Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS vilja lýsa yfir einlægu þakklæti sínu og senda yður beztu óskir um velfamað og farsæld brezku þjóðinni til handa." Lafði Limerick, sem var vara- formaður Sameiginlegrar Nefnd- ar Reglu heilags Jóns og brezka Rauða Krossins sagði: ,,Frú Churc •liill leysti af hendi mikið verk fyr ir Rauða krossinn. Stórkostlegur persónuleiki hennar ruddi öllum hindrunum úr vegi. Ellefu mánuð um eftir að hafizt var handa um •hjálpina til Rússlands hafði verið greitt úr sjóðnum 1850.000 pund og 18 farmar sendir til Sovétríkj- anna, þar á meðal færanleg gegn- umlýsingartæki, vélar og værðar voðir, 50.000 barnafrakkar, 40.000 stuttbuxur á börn ásamt peysum, klútum, vettlingum, hönzkum, sokk um, öryggishjálmum . . . stórkost legur listi, birgðamálaráðuneytið lýsti yfir opinberlega að væri „næstum ótrúlegur, hvað snerti magn og gæði.“ Öll föt, sem send voru, voru splunkuný og var safn að og búið um af Sjálfboðaliðs- sveitum kvenna. Ákafi frú Churchill særir alla aðr^ til hjálpar. Hún leit ekiki á „nei“ sem svar, og töfrar hennar opnuðu margra dyr. Hún var eins og býflugnadrottning í búi sínu — full vinnugleði og iðjusemi. Það sem einnig hjálpaði mikið til, var að fjölmargir aðilar vildu af ýms- um ástæðum aðstoða við að safna fé til aðstoðar Rússlandi. Starf hennar samræmdi aðgerðir þess- ara aðila og beindi vilja þeirra í einn farveg og þannig sparaðist mikið fé, sem ella hefði verið eytt og einnig sparaðist vinna. Margir aðilar komust að því að þeir höfðu yfirboðið hver annan: á frjálsum markaðj til að fá vör1 ur, en frú Churchill og meðnefnd hennar komu í veg fyrir þá óþarfa eyðslu. Eg hafði náið samband við hana og kom oft til hennar í Downing Street, en hún kom reglulega í aðalstöðvarnar okkar á fundi, þár sem rædd voru ýmis atriði og teknar ákvarðanir um áframhald- andi starf. Hún hafði einnig gott samband við maddömu Maisky, konu rússneska ambassadorsins, en það kom henni í dálitla klípu, þar sem maddama Maisky kom venjulega með lista yfir ýmsar vörur, sem var ekki minnzt á í opinberum listum og skrám frá Rússlandi!! Enginn vissi, hvaðan hún hafði þær upplýsingar, að nauðþurftir þessar og vörur þyrfti, en hún sagði oft: Þetta verðum við að og fá, og þetta og þetta . . . og samt var ekki minnzt einu orði á þetta í listunum frá Moskvu. Svo að Clementine hafði þó nokk- uð að gera við að reyna að tjónka við maddömu Maisky. Og sér- staklega vegna þess að sovézki ambassadorinn hafði sagt, að hann vildi að kona hans hefði afskipti af öllum Rauða Kross málum. Clementine kom fram af skarp skyggni og diplómatískt gagnvart maddömu Maisky og framkoma hennar var þaulhugsuð og vel und irbúin eins og um hemaðaráætlun , væri að ræða. Hún fór ekki að : hítta hana, nema hún hefði áður velt því gaumgæfilega fyrir sér hvað segja ætti og gera og hver væru hugsanleg viðbrögð hennar við því. Stundum ráðfærði hún sig við Winston um starfið í þágu Rúss- landshjálparinnar. Eitt sinn hrip- aði hún upp símskeyti, sem hún hugðist senda Eden, sem þá var í sendiför í Rússlandi. Hún þurfti að fá vitneskju um, hvort nauð- syn bæri til að hafa fastan full- trúa Rauða Krossins þar. Hún sýndj Winston uppkastið að sím- skeytinu til þess að ganga úr skugga um, að það væri réttilega samið samkvæmt venjum utan- rlkisþjónustunnar. Næsta morgun ságði hún: ,,Hvað viðkemur símskeytinu — ég vildi fá að líta yfir það og umsemja það ef þú ert því sam- þykkur að meginefni." „Þetta var ágætt skeyti“ svar aði hann. „Eg er búinn að senda það.“ „Að þessu leyti lét hún hann fylgjast með, ef hún vann eitt hvert opinbert verk“ sagði lafði Limmerick, ,,en venjulega hugsaði hún sem svo, að hann hefði þeg ar nóg á sinni könnu og hún vildi ekki bæta á hann fleiri störfum eða áhyggjum. Hún tók sínar eig in ákvarðanir. Hún kom á nefndarfundina með fjödann allan af nýjum hugmynd- um í kollinum. Og þeim kastaði hún fram til að sjá hvernig við tökur þær hlytu. Hún gerði ekkert veður út af því, þótt þær hlytu ekki allar góðar móttökur, en hún fékk miklu framgengt engu að síð ur. Hugmyndir hennar voru kveiki aflið. Hún vann í grundvallarat- riðum á sama hátt og Winston en hann hafði gaman af því einnig að láta rigna yfir menn nýjum hug myndum til að athuga viðtökurnar Ef ekki var fallizt á tillögur hennar í fyrstu atrennu, reyndi hún aftur. Þannig var það, þegar hún skrifaði sir Stafford Cripps, sem þá var ambassador okkar í Rússlandi, um að senda þangað iulltrúa Rauða Krossins. Sir Staf ford var mjög andvígur því í fyrstu. Loks var þó einhver send ur, sem braut ísinn og það gerði öðrum fært að fara og afla upp- lýsinga, enda krafðist hún þess að brezka þjóðin fengi ag vita hvernig fé Rússlandshjálparinnar var varið, því að að öðrum kosti var hætta á, að fólk missti áhug ann á að styrkja hjálparsjóðinn. Hún gerði það sem hún gat til að afla þessara upplýsinga og að lokum fór hún sjálf af stað.“ Winston segir svo frá: „í næstu fjögur ár kastaði hún sér út í þetta starf af lífi og sál. Samtals söfnuðust nálega 8 milljónir pund með samskotum ríkra og fátækra. Margir auðugir aðilar létu af hendi rakna háar upphæðir, en obbinn af fénu barst með vikulegum und irskriftasöfnunum frá mönnum jýmissar stéttar og af ýmsu tagi. Á þennan hátt tókst að koma ; alls kyns hjúkrunargögnum og nauðþurftum um hættuleg ísahöf til hinnar hraustu rússnesku þjóð- 91 ar og herjanna, og allt fyrir öflugt starf Sambands Rauða Krossins og reglu heilags Jóns, og þrátt fyr ir miklar búsifjar er skipalestir norðurhafanna urðu fyrir.“ Clementine dró ekki af sér og gerði hvað hún gat til að fá fé í sjóðinn. Hún kom eigin skrifstofu á fót í Downing Street 10 og það- an streymdu þakkarbréfin þúsund um saman til gjafaranna, undirrit- uð „Clementine S. Churchill.“ Winston sagði: „Fólkið beið þess ákaft að fá að láta í ljós það, það í hjarta þeirra bjó.“ Svo að Clementine var bæði glöð og þótti heiður að, þegar boð kom frá Sta- lín marskálki um að hún heim- sækti Rússland. Hún gladdist ekki að eins yfir að fá tækifæri til að heimsækja ýmsa staði, er mikið komu við sögu í styrjöldinni, svo sem Leníngrad, Rostof, Stalíngrad Sevastópól og Ódessa, heldur einn ig vegna þess, að nú mundi hún persónulega geta séð um útbúnað tveggja sjúkrahúsa í Rostof við Don, en þeir áttu að vera ævar- andi minnismerki um hinn mikla hjálparsjóð hennar. Winston gladdist einnig yfir því, hve Rússarnir voru ákafir í að fá að þakka eiginkonu hans persónu lega þetta margra ára erfiða starf Clementine mælti: „Það mundi gleðja mig mjög að geta séð á- framhaldandi samvinnu þróast milli rússnezka og brezka Rauða krossins er friður ríkir á ný. Það verður mikið verk að lækna þau sár, sem Rússland hefur hlotið vegna styrjaldarinnar. Fyrir utan þessar nauðþurftarsendingar væri stórkostleg hugmynd að taka höndum saman í þessu eilffa stríði gegn þjáningum, sársauka, sjúk- dómum og dauða. Þegar Þjóðverjar réðust á Rússa árið 1941, fylltist ég sömu 49 var frú Berg, sem hafði myrt eiginkonu hans. Það var aðeins einn, sem það vissi . . . Jaatinen gjaldkeri. Og eftir því sem hann sjálfur sagði, var hann ekki einu sinní viss í sinni sök. Storm jók hraðann og sveigði fram hjá vörubifreið.sem tafði fyr ir umferðinni. Hjúkrunarskólinn var nú á vinstri hönd. Hann lcom- inn fram til Munkanessbakkans, Storm hafði reynt að hitta Lat- vala á skrifstofu hans, en þar hafði honum vefið sagt, að Lat- vala hefði farið í reisugildi i út- hverfi bæjarins. Þangað var nú förinni heitið. Um leið og hann gaf umferðinni auga, velti hann því fyrir sér, hvernig hann ætti 30 fcH*cl sð Satt að segja hafði hann ekki hugmynd um, hvað hann átti að spyrja Latvala um. Hann gat auð- vitað spurt hann, hvað hann hefði vitað um skuggaviðskipti konu sinnar og frú Berg viðvíkjandi vélakaupunum. En til hvers væri það, jafnvel þótt svo færi, að Lat- vala viðurkenndi að hafa vitað um þau? Ekki til neins. Um leið og Storm ók í gegnum Munkanes hrökk hann skyndilega við. í sama bili uppgötvaði hann, hvað hafði vakið athygli hans. Honum á vinstri hönd var raðhús- ið, sem hann hafði heimsótt fyrr um daginn. Um leið og hann kom nær tók hann eftir skuggalegri veru undir vegg hússins. Það var enn bjart, en roði aftansólarinn- ar litaði veggi hússins enri rauð- ari en þeir í rauninni voru. Þessi magra og hokna vera, sem stóð þama undir veggnum reyndist vera Jaatinen, sem sýslaði við blóm sín. Storm sá að hann hafði klippur í hendi sér. Hann beygði sig níð- ur og klippti nokkur blóm, síðan rétti hann úr sér og horfði á þau íhugull. Storm fannst eitthvað óhugnanlegt við gamla manninn, svartklæddan með klippumar í hendinni — eins o’g dauðinn sjálf- ur, hugsaði Storm. Um leið bölv- aði hann sjálfum sér fyrir bama skapinn — ég hegða mér eins og hjátrúarfull kerling, hugsaði hann. En það vár eitthvað í huga hans, sem ónáðaði hann — eitt- hvað, sem hann gaé ekki fest hend- ur á. Hann bölvaði enn. Vökumar og þreytandi rannsóknir höfðu gert hann taugaveiklaðan. Hann reyndi að einbeita sér að akstrin- um, en það fór enn um hann hrollur. Hann gat ekki vikið mynd inni af Jaatinen úr huga sér. Tært gamalmennið, hokið og hrumt, svartklætt með sax í hendi undir vegg hússins gerði hann óró- legan. Storm bölvaði í þriðja sinn og leit á armbandsúrið. í sama bili hemlaði hann og lagði bílnum við gangstéttina. Hann hallaði sér fram á stýrið og lokaði augunum. Hugsanir, sem höfðu legið einhvers staðar faldar djúpt í huga hans, fóru að taka á sig fastari mynd. Hann reyndi að víkja þeim úr huga sér, en tókst ekki. Hann gat ekki fengið samhengi í hugsanir sínar þegar í stað, en þegar honum loks fór að skiljast, til hvaða niðurstöðu þær leiddu, hristi hann höfuðið ákaft. Hann hló og klóraði sér í hnakkanum. Síðan bölvaði hann enn einu sinni, en þó meira af undrun en reiði. Storm þekkti sjálfan sig og vissi að hann mundi aldrei fyrirgefa sér, ef hann léti tækifærið ganga sér úr greipum. Hann varp önd- inni þungt og tók ákvörðun. Hann ræsti vélina og sneri við. — Jahá, svo að þér segið það. Jaatinen gjaldkeri sat í mggu- stólnum og horfði á Storm óákveð inn á svip. Hálfrökkur var inni, enda hafði Storm setið hjá gjald- keranum um klukkutíma. Hann sagði gjaldkeranum, að hann hefði átt leið fram hjá og vildi rabba við hann örlitla stund. Síðan hafði hann sagt honum, hvað Harri hefði sagt honum og einnig hafði hann sagt honum frá Jussi Lehti- nen, bílstjóra. Þetta hvort tveggja renndi stoðum undir það, sem Jaatinen hafði áður skýrt Storm frá um morðið á frú Latvala. Nú sat Jaatinen og neri hendur sínar. — Jahá, svo að þér segið það, endurtók hann. — Þannig er nú málum komið, sagði Storm alvarlegur í bragði. — Það kann að vera, að frú Lat- vala hafi ekki unnað manni sínum, en a.m.k. fannst henni hún hafa skyldur gagnvart honum, og hún vildi ekki binda endi á hjúskap þeirra, sem hafði varað svo lengi. Ennfremur vildi hún ekki leysa upp fallegt heimill sitt né þurfa að slíta kunningsskap við það fólk, sem hún hafði áður umgengizt. Hún gerði skyssu, þegar hún hóf baráttuna gegn frú Berg, án þess að ráðfæra sig fyrst við mann sinn. Hún spennti bogann of hátt, þegar hún hótaði hefndum þegar í stað. Auk þess var það í raun- inni óþarft, því að hefði hún fyrst átt tal'-við mann sinn, hefði hann getað sagt henni, að ástandið væri fjarri því að vera svo slæmt, að frú Berg gæti komið honum á kné. — Ég skil, sagði Jaatinen. Hon- um svipaði ekki lengur til gamall- ar össu, heldur miklu frekar líkt- ist hann viturri uglu. sem virðir fyrir sér vaxandi myrkrið ofan af hárri grein. — Vesalings frú Latvala var of fljótfær. En hún reyndi að verja heimili sitt og lífshamingju hiklaust og ákveðið. Hún hikaði heldur ekki við að láta hart mæta hörðu, eins og hún sagði sjálf, með því að nota sömu aðferðir og andstæðingur hennan. Venjulega gat frú Berg komið vilja sínum fram, en nú virtist það ekki ætla að takast og þá reiddist hún .... — Og ruddi tálmanum úr vegi, sagði Storm alvarlegur. — Með sama tillitsleysi og hörku og hún ruddi öllum þeim úr vegi, er voru fyrir henni. Hún hunzaði mann sinn, og Berg verkfræðingur hefði aldrei þorað að gera uppsteit, ef Kirsti Hiekka hefði ekki verið honum til styrktar. Hún hafði komizt yfir auðæfi Lindkvists og valdið því, að faðir hans framdi sjálfsmorð og rekið Lindkvist lög- fræðing, þá ungan að aldri, út á götuna . . . Jaatinen kinkaði kolli — Ójá. Og Latvala hefði hún troðið nið- ur í svaðið, ef hún bara hefði get- að. Og mann sinn píndi hún og plagaði, og stóð í vegi fyrir að hann gæti fullkomnað uppgötvun sína .... Þeir þögnuðu um stund. Það rökkvaði enn meira í stofunni. Storm ræskti sig loks og hélt áfram hugsi: — Frú Berg var óneitanlega — frá mannlegu sjónarmiði séð — gersamlega rotið úllkvendi. Hún var hörð og miskunnarlaus og hag- aði sér eftir því. Hún hikaði held- ur ekki við að brjóta lög til að hagnast á því. Ég verð að segja eins og er — burtséð frá starfi mínu sem lögreglumaður — að ég get ekki farið að gráta krókódíla- tárum, þó að hún hafi uppskonð eins og til var sáð. Örlögin gripu í taumana og greiddu henni í sömu mynt. .. Eða . . . Storm leit á Jaatinen, sem var nú örlítið hvassari rómi: myrkrinu. — Eða . . . hélt Storm áfram lágum rómi — einhver annar tók að sér hlutverk örlaganna. ^Einhver, sem vó frú Berg á vog- arskálum réttlætis og víðsýni og fann hana léttvæga. Og þessi ein- hver hugsaði sem svo, að koma þyrfti í veg fyrir frekari óréttlæti og tók því réttlætið í eigin hend- ur og fullnægði refsidóminum. 14 T lMINN, föstudagur, 29. mai 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.