Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 4
Jón M. Bjamason hefur starfað hjá Alþýðusambandi íslands í rúmlega eitt ár og er því vel kunn ugur málum launþeea. Við höfðum tal af honum í tilefni af baráttu- degi verkalýðsins og ræddum við hann um hin ýmsu vandamál í dag. — Hvaða mála verður þér helzt hugsað til á þessum degi verka- lýðsins? — Það eru einkum tvö mál, sem þjóðin hugsar um í dag. Ann að er hin gífurlega aukning dýr- tiðar á öllum sviðum og hitt er húsnæðismálin og öll þau ókjör og erfiðleikar, sem húsnæðislaust fólk á við að etja í tilraunum sín um við að fá afnot af vinunandi húsnæði. — Dýrtíðin í landinu hefur skapazt svo hratt hln síðustu ái vegna þeirrar stjómarstefnu sem rfkisstjórn íhaldsins og Alþýðu flokksins tók upp. Fyrst með geng isfellingunni 1960 og stórkostlegrl vaxtahækkun, sem var óþekkt hér áður og svo með endurtekinni gengisfellingu 1962, sem varð olía í dýrtíðareldinn. Síðan má segja kvæmt allra reynslu, og líka sam- kvæmt athugun opinberra aðila á þessum málum. Þá kemur til annað tveggja, að verða að nokkru leyti að lifa á framfæri sveitar sinnar, — eða að vinna langan vinnudag. Síðari kosturinn er farinn í dag, og dugar það sum um meðan atvinna er næg og hægt að grípa til kvöld-, nætur- 03 helgidagavinnu. — Sumir flokkar í launakerfi opinberra starfsmanna em tvöfalt eða þrefalt hærri en verkamanna launin, miðað við svipaðan vinnu dag. Ekki skal sett út á, að mennta menn hafi sæmileg laun, en það er jafnframt skoðun mín, og ætti að vera ALLRA KRAFA, að lægstu laun fjölskyldu væra miðuð við mannsæmandi afkomu, en ekfei hreina örbirgð. Það er því mál málanna í launamáhim, að á þessu sé ráðin bót. Það er fyrsta skylda ríkisvaldsins og launþega samtakanna að svo verði. — Og hvað um húsnæðismálin? — Húsabraskið er orðið al- gjörlega óþolandi, húsaleiguokur er að verða mikið vandamál og JÓN Lægstu laun verða að hækka — segir Jón M, Bjarnason, starfsmaður AlþýÓusambands ísiands *ð strfð hafl staðið milli kanp- gjalds og verðlags og er endirinn ▼issulega óráðinn. — Hvað vQtu segja um kjðr opinberra starfsmanna? — Opinberir starfsmenn sömdu .4 siðastUðim ári og era þeir samningar þannig, að verkamanna laimin era miðuð við 5. flokk, en flokkamir eru 27. Byrjunarlaunin eru þar 5.650.00 á mánuði, sem nú er orðið nokkuð hærra, eða kr. 6.182.40, miðað við 48 stunda vinnudag. Þama era um laun að ræða, sem ekfei er hægt að láta duga fyrir fjölskyldu, miðað við þá dýrtíð, sem orðin er, sam- Við höfðum tal af Sigurði Jó- hannessyni, verzlunarmanni, á Akureyii í tilefni af 1. maí og ræddum lítillega við hann um kaup og kjðr verzlunarmanna, en Sigurður var m. a. í síðustu samn inganefnd verzlunarmanna. — Við höfum samninga til árs-_ loka 1905 — segir Sigurður, —' og segir í samningnum, að ef almennar og verulegar kauphækk anir verði á samningstímabilinu, þá skuli kaupgj aldsákvæðin endur skoðuð. Hin ört vaxandi dýrtíð hefur að vísu gleypt meira en þá hækkun, sem við hlutum við síð- ustu samninga, en ekki hafa orð- ið neinar veralegar né almennar kauphækkanir á þessu tímabili. Ekki er ennþá útséð um, hvemig fer í sumar, þótt útlit sé fyrir, að kaup ýmissa stétta muni hækka. — Hvað telur þú að verzlunar menn þurfi að leggja aðaláherzlu á í sambandi við kjarasamninga? (Frambald at 11. siðuj. húsnæðisekla þegar orðin raun- veruleg, þó að mikið sé byggt. Þær byggingar, sem mest aðkall- andi er að byggja í stórum stíl, era 2ja og 3ja herbergja íbúðir fyrlr unga fólkið, sem er að stofna helmfli, og fyrir eldra fólkið. Fjölskyldur, sem þurfa mikið hús rými, ea eiga lítið, verða að fá sérstaka lausn með lánnm. Sterk an byggingarsjóð verður að stofna strax, og á hann að veita lán með lágum vðxtum tll langs tíma. Það er nú ein mesta lausn í húsnæðisvandamálunum að svo verði, og einnig hitt, að húsaleig SiGURÐUR an krefjist efeki um helmingslaun anna hjá fjölskyldunni, eins og nú era mörg dæmi um. Það verður að hafa heiðarlegt eftirlit með íbúðarbyggingum, sem gert getur hlutina ódýrari, og komið í veg fyrir allt það prang, sem nú á sér stað á þessu sviði. — Alþýðusambandið á í stór framkvæmdum suður í Ölfusi? — Já, það er hægt að segja. Þar hafa þegar risið á granni 20—30 sumarhús, sem verða ttl- búin í sumar. Þau varða flest eign einstakra félaga. Auk þess hefur allstórt landsvæði verið ræst og vegur lagður. Þá era fyrirhug aðar stórbyggingar Alþýðusam- bandsins sjálfs. Þetta kostar allt milljónatugi og verður erfitt fjár hagslega fyrir Alþýðusambandið. En þetta ber vitni um myndarlega hugsun, enda fyllsta þörf á slfk- um húsum. Alþýðusamtökin þurfa að leysa svo mörg fræðslu- og leiðbeiningarverkefni en til þess vantar samastað. Auk þess vant- ar launþega hvíldarheimili, og mátti ekki biða öllu lengur með að ráðast í þessar framkvæmdir. Það, sem er nytsamlegt og nauð- synlegt fyrir samtíðina, hefur kom izt yfir marga ótrúlega erfiðleika í fjármálum, og svo vona ég að fari hér. — Hvað viltu svo segja að lokum, Jón? — Það er mfn skoðun að við þurfum víða að stokka upp spil- in í innanlandsmálum okkar. Drembnir viðreisnarpostular verða að sjá eðlilega vegi fólks- ins, en ekki bara að glápa eins og fávitar inn í þokubakka og fara með allt fram af bjargbrún- inni. Alþýðuflokkurinn ber í dag þunga ábyrgð á fjármálaörlögum okkar. Hann gat ráðið ferðinni á löggjafarþingi og í ríkisstjórn. Verkin tala í dag. Traust Alþýðu- flokksins er lítið orðið í þjóðar- heildinni, enda alveg öfug mynd af þeim Alþýðuflokki sem barðist í upphafi með Jón Baldvinsson, Harald Guðmundsson, Ólaf Frið- riksson og fleiri í fylkingarbroddi gegn harðsnúnu íhaldi í landi okk- ar. Það sjá allir. — EJ. Dýrtiðitt hefur gfeypt hækkunina — segir Siguróur Jóhannesson, verziunarmaóur Akureyri KJARABÆTUR AN KAUPHÆKKANA? Ræti við Guðmund Björnsson á StöðvarfirSi Alþýðusamband Norðurlands og Austurlands hefur ákveðið að stofna sameiginlega samninga- nefnd fyrir öll verkalýðsfélðgin á þessu svæði, en samningar þar era lausir frá og með 15. maí n. k. Við náðum tali af Guðmundi Bjðmssyni, formanni Verkalýðs- félags Stöðvarfjarðar og stjómar- manns í miðstjóm Alþýðusam- bands fslands og inntum hann eft ir ástandinu fyrir austan og norð- an. — Hvað leggið þið aðaláherzlu á við þessa samningagerð, Guð- mundur? — Við leggjum nú mesta á- herzlu á að kaupmáttur launanna verði tryggður, og svo að ná sem mestum kjarabótum á ýmsan þátt án beinna kauphækkana. Það er einmitt þetta, sem vinnuveitendur og ríkisvaldið hefur legið verka- lýðshreyfingunni hvað mest á hálsi fyrir að gera ekki, svo að þess værl að vænta, að kröfur okkar næðu fram að ganga. Það sem næst verður metið til verðs, og ef við náum engum kjara- bótum á þennan hátt, vegna and stöðu atvinnurekenda, nú, þá verð (Framhaid al 11. síðu). GUÐMUNDUR Tryggja verður kaupmátt luuuu — segir Jónas Guömundsson, verkamaður, Vest- mannaeyjum. Stanzlaus mokafli hefur borizt á land í Vestmannaeyjum undan- famar vikur og hver, sem vettl- ingi getur valdið, vinnur svo að segja dag og nótt í aðgerð. Vlð náðum þó í Jónas Guðmundsson, verkamann í Eyjum, í matartím- anum og spjölluðum lítið eitt við hann í tilefni af 1. maí. — Hvað telur þú efst á baugi innan verkalýðshreyfingarinnar í dag? — Það er auðvitað fyrst og fremst að gera sitt ýtrasta til þeess að afnema þetta ofboðs- lega kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem við höfum haft undanfarin ár og sem verið hefur og er báðum aðilum til skaða. Ég tel, að verðtrygging launanna sé hin skilyrðislausa krafa í þeim efnum. Við verðum að sjá um, að kaupmáttur þeirra launahækkana sem við hljótum hverju sinni, sé tryggður. Það verður aðeins gert með því að binda kaupgjald og verðlag saman, þannig, að þegar verðlagsvísitalan hafi hækkað um vissan stigafjölda þá skuli laun hækka. Þetta ætti að verða ríkis stjórninni visst aðhald til þess að halda verðlaginv niðri, en í dag leyfir hún verðlaginu að þjóta JÓNAS upp úr öllu valdi án þess að lyfta einum fingri gegn þeirri þróun. — AfíUr á móti þarf þessi tengi liður að hafa visst svigrúm, því að stundum koma fyrir hækkanir 4 T f M I N N, föstudagur 1. mai 1964. í » /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.