað til ráðu- neytisins fyrlr 15. sept. 1964. Við styrkv eitingar er valið úr umsóknum frá öllum aðildarríkj- um Evrópuráðsins og eigi vist, að neinn þessara styrkja komi í hlut íslendinga. Menntamálaráðuneytið, 2. apríl 1964. B. Th. Leitað 6 sinnum til Flugbjörg- unarsveitarinnar á árinu Aðalfundur FBS var haldinn í Tjarnarkaffi 29. janúar 1964. Sig- urður M. Þorsteinsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri, Baldvin Jónsson, skipaði Magnús Hallgríms son fundarritara. Sigurður M. Þorsteinsson flutti skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári. Formaður ræddi fyrst störf stjórnar og kvað þá reglu á komna að stjórnin héldi fund fyrsta mið- vikudag í mánuði hverjum. Til sveitarinnar var leitað sex sinnum á árinu vegna týnds fólks. Meðal staða sem leitað var á voru Giljahlíð í Borgarfirði, Þingvellir, Laugardalur o. fl. Starfsemi flokk- anna var góð á árinu. Form. bauð nýliða sérstaklega velkomna og vænti þess að þeir fyndu þann anda í sveitinni að þeir héldu áfram starfi innan hennar. Ný stefna hefur verið tekin upp um inntöku nýliða. Áður voru menn teknir inn einn og einn. Nú er meiningin að taka fleiri inn í einu og kynna þeim betur störf sveitarinnar áður en þeir endanlega éru gerðir fullgild ir félagar. Bifreiðadeild hefur slarfað vel og ekki sízt nú undanfarið vegna nýs farartækis er bætzt hefur í flotann. Skónefnd hefur unnið gott starf við útvegun á ódýrum gönguskóm. Nefndin er undir stjórn Ágústs Björnssonar og hefur hún enn ekki lokið störfum. Á árinu var sett á stofn minning arsjóðsnefnd. Kort hafa verið gef in ú^ og fengnir útsölustaðir. í júlí í sumar barst bréf frá yfirmanni varnarliðsins Paul D. Bure, varðandi væntanlega afhend ingu tveggja bíla. Fyrri bíllinn var afhentur þann 29. okt. Var þá efnt til kaffidrykkju að Hótel Framhald á bls 23 f 3 SÆKJA Nýlega var útrunninn um sóknarfrestur um Odda- prestakall i Rangárvallapró- fastsdæmi. Umsækjendur um prestakállið eru þrír. — Sr. Gisli Brynjólfsson, frv prófastur. sr. Óskar Finn- bogason, sóknarprestur að Staðarhrauni, sr. Stefán Lárusson, sóknarprestur að \Túpi. T í M I N N, föstudagur 17. apríl 1964. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.