Alþýðublaðið - 15.01.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.01.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýðublaðið 15. janúar 1952. Iskyggilegur vöxtur atvinnuleysisins FRÉTTIR af hinu ört vax- andi atvinnuleysi eru nú orðn ar daglegur \úðburður. Á föstudagskvöld voru kunn úrslit síðustu atvinnuleysis- skráningarinnar á Siglufirði, sem hefur sér í lagi orðið hart úti undanfarið. Þar reyndust 214 menn atvinnulausir, þar af 131 fjölskyldufaðir með 394 manns á framfæri. Á laugardag bárust svo þau tíð indi samkvæmt athugun at- vinnuleysisnefndar fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, að nær 1500 fé- lagar aðeins 13 verkalýðsfé- laga höfuðstaðarins gengju nú atvinnulausir, en þeir eru taldir hafa um fimm þúsund manns á framfæri sínu. Fyr- ir einum mánuði voru at- vinnuleysingjarnir í viðkom- andi verkalýðsfélögum hins vegar 600 talsins. Það þóttu og voru sannarlega ískyggi- leg tíðindi. En nú er tala at- vinnuleysingjanna orðin 1500 og hefur því hækkað um 900 frá því fyrir jól. Nánar tilgreint er ástandið slíkt og þvílíkt, að meira en helmingur reykrvúskra vöru- bílstjóra er atvinnulaus, meira en helmingur múrara, helm- ingur bókbindara, sjö af hverjum tíu málurum, þriðj- ungur prentmyndagerðar- manna, tveir af hverjum fimm Iðjufélögum og 600 Dagsbrúnarmenn. Og þó nær þessi athugun aðeins til 13 af 33 verkalýðsfélögum í bæn- um. Það leynir sér svo sem ekki, hvert stefnir. Atvinnu- leysið er þegar orðið þjóðar- böl. En hvernig bregzt svo rík- isstjórnin og stuðningslið hennar á alþingi við þessum tíðindum? Sú saga er fljót- rakin. Fyrst í stað bar ríkis- stjórnin á móti því, að nokk- urt atvinnuleysi væri hér á landi. Björn Ólafsson heild- salaráðherra lét svo um mælt í útvarpsumræðum skömmu fyrir jól, að honum væri ekki kunnugt um neitt at- vinnuleysi. Þá voru skrásett- ir atvinnuleysingjar í Reykja vík 600 talsins og stödd hér syðra nefnd manna frá Siglu- firði til að ræða vandræði kaupstaðarins við stjórnar- völdin. Síðan hefur Björn Ólafsson ekki á atvinnuleysið minnzt, en málgögn stjórnar- flokkanna eru hins vegar öðru hvoru að fræða lesendur sína á því, hvað atvinnuleysi myndi hér stórkostlegt, ef ekki hefði verið gripið til gengislækkunarinnar, en sú ráðstöfun er meginorsök öng þveitisins í efnahags- og at- vinnumálum landsins! í tilefni þessa virðist ekki úr vegi að spyrja ríkisstjóm- ina og stuðningslið hennar á alþingi, hvort þessum háu herrum finnist ekki atvinnu leysið orðið nóg vegna gengis lækkunarinnar og því kom- inn tími til, að þeir hætti að; fjölyrða um það atvinnuleysi, sem hér væri, ef gengi krón- unnar hefði ekki verið lækk- að? Og áreiðanlega er von- laust fyrir þá og málgögn þeirra að ætla að blekkja þjóð ina í þessu sambandi. Afleið- ingamar af gengislækkuninni og stefnu núverandi stjómar flokka blasa við, hvert sem litið er. Hugsandi og ábyrg- um mönnum getur ekki dul- izt, hvaða voði er á ferðum. En ríkisstjórnin lætur sem hún hafi ekki hugmynd um atvinnuleysið. Það er engu líkara en Birni Ólafssyni heildsaíaráðherra hafi tekizt að sannfæra samráðherra sína um, að lygi hans væri sannleikur! En braskararnir halda áfram að græða, verð- bólgan heldur áfram að auk- ast og skattarnir halda áfram að hækka. Ríki og bær leggj- ast á eitt um að binda þegn- unum byrðar samtímis því, sem atvinnuleysið fer eins og logi yfir landið, en Eysteinn Jónsson gleður sig yfir fimmtíu milljóna tekjuaf- gangi og má ekki heyra á það minnzt, að missa einn einasta skattpening. Þetta eru staðreyndirnar um fjár- málastjórn þeirra flokka, sem undanfarin ár hafa keppzt um að lofa sjálfa sig fyrir sparnað og fyrirhyggju. Þær eru svo ægilegar, að helzt minnir á hrun og hörmungar kreppuáranna fyrir heims- styrjöldina síðari. En auðvit- að halda stjórnarflokkarnir áfram að syngja sjálfum sér l°f °g dýrð fyrir farsæla fjái’ málastjórn. Það væri synd að segja, að forustumenn þeirra kynnu að skammast sín. Alþýðuflokkurinn varaði við þessari óheillabróun við síðustu kosningar. Veruleik- inn er nú orðinn miklu átak- anlegri en nokkur þorði að spá þá. Og öngþveitið fer fyr- irsjáanlega vaxandi, unz þjóð in hefur losað sig við forustu núverandi ríkisstjórnar og flokkanna, sem að henni standa. Þá er fyrst von til, að unnt muni að snúa við. « Sfúdenlafélag Reykjavíkur Kvöldvaka verður haldin í Sjálfstæðishúsinu n.k. miðvikudag 16. þ. m. og hefst kl. 8V2 e. h. 1. Helgi Hjörvar rithöfundur les upp. 2. Eínleikur á cello: Pétur Urbancic, stud. mag. 3. Akademía íslands: Karl Guðmundsson, leikari. 4. Gátur: Einar Magnússon, yrirkennari. 5. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu á morg- un og miðvikudag frá kl. 5—7. AB — AlþýSublaSiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursso Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsing síml: 4906. AfgreiSsIusimi: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hveríisgötu S_: AB 4 Myndir, sem sýna hækkun álagningarinnar fí 1/ £ X 7- / * (svý/K, þu-XX K *£>' x) y T fz / r & r /y & / & T /V c/aftK , ó TfíG o.r rgs- qf/ /-/£//^f//-/S 7~/£ C-</ S./=> í-i t~/ æ MORGUNBLAÐJD birti á fimmtudaginn í vikunni, sem leið, vandaðar og nákvæmar teikningar, sem sýndu verðmynd unina á bátagjalde.yrisvörum. Á þessum teikningum var sýnt, hvað mikill hluti vöruverðsins er innkaupsverð, tollar, báta gjaldeyrir, söluskattur, heildsölu álagning, smásöluálagning o. s. frv. Með þessu móti þóttist Morg unblaðið hafa sýnt hve lítill hluti álagningin væri af vöru- verðinu. Við athugun sézt þó, að álagningin er um það bil þriðji hluti vöruverðsins og annar þriðji hluti er að mestu tollar, söluskattur og bá+agjaldeyrir. Innkaupsverðið er því ekki nema um það bil einn þriðji hluti útsöluverðsins. Álagningin á bátagjaldeyris- vöruna hér innanlands er með öðrum orðum eins iriikil og allt innkaupsverðið! Er ekki eitt- hvað undarlegt við slíkt fyrir- komulag? Og einu litlu atriði hefur Morgunblaðið gleymt. Það sýn ir ekki þá breytingu, sem orð ið hefur á álagningunni við af- nám verðlagsákvæðanna. AB hefur því leyft sér að láta gera nýjar myndir, þar sém þetta er sýnt. Skástrikaði reiturinn sýn ir álagninguna eins og hún hefði mátt vera mest, samkvæmt verð lagsákvæðunum, áður en verð- lagseftirlitið var afnumið. Krossstrikaði reiturinn sýnir hins vegar hvað heildsalar og kaupmenn hafa nú leyí't sér að hækka þá álagningu, samkvæmt síðustu skýrslu verðgæzlustjóra. Vöruverðið væri í dag kross- strikaða reitnum lægra ef vsrð lagsákvæðin væri enn í gildi. Það munar um minna! Fimmfugur og VALUR GÍSLASON leikari er fimmtugur í dag. Það telst enginn aldur nú orðið. Sízt af öllu þegar leikari á.í hlut, sem gengur um á meðal okkar á- horfenda í gervi fertugs manns. Og það gervi er ósvikið og eng inn leikaraskapur í sambandi við það, að svo miklu leyti, sem hægt er að telja leikara, sem um aldarfjórðungs skeið hefur komið fram í hinum ólík- ustu gervum, geti verið nokk- urt gervi eiginlegra öðrum fremur. í kvöld verður afmæl- isleiksýning hans í þjóðleikhús inu, þar sem hann kemur fram í aðalhlutverki í sjónleiknum „Anna Ohristie“ eftir Eugene O’Neill. „Mér hefur fallið einstakiega vel við leiksviðsverk Eugene O’Neill," segir Valur. „hvernig svo seni mér tekst í kvöld. Þar er á ferðinni kjarnarithöfund- ur, sem eitthvað hefur að segja, — og segir það á mergjuðu máli og umbúðalaust. Það er sannarlega ánægjulegt að fá tækifæri til að glími við hann.“ Valur hefur áður glímt við O’Neill á leiksviði. Eyrir nokkr um árum lék hann hlutverk Nat Millers í sjónleik O’Neill, „Ég man þá tíð“, sem þá var sýndur hér í Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavíkur og vakti meðferð Vals á því hlut- Valur Gíslason. verki mikla athygli. Aunars hefur Valur tekið á sig gervi hinna ólíkustu manntegunda; ís lenzkra sveitapresta og brczkra aðalsmanna, Péturs postula og Jóns biskups Arasonar, svo að nokkur dæmi séu tekin. Þess utan vann hann icngi í gervi bankastarfsmanns, og hef ég engan heyrt hafa neitt út á hann að setja sem slíkan, enda þótt hann yrði síðan að leika í öðru gervi að loknum vinnu- tíma, og hvíldartíminn yrði þvi af skornum skammti. Það er því ekki í<5 ástæðu- lausu, þótt maður spyrji Val hvernig honum faili það að geta nú, þegar haun stenaur á fimmtugu,- loksins gefið sig heilan og óskiptan að list sinni. „Og blessaður vertu, það ger ir slíkan reginmun, að því verð ur ekki með orðum lýst. Ekki þar fyrir, að maður liefur meira en nóg að gera, þrátt fyrir það. Síðan á nýári í fyrravetur hef ég leikið í hverju einasta leik- riti, sem þjóðleikhúsið hefur tekið til meðferðar, nema hvað ég slapp við að taka að mér hlutverk í óperunni, og lágu til þess góðar og gildar ástæður. Að frátöldu sumarleyfinu hef ég ekki átt einn einasta frídag, nema á stórhátíðum. Með opn- un þjóðleikhússins hefur að mínu áliti gerzt bylting í ís- lenzkum leiklistarmálum, og munu áhrif hennar fara dagvax andi á íslenzkt leiklistarlíf, hvar sem er á landinu. Það var unnið vel í Iðnó, en aðstaðan þar var öll önnur, eirís og gefur að skilja. Margar góðar minn- ingar á maður þaðan samt; það var ekki eingöngu strit og bar- átta, sem við áttum þar, enda þótt oft væri þar óhægt um vik.“ Án efa er engum gert rangt Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.