Tíminn - 17.04.1964, Page 17

Tíminn - 17.04.1964, Page 17
Sigurður Jónsson frá Brún FritJrik Sigjónsson, Fornustekk- um í Hornafirði, kvaddi árið á gamlársdag 1963 með ritgerð nm stóðhestadóma á héraðsmóti hestamanna, sem haldið var á Eg- flsstððum á Völlum þ.á., og út frá því um síðustu forsvarsmenn hrossaræktarinnar. Dómar um sýningargripi geta verið réttir, þótt ekki séu birtar al'lar forsendur og þeir geta verið rangir og byggðir á hlutdrægni og rangsýni, þótt taldir séu upp kost- ir hjá einum og gallar hjá öðrum, ef kostimir eða gallarnir eru logn- ir eða ýktir, og eins þótt ekki séu nema ranglega metnir að magni og áhrifum. Taugaóstyrkur sá, sem veldur víxli, getur þannig vel verið ættgengur og flestum bygg- ingarlýtum skaðsamlegri á reið- hrossi. Dómana um hrossin skal hér ekki fjölyrt um. Sá, er þetta ritar, kom ekki á áðumefnt mót. Dóminn um Gunn- ar Bjarnason og þak'karskuld al- mennings við hann, hafa aftur margir skilyrði til að meta eftir afleiðingum þeirra verka hans, sem þegar hafa sýnt sig og eftir lfkum til árangurs af þeim, sem enn em að meira eða minna leyti í vonum. Eitt af aðalverkum Gunnars Bjamasonar hefir verið það, að „agitera“ fyrir hornfirzkum hross- mn, og væri hið bezta verk, ef þau væru hólsins verð, en afkom- endur Óðu-Rauðku hafa nú á briðja tug ára bakazt við yl þess íftirlætis og haft Skugga frá Bjamanesi fyrir útbreiðslutæki og aflcomendur hans jafnframt hon- um og að honum dauðum. Þá nið- urstöðu má athuga, því mikið ætti að hafa batnað hrossastóll lands- ins, ef árangur hefði farið eftir fjölda afkomenda þess kyns, sem svo oijög hefur verið lofað og bú- ið er að sigla slíkan óskabyr um aldarfjórðung. Skuggi hóf starfsemi sína í ætt- sveit sinni á meðal hrossa af skyldum stofni og því við eins lítil líkindi fyrir spillandi ættarþátt- um og góðmótlega var kleift að veita undaneldisgrip á þeim tíma hér á landi. Þar hefði átt að rjúka af, en ekki hefir það orðið, svo að víða sjái, þótt vel megi vera til sem hending, ef um mjög mikla iastheldni og fregnleysi hefir ver- iö að gera. Þaðan flyzt hann á snemmum tamningaraldri vestur í Hreppa í Ámessýslu, og mátti ekki heita í kot vísað, þar sem Hreppamenn höfðu um undan fama áratugi sýnt allra manna mestan félagsþroska í því að halda út með ræktun ákveðinnar ættar, en nokkra vísbendingu gefur það um hollustu Skugga til starfs síns, að sömu mennirnir, sem notuðu Skarðs-Nasa um langan starfs- aldur, losuðu sig við hinn um það leyti, sem lag og fótaburður af- kvæma hans fór að sjást hjá nokk- uð vöxnum hrossum, enda hafa þeir ekki sótt sonu Skugga til muna, til kostaaukningar hrossa • sinna síðan, þótt vera kunni eftir að hrossasamlög fóru að láta til sín taka. Hitt er miður að marka þótt þeir hafi ekki hengt út aug- lýsingar um gróða sinn eða von- brigði. Það getur verið hvort sem vill: sunnienzkt yfirlætisleysi eða stundar-hagsýni í eigin þágu. Þögn þeirra eða hóflæti þarf þó ekki að hylja allan fróðleik um niður- stöðuna. Þegar leiddar eru til eins og sama hests margar af bezt ætt- uðu og fegurstu hryssum heilla héraða, oá dylst ekki til lengdar árangurinn — ef hann er góður, stórgæðingar slá um sig í kynn- ingu og láta sín getið. Gæðingakeppnir hafa farið fram og auðvitað verið sóttar hvaðanæva að af landinu þaðan, sem hrossasmekkur eða ræktunar- árangur Gunnars Bjarnasonar hefir verið nokkurs metinn og þessi er árangurinn ,að 1962 fær fyrstu verðlaun sem gæðingur, 17 vetra gamall hestur, sonarsonur Skarðs-Nasa, og að móðerni af borgfirzku reiðhrossakyni frá Arn þórsholti eða lengra fram frá Vilmundarstöðum. Stóðhesturinn hornfirzki, sem þá hafði í tuttugu ár verkað á af- komendur Skarðs-Nasa og síðan lagt undir sig, og sonu sína, allt Borgarfjarðarundirlendið og fleiri héruð, hafði ekki neinn þann grip, sem eigendum þætti líklegur til að vinna sér heiður á þeim vett- vangi, nema þeir hafi virt dóma hrossabrjástrara of lítils til þess að ómaka klárana sína eftir lofi þeirra, á opinbera samkomu. Verri dómfellingu en þetta hefði hrossaræktun Gunnars Bjarna- sonar varla getað fengið, og þó —, en það geta aðrir metið eftir staðreyndum, t.d. þessari sögu: Ég, sem þetta rita, átti jarpa meri undan Skugga, og að sumu leyti móðurbetrung, þótt bæði væri hún smærri, óásjálegri og fjördeigari en móðir hennar. Hana seldi ég að Hólum í Hjalta- dal ásamt annarri frænku sinni alnorðlenzkri, jarpri einnig, enn smáfelldara hrossi, en jafnfríðari að mínum smekk, og var hún einn- ig geðfellt reiðhross. Þessar merar lét Gunnar Bjarna son það ár, sem hann sat Hóla, báðar fá við frænda þeirra, gráum hesti frá Eiríksstöðum í Svartár- dal og að nokkru af margerfðum hrossastofni mínum og langfeðra minna . Að þessari frjóvgun fratm- kvæmdri, fór svo skólastjórinn og fyrrverandi hrossaræktarráðu- nauturinn að hausa hrossabúið, Hann seldi t.d. til Kalifomíu, eina af bezt ættuðu merunum, sem ég hafði látið að Hólum, svo ekki varð hún íslandi til merkjanlegra nytja og síðan í hópum annað og ókunnara. Sumt seldi hann sjálf- um sér og virti ég þann staðinn ekki mest, vænti mér meira af vin um hans. Þegar ég vissi að fleira átti að selja en hreina gjaldeyrisvöru, bað ég um að fá keyptar þessar tvær jörpu hryssur, sem áður var getið, og í þeim tilgangi að halda til föðurlandsins því, sem út af þeim kynni að kvikna á þrítugs- aldrinum, ef nokkuð yrði, heldur en gera þær að leikfangi eða hrakningshrossum. Og ég fékk þær með því móti að standa Gunnari Bjarnasyni skil á þeim folöldum, sem innan í þeim voru á kaupdegi. Þau hafði nefnilega fagmaðurinn Gunnar Bjarnason keypt í kyrrðinni inni í kviði mæðra sinna, keypt af sjálfum sér sem yfirráðanda fyrir- trúaðs bús, eða af nemanda sín- um, hafi hann verið settur til að sjá um hag ríkisbúsins gagnvart læriföðurnum. Þá embættistrúmennsku má Friðrik Sigjónsson lofa ef hann lystir. Ég sæki ekki um starfann í köpp við neinn, sem vinna vill það verk. Folöldin fæddust með heilsu, og hrossaræktarfrömuðurinn, sem þarna hafði fengið í hendur hrein- ustu óskabörn, snaraði sér til og T ( M I N N, föstudagur 17, aprí! 1964. sina Orðíð er frjálst fargaði öðru þeirra til roskinnar konu, sem að vísu er góð við skepnur, og því vel trúandi fyrir liðan ungviðis, en sem á manna örðugast með að láta litlu hryss- una verða að notum til ræktunar. Hitt folaldið sat hann uppi með sjálfur til ráðstöfunar, að hann taldi við mig til annars viðtak- anda, sér kærari en áðurnefndrar konu. Vill nú Friðrik Sigjónsson reyna getspeki sína á því hvort folaldið það var, sem hrossafræð- ingur hans ætlaði að nota sem aðalkærleiksvottinn? Var það dótt urdóttir Skugga frá Bjarnanesi og margfaldur afkomandi Óðu-Rauðku í Árnanesi, eða var það útskryppi úr hrossakyni Sigurðar frá Brún, sýnishross af ætt, sem orðið hefir að búa við þá þjónustu Gunnars Bjarnasonar, að fyrstu verðlauna- hestar af henni, sammæðra bróð- ur undan fyrst sýndu formóð- ur þeirra hrossa, voru hvenær sem þeirra sást getið, taldir annar af Geitaskarðsætt en hinn af Hind- isvíkurkyni? En undrið skeði. Fráfarandi skólastjóri á Hólum, þar áður hrossaræktarráðunautur, dró und- ir sig eða sér kærari mann en vandalausa kunningjakonu þá af tveimur samfeðra systrúm, seni átti engan ættstuðul til Horna- fjarðar að rekja, þó þekkti hann mæðurnar báðar, var núsbóndi þeirra nærri heilt ár og kunnug- ur áliti á þeim og athöfnum þeirra af fregn og sjón um nokkur ár þar áður. Hæli þeir svo hrossarækt Gunn- ars Bjarnasonar, sem smekk hafa fyrir hana. Eg fæst ekki til að kveða fastar að lofinu en svo að játa það að nálgazt muni hafa minn smekk fyrir hrossasvip og hrossaættum á meðan hann bjó, ef dæma má eftir vali þeirra hrossa, sem hann náði eignarhaldi á á meðan á Hólabúskapnum stóð. Til þess að sniðganga ekki það, sem Friðrik Sigjónsson virðist leggja hvað mest upp úr og vissu- lega er metandi starf, þá ber að athuga þjóðnytjavonir af mark- aðsleit Gunnars Bjarnasonar. Þar er sannarlega nokkur jákvæður ár angur, sem er endurvakin sala hrossa út úr landinu, þótt nú sé þar um tamda hesta að ræða, en hugsanlega væri það starf full borgun á námskostnaði mannsins, ef framhald yrði á. En þvf mið- ur er það næsta ósennilegt og ber margt til. Fyrst er það að hross þau, sem nú fæðast að minnsta kosti út af Skugga frá Bjarnanesi eru of mörg mjög sein- tamin og því óhóflega dýr í fram- leiðslu, annað að tækni stækkar bú en fækkar höndum við þau störf, sem óhjákvæmilega þurfa manns en komast ekki af með vél og er þá þó ótalið það, sem mestum efa varpar yfir notin af öllum úrræðum til útflutnings taminna hrossa, að atvinnuvegum fjölgar og það einmitt þeim, sem hafa auðmagn í veltunni og tæki og kunnáttu til smölunar að vinnu stöðvum sínum og sem bæði þurfa og taka meira en alla viðkomu þjóðarinnar. Kísilgúr- og þrenni- steinsvinnsla, alumíníumbræðsla, rafstöðvabyggingar og starfræksla, efnaiðja úr sjó auk margfaldaðr- ar fisk-, kjöt-, mjólkur- og ull- arvinnslu, ferðamannaþjónustu o. fl. hljóta að taka hverja einustu lausa hönd og þær miklu fleiri en vélar og breyttir búnaðarhættir mega sleppa frá enn nauðsyiilegri störfum. Því er það vonlítið að not verði til lengdar eða í stór- 'um stíl af útflutningi taminna hrossa, þótt nokkurs þurfi inn- anlands af bæði nytja- og skemmti hrossum. En um það er ekki Gunnar Bjarnason að saka. Hann hefir far ið eftir erindisbréfi sínu, þótt það hefði þurft að vera forsjárlegar úr garði gert, en víst er það sízt að þakka að kaupmannssonur reyn- ist nothæfur vörubjóður. Þeir ættu aö líta sér nær Hér er blíða og góðæri L landi, slík. einmunatíð til lands og sjáv- ar, að mjög sjaldgæft má telja. Blessuð náttúran brosir við mann- fólkinu og leggur því sitt dýr- mæta lið til lífs og starfa — til uppbyggingar og farsældar í störf- um og stríði. Þó rísa upp reykbólur stórar úr hafi úti, alllangt frá byggðum bólum, en inni á landsbyggðinni þjóta upp gorkúlur, sem þykjast ætla að verða að blómum, sem þær heimta að þjóðin dáist að. En slíkir ávextir hafa aldrei ver- ið taldir eftirsóknarvérðir hér á landi, enda eru þetta einærar jurt- ir, sem þjóta upp á haugum og fölna og deyja fljótlega. Tvær kúl- ur af þessu tagi hafa látið að sér kveða undanfarið og telja sig til aðalsstétta í þjóðfélaginu, telja sig jafnvel kjarnakvisti eins og þá blómknappa íslenzks grávíðis, sem springa út á góunni mánuði fyrr en vant er vegna veðurgæzkunn- ar. Nei, ekki er trútt um, að þeir vilji telja sig til manna, þessir tveir — annar stórgáfaður ráð- herra, en hinn þeim mun upp- skafnari sem greindin er minni, maður sem fáir hafa botnað í hvernig lifði eða hrærðist — svína ræktarráðunauturinn á Hvarineyri. Það er auðnulítið hlutskipti að ræða mál við þann mann, og sein- legt að eltast við loftbólur hans. Er bændum þó einna minnisstæð- ast, þegar hann skrifaðir langlok- ur um það, að bændur mættu alls ekki taka véltæknina í sína þjón- ustu, heldur ættu þeir að notast við hestbikkjur sínar, svo sem ver- ið hafði. yitanlega hæddust bændur að þessu einfeldningsþvaðri og höfðu að engu og hafa tileinkað sér alla þá tækni, sem þeir máttu og við- ráðanleg var, enda væri nú allur búskapur úr sögunni á landi hér, ef hlýtt hefði verið ráðum svína- ráðunautsins. Nú virðist aðalhlutverk þessa manns vera að blása að úlfúð og hatri milli bænda og neytendc og telur það falla í góðan jarðveg, ■ ■ • ' i t t þar sem búskapur stendur nú höll- um fæti vegna hinna tilbúnu og mögníiðu meinsemda þjóðarforyst unnar, og telur að það muni falla vel í geð neytendum, sem alltaf sjá hækka þá vöru, sem þeir geta sízt án verið, an þess að bændur fái nokkurn hlut þeirrar hækkun- ar, heldur þvert á móti. Þessir menn þykjast ætla að hnekkja þeirri staðreynd, sem öll þjóðin hefur viðurkennt og kunnað skil á öldum saman, að sveitabúskap- ur er íslenzku þjóðfélagi og þjóð- lífi lífsnauðsyn. Hvert einasta barn úr kaupstað þyrfti t.d. að geta dvalizt í sveit lengri eða skemmri tíma í upp- vextí, komast í snertingu við dýr- in og gróandi jörð. Þeir ungling- ar, sem fara á mis við þetta, eru miklu sviptir. Flestir foreldrar gera sér grein fyrir þessu og vilja koma börnum sínum til dvalar í sveit, enda ræður þar kærleikur sá, sem æðstur er, — umhyggjan fyrir barni sínu. Þá gleymist eða rennur út í sand sú ömurlega til- hneiging sumra manna að telja bændur verstu okrara á hálfsvöng- um neytendum. Allt efnahagskerfi landbúnað- arins hefur gengið svo úr skorð- um á síðustu árum, að þar er eng- in heil brú lengur, og er enginn grundvöllur lengur undir búrekstr- inum. Má þar margt til nefna, en ég vil aðeins benda á lítið dæmi: Bóndi byggir fjós fyrir 20 kýr, en það kostar nú 400 - 450 þús. kr. en sama fjós kostaði fyrir 5 - 6 árum 150 - 200 þús. kr. Sá sem gat byggt fjósið sitt þá, stend- ur ólíkt betur að vígi nú en sá bóndi, sem verður að byggja það núna, því að báðir fá sama verð fyrir mjólkina. Þegar sá fyrr- nefndi er búinn að borga fjósið sitt á 20 árum, hefur hann greitt meira en milljón með vöxtum og stofnfé, en hinn ekki nema hálfa milljón. Svona er aðstaða manna nú misjöfn — þeirra, sem gátu byggt fyrir „viðreisn" og hinna, sem byggja þessi árin. Ég vildi mega vona og tel óhætt að trúa því, að sauðfjárbúskapur eigi eftir að dafna hér og vaxa fiskur um hrygg frá því, sem nú er. Hann á að aukast, en þá er líka nauðsynlegt, að viðhalda og kynbæta stofn fjárhunda í land- inu. Vildi ég leggja það til við landbúnaðarráðherra, að hann beitti sér fyrir málinu — jafnvel þó að það yrði eitthvað á kostnað kjúklingaræktar — og stofnaði ráðunautsemb. í hundarækt, og væri líklegt að hann ætti einhvern góðan kandídat í það embætti, fyrst hann var svona fundvís á ráðunautinn í svínaræktinni — eða mætti ef til vill sameina embættin. Gylfi er maður óheimskur — skýzt þó skýr sé, eins og oft hefur áður sannazt. Það virðist vera hans trú að bændur séu dragbít- ar þjóðfélagsins. Það er líklega eina kenningin, sem enn stendur eftir óhögguð af hinni gömlu stefnuskrá Alþýðuflokksins. En þessir herrar og siðapostul- ar ættu ekki að hafa svona þung- ar áhyggjur af bændum, og mundi bændastéttinni vegna betur án þeirrar umhyggju, sem þessi ríkis- stjórn hefur sýnt henni. En ef þessir stjórnarpostular vildu ganga til góðs, þá stæði þeim annað verkefni nær, og mundi ekki siður auka hagvöxtinn, en það er að líta sér nær og beita sér fyrir betri uppbyggingu og lagfæringu á húsnæðisskorti höf- uðborgarinnar. Það eru kaldrifj- aðir kæruleysingjar um velferð og hag almennings, sem horfa með velþóknun á þá ofboðslegu sóun á fjármunum, sem á sér stað í íbúðaóhófi og braski einstakra manna i Reykjavík, horfa upp á það við nefið á sjálfum sér dög- um og árum saman, að okrað sé taumlaust á æskufólki, sem stofn- ar heimili og er að berjast við að verða nýtir þjóðfélagsþegnar og koma upp yfir sig húsaskjóli, sem telja verður frumstæðustu lífs- nauðsyn. Það þykir ómannúðleg meðferð- in á útigangshrossum bónda, en hitt finnst þessum mönnum ekki Framhald á bls. 23. 17 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.