Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 2
Laugardagur, 30. maí. NTB-Aberdeen. — Miðaldra kona lézt í gær í Aberdeen í Skotlaindi úr taugaveikibróður, og er hún hin fyrsta, sem Iát- ið hefur lífið í farsóttinni. Skól ar og skemmtistaðir eru lokað- ir og umferð úr og í bo'rgina takmörkuð. 172 sýktir liggja nú á sjúkrahúsum. NTB-Kuala Lumpur. — Fund ur æðstu manna Malaysíu, Indónesíu og Filippseyja verð- ur haldinn í Tokio í næsta mánuði, og þar reynt að finna lausn á Malaysíudeilunni. Tal- ið er víst, að utanríkisráðherra fundur þessara ríkja verði hald inn áður. NTB-Vientiane. — Forsætis- ráðherra Laos, Souvanna Phouma prins, hefur fallizt á 58 eiga fund með leiðtoga fcreyfingar vinstri manna í iandinu, Souphanouvong prins, en telur, að slíkur fundur skuli hatóinn í Luang Prabang eða f Vientiane. NTB-Klagenfurt. — Stolið var skartgripum frá sænsku kvikmyndaleikkonunni Ingríd Bergman að verðmæti um 130 þús. krónur, meðan hún lék í kvikmynd einni, sem tekin var í Klagenfurt í Austurríki. Hún var fyrst vör við þjófnað- inn, þegar töku myndarinnar var lokið og hún komin til London. NTB-Kaupmannahöfn. — Gervihnattarannsóknastöðin í Rude Skov hefur fundið nýtt geislabelti yfir Mið-Skandi- navíu. Er hér Iíklega um að ræða brot úr ytra Van Allen- beltinu. NTB-New York. — í gær- kveldi var send sjónvarpsdag- skrá gegnum Telstar um John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Þátt í henni tók Jacqueline Kennedy, aðrír úr Kennedy-fjölskyldunni og þekktir evrópskir stjórnmála- menn. NTB-Moskvu. '— Walter Ul- bricht, leiðtogi austur-þýzkra kommúnista, átti f dag fund með Krustjoff forsætisráðherra en Ulbricht er í tveggja vikna heimsókn í Moskvu. NTB-New York. — Á þríðju daginn fara fram prófkjör republikana í Kaliforníu og eru bara tveir frambjóðendur, Barry Goldwater frá Arizona, og Nelson Rockefeller frá New York. Þetta verður síðasta prófkjörið fyrir flokksþing Republikanaflokksins í júlí. NTB-Bangkok. — Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, kom í dag tii Bangkok og mun hann ræða við thai- lenzka leiðtoga um ástandið i Suð-au&tur-Asíu. NTB-Tokio. — Hayato Ik- eda, forsætisVáðherra Japans, segist vilja gera friðarsamn- lnga við Sovétríkin, ef þau skili aftur þeim japönsku eyj- um, sem Rússar fengu við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þáttur kirkjunnar „Ég kvelst í þessum logaw Oft hefur sagan um ríka manninn og Lazarus, auðmann inn og öreigann, nautnasegginn og allsleysingjann veríð mis- skilin og mistúlkuð. Hún hef- ur verið færð svo langt i burtu, að orð hennar voru líkt og bergmál af fjarlægum viðburði. Og líkingamál hennar hefur verið talið túlka veruleika í óþekktum heimum. En sannleik urínn er sá, að hún er ekki annað en undirstrikun á grund- vallaratriði kristins dóms, lífs- skoðun Kristis, sem hlýtur að birtast í svarinu við spurningu hans: „Að hvaða gagni kæmi það manni, að eignast allan heiminn, ef hann biði tjón á sálu sinni?“ Heimurinn er þá hugtakið yfir allt þetta hið sýnlega, á- þreifanlega og eftirsóknar- verða, peninga, fasteignir, nautnalíf, völd, frægð, lífsþæg- indi. Sálin er hins vegar tilfinn- ing, hugsun, vilji. Þetta hið innra og órannsakanlega, sem getur falið í sér bæði himna- ríki og helvíti, eftir því hvern ig á er haldið, sælu og van- sælu, frið eða angist, unað eða þjáningu. Við gætum fært spurninguna nær til skilnings með því að spyrja, hvers virði væri hálfvita eða vitfirringi að eiga milljónir. Hvers virði væri þeim, sem glatað hefði hæfi- leika til að gleðjast, tilfinninga lausri eða skyndauðri mann- eskju að eiga öll skemmtihús borgarinnar og koma þangaö, dvelja þar. Hvers virði væri viljabiluðum letingja, að eiga beztu jarðeignir landsins? Saga Jesú um óhamingju- sama auðmanninn er saga margra blátt áfram hversdags- saga margra á okkar landi núna, yfirleitt saga misskilinna allsnægta og áhrifa þeirra á fólk, sem hefur óþroskaða hugs un, vanþróaðar tilfinningar eða rangsnúinn vilja. Og líkingin um kvalastaðinn, er ekki mynd af neinu fjarlægu helvíti með logandi sínum Surtseyjarbáls, iheldur ástand í eigin sál manns ins, ástand, sem því miður margir kannast við, og er hið hryllilegasta, stundum kallað timburmenn, stundum delirium og nú á síðustu tímum af al- gjörlega þekkingar- og skilnings lausum kallað „morall". Sem á að þýða eitthvað í líkingu við iðrun, en táknar siðferði eða siðfágun. Hafið þið tekið eftir orðun- um, sem eru gleðilegust fyrir vesalings fyllibyttuna ríku í dæmisögunni? Það eru ein- mitt orðin: ,,Eg kvelst í þessum loga“. Þau sanna, að hann hef- ur enn tilfinningu. Og sú til- finning getur knúið hann til lífs og starfs að nýju. Sú tilfinning er óp lífsins í sál hans og sannar, að hann hef- ur ekki glatað henni og að enn er von. Von um, að hann geti snúið við eins og týndi sonur- inn forðum. Hann er ekki enn kominn á hærra stig en svo, að hann telur án hugsunar eða án vilja, að auðurinn verði bezt notaður fyrír munn og maga til veizlu- halda og víndrykkju. Kannast íslendingar nokkuð við þetta þroskastig núna eftir góða vertíð, með háan hlut á bátunum? Sagði ekki t. d. ung- ur hreinskilinn vinur minn við mig um daginn: Sjáðu til ég er búinn að hafa 140 þús. krónur núna á þrem mánuðum. En þær verða allar farnar til fjand ans á hálfum mánuði. Og Bakk us er þessi fjandi. Og áhrifin eru dásamleg bara að bölvaðir timburmennirnir og morallinn kæmi ekki á eftir að kvelja mann. En þetta er nú það eina sem maður getur lifað fyrir. Þessi orð eru hversdagleg yfirlýsing um nútímamann sem ber fram sömu játningu, sama vitnisburð og auðmaðurinn, er sagði: „Eg kvelst í þessum loga“. Og þau veita mörg ægileg hugsunarefi. En samt eru þau ekki annað en illa gerð gríma til að hylja rótleysið, trúleys- ið, og uppeldisskortinn, sem blessað unga fólkið hefur hlot ið frá okkur hinum eldrí. Og hvers er von um framtíðina? Hvað er að fást um Þjórsár- dalsævintýri og Hreðavatns á meðan fullorðna fólkið er sýnu verra í sinni eigin borg og hefur þar magann einan að æðstum Guði í dansinum kring um gullkálfinn. Þessi gullkálfadans sannar að hugsunin fær ekki tökin, er að deyja út. Það er engin rök- rétt hugsun bak við orð unga mannsins. Tilfinning er þar af skomum skammti. Og það er eitt hið ægilegasta, samt viðurkennir hann, að hann geti kvalizt í loganum á eftir. En hins vegar hefi ég nýlega átt tal við unga menn, sem virð ast hafa ratað í hina hræðileg ustu glæpi og vandræði, en eru samt rólegir, sljóir án sársauka, án iðrunar og ótta, með öðrum orðum án tilfinn ingar. Og viljinn til að rétta við er þá líka þorrínn, horfinn. Ef þetta er ekki það, sem Kristur kallar að fyrirgjöra sálu sinni, þá veit ég ekki hvað það er. Við höfum ekki kennt börnunum að trúa á Guð, trúa á lífið, gleðjast yfir gæðum þess og fegurð, hryggjast yf- ir ægileika, grimmd og ö- mennsku. Það er meinið. Og svo kemur áfengið, óminnis- hegrinn, og ber eld að öllu saman og brennir sálina, svo að allt verður til einskis, sem óskað var. Og við sjáum enga leið til að brúa bilið milli lífs og dauða, sælu og vansælu. En þótt undarlegt megi virð- ast, þá verður bilið ekki brúað nema með þjáningum. „Eg kvelst í þessum loga“ væri fagnaðarboðskapur ásamt tár- um frá vitund tilfinningasljóa ólánsmannsins. Það værí lífs- markið, fyrsta fetið til baka inn í það land ástar og sælu, sem æskunni, óspilltri æsku er á- skapað að þrá og njóta. Eng- inn virðist hafa skilið þetta fólk betur en Kristur. Hann veit, að það er ekki vont í sjálfu sér, getur meira að segja verið gott, gáfað og glæsi legt smbr. Maríu Magadalenu, Pétur postula, og Júdas frá Kariot. Og hann segist vera kominn og sendur til að hjálpa því og frelsa það, og trúarjátningin heldur því fram, að hann hafi stigið niður til helvítis til að bjarga því sem bjargað verður. Og hann brú- aði bilið, breiða bilið með sinni eigin þjáningu, þar sem hann kvelst í loga krossfestingar og örvænis. Og nú skulum við vera öll samtaka um, að óska þess að Jesú takist að bjarga okkar þjóð frá rótleysinu í brimróll auðsins, þar sem lifað er hvern dag í dýrlegum fagnaði, svo að sálin gleymist og visnar. Hugsunin dvínar og deyr til- finningin dofnar í moðvolgu blóði og viljinn snýst allur um auð og nautnir, veizlur, vin og klæði. Hann er einasta vonin, það er að segja kraftur hans og kærleiki, þjáning hans og fórnarlund hvar sem þessi and lega auðlegð birtist. En samt verða flest ráð til lítils meðan Bakkus gengur laus. Betra væri að stemma á að ósi og loka áfengisverzluninni ag minnsta kosti um tíma, meðan eitthvað er að rofa til með slysin og glæpina. Hér sést varla handa skil. En ópin: „Eg kvelst í þessum loga“ eftir slys og harma gnæfa þó hæst, og á meðan tilfinning er til þá er von um líf. Árelíus Níelsson. Frá þjóðhátíðarnefnd Þeir, sem áhuga hafa fyrir að starfrækja veitinga- tjöld í Reykjavík í sambandi við hátíðahöld þjóð- hátíðardagsins, 17. júní n. k., mega vitja umsókn- areyðublaða í skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 8, frá mánudeg- inum 1. júní n. k. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Innkaupa- stofnunarinnar í síðasta lagi miðvikudaginn 10. júní. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. Hafnarfjörður afgreiðslukona óskast til afleysinga í sælgætis- sölu. Gott kaup uppl. í síma 17908. I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ Laugardalsvöllur, sunnudag kl. 20,30 Valur — Fram Keflavík Njarðvíkurvöllur sunnudag kl, 16,00 I.B.K. — I.A. MÓTANEFND. Tilboð óskast í Peugot 1963 í því ástandi, sem bifreiðin er 1 eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis við Bílaskálann h.f., Suð rilboð merkt „Peugot“ óskast send skrifstofu Sam vinnutrygginga, herbergi 214 fyrir kl. 17 þriðju- daginn 2. júní. 2 T ( M I N N, sunnudagur 31. maf 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.