Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 23

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 23
SMJÖRVATNSHEIÐI Framliald á bls. 18. og slóðarlaus, þrátt fyrir mikla umferð áður fyrr. Hafa menn far- ið þar svo víða, að aldrei hefur myndazt hestaslóð. Sýnir það, að ekki þarf leiðar að leita. Hvergi sjá menn í „sól á ein- um hóli“ fegurstu fjöl) landsins, Herðubreið og Dyrfjöll, nema þar. Og væri vegurinn lagður þarna mundu margir forvitnast um úti- leguminjar Svarts í Svartsfelli, frá því um 940. Ekki vil ég mæla á móti neinni vegalagningu í þessu landi, fátt er þarfsamlegra en veg- irnir. En ef menn halda það, að beztu vegastæði séu ekki fyrir vegi, þá leiðréttist sá misskilning- ur fljótt af sjálfu sér. Um þörfina á veginum þarf ekki að ræða, og sagan segir okkur það, að frá því að Smjörvalnsheiði var fær á sumrin, lá um hana nálega öll um- ferð milli Vopnafjarðar og Héraðs. Svo mun enn fara, ef vegurinn kemur, þótt hann liggi nú nokkuð innar, en ofan að Fossvöllum, þar sem fara verður yfir Jökulsá á brúnni. Bcnettíkt Gíslason frá Hofteigi. BIRT VAR ÞAÐ . . . Framhald á bls. 18. og tónverk. En ef það þætti ekki nóg, sem vinsældir verkanna drægju í sjóði höfunda sinna, mætti hafa það í launa stað að létta tekjuskatti af þeim nytja- mönnum, sem vinsældir sýna að þjóðin vill láta f amleiða handa sér listaverk. Sérfræðingar hinna ýmsu isma gætu séð um áróður fyrir áliti og tekjum handa þeim, sem þjóðin þætti ekki hafa vit á að meta og væri fróðlegt að sjá hvor flokkurinn stæðist betur dóm sögunnar er fram liðu stund ir. Þeir listamenn, þótt góðir væru, sem enga eða mjög fáa geta feng- ið til að njóta verka sinna verða að sitja að þeim sjálfir og fórna þeim þ\d sem fórna vilja allt þar til þeir hafa ræktað upp smekk fyrir list sinni hverrar tegundar, sem hún er. Sigurður Jónsson frá Brún. ÓPERA Framhaid af 24. síðu. son, leikari, og Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi búið til flutnings og stjórnar Lárus flutningnum. Gestir á hátíðinni verða Vladi- mir Asjkenazy, sem kemur fran á tónleikum með Kristni Hallssyni og söngkonan Ruth Little, sem heldur sérstakt 'ljóðakvöld og syngur m. a. íslenzk lög. Um fram kvæmd hátíðarinnar er höfð náin samvinna við marga aðila, m. a. Ríkisútvarpið og Sinfóníuhljómsv., Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavík ur, Tilraunaleikhúsið Grímu, Mus- ica Nova og Pétur Pétursson. Há- tíðinni muii' Ijúka með samkomu í Hótel Sögu, föstudaginn 19. maí, en þar flytur aðalræðuna Tómas skáld Guðmundsson. Framkvæmdastjóri Listahátíc- arinnar er Ragnar Jónsson, forstj en þau félög, sem eru meðlimir í Bandalagi ísl. listamanna eru. Arkitektafélag íslands, Félag í?) leikara, Félag ísl. listdansara, Fél. 1*1. myndlistarmanna, Fél. ísl. tón listarmanna, Rithöfundasamband fslands og Tónskáldafélag íslands. VAKAÐ í SURTSEY Framhald af 12. síðu. töku. Ósvaldur kvikmyndaði m. a. hóp af vöskum sjóenönr um, þar sem þeir ganga á land í Surtsey ásamt Gústdf skipstjóra á Haraldi, sem flest ar ferðir hefur farið að Surls ey. Þeir Ósvaldur, Ævar ogBurf voru svo á eynni í nótt, og komu svo til Vestmannaeyia aftur í dag, eftir vel heppnaða för. Burt hélt dagbók á meðnn hann var í eynni, og hefur Tím inn fengið leyfi hans til að birta eitthvað úr henni, seinna meir LEIÐARALESTUR Framhald at 2 síðu. Jónsson, Sigurður Bjarnason og Þórarinn Þórarinsson. — Eysteinn sagði m. a. að Sjálfstæðisflokkur- inn myndi eflaust ekki hafa fall- izt á þessa nýbreytni, ef það hefði verið Framsóknarflokkurinn, sem hefði gefið út 2 dagblöð í Reykja- vík en Sjálfstæðisflokkurinn eitt. Hann kvaðst þó fylgjandi því, þótt greinilega hallaðist á um jafnrétti flokkanna, að haldið yrði áfram að greina frá efni ritstjórnargreina dagblaðanna. Þórarinn Þórarins- son sagði vart hugsanlegt að hafa annan hátt á en á væri hafður, ef binda ætti lesturinn við ritstjórn- argreinar dagblaðanna. Ef miða ætti þetta við flokkana yrði að taka þáttinn upp með því sniði að úthluta flokkunum ákveðnum tíma hverjum til að gera grein fyrir skoðunum sínum. Þá taldi Þórar- inn, að ef framhald yrði á þessum þætti, þá væri eðlilegt að einnig yrði sagt frá leiðurum vikublað- anna og landsbyggðarblaðanna og mætti t. d. lesa það á mánudögum. F.Í.B. (Framhald af 1.4. síðu). ur félagið því sótt um lóð, til borg- aryfirvalda, fyrir innan Elliðaár. Er ætlunin að komið verði á skyndiþjónustu fyrir félagsmenn bæði sumar og vetur á hinuim þé*t - býlustu stöðum, og þá fyrst og fremst í Reykjavík og nágrenni. í byrjun starfsár var félagatal- an 2620, en í lok þess 4.200, nem- ur aukningin um 60% og mun vera sú mesta, sem orðið hefur á einu ári frá stofnun félagsins. Aðaístjórn félagsins skipa nú, — Arinbjörn Kolbeinsson formaðu’', Magnús Höskuldsson ritari, og Valdimar J. Magnússon gjaldkeri. Meðstjórnendur eru verkfræðing-! arnir Gísli Hermannsson og Hauk- i ur Pétursson. Framkvæmdastjóri \ er Magnús H. Valdimarsson- Fyrirlestur um kransæðastíflu DR. PAUL DUDLEY WHITE írá Boston, Bandaríkjunum, flytur fyr- irlestur í boði læknadeildar Há- skóla íslands mánudaginn 4. maí kl. 8,30 e. h. í hátíðasal háskólans. Efni fyrirlestursins er ,,Kransæða sjúkdómar í hinum ýmsu löndum heims“. Dr. Paul Dudley White er einn af kunnustu sérfræðingum heims í rannsóknum á og lækningum hjartasjúkdóma. Lengst af hefur hann starfað við Harvard Medica! School og verið forstöðumaður hjartalækninga á Massachusetts General Hospital í Boston, Banda- ríkjunum. Hann var einn af braut- Valur - Vík. 6:0 f GÆRKVÖLDI mættust f Rvík. urmótinu í knattspyrnu Valur og Víkingur. Valsmenn unnu leikinn með miklum yfirburðum, skoruðu 6 mörk, en Víking tókst aldrei að skora. — Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og þótt Val tækist að skora tvö mörk fyrir hlé, gefur það alls ekki rétta hugmynd um gang leiksins í fyrri hálfleik, því Víkingar áttu þrjú hættuleg tæki- færi, sem öll hefðu getað gefið mark. Hins vegar snérist leikurinn við í síðari hálfleik og þá réði Valur öllum gangi hans. Mörk Vals skoruðu Ingvar 4 og Bergsteinn 2. Dómari var Carl Bergmann og dæmdi vel. myndlistarskðlans NEMENDAsýning myndhstaskól ins á Freyjugötu 41 verður opnuð augardaginn 2. maí kl. 14 í skól- inum. Sýnd verða olíumálverk. atnslitamyndir, teikningar og söggmyndir. Einnig verður fjöl- ireytt úrval af listvinnu eftir iörn, t. d. teikningar. ’itmyndir, (appavinna og keramik. í skólanum hafa verið óvenju- nargir nemendur og gefst almenn ngi kostur á að sjá árangur af tarfi beirra og hæfileikum á sýn- ngunni. Kennarar við skólann eru: Ás- lundur Sveinsson í myndhöggv- aradeild. Hringur Jóhannesson og Kjartan Guðjónsson í teiknideild. Jóhannes Jóhannesson í málara- deild. Þórunn Ámadóttir í barna- deild' —Skólastjóri er Páll J. Pálsson. Aðalfimdur símamanna. Þann 21. apríl var aðalfundur Félags ísl símamanna haldinn. — Lýst var stjórnarkjöri og er stjórn in nú þannig skipuð: Ágúst Geirs son form., Guðlaugur Guðjónsson varaform, Hörður Bjarnason rit- ari, Bjarni Ólafsson gjaldkeri og Sigurður Baldvinsson meðstjórn- andi. Á fundinum var samþykkt ein- róma að lýsa yfir fullum stuðn- ingi við mótmælaályktun stjórnar BSRB gegn dómi Kjaradóms frá 31. marz 1964 og megnri óánægju með úrskurð dómsins í Félagi ísl. símamanna eru nú um 7 hundruð meðlimir, sem eru dreifðir um allt land. Snemma á næsta ári á félagið 50 ára afmæli og er þegar hafinn undirbúningur að því. Gróðurhús úr piasti FB-Reykjavík, 30. apríl í dag fengu blaðamenn að sjá nýja tegund gróðurhúsa. Er hér um að ræða 22 fermetra plast- gróðurhús, sem reist hefur verið í gróðrarstöð Sigurbjöms Bjöms- sonar. Húsið er franskt, soðið plast á nælonnet. Það er strengt utan um galvaníseraðar og alu- míníumpípur og er eins og braggi í laginu. Mjög fljótlegt er að reisa gróðurhús sem þetta, og sömuleiðis að taka það niður, en það verður að gera á haustin, því aðeins er ætlazt til, að það sé notað yfir sumarið. Þetta 22 fer- metra hús mun kosta um 12.500 krónur, en fermetri í venjulegu gróðurhúsi kostar um 1000 krón- ur, en þá er auðvitað reiknað með hitalögnum og öðru því, sem í gróðurhúsum er. Það er Páll Ól- afsson og Co., sem gera tilraun með að flytja inn þessa nýju teg- und gróðurhúsa, en þau munu mikið notuð í Noregi og víða ann- ars staðar. ryðjendum í hagnýtingu hjartaaf- rita til greiningar á hjartasjúk dómum. Síðustu tvo áratugi hefur Dr. White verið í fararbroddi við rannsóknir á orsökum kransæða- stfflu og tekið virkan þátt í skipti lagningu baráttu gegn þessum sjúk dómi um allan heim. Hann var einn af stofnendum Bandaríska hjarta- sambandsins og síðar forseti þess. Dr. White hefur ritað fjölda af sér- fræðilegum ritgerðum og bókutn um hjartasjúkdóma og stundað kennslu læknastúdenta og sérfræð- inga í þessari grein. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Árni Tryggvason sendiherra í Svíþjóð Á FUNDI rikisráðs í Reykjavfk í dag var Árni Tryggvason, hæsta- réttardómari, skipaður ambassador fslands í Svfþjóð og Fínnlandi Ásberg Sigurðsson, skrifstofustj., skipaður sýslumaður í Barðastr.- sýslu frá 1. ágúst 1964 að telja og Þórður Öm Sigurðsson skipað- ur kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1. maí 1964 að telja. Þá staðfesti forseti frumvarp til laga uríi breyting á girðingalögum Styrkir til vísindamanna Atlantshafsbandalagið leggur ár lega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn í aðildarrikj- unum til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komið í hlut fslendinga í framangreindu skyni, nemur um 320 þúsund kr. og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandi datsprófi í einhverri grein raun vísinda, til framhaldsnáms. eða rannsókna við erlendar vísinda- stofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé „Nato Science Fellowships" — skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjómarráðhúsinu við Lækjartorg, fyrir 1. júní n.k. — Fylgja skulu staðfest afrit próf- skírteina, svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram, hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnun eða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og greina ráðgerðan dvalartíma. Iþróttafulltrúi á ráðstefnu DAGANA 11.—13. marz s. 1. sótti Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, af hálfu menntamálaráðu neytisins, fund í Strazbourg, sem efnt var til á vegum Evrópuráðs í nefnd þeirri, er fjallar um mennt un utan skólanna. Meðal annana mála fjallar nefnd þessi um íþróUa mál, og tók íþróttafulltrúi þátt ’ þessum fundum vegna þeirra- Helztu viðfangsefnin sem tekin voru til umræðu, voru þessi: — íþróttir og örvunarlyf. sameigin- legt afreksmerki, íþróttakvikmyud ir, rekstur áningastöðva fyrir ferða fólk, efling íþróttaiðkana meðal almennings, sameiginlegar lág markskröfur fyrir íþróttaþjálfara og leiðbeinendur, gagnkvæm að. stoð Evrópuráðsþjóðanna á sviði íþróttamála, og loks var rætt uu: tiámskeið, sem fyrirhuguð eru á ýmsum sviðum íþróttamála. Menntam álaráðuneytið, 28. apríl 1964. nr. 24/1952, frumvarp til laga uai ferðarmál og ennfremur nokkra úr skurði, er gefnir höfðu verið út utan ríkisráðsfundar. Ríkisráðsritari, 30. apríl 1964. Birgir Thorlacius. Starfsdagur * Armanns NÆSTKOMANDI sunnudag, 3. maí, heldur Glímufélagið Ármann hinn árlega „Starfsdag" félagsins í íþróttahúsinu á Hálogalandi. — Verða þá, að vanda, fjölbreyttar íþróttasýningar, og kynna hinar ýmsu deildir félagsins árangurinn af íþróttastarfinu í vetur. Sýning- amar hefjast kl. 2 e. h. Flokkar karla, kvenna og drengja úr fimleikadeild félagsins sýna áhaldaleikfimi, akrobatik og dýnu- stökk. Þá verður einnig glímusýn- ing og sýning á júdó og lyfting- um. Flokkar úr félaginu keppa f handknattleik og kðrfuknattleik. Þetta er þriðja árið. sem Glítuu félagið Ármann efnir til slfkra sýn inga til að kynna íþrr.t, astarfið í lok vetrartímabilsins. Aðgangseyr- ir er aðeins 5 krónur fyrir böm og 20 kr. fyrir fullorðna. Keflavíkiiryegurinn lengist. KJ-Reykjavík, 30. aprfl. KEFLAVÍKURVEGURINN þok ast áfram, og er nú unnið frá suð- urenda vegarins. Blaðið hafði í dag tal af Sig- urði Jóhannssyni vegamálastjóra og spurði hann hvað liði framkv. við gerð Keflavíkurvegarins nýja Sigurður kvað unnið við undirbygg ingu vegarins að sunnan, og væru þar að verki íslenzkir aðalverktak ar. Sá hlríti, sem nú er unnið að, liggur yfir Strandarheiðina, á ððr um stað en gamli vegurinn liggur — Sigurður sagði að ekki lægi neitt ákveðið fyrir um vinnu við veginn i sumar, þar sem ekki hef- ur enn verið gengið frá vegaáætl- uninni, en hún tekur yfir allar framkvæmdir á landinu til ákveð- ins tfma. Pedigree Nýlegur og vel með farinn barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 41116. T f M I N N, föstudagur 1. maf 1964. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.