Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb),'Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Henrik Sfangerup: "*****®*^™""l,*"«^*"*a*"**“*** Verður Mendes-France teflt fram gegn de Gauile? Framboð Gasfon Deferre fær ónógar undirtekfir Samstarfi hafnað um utanríkismál I eldhúsumræðunum, sem fóru fram rétt fyrir þing- lokin, rakti Eysteinn Jónsson það, að Framsóknarflokk- urinn sé stjórnarflokkunum sammála um að byggja utan- ríkisstefnuna á vestrænni samvinnu og þátttöku í NATO. Hins vegar hafi oft verið og sé ágreiningur um, hvernig þessi stefna skuli framkvæmd. Núverandi stjórn hafi tekið þann hátt upp að hafa enga samvinnu við stjórnar- andstæðinga um utanríkismál, og sé það ólíkt því, sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þar hafi ríkis- stjórnirnar nána samvinnu við stjórnarandstæðinga um þessi mál og taki tillit til afstöðu þeirra. Núverandi stjórn liafi alveg rofið allt slíkt samstarf og m. a. vikið fulltrúa Framsóknarflokksins úr varnarmálanefnd. „Ávöxt þessara samstarfsslita11, sagði Eysteinn Jóns- son, „má m. a. sjá í þrennu. Búið er að semja af okkur rétt til einbliða útfærslu landhelginnar, en hvað það þýð- ir má marka af því, að án þess að nota slíkan rétt ein- hliða, sem við áttum áður, hefðum við ekki búið nú við 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Erlent hermannasjónvarp var látið flæða hér yfir sjónvarpslaust land og með því skapað stórfellt vandamál varðandi framkvæmd vest- rænnar samvinnu, en hefði samráð verið haft um þessi mál, stóðu vonir.til að þessu hefði orðið afstýrt. Loks sýn- ist búið að leyfa nýjar hernaðarframkvæmdir í Hvalfirði, sem einfalt var að standa gegn sem áður, ekki sízt við batnandi friðarhorfur í heiminum, og er þar enn aukinn vandinn ófyrirsynju. Því miður geta þessir varðar orðið óbrotgjarnir, því að það er hægara að semja svona á sig en að losna við það“. Samstarfsslitin um utanríkismálin áréttaði svo ríkis- stjórnin eftirminnilega á hinu nýlokna þingi með því að hafna tillögu Framsóknarmanna um samstarf við undir- búning stóriðjumála, sem erlendir aðilar kynnu að eiga hlut að. Sú afstaða ríkisstjórnarinnar að hafna samstarfi um þessi mál, boðar ekki gott, mælist illa fyrir og er í algeru ósamræmi við óskir meginþorra manna um það, hvernig flokkar og stjórnmálamenn eigi að vinna að utanríkismálum hvað sem stjórn eða stjórnarandstöðu líður. Stefnubreytingu strax Ræðu þeirri, sem Einar Ágústsson flutti í eldhúsum- ræðunum, lauk hann með því að minna á, að viðræður stæðu fyrir dyrum milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðs- félaganna um kjaramálin. Síðan sagði Einar: „í þessu sambandi ber að hafa það vel í huga, að einn stærsti útgjaldaliður hvers heimilis er húsnæðiskostnað- urinn og að það er undirstaða efnalegs sjálfstæðis að eignast eigið húsnæði, auk þess sem það er heilbrigt metnaðarmál dugmikils æskufólks í landinu. Kaupgjaldsmálunum er því ef til vill ekki hvað sízt hægt að þoka til réttrar áttar með myndarlegu átaki i húsnæðismálunum og koma á þann hátt fram raunhæfum kjarabótum. v Svona stórfellt þjóðfélagsvandamál eru húsnæðismál- in, þegar þau eru grannskoðuð og svona mikið er undir lausn þeirra komið. Þess vegna verður að taka upp nýja stefnu í þessu máli, ekki ,,væntanlega innan skamms“, heldur strax“. MARGT bendir til, að fyrir- hugað framboð Gaston Deferre, borgarstjóra í Marseille, gegn de Gaulle í forsetakosningun- næsta haust, ætli ekki að reyn ast eins álitlegt og ætlað var I fyrstu. Deferre hefur senni- lega farið of fljótt af stað og ekki unnið nægilega að því í kyrrþey að tryggja sér almenn an stuðning vinstrí manna. Þeirra skoðunar gætir því í vaxandi mæli í Frakklandi, að vinstri menn þurfi að leita að sameiningartákni og kemur þá mörgum Mendes-France einna fyrst í hug, þrátt fyrir eins kon ar pólitíska útlegð hans undan farin ár. Danskur blaðamaður fjallar um þetta efni í eftirfar- andi grein: VINSTRIMENN í Frakklandi hafa greinzt í fjölmörg flokks- brot síðan stríðinu lauk. Frakk ar eru sérlega hneigðir til að mynda mörg flokksbrot og talað er um flokka lengst til vinstri, vinstrimenn og mið- vinstrimenn. Þegar fari# var að ræða um að bjóða Gaston Déferre fram við forsetakjör leit í fyrstu út íyrir að allir vinstrimenn gætu sameinazt um einn ákvsð inn mann og eina ákveðna stefnu. Gaston Deferre átti að verða Kennedy Frakklands. Hópur menntamanna stóð á bak við hann og myndaði hinn hugsjónalega höfuðstól, líkt og var um Kennedy. Engir af frönskum vinstri- mönnum óska eftir að hverfa aftur til þess ástands, sem ríkti áður en de Gaulle tók við völdum. Þess vegna ríður á að fá sterkan sósíalista sem for seta í staðinn fyrir de Gaulle. EN ER Deferre þá sterkur vinstri maður? Er hann skör- ungur? Er stefna hans svo lokk andi, að hún sé til þess fallin að vera teflt fram gegn stefnu De Gaulle? Sópar jafn mikið að Deferre og Kennedy á sinni tíð? Meðal vinstri manna i Frakk landi hefir gætt því meiri von- brigða sem lengra hefir liðið frá því að M. X var fyrst nefnd ur til framboðs. Deferre vill fyrir alla muni komast hjá stuðningi kommúnista í því formi, að þeir standi að fram boði ásamt öðrum vinstri mönn um (en menntamennirnir, sem á bak við hann standa, vona samt sem áður að kommúnist- ar kjósi hann). En þar með er ekki öll sagan sögð, þar sem stefna Deferre þykir heldur ekki sigurstrangleg. Talað er um að koma á sós- íalisma, en það er ekki djúptæk ur sósíalismi. Talað er um já- kvæða og framsýna stefnu í utanríkismálum, en samt sem áður hefir Deferre verið því meðmæltur, að draga ætti úr aðstoð Frakka við vanþróuðu þjóðirnar. Ráðizt er á þjóðem isstefnu de Gaulle og stefnu hans gegn einingu Evrópu, og gegn Bandaríkjunum, en ekki hefir verið lögð fram stefna, sem til þess sé fallin að tefla henni fram móti stefnu de Gaulle. Á það hefir ekki verið Mendes-France bent, hvernig unnt væri að vera Evrópusinni án þess að lenda í hinum vinsæla _ and- bandaríska Gaulleisma. Á sum um sviðum lítur jafnvel út fyr ir að stefna de Gaulle í utan ríkismálum sé jákvæðari og framsýnni en stefna sú, sem Deferre læzt ætla að fylgja. De Gaulle fylgir að minnsta kosti stefnu, sem unnt er að gera grein fyrir, en Deferre er hvorki hrár né soðinn. MENNTAMENNIRNIR að baki Deferre ætla að tefla hon- um fram sem öðrum Kennedy. Ljóst liggur þó fyrír nú þegar, að Deferre hefir ekki til að bera þann viljakraft eða að- dráttarafl sem Kennedy hafði, og nær ekki sömu tökum á fólki og hann. Deferre nefnir Norðurlönd sem fyrirmynd, og svo grálega vill til, að það er ef til vill einkum á Norðurlöndum, jafn vel sérstaklega í Danmörku, sem auðvelt er að finna jafn ingja Deferre meðal stjórnmála manna. Hann er einmitt jafn ópersónulegur og flestir stjórn ■—wim i mw—awiw málamenn okkar. Hann brosir nógu vingjarnlega og hefir til að bera sakleysi og góðvilja í ríkum mæli, en hann er engum krafti gæddur. Hann er ekki einn af þeim mönnum, sem til þess eru líklegir að breyta heiminum. MEÐAL franskra vinstri- manna er Pierre Mendés- France eini stjórnmálamaður- inn, sem gæddur er því að- dráttarafli, sem til þarf. Öll- um þykir miður að það skyldi ekki vera hann, sem tilnefndur var til framboðs við forseta- kosningarnar, heldur Deferre, hinn næst-bezti. Pierre Mendés-France er persónulega andsnúinn því að gefa kost á sér sem forsetaefni. Hann er allt of „einráður" til þess að geðjast að því. Engu að siður er af og til faríð að bera sér í munn þann mögu- leika, að Mendés-France kunni samt sem áður að fallast á að verða í framboði. Hann er róttækur maður og stendur að því leyti milli vinstrimanna og kommúnista. Og hann er eini stjórnmálamað ur fjórða lýðveldisins, sem hefir óflekkaðan orðstír. Sós- íalistann Guy Mollet tekur til dæmis enginn alvarlega. Af- staða hans í stríðinu í Alsír og afskipti hans af Súes-málinu koma í veg fyrir, að unnt sé að bjóða hann fram sem vinstri mann og ætlast til að fólk treysti honum. PIERRE MENDÉS-FRANCE getur talizt tákn um endurvakn ingu á stefnu Frakka eftir stríð ið, áður en de Gaulle tók við völdum. Það var hann, sem tókst að binda endi á stríðið í Indókína. Það var hann, sem vildi koma á umbótum og ekki láta sér nægja að leika nýjan pólitískan skollaleik á hverjum degi. Einnig hafnaði hann de Gaulle eindregið árið 1958 og neitun hans byggðist á sannfæringu, en var ekki sprottin af tilhneigingu til að sér vinsælda. Loks má geta þess, að Mendés-France þyrði að þiggja stuðning kommúnista, ef því væri að skipta, án þess að óttast að eiga á hættu að verða þræll þeirra. Að því leyti er hann heiðarlegri en Deferre. Mörgum Frökkum geðjast ein mitt mjög illa að þeirra afstöðu Deferre til kommúnista, að þykjast í orði kveðnu vera ein- dreginn andstæðingur þeirra, en vonast hins vegar eftir að hljóta atkvæði þeirra, þegar til kastanna kemur. BYRJAÐ er sem sagt að nefna Mendés-France sem hugs anlegt frambjóðandaefni við forsetakosningarnar. Enginn veit þó, hvort unnt kann að reynast að fá hann til að fall- ast á það sjálfan, eða hvort nægilega margir vilja gera til- raun til þess. En ef þetta gerð ist, — og allt virðist óneitan- lega geta gerzt í frönskum stjórnmálum, — þá er Mendés France bezti maðurinn, sem hægt er að hugsa sér sem keppinaut de Gaulles. T í M I N N, sunnudagur 31. maí 1964. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.