Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 8
MINNING Kristín Jónsdóttir Bakka, Svarfaðardal Á morgun verður til moldar bor in að Tjörn í Svarfaðardal ein af hínum veigamiklu húsfreyjum þeirrar sveitar frá fyrstu áratug um aldarinnar. Það er gamla hús freyjan á Bakka, Kristín Jóns- dóttir, sem nú kveður sveit sína og samfylgdarlið eftir mikla og annasama starfsævi. Hún var fædd að Jarðbrú þar í sveit 16. okt. 1868, og hafði því meir en hálfnað 96. árið, er hún blaut vistaskiptin þann 22. f. m. Mun hún þá hafa átt flest ár að baki allra sveitunga sinna. Þó hef ir hún sennilega fæsta daga æv- innar lagzt óþreytt til hvílu að kveldi. Voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Solveig Sveinsdóttir, búandi hjón á Jarðbrú um ára- tugi. Var Jón f. að Gröf 1831, sonur Jóns bónda þar og síðast í Sælu, Jónssonar, og Sigríðar Bjarnadóttur bónda að Grund Þor geirssonar. En Sólveig var f. 1834 að Sundi í Grýtubakkahreppi, dótt ir Sveins bónda þar Jónssonar og konu hans, Sigurbjargar Jóns- dóttur, en móðir hennar var svarf dælsk. Var Jón á Jarðbrú greindur karl, spaugsamur og glaðsinna, og Sólveig tápkona. Og hjá foreldr um sínum ólst Kristín upp. Kristín Jónsdóttir giftist vorið 1891, Vilhjálmi Einarssyni, Bárð- dælingi, f. í Svartárkoti 1863, d. á Bakka 1933. Hefir hún síðan dvalið að Bakka hjá Þór syni sínum og konu hans. Þau Kristín og Vilhjálmur hófu búskap á Bakka vorið 1905, og bjuggu þar síðan alla ævi, höfðu áður búið um árabil á minna jarð næði, bæði í Svarfaðai-dal og inni í Krælingahlíð, en settust nú á landmikla jörð og vel í sveit setta. Og þar gerðu þau garð kunnan. Vilhjálmur Einarsson var hug- sjónamaður og frábær atorkumað ur, stórbrotinn í eðli og skörung ur að allri gerð, skapríkur og gustmikill framan af ævi og stund um allhvasst í kringum hann. En hann var tilfinningaríkur maður og átti viðkvæma lund og hjarta á réttum stað, þegar á reyndi. Og hamingjudrjúgt reyndist það hon- um að fá slíkrar konu sem Kristín var. Því að hún var eigi aðeins gjörvileg greindarkona, heldur og frábær gæðakona, geðprúð og glaðvær, sterkbyggð og traust kona, sem engin hretviðri eða sviptibyljir högguðu. Hún var hin sívökula og sístarfandi húsfreyja, mikilvirk og velvirk og góð móðir. Og það vissu allir kunnugir, að bóndi hennar virti hana mikils, og dáði sálarþrek hennar og mann kosti, og því meir sem lengur leið á sambúð þeirra. Búskapur þeirra Kristínar og Vilhjálms á Bakka gerðist brátt umfangsmikill. Húsbóndinn tók upp ýmsa nýbreytni í búskapar- háttum og fór sínar götur, gerð- ist forustumaður þar á ýmsum sviðum, var stórtækur við jarð- rækt og uppbyggingu ábúðarjarð- ar sinnar og umsvifamikill í fé- lagsmálum sveitunga sinna og framfaramálum, sem þá voru efst á baugi og mikið valt á að fram gengju svo sem margs konar úr- ræði samvinnunnar til eflingar al- mennri hagsæld og menningu. Og hvarvetna munaði mikið um lið hans. En innanhúss gætti hin heimilis rækna húsfreyja bús og sístækk- andi barnahóps, og annaðist þarf ir hins margmenna og gestrisna heimilis með mestu prýði. Og bæði höfðu þau hjónin mikla ánægju af gestum og glaðværð, og stofnuðu þá jafnvel til gleð- skapar með ungu fólki á heimili sínu. Þannig munu þau hafa átt upptök að gleðimóti, eins konar uppskeruhátíð, þegar heyskap var lokið að sumri, og nefndu slægj- ur, eða „slægnaball". „Töðugjöld“ voru að vísu gömul og gróin venja, er hirðingu töðunnar var lokið. En þau voru aðeins daga- munur í mat, og kannski eitthvað lengri miðdegishvíld þann daginn en venjulega. Og svipað mátti segja um „slægnakaffi‘“, þegar heyskap var lokið, sem þó var ekki alls staðar. En þau Bakka- hjón sameinuðu þetta og gerðu úr eina samkomu við heyskaparlokin. Þá fylltu þau stundum bæ sinn af ungu fólki, sem dansaði og söng og fagnaði unnum sigri af hjartans lyst. Minnist ég þess nú með þakklátum hug, er við ungir menn lögðum í hálfófæra Svarf- aðardalsá, til þess að geta þegið boð Bakkahjóna á slíka uppskeru hátíð, fyrir liálfum sjötta áratug. Þá var kátt á hjalla, mikið dans- að og sungið, húsfreyjan bros- mild og veitul og húsbóndinn hrók ur alls fagnaðar, flutti eldheita hvatningaræðu og vildi helzt að sunginn væri ættjarðarsöngur og eggjunarljóð, eftir hvern dans. Nú rnun „Slægnaballið" ekki lengur fyrirtæki eins heimilis, heldur sameiginlegur fagnaður margra. Sá sem nú horfir yfir sveitina og minnist fyrri tíma má vissu- lega undrast og dá þær framfar- ir, sem þar hafa orðið í ræktún og húsakosti jarðanna. Það er skýr asta sönnunin fyrir því, að bænd ur hafa ekki legið á liði sínu. Og þar er Bakki í fremstu röð og hefir lengi verið. Enda hefir son- urinn fært út kvíar og búið þar stórbúi um áratugi. En „bónd-i er bústólpi, bú er landsstólpi. Því skal hann virður vel.“ Slíkt skyldi djúpt grópað í hug skot allra þeirra, sem málefnum þjóðarinnar stjórna á hverri tíð. Þau Bakkahjón eignuðust 12 börn og komust 8 þeirra til full- orðinsára, hið mesta myndar og dugnaðarfólk, og munu afkomend- urnir nú vera 107 talsins. Að svo mæltu kveð ég gömlu húsfreyjuna með þakkarhug og blessunaróskum og sendi öllum vandamönnum hennar einlægar samúðarkveðjur Sn.S. Guðmmdur Kristjúnsson Voðmúlastöðum Sumardagurinn fyrsti rann upp, bjartur og fagur. Farfuglar, ný- komnir frá suðlægum löndum fylltu loftið háværum söng, cg frá útvarpstækinu hljómuðu vor- og sumarlögin. Mitt í þessari fagn aðarhljómkviðu hins nýbyrjaða sumars var mér færð sú fregn, að Guðmundur Kristjánsson á Voð- múlastöðum hefðilátizt þá um morg uninn- Enda þótt sú fregn kæmi mér alls ekki á óvart, fannst mér dimmum skugga bregða yfir birtu dagsins, og fögnuðurinn yfir sum- arkomunni blandaðist tómleika- kennd. Og á morgun er Guðmundur lagður til hinztu hvíldar í kirkju- garðinum á Voðmúlastöðum. Hér verður ekki langt mál ritað; að- eins örfá kveðjuorð. Ekki mun ég hætta rnér út í ættfræðiupptalning ar, enda ámóta sjcussi í þeirri fræðigrein sem flestum öðrum. Ekki þarf að binda eftirmælum þessum þungan bagga með upptaln ingu á embættum og vegtyllum. En Guðmundur átti í ríkum mæli það sem hærra verður skrifað en margar vegtyllur á veraldarvísu Það var barnslegt sakieysi, hrekk- leysi og góðvild til allra manna. Og víst er um það, að þegar Guð mundur fer nú yfir landmærin miklu, þá hefur hann í veganesti hlýhug allra þeirra mörgu sem til hans þekktu. Og myndum við ekki fiest óska þess að geta haft með okkur svo dýrmætan sjóð, er við leggjum upp í okkar síðust j göngu? Guðmundur átti við heilsuleysi að stríða alla ævi, og mörg -,íð- ustu árin var hann að mestu ó- vinnufær. En sterkur vilji tii starfa var óbugaður fram á síð ustu stund, enda þótt sá vilji yrð; að l«ta í lægra haldi fyrir líkam legri kröm. Eins og nærri má geta af framansögðu, fannst Guð- mundi tíminn iengi að líða, og ofi stytti hann sér stundir með því að heimsækja vini og kunningja. Var þá oft brugðið á létt hjal, enda Guðmundur glaðvær að eðlisfari. Og það ætla ég, að oft hafi Guð- mundi verið léttara sinni er hann fór frá garði vina sinna, cn þegar hann kom. Með sumarkomunni vaknar allt til lífsins, óg nú þegar vetrarmyrkr inu er aflétt, göngum við út í vax andi önn og starf. Það gerir Guð- mundur nú einnig þó í annarriveru sé- Hann gengur nú inn í nóttlausa voraldar veröld, til að starfa Guðs um geim, þegar aflétt er skuggum iangvarandi heilsuleysis. Mitt í söknuði okkar samfögnum við hon um við gönguna inn í eilifa sttmar- h'1 ð. og þökkum honurn -amver- una. Kunningi. í Reykjavík — Freyjugötu 41 (Inngangur frá Mímisvegi) Sýning á verkefnum nemenda verður opnuð á laug ardag 2. maí n.k. í húsakynnum skólans, Ásmund- arsal. Opið á laugardag og sunnudag frá kl. 2—10 e.h. Mánudag frá kl. 6—10 e.h. Allir velkomnir. — Aðgangur ókeypis. Skégræktarferð til Noregs Á vegum Skógræktarfélags fslands verður efnt til skógræktarferðar til Noregs i sumar. Farið verð- ur með flugvél 5. ágúst og dvalið í Noregi við skógræktarstörf til 20. ágúst. Þátttökugjald verð- ur kr. 4.500,00 á mann. Skógræktarfélag Reykjavíkur á kost á því að senda 8 þátttakendur. Félagsmenn sem hafa áhuga á þátttöku, sendi umsókpir til Skógræktarfélags Reykjavíkur Foss^ogsbletti 1, fyrir 15. maí n.k. Skógræktarfélag Reykjavíkur Nauðungaruppboð verður haldið eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. í Tollskýlinu á hafnarbakkanum hér í borg, þriðjudaginn 5. maí n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða ýmsar vörur til lúkningar aðflutn- ingsgjöldum svo og alls konar vörur, sem gerð- ar hafa verið upptækar af tollgæzlunni í Reykja- vík. Enn fremur verða seld húsgögn, skrifstofu- áhöld o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Höfum opnað að Undargötu 9 RÁÐLEGGINGARSTÖÐ UM FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR OG HJÚSKAPARMÁL Tilgangur stöðvarinnar er m. a.: 1) að stuðla að farsælu fjölskyldulífi og vinna gegn fátækt, heilsuleysi, basli og brostnum vonum, sem of örar, margar og, ótímabærar fæðingar geta leitt af sér með því að sjá eldri sem yngri konum fyrir áreiðanlegum frjóvg- unarvörnum; 2) að stuðla að farsælu hjónalífi með fræðslu- starfi í félagi við Félagsmálastofnunina um fjölskyldu- og hjúskaparmál og starfrækslu sáttaþjónustu vegna hjúskaparvandamála. Læknirinn og aðstoðarkona hans eru til viðtals um frjóvgunarvarnir á annarri hæð að Lindar götu 9 alla mánudaga kl. 4—6 e.h. FELAGSMÁLASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624 8 T f M I N N, föstudagur 1. mai 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.