Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 15
DAGSTUND Framhald af 8. síBu. í þessum smákompum mínum hér. — Hefurðu fengizt við smíð- ar lengst af ?' ;— Já, heima í sveitinni frá fyrstu tíð, pabbi var smiður og bjó á Kolsstöðum í Miðdölum, og við bræðurnir allir smíðuð- um jafnframt búskaparstörfun- unum. Mest smíðuðum við á veturnar, þá gerðum við tals- vert af því að smíða rokka. Ég var með þeim yngstu af systk- inunum, en við vorum ellefu talsins. — Hvenær fluttistu til Reykjavíkur? — Það hefur verið laust fyr- ir 1940. Ég hafði þá átt við veikindi að stríða nokkuð lengi og þurfti alltaf að vera að fara hingað suður til að leita lækn- is. Svo ákvað ég að setjast hér um kyrrt, keypti þetta hús, sem var illa farið, lagfærði það utan og innan. En nú er verið að byggja fjölbýlishús hér allt í kring og rekur víst að því að minn kofi verði að víkja ein- hvern daginn. Og það er nú helzta áhyggjuefni mitt, hvað verður um húsið og mig. Nú var ekki lengur til setu boðið, Hallsteinn þurfti að fara niðureftir til Ásmundar bróð- ur síns og hjálpa honum við að steypa upp mynd, svo að ég ákvað að slást með í för- ina og heilsa upp á myndhöggv arann. Ásmundur hefur manna lengst verið kennari við Mynd listarskólann í Reykjavík, sem nú heldur áðurnefnda sýningu á safni Hallsteins. Sá skóli hefur alltaf verið kvöldskóli. En nú er kominn skriður á að gera hann að fullgildum dag- skóla, verður safnað styrktarfé- lögum í líkingu við Tónlistar- félagið, fá þeir ókeypis að- gang að öllum sýningum, sem skólinn stofnar til, og er sýn- ingin á safni Hallsteins hin fyrsta slík, en væntanlega verð ur fengin hingað erlend sýning seint í sumar eða haust. Verð- ur haldið áfram að safna styrkt arfélögum. — Þegar við Hallsteinn kom um niður í Sigtún, var Ás- mundur og Ingrid kona hans að drekka kaffið. Eg spurði um gestaganginn, og þau svör- uðu,-að fólk væri að koma að skoða allan ársins hring, en nú byrjaði aðalstraumurinn, stór hópur hefði komið í dag. „Ég hef gaman af að fólk er að koma langar leiðir til að skoða þetta og vildi gjarnan geta rætt við það. En ég vísa fólkinu bara inn í safnið og læt það flest eiga sig þar, því að ég kæmi litlu í verk, ef ég ætti að sinna öllum þessum gestum, sem vert væri. Annars skal ég segja þér það, að það sem er nú mest aðkallandi mál í myndlistinni hér í þess ari borg, er sýningarhús. Hér þarf að byggja sýningarhöll með misstórum sýningasölum, þar sem allir geta fengið inni. Hvað á þetta að dragast lengi?“ — Vilja ekki sumir gestirn- ir fá þig til að túlka verk þín með orðum? — Það er skemmtilegt að sjá, að það fer mikið eftir þjóð erni, hvernig fólkið er mót- tækilegt fyrir að skoða þessar myndir. Mér finnst Ameriku- menn vera móttækilegastir. Annars er þetta misskilningur, að fólk þurfi endilega að skilja list ofan í kjölinn, það á að skynja listina fremur en skilja. Ég held, að svo mundi fara fyrir mörgum, að um það bil sem þeir fari að skilja lista- verk til hlítar, hætti þeir að njóta þess. Hvernig er ekki með myndina af Monu Lísu? Hver skilur hana? Er það ekki einmitt þetta óskiljanlega bros, sem vekur aðdáun og nautn áhorfandans. Ég hef aldrei heyrt viðhlítandi skýringu á þessu brosi — ekki fyrr en þegar við Ingrid komum í Louvre-safnið og þar að, sem þessi fræga mynd hangir. Þeg- ar Ingrid hafði virt hana fyrir sér um stund, sagði hún: „Ég get ekki betur séð en þetta sé vitfirringabros. Þetta er ná- kvæmlega eins og á einni skóla systur minni, sem missti vitið skömmu eftir að hún fór úr skóla“. 15% Framhald af 1. sfSu. Iiafa verið tekin af kaupi verka- manna vig útborgun á föstudaginn en við næstu útborgun býzt ég við að lögin komi til framkvæmda. Verkamenn fá kaup sitt greitt eft ir á, og almennt mun miðað við að lögin komi til framkvæmda um mánaðarmótin. — Og hvað þarf svo verkamað ur að greiða í sparimerki? — Lægsta umsamið verkamanna kaup fyrir 48 stunda vinnuviku eru krónur 1.545.60 og samkvæmt nýju lögunum þarf að borga um 234 krónur af þeim vikulaunum í sparimerki. Þá hringdi blaðið í nokkra vinn staði, sem borga út vikulega, og á sumum þeirra höfðu viðkomandi aðilar ekki hugmynd um að „ein hver lög um 15% sparimerki hefðu verið samþykkt á Alþingi“ og auð vitað var launagreiðslum hagað í samræmi við þetta eftirtektarleysi Til gamans má geta þess, að 28. launaflokkurinn er sá hæsti hjá ríkisstarfsmönnum og, ef þeir að ilar, sem í honum eru, ættu að greiða sparimerki, þá yrðu það kr. 2.987.00 á mánuði. HLÝJAN Framhald af 1. íí3u. Innigjöf hefur stytzt mikið. því kýr eru víða kcmnar út, og hefur þetta sparað þó nok.< uð—af heyjum hjó- bændum,- Útjjörð er víðast hvar gróin, og er það mun fyrr en venju lega, og er hægt að hleypa kúm á hana fyrstu dagana. AU ar framkvæmdir eru fyrr á ferð inni hjá bændum en verið hef ur og ætti það að geta orðið til þess, að nú verði hægt að vinna meira að byggingum, snyrtingu og ræktun en ann ars hefði verið sagði Ólafur Stefánsson, settur búnaðarmáln stjóri, í morgun. Á Vegamálaskrifstofunni var okkur sagt að vegir hefðu ver ið mjög óvenjulgeir í vetur og vor. Autt væri orðið í byggð um og aurhlaup lítið en fjail vegir eru nolikuð blautir enn þá. Umferð hefur verið leyfð um allt land, nerna á nokkrum stöðum á Norðausturlandi- Nokkurt fé hefur án efa spar- ast í vegamálum vegna þessar ar góðu tíðar, en þess má þó geta, að þurft hefur að hefla vegina oft í vetur og hin mikia umferð slítur þeim ekki síðu” en margt annað. Hins vegdc hefur viðgerð getað farið fram á nokkrum stöðum við vega- Lagnir t. d. er byrjað aftur á Ferðaskrífstofan LANDSÝN Skarphéðinn D. Eyþórsson Fararstjóri: ÁRNI BÖÐVARSSON, cand. mag. — Verð: kr. 3.600,00. 11 daga öræfaferð veðar farin dagana 9.—9.— 20 júlí. Farið m. a. um Mýrdal, Eldgjá, Veiðivötn, Tómasar- haga, Mývatnssveit, Herðubreiðarlindir, Öskju, Dettifoss, Hljóða kletta, Ásbvrgi, Tjörnes, Akureyri, (sameiginleg- ur kvöldverður og kvöld vaka) Hveravellir, Reykjavík. Nánari leið- arlýsing á Ferðaskrif- stofunni Landsýn. Þátttakendur hafi með sér tjald, viðleguútbún- að og nesti. Farið verð- ur í nýjum og björtum fjallabílum með stólsæt- im. — Þáttaka tilkynn- st fyir 15. júní í síma 22890. í'ERÐASKRIFSTOFA LA ISl □ SVN 1- Týsgata 3 sími 22890 Vélritunar- og hraðritunarskóli Notið frístundirnar Vor- og sumarnámskeið í vélritun blindskrift, uppsetningu og frágangi verzlunarbréfa, samninga o. fl. ,.Dag-. og kvQldtímar. •„ Upþlýsingar og innritun í síma 19383, kí. 12—2 e.h. Hildigunnur Eggerfsdóttir — Stórholti 27 — Sími 19383 Strákavegi og að undanförnu hefur verið framkvæmd pó nokkur endurbygging á Hval- fjarðarveginum undir Þyrli. Innanlandsflugið hefur einn ig verið óvenjulega öruggt í vetur, en ekki lágu fyrir tölur hjá Flugfélaginu um flug. á einstaka staði eftir áramót. Flugvellir hafa sjaldan eða aldrei verið tepptir af snjó. í Vestmannaeyjum hefur viðr að svo vel, að lítið hefur þurft 'að grípa til nýju flugbrauta’- innar, og hafa vélar Flugfélags ins því oftast getað þar. Eins og komið hefur fram í fréttum blaðsins af vetrav- vertíðinni voru gæftirnar með eindæmum góðar, sérstaklega þegar líða tók á veturinn, og var róið á næstum hverjuri degi. ÞAKKARÁVORP Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu mér hlýhug á sjötíu og fimm ára afmæli mínu þann 27. apríl s. 1. Methúsalem Methúsalemsson, Bustarfelli. Orðsendin tii félagsmanna Bandalags ísl. listamanna. Ókeypis aðgöngumiðar að setningarathöfn Lista- hátíðar bandalagsins í samkomuhúsi Háskólans, sunnudaginn 7. júní, verða afhentir félagsmönn- um bandalagsins í dag og á morgun kl. 2—8 á skrifstofu Tónlistarfélagsins. Garðastræti 17. Af- gangsmiðar verða seldir á þriðjudag. Stjórnin. Vandamönnum og vinum, sem á margvíslegan hátt glöddu mig með gjöfum, heillaskeytum og margs iags annarri hugulsemi á áttræðisafmæli mínu 24. marz 1964, færi ég hugheila þökk. Guð blessi ykkur öll. Jónía Guðrún Jónsdóttir, Valdasteinsstöðum, Hrútafirði. MaSurinn minn Gísli Markússon lézt 18. maí s. I. — Jarðarförin hefur fari3 fram. Þakka ínnilega auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfélaga hans hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur og þeirra, sem önnuðust hann í velkindum hans á Landsspítalanum. Guðrún Sæmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður míns, Þórhalls Jónassonar, Haga, Bakkafirði. Fyrir nönd aðstandenda. Halldóra Þórhallsdóttlr. Eiginmaður mlnn Kristinn Jónsson, Kirkjuvegl 1, lézt föstudaginn 29. maL Ragnhlldur Stefánsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.