Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 7
f- r r- Lengl var þess beSlí að komast út aS Surtl og loks var róisS af stað ktakkan að ganga sex kvCMið fjiir somardagbm fyrsta. Mb. Haraldur skreiC úr hðfn- lnni og veltist út fyrir klettana. Þar er sjaldan dauOur sjór. Gísli Gestsson, ljósmyndarl og Svíamir fóru að bjarga myndatækjum sín um af dekkinu. Þetta voru tveir sænskir blaðamenn frá Malmö, tygjaðir miklum vélbúnaði og flðggum til aö stinga niður á Surti. Flöggin voru gul með svo- íelldri áletrun: NU HARI Gísli hafði meðferðis öflugan þrífót til að standa undir myndatöku, og þeir voru að ljúka við að troða honum undir borðið frammí, þeg ar Haraldur renndi fyrir Yzta- klett og hætti að velta. Viö vorum átta farþegar með Haraldi, Svíamir, Amerikani, strák ur úr verinu, Ási í Bæ, Albert Jónasson bílstjóri á Hreyfli, Gfsli og undirritaður. Gústaf Sigjóns- son, skipstjóri, hélt um stjómvöl- inn og Ólafur stýrimaður Þórðar- son var að gefa okkur kaffl. Þeir höfðu lofað að kynna okkur fyrir Surti, karlinum. Svíamir mændu upp í klettana og tóku myndir. Við bentum þeim á Dufþekju og sögðum, að þar hefðu tugir manna farizt við fugla tekju. Ási I Bæ staðfestl, aö þeir Suöurey, þá Hellisey og Súlnasker í fjarska. Surtur við hafsbrún og rótaði sér ekki. Það var norðan- kaldi, en logn á dekkinu því Gúst af jók ferðina suður. — Þama norðan á Álfsey heitir Þjófanef, sagði hann og benti. Þar fóm Fransmenn upp til að stela kindum, þegar þeir voru á dugg- um hér við Eyjar. — Maður var hræddur við Fransmenn, þegar maður var strákur, sagði Gústaf. Alltaf þegar maður sá skrýtna duggu, þá hljóp maður til bæjar. Við héldum að allar skrýtnar dugg ur væru franskar. Vlð mauluðum harðfisk og héld um áfram að tala um Fransmenn ina. Þetta er viðsjárverð þjóð og sýndi það í haust þegar þrír knallharðir náungar frá Paris Match lögðu frá Heimaey án þess menn vissu og lentu við Surt og stigu á hann fyrstír og flögguðu þar. Slíkt voru ódæmi. Svíamir vildu ekki harðfiskinn okkar og Ameríkaninn var jafn genverðugur á þá fæðu. Þetta var smáskorinn harðfiskur úr kjörbúðinni. Við smjöttuðum á honum og fleygðum roðinu út um brúargluggana. Surtur var fyrir stafni, hár, dðkkyrjóttur og breiður um síg. Krðpp fjaran svört og slétt og braut á henni. Gísli stóð í stafni Breiddi lit sinn á hafið og himinjnn. umarnóttin fyrsta hjá URTI hefðu verið fjörutíu og tveir eða þrír. Sagt var að forynja hefðist við í Dufþekju og önnur við Jðk- ulsá á Sólheimasandl. Þær fyrir- komu mðnmun til skiptis svo ekki hallaðist á. Svíunum þótti mikið til þess koma og tóku myndir af Dufþekju. ólafur sagði, að þeir skyldu mynda gatið i Eminum þegar við færum fyrir hann, og Svíamir beindu tólum sinum að þessum götuga drangi, sem Vest- maoneyingar kaiia Om. — Það eru margir skrýtnir prófflar í klettunum, sagði Ólaf- ur, margir kallar sem maður þekk ir, ef maður er naskur á það. En snmir sjá ekM neitt og segja — þetta er bara grjót Við fórum að tala um einn kalHnn, rétt hjá Hananum og Hænunni, hvað hann væri líkur Foster sáluga Dulles utanríldsráðherra. Framundan á bakborða voru Álfsey, Brandur og með kvikmyndavélina og beindi henni ýmisst að Surti eða mann skapnum, sem starði á þetta ey- land og tók myndir af því. — Við lendum ekki héma meg- in, sag® Gústaf. ólafur samsinnti: — ólendandi. Ameríkaninn kom auga á fót spor, sem lágu upp úr viki milli öskuhóla. — Footprints! sagði Ameríkan- inn. Við lónuðum suður með vestm'- ströndinni og skoðuðum hana. Sjórinn klappaði henni alls staðar. Gústaf sagði, að kanturinn væri snarbrattur og við mimdum hvolfa skektunni, ef við reynd- um að lenda. Hann sagðist vera búinn að fá nóg af því. — Eg neita að fara upp og hvolfa, sagði Gústaf. Það er nóg komið af vitleysunni. Surtur fyrir stafnií (Ljósmyndir:Tíminn) Var skall vi gi i landT spurðu Svíamir. — Nu skall vi se, sagði ÁsL Og skyndilega sáum við gufu- mekki stíga upp úr sjónum. Þétt ir bólstrar hnykluðust upp við svarta hraunbrúnina, sem kom í ljós á bakborða. Þeir spruttu eins og sveppir í flæðarmálinu og ullu upp í kvöldloftið. Báturinn hertl skrið suður fyrir unz gigurinn blasti við hátt á hraunbungunni í faðmi ðskufjall- anna, skeifur með gapandi skolt- um og rak út úr sér glóandi tung una. Heitur þefur barst að vitum okkar. Svíamir tóku myndir. Am eríkaninn horfði stjarfur á rauða slefuna, sem rann úr munnvikinu á Surti. Hann mátti ekká mæla og hendumar héngu niður með síð- unum. Svartur nýnuminn hraun taumur lá niður úr kríkanum að vestan og gufaði mest þar vði sjó- inn. — Hann hefur gubbað þessu í nótt, sagði Ólafur. Við héldum fram með hraun- breiðunni og sáum í henni gul- grænan lit, eins og mosa. — Hér brjótum við skektuna, sagði Gústaf og sneri bátnum aft ur vestur að krikanum. Hann sló af vélinni. Ási tók stýrið. — Skall vi gá? spurðu Sví- amir. — Dom skall titta pá det, sagði Ási. ólafur og Gústav létu skekt- una í sjóinn. Gústaf settist undir árar, ólafiu- í stafni, við Albert fórum aftur í. Svíamir horfðu á eftir oklcur. Við remm að hraun- brúninni, þar sem gufubólstram- ir Jmykluðust og sáum loftbólur stíga upp úr sjónum. — Eg fer ekki að fcrjóta þetta hom á lirauninu, sagði Gústaf. Hann sneri bátnum vestur í krik ann og Ólafur horfði á sogið í fjörunni. Þeir hristu höfuðin. — Hver kemur þarna? hrópaði Albert. Sem ég er lifandi er það hann nafni minn. Við horfðum austur með hraun- brúninni, og mikið rétt, þar kom skip öslandi og stefndi að okkur, varðskipið Albert. — Gott, sagði Gústaf. Við lát- um þá mæla sogið. Þeir hafa bát, sem hægt er að lenda hér. Varðskipið var komið upp að riðunni á Haraldfc-þegar við stig um um borð. Þeír höfðu verið að leita að nýjum standi, þar sem Herjólfur og fleiri sáu gosmökk héma fyrir vestan. Skipstjórinn rak hausinn út um brúarglugga og Gústaf kallaði til hans, hvort hann væri með bát, sem hægt væri að lenda þar. Skipstjóri sagð ist hafa nóga báta. — Viltu lána okkur bát? spurði Gústaf. Skipstjórinn sagöist ekki lána bát til óþarfa. Hann bauðst til að mæla sogið, fór lnn á átta faðma og virtist næstum uppi í fjömnni. Við sáum hann bakka jút og heyrð um hann kalla, að sogið væri tíu metrar, ölduhæð nálega metri. Skömmu síðar flautaði hann og hvarf fyrir eyna. Þetta var útskýrt fyrir fulltrú- um erlendra ríkja um borð. — I must go, sagði Amerfkan- inn. Það var sársaukí í röddinni. I ean swim, bætti hann við. — Við róum með strákana og lofum þeim að komast eins nærri og hægt er, sagði Gústaf. Þeir leystu bátinn og rera með Gísla og Ameríkanann og komu aftur og rem með Svíana. Þeir héldu á flöggunum sínum. Gígurinn bærði ekki á sér þessa stundina. Við lónuðum austur með hrauninu, þegar allir höfðu farið í skekktunni. Amerfkaninn var súr. Hann sagðist hafa komið hing að til að fara í land og talaði um að stinga sér fyrir borð. — There will be no swimming here, sagði Ási. Skyndilega rak gígurinn út úr sér tunguna og teygði hana langt upp fyrir hraunflipann. — Nú kemur það! hrópaði Gústaf. — Det Sr pS vag! kölluðu Sví- armr. Yes, oh, yes . . . yeaaaa! It is marvellous, I love it! Gígurinn færðist í aukana og spjó hvítglóandi hraunkviku hærra og hærra með þungum dun- nm, upp fyrir efstu brúnir fjalls- ins. Hitan lagði á móti okkur og rauðum bjarma sló á sjóinn. Gló- andi veggur byrjaði að hlaðast upp, og skyndilega, eins og hendi væri veifað, brauzt hann fram, hljóp hálfa leið vestur í krikann, staðnæmdist, brauzt aftur fram, alla leið. Himinhár gufumökkur sté upp úr sjónum. Við sáum glóandi flyksur hend ast upp úr vatnsskorpunni. Síðan kom hver hraunbylgjan af annarri og mnnu með boðaföllum eins og gullfljót, unz mökkurinn byrgði sýn. Gústaf gaf fullt inn vesturmeð. Mökkurinn reis eins og veggur, hnyklaðist eins og risavaxnir mjólkurgerlar, stóð beinn fyrir norðanáttinni. Hraunelfan kom aftur í ljós. -r- Nú fæ ég skot ársins, sagðl Gísli. — Svona fer drottinn að því, sagði Ási í Bæ. Svíamir skutu stanzlaust af myndavélum sínum. Ameríkaninn horfði stjarfur, og það var kyn- legur glampi í augum hans. Svo var eins og slaknaði á honum, kjálkamir sigu, munnurinn opn- aðist. Hann ók sér í herðunum og settist. Gústaf rólaði frá. Við sáum hvíta stróka taka sig út úr mekkínum niður við sjó, snarsnúast og tevgja sig hátt í loft, eins og ullarkembur Ný hrauntunga var að renna frá gígnum. Sjórinn var eldrauður. Og í nóttinni var Surtur eins og háls- höggvinn líkami, sem lagði svarta hramma á sjóinn, en blóðið gaus úr strjúpanum, rann niður um hann og breiddi lit sinn á haf ið og himininn. Baldur Óskarsson. T i M I N N, föstudagur 1. raai 1964. — Z.i I \ r l l- i'l 't ■ 1 «r f J’!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.