Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 7
Útgefandf: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjðrar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jðmas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sfmi 19523. ACrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Mesti ósigur „viðreisnarinnar“ öll þau fyrirheit, sem ríkisstjórnin hét þjóðinni, þegar hún hóf merki „viðreisnarstefnunnar“ svonefndu fyrir rúmum fjórum árum, hafa brugðizt svo gersamlega, að örðugt mun að finna dæmi um annað eins. Eitt helzta loforðið var það, að dýrtíð og verðbólga yrði stöðvuð. Efndirnar hafa orðið þær, að dýrtíð og verð- bólga hafa aldrei aukizt hraðar á landi hér en á þessum fjórum árum. Annað loforðið var það, að verðgildi peninganna yrði tryggt. Efndirnar eru þær, að verðrýrnun þeirra hefur aldrei orðið meiri á jafnskömmum tíma. Þriðja loforðið var það, að dregið skyldi úr höftum. Efndirnar hafa orðið þær, að öll lánsfjárhöft hafa verið stóraukin, allur stofnkostnaður nær tvöfaldaður, vextir stórhækkaðir og með slíkum og öðrum beinum og óbein- um höftum heft og takmörkuð athafnageta hinna mörgu efnaminni einstaklinga. Þannig má halda áfram að rekja loforðin og hvernig efndirnar hafa orðið á aðra leið. Því var t. d. lofað að af- nema allar uppbætur. Efndirnar hafa m. a. orðið þær, að seinasta Alþingi setti lög um stórfelldar uppbætur til sjávarútvegsins. Þegar bent hefur verið á vanefndir „viðreisnarinnar” að undanförnu, hafa stjórnarsinnar löngum haft eitt svar á reiðum höndum: „Viðreisnin“ hefur þó alltaf heppnazt að því leyti, að hún hefur bætt gjaldeyrisstöðuna út á við, eins og lofað var. Lítið á hinar stórauknu inneignir bankanna erlendis. Nú er þessi lokastoð „viðreisnarinnar“ einnig hrunin. Samkvæmt seinustu ársskýrslu Seðlabankans og eldri skýrslum um þetta efni, hafa skuldir erlendis umfram inn eignir bankanna þar aukizt um 340 millj. kr. síðan í árs- lok 1958. Aukin inneign bankanna er því ekki aðeins al- gerlega byggð á skuldasöfnun, heldur hafa skuldirnar aukizt miklu meira en hinni auknu inneign nemur. Þannig hafa efndirnar orðið á því loforði ríkisstjórnar- innar að draga úr skuldasöfnun erlendis, en hún taldi er- lendu skuldirnar vera orðnar alltof miklar, þegar hún kom til valda. Og þetta hefur gerzt á þeim tíma, þegar gjaldeyrisöflun hefur verið hagstæðari en nokkru sinni fyrr og ekki hefur verið ráðizt í neinar meiri háttar stór- framkvæmdir. „Viðreisnin“ hefur vissulega beðið skip- brot á flestum sviðum, en skuldasöfnunin við útlönd er þó sennilega mesti ósigur hennar, þegar miðað er við allar aðstæður, því að á því sviði hefði vissulega átt að vera hægt að ná góðum árangri vegna hinna óvenjulegu hagstæðu aðstæðna undanfarin ár. Hvað tefur Ingólf? Það er játað af landbúnaðarráðherra, að grundvöllur sá, sem afurðaverð landbúnaðarins byggist á, sé rangur bændum í óhag. Stéttarsamband bænda hefur farið þess á leit við ráðherra, að hann flytti frumvarp um breyt- ingu á afurðasölulöggjöfinni, er rétti hlut bænda að þessu leyti. Ráðherrann hefur enn ekki orðið við þeirri beiðni. Hvað veldur? Stafar það af áhugaleysi hans sjálfs eða andstöðu áhrifameiri flokksb)-æðra hans? Þetta vilja bændur gjarnan fá upplýst. Karl Kristjánsson: Tvö lærdómsrík dæmi i. ÞEGAR núverandi ríkisstjóm hóf valdaferil sinn fyrir nálega fimm árum og kynnti sig fyrir þjóðinni, þá kvaðst hún ekki mundu blanda sér í kaupgjalds mál og kjaradeilur, heldur láta verkalýð og atvinnurekendur um þess háttar málefni. Kvað hún vinstri stjórnina hafa gert reginskyssu og stjómarfarsleg afglöp með því að ætla að hafa samráð við stéttasamtökin í landinu um efnahagsmál þjóð- félagsins. Hins vegar dró hin stoltarlega stjórn ekki dulur á það að hún hefðj aflað sér hag fræðilegrar formúlu, er duga mundi fljótlega til að eyða allri verðbólguþróun. Nú er í ljós komið að formúl an var ónýt, — eða bara and- vana hugarfóstur óskhyggju sjálfbirginga. íslenzka þjóðfélagið er svo stéttarlega upp byggt orðið og greinist í svo sterkar samtaka fylkingar og hagsmunahópa, að því verður ekki efnahagslega stjórnag eftir allsherjarformúlu með valdboði, heldur með víð tæku og tillitsömu samkomu- lagi. Dýrtíð og verðbólga eru að kaffæra þjóðina. Lostin skelfingu yfir afleið- ingum verka sinna, fer ríkis- stjórnin í gegnum sjálfa sig — og tekur að leita samninga við verkalýðssamtökin um kaup verkalýðsins og kjör. Svo gagnger eru umskiptin, að ráðherrar setjast sjálfir við samningaborðið. Þetta verður lærdómsríkt dæmi úr íslenzkri stjórnmála sögu fyrir komandi tíma. Allir hljóta að óska og vona að skynsamlegir samningar tak ist. En ríkisstjórn, sem fordæmt hefir fyrirrennara sína fyrir það, sem hún síðar tekur sjálf til bragðs, hefir kveðið upp dóm yfir sjálfri sér. KARL KRISTJÁNSSON II. Verkalýðssamtökin — eða þeir, sem þeim stýra — hafa einnig hagað sér eftirminnilega Vinstri stjórnin starfaði sam kvæmt þeirri reglu að hafa sam ráð við þau, — og önnur aðal stéttarsamtök landsins. Árig 1958. í október, var kaup máttur launa þannig að almenn ingur undi honum yfirleitt vel. En vegna skæruhernaðar, sem stjórnarandstöðunni hafði tekizt að koma á seinni hluta ársins, stóð til að vísitala hækkaði um mánaðamótin nóv. — desember um 17 stig, en það er sama og 8% stig miðað við vísitöluna, eftir því, sem hún er nú reikn uð. Alþýðusambandsþing kom saman til funda seint í nóv. Vinstri stjórnin fór fram á það að Alþýðusambandsþingið féll- ist á, að framkvæmd vísitölu- hækkunarinnar yrði frestað um 1 mánuð og sá tími notaður til að eyða áhrifum hækkunarinn ar og tryggja ekki minni kaup- mátt launa áfram en hann hafði verið í október. Tækist ekki innan mánaðar að ná samning- • um, er tryggðu þetta, skyldi vísitöluhækkunin greidd í mán aðarlokin frá upphafi frestunar tímans, svo einskis yrðj misst. Meirihluti Alþýðusambands- þingsins neitaði ag samþykkja þennan frest til samninga fyrir ríkisstjórn, sem hafði það mark mið að stjórna efnahagsmálun um í samráði við þessi samtök. Beri menn nú þessa fram- komu verkalýðsfulltrúanna sam an við það, sem gerzt hefir síð an gagnvart núverandi ríkis stjórn, sem sagði í raun og veru samtökum verkalýðsins stríð á hendur, þá hlýtur sá samanburð ur að vekja furðu. Það liggur við að segja megi að þeir, sem neituðu að taka í bróðurlega hönd Vinstri stjóm arinnar 1958 sér til stuðnings, hafi síðan lengst af verið að kyssa á vönd hinnar svonefndu Viðreisnarstjómar. Dýrtíð var engin 1958 borið saman við þá ofsalegu dýrtíð, sem nú geisar. í árslok 1958 var aðeins um 8V2 stigs hækkun núgildandi vísitölu að tefla. Eins og sakir standa nú hafa vörur og þjónusta hækkað um 87% í tíð núverandi ríkisstjórn ar en kaupgjald aðeins um 55% — þetta 32% bil er óbrúað. Ríkisstjórnin sem sóað hefir mesta aflagóðæri íslands í þessa niðurstöðu, situr nú hok in við samningsborð gagnvart mönnunum, sem glötuðu fyrir skammsýni 1958 tækifæri til að eiga hlutdeild í að stjórna land inu. Við skulum vona að reynsla þessara hrakfallabálka leiði til samninga. sem verði til viðrétt ingar. ( DAGUR). Kvennaskólinn í Reykjavík Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið 23. mai sl. ag viðstöddu fjölmenni. Forstöðukona skólans, frú Guð rún P. Helgadóttir, minntist í upp- hafi tveggja látinna kennara þeirra frú Sigurlaugar Einarsdóttur og frk. Jórunnar Þórðardóttur, sem báðar höfðu stafað sem handavinu kennarar við skólann. Þar næst gerði forstöðukonan grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaárið og skýrði frá úrslitum vorprófa. 235 námsmeyjar settust ! skólann í haust, en 53 stúlkur brautskráðust úr skólanum þessu sinni. Hæstu einkunn í bóklegum greinum á lokapróf; hlaut Sigrún Einarsdóttir, námsmær í 4. bekk Z, 910. í 3. bekk hlaut Nína Magn úsdóttir hæstu einkunn, 8,64, og í öðrum bekk Guðrún Erlendsdóttir, 9,28 og í 1. bekk urðu þær jafnháar Bergljót Kristj ánsdóttir 1. bekk C og Elísabet Baldvinsdóttir 1. bekk Z, en þær hlutu einkunnina 9, 21. Miðskóla prófi luku 35 stúlkur, 64 unglinga prófi og 62 luku prófi upp í 2. bekk. Sýning á hannyrðum og t.eikningum námsmeyja var hald- in í skólanum um hvítasunnuna Þá minntist forstöðukona á gjöf, sem skólanum hafði oorizt frá Ingunni Sveinsdóttur á Akra- nesi, en 60 ár eru liðin frá því að frú Ingunn brautskráðist úr Kvennaskólanum, og fylgdu gjöf inni blessunaróskir skólanum til handa. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem brautskráðust fyrir 50 árum, mælti frú Matthildur Kjartans- dóttir. Færðu þær skólanum bóka gjöf í safn skólans, og frú Matt- hildur mælti hvatningarorð til ungu stúlkuanna, sem voru að Ijúka námi. Frú Rúna Guðmundsdóttir mælti fyrir hönd þeirra, er brautskráð- ust fyrir 20 árum. og frú Regína Birkis, sem jafnframt er formaður Nemendasambands Kvennaskólans mælti fyrir hönd námsmeyja, sem brautskráðust fyrir 10 árum. Einn ig voru mættar námsmeyjar, sem brautskráðust fyrir 5 árum. Full trúar afmælisáranna færðu skól- anum vinargjafir og óskuðu skóla sínum alls góðs Skólanurri bárust skeyti og blóm og gjafir i Systra sjóð, en úr þeim sjóði eru veittir styrkir til efnalítilla námsmeyja. Þakkaði forstöðukona eldri nem endum alla þá vinsemd og tryggð sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla sínum, og kvað skólanum og hin- um ungu námsmeyjum mikinn styrk að vináttu þeirra, og hún væri þeim öllum hvatning. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Thoru Melsted hlaut Sigrún Einarsdóttur, 4. bekk Z,og Jóhanna Ragnarsdóttir 4. bekk Z hlaut einnig verðlaun fyrir ágætan náms árangur við bóklegt nám. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fata- saumi voru veitt úr Verðlauna- sjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Jóhanna Ingólfs- dóttir, 4. bekk Z. Verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir beztan árang ur i útsaumi hlaut Ingibjörg Kaldal, 2. bekk Z. Þá voru veitt bókaverðlaun fyrir beztu íslenzku prófritgerðina. en það var saga •Jóns Jóhannessonar. Þau verðlaun hlaut Valgerður Þorsteinsdóttir frá Daðastöðum. Þá gaf þýzka sendiráðið verðlaun fyrir góða frammistöðu í þýzkunámi. Þau verðlaun hlaut Sigrún Einarsdótt ir 4. bekk Z. Námsstyrkjum hafði verið út- Framhald á 13. sfðu. T í M I' N N, föstudagur, 29. maí 1964. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.