Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 5
Aiþýðan og velta Borgþór Sigfússon, sjómaður, í Hafnarfirði er ekki myrkur f máli þegar við spyrjum um hans álit á dýrtíðarmálunum: — Hér er allt í kalda koli — segir hann. — Og ef svona heldur áfram, sem lítSll vafi er á, ef núverandi íhaldsstjóm verð ur áfram við völd, þá endar það með því að við verðum að aka peningunum í hjólbörum til þess aið kaupa okkur kartöflupoka. — Hverju eiga launþegar helzt að berjast fyrir í dag? — Efst á baugi innan verka- lýðshreyfingarinnar er að knýja ;fram kjarabætur fyrir þá lægst launuðu. Hækkun sú, sem fékkst í desember s. 1., er löngu horfin í hringiðu verðbólgunnar. Það er því höfuðkrafa okkar í dag, að verðlag og kaupgjald fylgist að. Það er beinlínis þjóðhagsatriði og ætti að verða stjómarvöldunum aðhald til þess að halda verðlag- í verðlaginu, sem ekki eiga að hafa áhrif á kaupgjald. — Hverju öðru ber verkalýðn um að stefna að? — Þegar komið hefur verið á þessum tengilið milli kaupgjalds og yerðlags og kaupmáttur laun- anna þannig tryggður, þá er næsta skrefið stytting vinnutímans án skerðingar launanna. Vegna þeirr ar óheillaþróunar, sem verið hef ur á seinustu árum, þ. e. að verð bólgan hefur á örstuttum tíma rif ið allar kauphækkanir úr hönd- um launþeganna, getur verkamað urinn í dag aðéins séð fyrir sér og fjölskyldu sinni með því að vinna svo og svo mikið í eftir- og næturvinnu. Þetta þarf að breytast Verkamaðurinn á að geta unnið fyrir fjölskyldu sinni með sínum venjulega átta stunda vinnudegi. — Annað er það, að bæði hér í Eyjum og annars staðar á land inu vinna krakkar og unglingar mjög mikið að fiskinum á sumr- in. Þessi barnavinna hefur gengið langt út í öfgar og er til stórs skaða fyrir bömin og einnig fyrir vinnuveitendur. Það er skilyrðis laust alvqrlegt viðfangsefni verka lýðshreyfingarinnar að takmarka vinnu barna og unglinga. — Er eitthvert sérstakt vanda mál, sem launþegar í Vestmanna eyjum þurfa að leysa, Jónas? — Já, við verðum að stefna að því að sama verðlag gildi alls staðar í landinu. Við í Vestmanna eyjum verðum að horfa upp á þá furðulegu staðreynd, að flestar vörur hér eru miklu dýrari en annars staðar í landinu. Skýr- ingin, sem við fáum, er sú, að flutningskostnaðurinn sé svo mik ill, að verð vörunnar hækki af þeim sökum. Kemur okkur dálítið furðulega fyrir sjónir, að hvergi skuli þurfa að flytja vörur á ís- landi nema hingað til Vestmanna- eyja, og verðum við að reyna að útrýma þessu óréttlæti — segir Jónas Guðmundsson í Vestmanna eyjum að lokum. — EJ. á að sameinast af sér hlassinu - segir Borgþór Sigfússon, sjómaóur, Hafnarfirði BORGÞÓR inu niðri. — Fleiri brýn nauðeynjamál? — Já stytting vinnudagsins án þess að skerða launin. Það er mjög brýnt verkefni vegna þeirr ar hreinu vinnuþrælkunar, sem verkamenn á íslandi verða að þola til þess að sjá fyrir fjölskyldu sinni. í þessu sambandi er vinnu- hagræðing stórmál fyrir sig. Hún ætti að geta aukið afköstin á styttrí vinnutíma. Hinn 'langi vinnudagur er algjörlega ófær, frá hvaða sjónarhóli, sem litið er, og aukin vinnuhagræðing gerir kleift að borga sama kaup fyrir styttri tíma. Ættu verkamenn að geta skilað sðmu afköstum á 8 tímum með aukinni vinnuhagræðingu, og þeír geta nú með þrældómi í 12' —14 tíma. — Hvemig er atvinnan í Hafna firði núna? — Það er ágæt atvinna sem stendur vegna góðrar veiði, en gera má ráð fyrir, að hér verði atvinnuleysi í sumar eins og venju lega. Svo að segja allt atvinnulíf hér byggist á sjónum, og þegar engin veíði er þá er heldur eng- in atvinna. — Hvernig er höfnin? — Höfnin hefur algjörlega ver ið vanrækt undanfarið, og er þó sannarlega þörf á miklum fram- kvæmdum þar. Tel ég að þessi van ræksla standi bænum stórlega fyr- ir þrifum. Það er algjör nauð- syn að bæta höfnina verulega þannig, að hér sé hægt að af- greiða kaupskipin. Það myndi skapa Hafnfirðingum. nýja at- vinnumöguleika. En eins og höfn in er í dag, þá er þetta ekki hægt — Hvað hafið þið marga tog- ara? — Vlð höfum víst eina 7 tog- ara. Af þeim eru þrír bundnir í höfn. ’Hinir fjórír munu vera við veiðar. — Er von á einhverjum nýjum atvinnufyrirtækjum hér í Hafnar- firði? — Já, hafin er smíði á síldar- j niðursuðuverksmiðju, sem áætlað er að taki um 100 manns I vinnu. Álaverksmiðja SÍS hóf starfsemi sína fyrir nokkru og einnig útibú Framhald á bls. 6. Tryggingarmálin dviðunandi í dag — segir Dadi Ólafsson, húsgagnabólstrari, Reykjavík Við hringdum vestur á Patreks- fjörð og náðum þar tali af Bjarna H. Finnbogasyni, formanni Verka lýðsfélags Patreksfjarðar, og spjölluðum við hann um ástandið í efnahags- og verkalýðsmálunum í dag. — Það er augljóst mál og öll- um kunnugt, að hið mesta öng- þveiti ríMr í efnahagsmálum þjóð arinnar — segir Bjami. — Það er nauðsynlegt að leíðrétta það misræmi, sem komið er á í kaup- gjaldsmálum og er algjörlega óum flýjanlegt að hinir lægst launuðu fái einhverjar kjarabætur nú í sumar. — Hvað þarf að gera til þess að koma í veg fyrir, að verð- bólga ríMsstjórnarinnar gleypi launahækkunina umsvifalaust í sig? — Kauptrygging er mál mál- anna í þeim efnum. Öllum ætti að vera orðið Ijóst, að launahækk- anir án þess að kaupmáttur þeirra sé tryggður, hafa ekkert gildi. Þá fer um þær eins og þær kaup- hækkanir, sem urðu í desember s. 1. — söluskattar og fleira verða BJARNI Bjarni H. Finnbogason. Patreksfirdi, skorar á laun- þega: Stöndum saman sem einn maður! SJA BLS. 6 Ýmsir Framsóknarmenn innan j launþegasamtakanna hafa mynd- i að félagsskap, þar sem þeir ræða ýmis hagsmunamál launþega, og kallast félagið „Framherji“. Nú- verandi formaður Framherja er Daði Ólafsson, húsgagnabólstrari, og höfðum við tal af honum í sam- bandi við 1. maí. — Hvað telur þú að launþegar þurfi að leggja aðaláherzlu á í dag; Daði? — Við verðum fyrst og fremst og stefna að því að verðtryggja kaupið og hafa þannig eitthvað fast að standa á r- segir Daði. Og ég tel að það sé þjóðhagslegt at- riði, að lægstu laun nái vísitölu útreikningi. Ég skil .vissulega, að menntamenn og iðnaðarmenn, sem ég tilheyri, eiga skilið hærri laun vegna náms síns, en við verðum að stefna að hækkun á launum lægstlaunuðu mannanna, jafnvel þótt það kosti' okkur smávegis í bili. — En það eru ýmis önnur at, riði, sem launþegar verða að leggja mikla áherzlu á. Eitt þeirra eru tryggingarmálin, sem ég tel að séu í óvíðunandi ástandi í dag. Sérstaka áherzlu ber að leggja á lífeyrissjóðina. Eins og þeim er háttað í dag, ,þá er úti- lokað fyrir smærri stéttarfélögin að koma á fót lífeyrissjóði. í þvi sambandi vil ég nefna síendur- tekna tillögu Framsóknarmanna á Alþingi um lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn, sem ég tel að sé ljómandi hugmynd, enda mjög í anda þess, s_em gerist í nágranna- löndunum. Ég tel, að lífeyrissjóð- irnir eigi að gegna tvíþættu hlut- verM. í fyrsta lagi eiga þeir að hjálpa ungu fólM til þess að eign ast eigin íbúð meðan það er 25—85 ára, og síðan, þegar aldurinn fær- ist yfir, eiga þeir að greiða elli- launin. — Okkur ber einnig að stefna að því, að betur sé gert í húsnæð- hækkaðir, og látnir gleypa launa- hækkanirnar í sig og meira en það. Kauptrygging verður því að koma til framkvæmda. — Eru einhver sérmál, sem þið á Patreksfirði viljið fá leiðrétt- ingu á við næstu samninga? — Já, það eru t.d. sjúkrabæt- urnar. Lögin um veiMndadaga eru þannig í dag, að þau ná einung- is til hluta launþeganna, m. a. vegna þess að þeir verða að vinna hjá sama atvinnurekanda í eitt ár til þess að fá þá. Þetta viljum við reyna að lagfæra. — Hvaða álit hefur þú á stofn- un hins fyrirhugaða Verkamanna sambands? — Ég tel það að mörgu leyti varhugavert, því að við höfum að mínu áliti annars konar sambönd, ismálum en nú er raun á, og hlýt- ur takmarMð að vera að sérhver geti eignazt eigið húsnæði. Einn- ig tel ég, að mikilsvert atriði sé að koma á ákvæðisvinnu, þar sem hægt er að koma henni við. — Eru einhver sérstök baráttu- mál ykkar iðnaðarmanna? — Það er eitt atriði, sem að vísu snertir ekki einungis okk- ur, heldur einnig verkamenn og aðra launþega, og það er aukin vinnuhagræðing og aukin fram- haldsmenntun. Við verðum að stefna að því að stytta vinnudag- inn og auka afköstin, án þess að bæta við nýju vinnuafli. Ég tel mjög þýðingarmikið, að t. d. iðn- aðarmenn fái meira tækifæri til þess að fá aukna menntun, m. a. með námskeiðum, sem gerir þá færari í starfinu og eykur bæði vinnuhagræðinguna og afköstin til góðs fyrir alla. — Ég tel því, — segir Daði að lokum, — að okkur beri að stefna að þeim málum, sem ég lief nefnt, og skapa þannig traustan grund- völl. Á þeim grundvelli eigum við síðan að halda sókninni fyrir bætt um lífskjörum áfram. — EJ. þ. e. fjórðungssamböndin, sem koma í stað slíks verkamannasam bands. í fjórðungssamböndunum hafa litlu félögin einnig nokkuð vald, og ef hentugt þykir að hafa samninganefnd fyrir allt landið, þá geta fjórðungssamböndin sleg ið sér saman í landsnefnd. En í verkamannasambandinu myndu litlu félögin missa öll áhrif, því að stærstu félögin myndu raun- verulega ráða öllu. — En í samningunum í sumar er þýðingarmest að allir standi einhuga saman og að fyrst og fremst verði stefnt að hækkun á kaupi hinna lægst launuðu og að kaupmáttur launanna verði tryggður — segir Bjarni H. Finn- bogason að lokum. — EJ. T í M I N N, föstodagur 1. ma( 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.