Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 2
Halldór Ólason, Gunnarsstöðum: Sunnudaginn 23. júní s.l. var fólk víða um Norður-Þingeyjar- sýslu snemma á fótum. Því nú er búizt í bændaför til Austur- lands. Níutíu manns eru skráð til fararinnar, auk þess þrír bíl- stjórar og fararstjórinn Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur Búnaðar- félags íslands. Undirbúningur er búinn að standa nokkuð lengi yfir og hafa þeir Ragnar Ásgeirs- son og Þórarinn líaraldsson for- maður Búnaðarsambands Norður- Þingeyinga haft með öll þau mál að gera. Ragnar skipulagði ferðlna, réði dagleiðum og ákvað í hvaða sveltir yrði farið, og hvar yrði gist o.sv.frv., og sá um allan undirbúning heima í héraði. En Þórarinn Haraldsson réði bílstjóra samdi um bílaleigu og því um líkt. Um kl. 8 var farið að taka fólk i bílana á Langanesi og á Raufarhöfn, en eitthvað síðar í Kelduhverfi. Bíliinn, sem tók fólk- ið á Langanesi tók líka fólk úr Þistilfirði, og um kl. 9,15 fór sá bíll frá Garðsárbrú. Veðrið var gott, þurrt en sólfar lítið, veður- spá góð, allt benti til þess að ferðin ætlaði að byrja vel. Það var haldið vestur Þistil- fjörðinn og fólk kom í bílinn öðru hverju. Lagt er á Öxar- fjarðarheiðí og haldið áfram, sem leið liggur vestur heiðina. Þegar komið var vestur fyrir Einarsskarð var bjartara yfir, en í Öxarfirði var logn og sólskin og hin fagra sveit í sínum fegursta skrúða. Við Jökulsárbrú voru allir bílarnir komnir saman. Fólkið heilsast og margt af því þarf að kynna sig, það þekkist ekki í sjón, þó í sömu sýslu búi. Bænda- fólk er ekki á ferðalagi á hverjum degi. Nú var haldið af stað og farið gegnum hinn fagra Landsskóg og upp yfir Landsmóa. Nú komum við 'á svæði það sem sandurinn sótti fastast á fyrír um tíu árum. Það er ólíkt að fara hér um eða 1953 þá virtist sandurinn og eyði- leggingin vera hér allsráðandi. En um það leyti fór Sandgræðsla ríkisins að hafa afskipti af land- inu og nú breiðist gróðurinn ört út. Þegar komið var upp að Detti- fossi var farið að fossinum. Hér koma sumir í fyrsta sinn og öll- um þykir fossinn tignarlegur og voldugur. Dvölin við Dettifoss er stutt og nú var haldið að Gríms- stöðum. Grímsstaðabændur standa við túnhliðið og bjóða öllum til stofu. Fólkið skiptir sér á heimilin og þar bíða veitingarnar eftir mönnum. Þó ferðafólkið geri veitingunum góð skil sér lítið á, svo rausnarlega var framborið. Þegar farið var frá Grímsstöðum höfðu átta Hólsfjallabúar bætzt í hópinn, allt úrvals . ferðafélagar. Nú er haldið, sem leið liggur til Jökuldals og brátt er komið austur á Biskupsás, en þar þrýtur Norður land og Austurland tekur við. Fólkið, sem kom úr vel grónum og grösugum sveitum hefur orð á því hvað hér er illa gróið og auðnarlegt. En féð, sem við sjá- um við veginn er fallegt og virð- ist hafa allsnægtir. Er það og á orði að sauðfé verði varla nokkurs staðar á landinu eins þungt og feitt sem á Hólsfjöllum. Vegurinn er allgóður og faríð er nokkuð hratt. Farið er fram- hjá Víðidal og Möðrudal. Einhverj ir fara að tala um Möðrudals- Möngu og hvort hún myndi vera búin að prjóna sokkinn sinn. Ýmsir höfðu or<5 á því við farar- stjórana hvort ekki verði komið við í Möðrudal á heimleiðinni. Þeir lofa engu þar um, en segja að það sé allt undir því komið hvort tími verði til þess er þar að kemur. Nú er ferðafólkið farið að taka tal saman og það sem leiðinni er kunnugt fræðir hitt fólkið um örnefni og fleira. Eftir nokkum tíma er tilkynnt að við séum að koma að eyðibýl- inu Rangalóni. Aldraður maður Haraldur Sigurðsson,-nú búsettur á Melrakkasléttu segist hafa átt Brúin yfir Jökulsá í Lóni. hér heima í æsku og er nú kom- inn á gamalkunnar slóðir, eftir áratuga fjarveru. Þegar komið var að Rangalóni sáum við að þar voru fyrir bílar og margt manna. Þetta var Karlakór Akureyrar að koma úr söngför austan af Austur- landi. Okkur er sagt að fara út úr bilunum, hér verði stutt dvöl. Við heyrum að Áskell söngstjóri fer að hóa mönnum sínum saman og þeir hefja upp söng og syngja tvö lög fyrir okkur. Þeim er þakk- aður söngurinn með dynjandi lófataki. Fararstjórar flokkanna skiptast á kveðjuorðum en síðan er haldið af stað. Eftir nokkurn tíma er komið niður á Jökuldal. Hér er byggð strjál, en búsældarlegt virðist vera hér og oft hafa verið fjármargir stórbændur á Jökuldal. því miður vinnst ekki tími til að kynnast fólkinu, sem hér býr, því enn er langt á leiðarenda. Það er farið yfir Jökulsá á Dal, hjá Fossvöllum, og austur veginn með Fellin á aðra hönd, en Hróarstunguna á hina. Þegar við komum austur að Lagarfljótsbrú voru þar fyrir menn úr stjórn Búnaðarsambands Austurlands til að taka á móti okkur. Nú er farið að ákveða í hvaða gististaði ferðafólkið fari. En það á að gista í Fellum og Fljótsdal. Mörgum þykir fallegt hér en ekki virðist vera búsældar- legt í Fellum og Hróarstungu og bændur þar í sveitum tala um rýrð í sauðfé og létta dilka. Fljóts- dælir hafa meiri afréttarlönd og þar mun vera betra með sauðfé. I Fellum og Hróarstungu er nú að verða éinhver mjólkurfram- leiðsla og er mjólkin flutt til vinnslu í Egilsstaðakauptún. Mánudagurinn 24. júní rennur upp bjartur og fagur. Menn eru árla á fótum, hafa gaman af að sjá sig um á gistístöðum og tala við gestgjafa sína. Víða er verið með framkvæmdir, jarðabætur og húsabætur þó margt vanti til þess að slíkt sé auðvelt. Peninga'r til framkvæmda liggja ekki á lausu og mannafli er víða lítill. Þó allsnemma væri byrjað á því um morguninn að safna fólk- inu saman er liðið mjög á morgun inn þegar farið er úr Egilsstaða- kauptúni. Nú er farið að tala um gististaði og sveitimar, sem gist var í. Allir telja sig hafa hlotið bezta gististaðinn, en þar sem enginn gat sannað sitt mál er því slegið föstu að öllum hafi veríð tekið með ágætum og alls staðar hafi verið gott að vera. Nú er haldið inn Vellina. Okkur eru sýndir bæirnir og sögð nöfn á þeim t.d. Ketilsstaðir sem löng- um hefur verið stórbýli og oft sýslumannssetur. Gömul saga kem ur fram í hugann. Ungur og fram- gjarn sýslumaður bjó hér á Ketils stöðum með ungri og gáfaðrí ráðskonu. Þjóðsagan telur að hún hafi haft ástæður til að ætla að hún yrði sýslumannsfrú.„En önn- ur hlaut þann er ég unna“. Það er gömul saga en þó ný þeim, sem fyrir verður, og getur oft skipt sköpum %rir því fólki er í þá raun ratar. Það er komið inn í Skriðdalinn. Skriðdalurinn er fögur sveit, minnir nokkuð á þingeyska dali. Víða er birkikjarr og fagurt land vel gróið. Fljótlega er komið inn að Breiðdalsheiði og lagt á heið- ina. Hér uppi er þoka á brúnum og ekki bjart yfir. Þegar upp á heiðina kemur er allt í einu kallað: Hreindýr, hreindýr! Jú, þarna eru hreindýr. Bílstjórarnir draga úr ferðinni og ferðafólkið horfir út um gluggana og þarna eru nokkur dýr. Ekki bar mönn- um saman um hvað dýrin voru mörg, sumir sjá þrjú dýr aðrir fleiri allt að níu. Dýrin verða hrædd er þau verða vör við bíl- apa og taka undir sig stökk og eru þar með horfin. Vegurinn á Breiðdalsheiði er allgóður og við erum fljót yfir heiðina. Útsýn er fögur af heiðar- brúninni. Það sést yfir allan Suðurdalinn, sem kallaður er og hinn eiginlega Breiðdal, grösuga, gróna sveit með mikilli byggð. Illa lízt sumum á veginn niður af heiðinni, hann liggur í mörgum krókum á milli klettabelta. Það er lagt af stað niður og ferðin gengur vel. Bílstjórarnir eru ýmsu vanir og allir snildar- menn. Nú er farið léttan niður dalinn og fram hjá mörgum bæj- um. Á sumum bæjunum er fólk úti og veifar til ferðafólksins. Við einn bæinn stendur stór hópur af börnum og veifar í kveðjuskyni. Fólkið í bílunum veifar á móti, en innan stuttrar stundar er þessi fallegi barnahópur að baki og annar bær framundan. Nú var haldið að Heydölum. Hér er myndarlegt að koma. Tvö stórhýsi hafa verið byggð á mel spölkorn frá prestssetrinu, eru það skóli og félagsheimili, og heima við prestssetrið er kirkja í smíð- um. Ilér í Heydölum er margt af fólki fyrir til að taka á móti okkur og við erum leidd að veizlu- borði. Nokkrar ungar og myndar- legar stúlkur ganga um beina. Vonandi helzt sveitinni á þessum mannvænlegu stúlkum og mér finnst ekki vera hægt að bera fram betri ósk til handa sveitinni og hinum ungu stúlkum en þær verði allar húsfreyjur í þessari fögru sveit. Það var ekki staðið lengi við í Heydölum. Nokkrar stuttar ræð- ur voru fluttar og móttökurnar þakkaðar. Það er ákveðið að sumt ferðafólkið gisti í Breiðdal á heimleiðinni og þá fáum við að kynnast Breiðdælingum betur. Nú er haldið út Breiðdalinn og brátt er komið á Berufjarðar- ströijd. Hér virðist landþröngt og landið ekki þjált til ræktunar, grýtt og blautt. Fjöllin eru gróður- laus svo ekki hafa skepnur björg þar. Þrátt fyrir landþrengsli og lítið gróðurland sést hér ekki eyðibýli. Ef til vill hefur fólkið, sem hér býr einíiverja björg úr sjó. Á einum bænum sjáum við mikinn hákarlshjall. Nokkrir fara að tala um hákarl og brennivín og höfðu við orð að kaupa hákarl á heimleiðinni, en lítið mun hafa orðið úr því. Leiðin fyrir Berufjörð er löng og vegur er fremur vondur en eitt- hvað var unnið áð vegabótum þar í sumar. Á nokkrum stöðum var t.d. verið að brúa læki. Það er þoka í hlíðum og ekki fengum við að sjá Búlandstind í þetta sinn. Þegar komið er fyrir Berufjörð er haldið fyrir Hamarsfjörð og farið fram hjá Strýtu þar sem Ríkarður Jónsson listamaður sleit smalaskónum. Við förum um Álftafjörð og okkur er sýndur staðurinn þar sem Þangbrandur á að hafa sungið sína fyrstu messu hér á landi. Þegar lagt var á Lónsheiði var þreytan farin að segja til sín. Margt af eldra fólkinu er orðið þreytt og fer að hafa orð á því, að það, vonaðist eftir, að fara að komast í náttstað. Vegurinn á Lónsheiði er góður og við erum brátt komin upp á heiðina. Þarna á heiðinni mætti okkur hópur manna, voru það Austur- Skaftfellingar, komnir til að taka á móti okkur. Þarna verður, ofurlítil töf. Hver Norður-Þingev- ingur fær í hendur skrifaða áætlun þar sem skýrt er frá hvemig eigi að verja tímanum í Austur-Skaftfellssýslu og hvar hver og einn eigi að gista. Þessi háttur gaf svo góða raun að óg tel það sjálfsagt að taka þennan sið upp í framtíðinni í sambandi við bændaferðir. Fljótlega er komið niður í Lón- ið og okkur eru sögð nöfn á bæ- um t-d. Hvalnes, Stafafell og Hlíð. Það sést ekki vel út á sjó- inn, þó má greina Vigureyju, sem liggur undir Stafafell og er mjög dýrmæt vegna hlunninda. Lónið er ekki stór. sveit en hlý- leg og vinaleg og auðséð að hér býr framkvæmdafólk. Ræktunar- lönd munu hafa verið talin nokk- uð takmörkuð í Lóninu en nú er farið að rækta upp sanda og aura og virðist sú ræktun ætla að tak- ast vel. Ekki fengum við að njóta hins rómaða útsýnis af Almannaskarði. Þungt var í lofti og sýn til fjalla og jökla lítil. Nú var orðið framorðið og mest hugsað um það að koma ferðafólkinu í náttstaði. Mun þó hafa verið orðið nokkuð fram- orðið er þeir síðustu komu í nátt- stað, vestur í Suðursveit, enda höfðu þeir þá ekið hátt á 5. hundr- að km., þennan dag, sumir sem höfðu gist efst á Jökuldal. Þriðju- TÍMINN, fimmtudaglnn 23. apríl 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.