Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 24
I B Föstudagur 17. apríl 1964 97. tbl. 48. árg. Kvöldsölufundur á laugardaginn Ólafu Stefán ARNESINGAR Hin árlega árs- hátf5 Framsókn- armanna í Ámes- sýslu verBur hald in í Selfossbfói síífasta vetrardag, 22. aprfl, og hefst hún kl. 9. síðdeg- is. Formafíur Framsóknarfcl. Árnessýslu, Stef án Jasonarson, setur samkomuna mefl ávarpi. Ól- Framhald ú bls. 23. J4n EJ-Reykjavík, 16. apríl — ÖIl líkindi benda til þess, að Neytendasaiptökin muni halda almennan borgarafund um kvöld- sölumálin kl. 1,30 á laugardaginn í Gamla bíó — sagði Sveinn Ás- geirsson, formaður Neytendasam- takanna við blaðið í dag. Boðað er til þessa fundar vegna þeirrar þróunar, sem kvöldsölu- málin hafa nú tekið, en samtökin telja, að þróun þessi sé svo alvar leg, að borgarbúar geti ekki við unað. Sagði Sveinn Ásgeirsson, að enn þá hefði ekkert breyzt í þessu máli, og bendir því allt til þess að fundurinn verði haldinn á laug ardaginn. Sveinn Ásgeirsson 'verður frum mælandi á fundinum, og sagði hann við blaðið, að Neytendasam- tökin hefðu boðið bæði Guðmundi H. Garðarssyni, formanni Verzl- unarmannafólags Reykjavíkur, og Sigurði Magnússyni, formanni Kaupmannasamtakanna, á fund- inn, og vonaðist hann fastlega eftir því, að þeir mættu þar. MEÐ YFIR1106 TONN AÓ-Óiafsvík, 16. apríl Aflamagnið hér frá áramótum fram til 15. apríl nemur 7.123,885 kílóum. Á sama tíma í fyrra var aflamagnið 5.135,000 kg. Á þess- um tíma í ár hefur því veiðzt 2000 tonnum mcira en í fyrra. Magnið í ár hefur náðst inn í 609 róðrum, en alls hafa 13 bátar róið. Hæstur þeirra er Stapafell SH 15 með 1104 tonn og 400 kíló í 76 róðrum. Mun þetta nálgast aflametið á vertíðinni. Næstur er svo Steinunn SH 207 með 925.115 kíló. Þá er Jón Jóns- son SH 187 með 889.330 kíló. Síð- an kemur Valafell SH 157 með 772.605 tonn. Þetta voru efstu bát amir á þessum tíma. Ingi (til hægri) og Björgvin. Tll Þórarins náSlst ekkl. Stunda nám í amerískum og íslenzkum skola í einu! FB-Reykjavík, 16. apríl. Við fréttum jiýlega af þrem- ur menntaskólanemum á Akur- eyri, scm stunda nám í banda- rískum bréfaskóla, Washington School of Art, en skólinn kenn- ir bæði teiknun og málun alls konar og svo- músík. Piltarn- ir, sem heita Björgvin Björg- vinsson, Ingi T. Björnsson og Þórarinn Þórarinsson hafa lagt stund á teiknun, sér í lagi aug- lýsingateikningar, og lauk Björgvin prófi í haust með góðri einkunn. — Eg frétti um þennan skóla hjá Björgvini, sagði Ingi, þeg- ar við náðum tali af honum. Ingi er í 4. bekk máladeildar í MA. — Þetta er venjulega tveggja vetra nám, og lexíurn- ar eru 32 talsins. Við fáum verk efnin send frá skólanum og sömuleiðis liti og ýmislegt. Þeg ar við höfum svo leyst úr verk efnunum, sendum við þau til baka og fáum leiðréttingar. — Hvernig eru leiðréttingam ar? — Þær koma á blöðum, sem lögð eru yfir teikningarnar og sýna hvemig verkefnið hefði verið betur leyst af hendi, og svo eru líka athugasemdir. — Hvað er ykkur kennt? — Öll teikning frá byrjun, en þegar námið er hálfnað er byrjað að kenna meðferð olíu- lita. Skreyting á bókum er líka kennd þarna og sömuleiðis aug lýsingateikningar. — Og þú ert í 4. bekk mála- deildar Ingi. í hvaða bekk em félagar þínir? — Björgvin er 'í 5. bekk máladeildar, en Þórarinn er í stærðfræðideild 5. bekk. Svo náðum við í Björgvin, sem var brautryðjandinn í þessu bréfaskólanámi þeirra Framhald á bls. 23. Kort af Vatnagarðahöfn KJ-Reykjavík, 16. apríl Á fundi hafnarnefndar 14 aprfl siðastliðinn lagði hafnarstjóri fram uppdrætti af hafnargerð inni i Sundum, en scnn kemur nú að því væntanlega að ný höfn rísi þar. Blaðið hafði í dag samband við hafnarstjóra Valgeir Bjömsson, og innti hann eftir hvað liði und- irbúningi að hafnargerðinni. Sagði hafnarstjóri að nú væri næstum lokið öllum undirbúningsathugun- um á hinu væntanlega hafnar- stæði. Er þar um að ræða dýpi, jarðlög o. þ. h. Uppdrættir þeir, sem lagðir voru fram á fundi hafn arnefndar, voru yfirlitsuppdrætt- ir af þeim hluta sem ætlað er að framkvæmdir hefjist fyrst við, en það er höfn í Vatnagörðum fyrir flutningaskip. Skipulag við byrj- unarframkvæmdir Sundahafnar- innar era nú komnar það langt að búast má við að endanlegir skipu- lagsuppdrættir sjái dagsins ljós nú á næstunni. í sambandi við heildarskipulag það af Reykjavík, sem nú er unn- ið að er ráð fyrir Sundahöfn er ná skal innan frá Vatnagörðum og allt vestur að Kletti, þar sem nú er athafnasvæði Olíuverzl- unar íslands og önnur starfsemi HóteE KEA endurbætt Þann 15. febrúar s. 1. tók Kaup félag Eyfirðinga, aftur við rekstri á Hótel KEA af Brynjólfi Bryn- jólfssyni, veitingamanni sem hafði haft það á leigu í tæp 2 ár. Undanfarið hafa farið fram gagngerðar endurbætur á húsa- kynnum hótelsins, svo sem sett nýtt dansgólf í aðalveitingasal, gangar ag herbergi máluð. Þá eru að hefjast nokkrar breyt ingar á fyrstu hæð hótelsins þar sem nú er Gildaskálinn. Ákveðið hefir verið, að KEA ann ist sjálft um rekstur hótelsins i framtíðinni og 1. apríl s. 1 var Ragnar Ragnarsson frá Reykja- vík, ráðinn hótelstjóri. Ragnar hef ir m. a. starfað sem fulltrúi Þor- valds Guðmundssonar hótelstjóra i Hótel Sögu. Ilótel KEA er nú þegar reiðu- búið að taka á móti gestum !il lengri eða skemmri dvalar cg mun nú sem áður fyrr, er KEÁ annaðist rekstur þess, kappkosta að veit& þeim sem bezta þjónustu. Hólminn girtur af KJ-Reykjavík 16. apríl. Nú eiga álftlrnar ekki að fá að ráða ríkjum í Tjarnar hólmanum um varptímann, og eiga endur on krfur að geta haft hreiður sin þar f frlðl fyr ir álftinnl. Girðing hefur ver- ið sett fremst á bakkann allt í krfng svo álftin kemst ekki upp á hólmann. Viðbrögð álft arinnar við þessum mannanna verkum voru þau að nú er hún farin að hreiðra um sin i Kjartanshólma (syðrl hólman um) og fær vonandi að vera þar f friði með eggln sín þeg ar þar að kemur. Oft hefur verið mikill bardagi á milli andanna og álftanna jm Tjarnarhólmar>n, en nú æiti allt að geta gengið með friði og spekt — álftir og endur að una glaða við sína hólma. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.