Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 3
 ÞaS hófst í Kaupmannahöfn. Margmilljónerinn Axel Bro- ström frá Svfþjóð leiddi brúði sfna, fyrrverandi nektardans- mey frá Englandi, Anna-Belle að nafni, upp að altarinu í sænsku kirkjunni í Kaupmanna höfn að viðstöddum miklum fljölda blaðamanna frá möirgum löndum. Brúðurin, sem hvað aldri viðvék gat verið dóttir Broströms útgerðarmanns, var klædd f dýrindis föt og skreytt gimsteinum fyrÍT hundruð þús- unda. Og nú er því loldð, Anne- Belle er orðin þreytt á Svíþjóð og þreytt á milljóneranum sín- um — en auðvitað ekki á pen- ingum hans. Það verður því ekkert smávegis, sem Broström verður að greiða í meðgjöf. Meðan Anna-Belle var útgerð- armannsfrú í Gautaborg hafði hún sinn eigin Rolls Royce, stóra og fagra villu og hjarta- lagaða gullsæng! Ungur danskur fréttamaður, Bent Slot að nafni, var nýlega lagður inn á súkrahús í Kaup- mannahöfn vegna magasárs, sem hann hafði fengið vegna alltof mikillar vinnu. Þegar hann var útskrifaður fékk læknirinn honum langan lista með reglum í sambandi við mataræðið í framtíðinni. Þctta varð til þess, að hann fékk skínandi hugmynd. Hon- um datt nefnilega í hug, að það hlyti að vera þörf fyrir matreiðslubók fyrir þá, sem hafa magasár! Svo að hann sett ist niður og skrifaði bókina „Matur fyrir fólk með maga- O---------------------------- sár“, sem kom út í Danmörku nýlega. Hefur hún að geyma uppskriftir yfir 169 ljúffenga rétti, sem allir eru samkvæmt hinum ströngu reglum um matairæði, sem magaveikir menn verða að fara eftir. Eins manns dauði er annars braut, stendur einhvers staðar, og þetta á sérstaklega við um ástina. Spænska prinsessan Mar ia del Pilar hefur yfirgefið heimili sitt á Spáni og farið til Englands, enda er utanför hin sigilda lækning við ástarsorg. Það er enginn annar en Hugo prins af Bourbon og Parma, sem veldur harmi hennar. Maria del Pilar prinsessa hef- ur lengi verið ástfanginn af prinsinum og þegar tilkynning in um trúlofun hans og Irenu Hollandsprinsessu var send út, fékk það svo mjög á hana, afl hún varð að flytjast í sjúkra- hús hið snarasta. Brezka nektarsambandið, sem er mjög fjölmennt, hefur nú birt yfirlýsingu þess efnls, að giftir menn fái því aðeins aðgang að nektamýlendunni svonefndu, að þeir hafl skrif- legt leyfi frá konum sínum. Það hefur nefnilega borið nokk uð mikið á því undanfarið, að dvöl eiginmannsins í nektamý- lendu hafi verið notuð sem skilnaðarorsök. Þegar Maria Callas kom ný- lega inn á hótel eitt í Milano, krafðitt hún þeess að fá 50% afslátt á herbergjaverðinu. — Þið getið í staðinn hækk- að verðið á næstu herbergjun um við það, sem ég fæ — sagði hún. — ;Fólk borgar örugglega með glöðu geði, þegar það fær að vita, að það fær að hlusta á mig syngja ókeypis frá kl. 14 —16 dag hvem! Saratnt Shriver, mágur Kennedys heitins forseta, sem nú stjórnar herferð bandarísku s-tjórnarinnar gegn fátæktinni, hef^ir skorað á Nikita Krúst- jdff að koma í eins konar veð- hlaup við sig. Veðhlaupið er: — hvor þeirra verður fyrri til að útrýma fátækinni í föður- landi sínu. Fyrrverandi heimsmeistari í þungavjgt, Floyd Patterson, sem nú er 29 ára gamall, hef- ur selt 11 herbergja villu sína í Yonkers-hverfinu í New Þ"--------------------------- Linda Veras heitir ungfrúin og mun ensk að uppruna. Hef- ur hún ýmislegt sér til ágætis, t. d. talar hún fjögur tungumál — ensku, frönsku, þýzku ítölsku. Linda er nýbyrjuð í kvik- myndum og telja fróðir menn, að hún hafi góða möguleika á að komast áfram á þeirri braut. Og ef við lítum á MYNDINA af henni, þá ætti flestum að verða Ijóst hvers vegna. i og & York, sem annars er eingöngu hverfi hvítra manna, fyrir rúmlega sex milljónir ísl. kr. Það var ekki vegna þess, að Floyd vantaði peninga. — En sagði hann, — ég verð að flytja héðan. Enginn vill leika V*------------------------------ sér við börnin mín og nágrann arnir hrópa „nigger“ og ,,Sambo“ á eftir þeim, þegar þau koma heim úr skólanum. Svo að kynþáttamisréttið er einnig í fullum blóma meðal „fína fólksins" í New York. v*--------------------- Beatles-æðið gengur yfir flest lönd.og hefur því risið upp fjöldi bítla-hljómsveita í ná- grannalöndunum, og allir herma þeir eftir bítlunum fjór- um, sem komu frá Liverpool. Á MYNÐINNI sjáum við dönsku bítlana, en þeir fóru í frönsku orðabókina og köll- uðu sig síðan „Les Rivals“, sem kalla mætti á íslenzku „Keppi- nautarnir“. Hinir eiginlegu bítl ar koma til Danmerkur í þess- um mánuði og verður þá óvíst, hvort „Les Rivals“ muni reyn ast skæðir keppinautar. „Kjarabætur" íhaldsins Vísir er mikið verkalýðsblalf í gær og telur upp allar hinar mörgu kjarabætur, sem „við- reisnarstjórnin“ hafi veitt landslýðnum, og dugar ekki minna en hei'll dálkur undir afrekaskrána. En þessar „kjara bætur“, eru smáskrítnar, þeg- ar þær eru skoðaðar niður í kjölinn. Skal þetta nú talið eins og Vísir gerir: 1. KJARABÓT: „Tollar voru lækkaðir á þjóðinní 1962, sem spara almenningi a.m.k. 100 millj. króna á hverju ári“, seg- ir Vísir. Já, það var satt, Gunn- ar skartaði oft og lengi með þessa fjöður í hatti á vordög- um 1962 og taldi hana vega á móti alls konar áiögum ríkis- ins. En satt að segja vó ekki tollakjarabótin mikið, því að Þegar hún var tekin í vísitöl- una, dugði hún ekki til að hreyfa vísitölunálina um brot úr stigi til lækkunar, hvað þá meira, Þannig var sú „kjara- bót“ 2. KJARABÓT: „Framlög til húsnæðismála hafa tvöfaidazt“ segir Vísir næst, heldur en ekki sigurglaður. Hvernig lízt húsbyggjendum á? Staðreyndin er sú, að „viðreisnar“-dýrtíðin hefur hækkað byggingakostnað svo gífurlega, að allt húsnæðis málastjórnarlánið dugar ekki lengur fyrir þeirri hækkun, sem orðið hefur, og húsbyggj- andinn væri nú betur settur ef stjórnin hefði afnumið alit op- inbert lán, en haldið dýrtíð- inni í þess stað í skefjum 3. KJARABÓT: „Trygginga- bætur hafa fjórfaldazt' segir Vísir næst. Hvað segir gamla fóikið? Staðreyndin er sú, að daggjöld á elliheimilum hafa hækkað miklu meira en elli- launin, og aldrað fólk er nú miklu verr sett en 1958 með að sjá sér farborða með ellilaun. um. 4. KJARABÓT: „Skatta- breytingin 1961 lækkaði skatta á þjóðinni um hátt á annað hundrað milljónir kr. á ári“, segir Vísir og þykist heldur en ekki slá út trompi. En fólk veit og finnur, hvernig sú skatta- lækkun var. Hún var tilfærsla, þar sem beinir skattair og gjald- eyrisskattar voru IækkaðSr nokkuð, en í staðinn fékk fólk gengisfellingarnar og bráða- birgðasöluskattinn fræga, sem átti aðeins að vera í áir, en er nú enn og hefur verið stór- hækkaður, en alls hafa álögur á þjóðina til ríkisins hækkað úr 800 milljón'um króna i 3000 miLlj. og var það fræga met sett í vetur. 5. KJARABÓT: „Þjóðarfram- leiðslan hefur aukizt 3—4% á ári, og launastéttirnar hafa haldið hlutdeild sinnj i þeirri aukningu“. Þetta er rúsínan í pylsuendanum hjá Vísi, og þarna er líka kjarabót, sem segir sex. Hvað segja hagfræði tölurnar? Á tímabili „Viðreisn- arinnar" hefur kaupgjald hækk að um 55% en dýrtíðin um 84%, en það Þýðir, að kamp hafi lækkað um nær 30% að verðgildi síðan 1958, en liafi þjóðartekjurnar aukizt um 3— 4% á ári, ætti það að hafa hækk að að verðgildi um að minnsta kosti 15% á þessum árum. En það er nú eitthvað annað. Það er einmitt óhrekjanleg stað- reynd, sem al'lir viðurkenna, Framhald á 11. síðu. T í M I N N, föstudagur L maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.