Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 15
SIGURJÓN JÓHANNS. SÝNIR í MOKKA-KAFFI SLIPPURINN Framhald af 1. s(5o. hefði borið á því í vetur, að bátar hefðu fjrnað nokkrum dögum af vertíðinni til þess að komast í slipp, og komast hjá mestu ösinni nú í vertíðarlokin. Síðan hringdum við í Guðmund Hjaltason hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Hann sagði að mjög mikið hefð; verið að gera ajj und- anförnu, en tíðarfarið hefði auð- veldað störfin mikið. Unnið hefði verið öll kvöld og allar helgar, en nú eru skólarnir úti, og Slipp- félagið hefur fengið skólapilta í vinnu, og hjálpar það töluvert í mestu önnunum. Frá áramótum •hafa 140 skip verið í slipp hjá Slippfélaginu, en þar með eru tal- in bæði flutningaskip og togarar. — Venjuleg botnhreinsun og málun á báti tekur um 14 til 24 tíma, sagði Guðmundur, og flestir bátanna þurfa ekki meiri viðgerð- ar við. — Það er rétt, að nokkrir bátar komu í slipp í vetur meðan á vertíðinni stóð, og það hefur minnkað álagið núna. Um þessar mundir eru 40 manns í vinnu hjá okkur, og við þyrftum að hafa um 30 manns allt árið, en í vetur komst starfsmannafjöldinn allt niður í 10 manns. Það er verið að taka upp báta í allan dag, og í kvöld verða komnir sex í slipp- inn og tveir bætast við á morgun, en alls höfum við rúm fyrir 9, sagði Guðmundur að lokum. Iþréttir á heimavelli gegn Atlanta, en liðið er þar í efsta sæti ásamt Bologna (Harald Nielsen, Þjóð- verjinn Haller), sem einnig á einn leik eftir á heimavelli. — Sigri bæði liðin vinnur Inter á hetra markahlutfalli — en bæði liðin verða þó í Evrópu- bikarnum næsta ár, þar sem Inter sigraði þar nú. Þess má geta, að Atlanta (lið Flemming Nielsen) sigraði Inter í báð- um leikjum liðanna f fyrra. Á VlÐAVANGI segir Ásgrímur: „íhaldsmennsk an, eiginhagsmunasjónarmið og skammsýnin vairð á einum tíma ofaná. Fátt var gert, litlu til kostnað. Framkvæmdir: skóla- hyggingar, samkomuhús, nýjar iðngreinar, fyrst og fremst til atvinnu og tekjuöflunar fyrir æsku sveitanna var að litlu sinnt.“ Og í framhaldi af þessu spyr bæjairstjórinn með stærra og feitara letri: ,;HVAÐ, HEFUR EITTHVAÐ BREYTZT?" OHLIN LÝGUR Framhald af 1. síðu. Þjóðarflokksins, og Heckseher, formaður íhaldsmanna. Helztu atriðin í árásum stjórn arandstöðunnar voru, að lögregl an hafi þegar árið 1959 fengið leyfi til þess að láta hlusta síma Wennerströms og að hann hafi þá þegar verið grunaður um njósnir. Samt sem áður hafi rík- isstjómin árið 1961 gert hann að sérfræðingi í afvopnunarmálum í sænska utanríkismálaráðuneyt- inu sem að sögn laganefndarinn ar, sem rannsakaði málið, gerði honum léttara fyrir að njósna. Ríkisstjómin svaraði því til, að gmnsemdiraar á hendur Wennerström hafi verið svo veik ar árið 1961, að hún hafi ekki getað neitað honum um þetta starf. Sagði Andersson, að staða hans í utanríkisráðuneytinu hafi verið miklu hættuminni en staða sú, sem hann hafði áður í vamar málaráðuneytinu og staða sú, sem hann sótti um. Andersson sagði einnig, að hann hefði orð ið fyrir hreinum ofsóknum af hálfu stjórnarandstöðunnar fyrir að hafa ekki rekið Wenner- ström, og benti á, að ef hann hefði gert það, þá hefði líklega aldrei komist upp um njdsnar- ann. Formaður Miðflokksins, Gunn- ar Hedlund, var miklu varkárari í gagnrýni sinni á stjómina, en Ohlin og Hecksoher fullyrtu, að vamarmálaráðherra hefði gefið rangar upplýsingar í þessu máli. Anderson fór þegar í ræðustól- inn og hrópaði: — „Herra Ohlin veit ekki neitt. Herra Ohlin hefur ekki lesið lexíuna sína. Herra Ohlin lýgur. Komið þér fram sem heiðursmað ur og breiðið ekki út fleiri lyg- ar í þessu máli, herra Ohlin!“ Bæði Andersson og Erlander lögðu mikla áherzlu á, hversu mikið ríkisstjómin hefði látið uppi um þetta mál, og að slikt væri einsdæmi í heiminum. Er- lander benti einnig á, að það væri mjög óvenjulegt, að ráð- herrar létu yfirheyra sig, eins og gerzt hefði í þessu máli. Erlander var algjðrlega á bandi Anderssons og kvaðst hafa gert hið sama og hann og að hann hefði ekki látið reka Wenn erström úr starfi þegar grun- semdimar gegn honum urðu sterkari vorið 1962. Hann benti einnig á, að lögreglan hefði ekki krafist þess, að Wennerström yrði sagt upp, og að hún hefði samþykkt, að 'hann væri ráðinn til utanríkisráðuneytisins 1961. Margir ræðumenn hafa skrifað sig á mælendaskrá og munu um- ræðurnar taka nokkra daga. Víst er talið að ríkisstjómin fari með sigur af hólmi við atkvæðagreiðsl una, því að bommúnistamir hafa tilkynnt, að þeir muni styðja hana. Einnig er hugsanlegt,, að Miðflokkurinn verði klofinn í málinu. LOFTLEIÐIR segir malfækið, og þa8 á svo sannarlega vi8 í þessu sam- bandi, þv[ auk þess sem Loft- leiðir flytja nú í eigið skrif- stofuhúsnæði, og taka á leigu Flugvallarhótelið, þá er fyrrl Rolls Royce flugvél þeirra að ölium Ijíklndum lent f fyrsta skipti hér á landi, þegar þú, lesandi góður, lest þessar lín- ur. ESKIMÓABYGGÐIR (Framhald af 2. síðu) var að kortleggja þessar byggðir árið 1934, og er því starfi haldið áfram. En nú hefur Grænlands- ráðið beðið þjóðminjasafnig um að friðlýsa byggðirnar, svo að þær menjar um menningu Eskimóa, sem finnast á Grænlandi, geymist þar óáreittar. Bþróffir mín. og átti Bergur Guðnason, sem kom inn fyrir Ingvar, sem meiddist snemma í hálfleiknum, heiðurinn af markinu, en hann lék laglega út að endamörkum og gaf fyrir — og það var næsta auðvelt verk fyrir Hermann að skora 2:1, Lítið var um góða knattspymu í fyrri hálfleik, en Valur sýndi þó öllu jákvæðari knattspymu. í síð ari hálfleik snerist taflið hins vegar alveg við — og þá vom Vals menn mátaðir. Þróttarar mættu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og á 10. mín. náði Haukur Þor- valdsson að jafna, 2:2. Og ör- skömmu síðar, bætti Haukur þriðja markinu við, þegar hann skaut langt utan af kanti „jarð arbolta“, sem Björgvin markvörð ur missti klaufalega inn fyrir sig. Þetta var meira en Valsmenn þoldu og það sem eftir var voru þeir í ,statista“Jhlutverkum. Þrótt ur fékk að leika að vild og það var satt að segja heppni Vals, að Þrótti tókst einungis að bæta einu marki við, en það kom á 30. mín. og skoraði Ólafur Björgvinsson það. _________ Ungur maður nýkominn frá myndlistamámi í London held á 16 myndum í Mokka. Mynd- imar eru gerðar með vatnslit- um þekjulitum og kolum og HVERFISTlGI Framhald af 2. síðu. Þetta er fyrsti áfangi breyting- anna í Hafnarstræti 93. Innan skamms hefst svo síðari áfanginn, sem er innrétting fyrir Herradeild ina á fyrstu hæð hússins. En áður þarf að flytja Búsáhaldadeildina í húsnæði það, er Vefnaðarvöru- deildin flutti úr. Milil fyrstu og annarrar hæðar í Hafnarstræti 93 mun verða sett- ur upp hverfistigi, sá fyrsti norð- an lands. En auk hans mun venju- legur stigi tengja saman þessar tvær deildir. Deildarstjóri Vefnaðarvöru- deildar er Kári Johansen en deild- arstjóri Herradeíldar, sem starfað hefur sem sérstök deild frá 1. janúar s.l., er Björn Baldursson. Þama vann Þróttur óvæntan sigur, en fyllilega verðskuldaðan. Eg hef oft séð Þróttar-liðið ná bet ur saman en að þessu sinni — og varlega skyldu liðsmenn taka þennan sigur. Guttormur var góð ur í markinu, en af sóknarmönn- um bar mest á Hauki, Ólafi og Axel, sem nú sýndi sinn bezta leik í langan tíma. Valsliðið má sannarlega fara að athugá sinn gang. í fyrsta lagi er augljóst, að liðið er úthalds- laust — og auðvitað veit það aldrei á gott. Varnarleikurinn, sem hefur verið sterkari hlið Vals, var ekki upp á marga fiska í leiknum gegn Þrótti. Loks má benda á, að sóknarmenn liðsins hafa ekki hinn rétta baráttuanda. Það þýðir ekki að leggja árar í bát, þótt á móti blási. Meistaraflokksmaður á að berjast í 2x45 mín. siðan getur hann hvílt sig — og gert upp reikningana. Hreint út sagt, léku allir liðsmenn Vals undir getu í leiknum. Dómari var Steinn Guðmunds- allar nýjar. Sigurjón Jóhanns- son heitir listamaðurinn Sigl- firðingur að uppruna, s-túdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1959, hefur lagt stund á myndlist hér í Handíða- og myndlistarskólanum og dvaldi við myndlistamám í London í vetur. Sigurjón hefur teiknað mikið í blöð hér heima og auk þess teiknaði hann í Fauna Menntaskólans í Reykjavík í mörg ár. Myndin hér að of- an er af Sigurjóni og tveimur mynda hans á Mokka. ' ________(Tímamynd—KJ). FÉKK ÞANN STÆRSTA Framhald af 16. síðu. , fessor Bauer á veiðar í golf- straumnum, sem liðast þarna milli eyja og lands. Veiðarnar þar eru stundaðar á stórum bátum, og mikið undir skip- stjóranum á bátnum komið, hvernig gengur, því hann fer í alls konar króka afturábak og áfram, þegar fiskurinn hef- ur tekið. Það var í þessari veiðiferð, sem ég fékk þennan 524 punda sverðfisk. Sérslakur veiðistóll er fyrir veiðimenn- ina um borð, og em óíar spnnt ar yfir bakið á þeim og í stöng ina, enda betra þegar svona stórir fiskar bíta á. Við veið- amar notaði ég 7 feta fiber- stöng með 130 punda línu, og beitan var makríll í þetta skiptið. Sverðfiskurinn, sem ég veiddi, stakk sér á annað hundrað metra, þegar hann var búinn að taka, og í hvert sinn sem tókst að ná honum upp á yfirborðið, tók hann á rás. í sjávarskorpunni stökk hann svo í loft upp hvað eftir annað, fjögurra metra langur og rennilegur. Viðureignin við þennan sverðfisk tók alls einn og hálfan tima, og mátti varla á milli sjá, hvor var þreyttari, fiskurinn eða ég, þegar hann var kominn í bátinn. Nýja vélin kemur FB-Reykjavfk, 28. maí í fyrramálið klukkan 9 kemur nýja flugvél Loftleiða til Kefla- víkur, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Með vélinni koma 100 boðsgestir í boði Loftleiða, þ. á. m. Thor Thons sendiherra og frú, Hannes Kjartansson ræðis- maður í New York og frú hans, Ámi Helgason ræðismaður í Chicago, Bjöm Bjömsson og frú frá Minneapolis og Grettir Jó- hannsson frá Winnepeg. Nýja flugvélin verður öllum til sýnis frá klukkan 4—6 á laugar- dagseftirmiðdag, og mun hún vera fyrir utan flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli. Lík Gunnars fundið FB-Reykjavík, 28. mal f dag fann froskmaður lfk Gunn ars Finnbogasonar frá Bogahlíð í Vestmannaeyjum. Gunnar hafði verið að klifra í klettum við Teistuhelli í Vestmannaeyjum, þegar sjór reið yfir klettinn, og tók Gunnar með sér, og dmkkn- aði hann. Varðskipið Óðinn kom til Vestmannaeyja með froskmenn og hefur Gunnars verið leitað nokkuð, og fannst hann að lokum í sjónum undir klettinum í dag. Innllegar bakklr sendi ég öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu mér samúð við fráfall og jarðarför sonar míns Guðjóns Bernharðs Jónssonar, Fáskrúðsfirði. Svanhvít Guðmundsdóttir. Maðurinn minn, Sigurjón Ólafsson frá Geirlandi, lézt að morgni 27. maí. Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna. Guðrún Ámundadóttlr. Öllum ykkur mörgu, kunnlngjum, vinum og frændum, sem vottuðu okkar hjartkæra bróður, mági og stjúpsyni, Sigurbirni Sigurjónssyni frá Krumshólum, virðingu og þökk við útför hans, og þeim, sem á margan minnisstæðan hátt hafa tjáð okkur innilega samúð og hluttekningu við hið sviplega fráfall hans, þökkum við af heilum hug og blðjum allrar blessunar. Kristján Sigurjónsson, Ása Eiríksdóttlr, Guðlaug Sigurjónsdóttir, Jón Úlfarsson, Finnbogi Haukur Slgurjónsson, Sigriður Ingimundardóttlr, Guðrún E. Gísladóttir. Framhalö af 1 siðu. Og allt er þá þrennt er. ur um þessar mundir syningu T I M i N N, föstudagur, 29. mal 1964. ts

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.