Alþýðublaðið - 15.01.1952, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.01.1952, Síða 6
FramhaSdsssgan 153 Helga Moray: SKT Saga frá Suður-Afríku Dr: Álíur Orðhengils: A FJÖRUM ÚTVARFSINS. Gtestir í útvarpssul ' tilefni af jólum og nýári; menn, sem hafa hleypt heimdraganum og flogið eða isiglt til 'framandi landa, með Vilhjálm Þ. Gíslason á und an og eftir. Búið. Þetta voru full orðnu jólasveinarnir, eða öllu Iieldur jólasveinar fullorðna fólksins, sá var bara munurinn, að Viihjálmur hafði ekkert orkt fyrir þá, eins og Þorsteinn Ö fyrir sína; þeir höfðu tekið vel á móti Páli í Bandaríkjunum, hann hafði bæði spiiað fyrir þá og spilað með þá eins og búast mátti við af honum. Sigurður Magnússon hafði verið að flækj ast á Grænlandi og lent í mann raunum, aðrír fóru til Ástra líu og Spánar, og Vilhjálmur kvað það einkenni á íslending um, að þeir fLæktust víða, og væri alls staðar tekið eins og konungum. Jú, það voru fleiri ferða- menn á ríkisútvarpinu um jól- in, heldur en jólasveinar, 1 og 2. aldui-flokkur. Þangað komu sumsé Sendiherran n írá Júpiter, nýkominn frá Moskvu. Er þarna um eitthvert það óskammfeiln- asta áróðursbragð að ræða, því að allir vissu, að Þorsteinn meíirti að svona væri það í Moskvu, þegar hann sagði að svona vaeri það á Júpiter. Nóg- ur var friðarvíljina á Júpiter, sagði hann, og svo allur þessi andlegi og siðgæðislegi þroski. Sjálfur hafði hann þi’oskast svo siðgæðislega uppi þar, að hon- um stóð nákvæmlega á sama, þótt allt kvenfólk gengi nakið í kring um hann. Þær hafa skemmt sér, sendinefndirnar, sem farið hafa til Júpiters! Nei, slíkur dulbúinn áróður er óþol- andi; þá er Jón Magnússon skárri, því að hann var þá ekk- ert feiminn við að nefna Moskvu, enda þótt hann kynni fáar frétt ir úr ferðinni. Að öðru leyti hefur útvarp- ið verið ákaflega bragðlaust. Fyrir jól kom bráðskemmtilegt leikrit; ,,í gamalmannahæli fé lags íslenzkra leikara“, og sýndi Við hverju þjóðleikhúsgestir og útvarpshlustendur mega búast, þegar Haraldur nær áttræðu og Indriði fer að ganga í barxxdóm og segja sögur frá því, þegar hann var í Tíbet hjá Ásgeiri og Blöndal. Gaf leikrit þetta vonir um að meðlimir félagsins myndu eldast vel og ekki verða heyrnarmun v.erri en þeir eru nú í broddi lífsins, en gæta verð ur að því, að þeir eru enn einir •til frásagnar um það. Virðingarfyllst. Dr. Álfur Grðhengíls. s Kðld boro og heifur veiziumatur. s Síld & Fiskur. og með festu. „Eins og þið sjá- ið, er ég óvopnaður með öllu. Við skulum ræða kærumál ykkar, áður en þið stofnið til vandræða og ef til vill til blóðs úthellinga. Hópurinn nam staðar, og var auðséð, að dirfska Páls kom þeim á óvart. „Þú getur ekki bjargað þér með ræðuhöldum í þetta skipt ið, Páll van Riebeck“, hrópaði Richard. „Þú ert fyrst og fremst hollenzkt þrælmenni og neitar að viðurkenna í'étt og kröfur Breta í hverju mál. Ef við sleppum þér í þetta skipt- ið, verður það aðeins til þess, að þú kemur endanlega í veg fyrir að Bretar fái þetta land svæði, eins og þeim þó ber óve- fengjanlegur réttur til“- Þetta er alveg rétt!“ hrópaði Smiih og varð nú hinn vígreif- asti. Hann leit yfir liðið, sem honum fylgdi. „Kjaftæði hefur hér enga þýðingu. Hengjum helvízk Búasvínin tafai'laust.“ „Ég bið ykkur, fyrst og fremst sjálfra ykkar vegna, að hlýða máli mínu,“ mælti Páll van Riebeck enn. „KQustið á mig, Smith, Eaton og allir þið, sem þeim fylgið.“ „Ég get þá sagt þér, að ég hef ákveðið að jafna við þig persónulegar sakir, Páll van Riebeck!“ hrópaði Richard. Hann hóf byssuna og miðaði henní á Pál. Katie, sem ekki hafði hlýtt boði Páls um að hverfa á brott, sá hvað verða mundi. Hún gætti einskis, stölc út úr tjald- inu til Richards. ,,Richard!“ hrópaði hún. „Gættu að þér! Þú veizt ekki hvað þú ert að gera • -.. “ Þegar Richard heyrði rödd hennar og sá hana koma út úr tjaldi Páls van Riebeck, féll- ust honum hendur fyrst í stað. Á næstu andrá varð hann grip- inn óstjórnlegri reiði og brjál- æði. „Þarna getið þið sjálfir séð,“ öskraði hann. „Konan mín hefur verið hjá honum í tjaldinu, Ég sver við allt, sem mér er heilagt, að ég skal drepa hann.......“ Hann mið- aði og skaut, en hendur hans titruðu, og kúlan hvein fram hjá vanga Páls van Rieberk og í gegn um tjalddúkinn. Það var engu líkara, en að þetta skot hefði verið fyrir fram ákveðið orrustumerki. Á næstu andrá kvað við hvinur; hnífarnir þutu í loftinu og dundu á tjalddúknum eins og skæðadrífa. Við skepti sumra þeirra hafði verið bundin gras- visk og kveikt í henni um leið og kastað var; þeim hnífum var skotið beint að tjöldum varð- liðsins, enda tók skraufþurr tjalddúkurin brátt að loga. „Ég gef ykkur einnar mín- útu frest til að hverfa á brott,“ hrópaði Páll van Riebeck. „Að öðrum kosti hefjum við skot- hríð Áskorun hans var svarað með skothvellum. „Þannig hverfum við á brott, þið Búa- svín!“ hrópaði Smith. „Nei; nú hverfið þið á brott. Nú er- um það við, sem skipum fyr- ir.“ Um leið gekk hann skrefi nær van Riebeck. Enginn myndi hafa orðið þess var af svip Páls, að hann veitti því athygli, er Smith nálgaðist hann. Og enginn myndi heldur hafa áttað sig á því, er gerðist á sama vetfangi; svo skjótt brá Páll hendini til höggs og hæfði Smith knýttum hnefa undir kjálkabarðið, svo hart, að hann féll meðvitundariaus til jarðar, magnþx’ota eins og tuska. Á sömu andrá skutu Búai-nir á hópinn, en miðuðu svo hátt, að , engan sakaði, og um Ieið og skothvelirnir glumdu við, komu varðmennirnir, sem legið höfðu jí launsát, þeysandi að úr öll- um áttum. Katie skildi þegar, hver tilgangurin var með því ; herbragði; þeir hugðust króa ! árásarmenina inni, svo að þeim |yrði aðeins fær til undankomu sú leið, er þeir höfðu komið. En henni gafst ekki tóm til að sinna því nánar. Henni varð litið á Richard, sem hóf nú byssuna að vanga sér og miðaði vandlega á Pál van Riebeck, sem hafði augun bundin við hernaðaraðgerðirnar og virtist hafa gersamlega gleymt tilveru Richards. Guð minn góður, hugsaði Katie, og það var sem hjartsláttur hennar stöðvaðist af óttánum. En .... það var eins og fyrri daginn; Páll van Riebeck virtist alltaf fá óskilj- anlegt hugboð um hættuna; að minnsta kosti urðu viðbrögð hans vart öðru vísi skýrð. Bil- ið á milli hans og Richards var skammt; Páll tók undir sig stökk og hæfði Richard milli Iaugnanna þungu og snöggu hnefahöggi. Richard hneig til jarðar og byssan féll úr hönd- um hans; Páll laut niður og hugðist taka hana upp, en þá hálfreis Srnith úr öngvitinu, skjögraði að baki Páls og hóf rítinginn til lags. „Páll!“ hrópaði Katie. „Líttu um öxl! . .. . “ Van Riebeck stökk til hliðar á sömu andrá og Smith lagði til hans með hnífnum; lagið geig- aði og hnífsblaðið rispaði hægri handlegg Páls lítils háttar. Sarnt var eins og þesi litli sárs- auki yrði til þess að margfalda krafta Páls og þrek; hann greiddi Smith rothögg, stökk inn í tjaldið og greip byssu sína, og á einu vetfangi var hann kominn út aftur, sveiflaði sér í söðulinn á hesti sínum, sem stóð við tjaldið með tauma á makka. Tjald Páls var nú j mjög tekið að loga, en hann j sinnti því engu, heldur knúði hestinn sporum inn í miðja þvöguna. Búarnir áttu við ofurefli liðs að etja; þeim gafst ekki ráð- rúm til að hlaða byssurnar aft- ur, svo að þeir gripu um hlaup- in og notuðu skeptin sem kylf- ur á fjandmenina, sem skutu á þá án afláts. I gegn um púðurreykinn sá Katie að Richard reis skyndi- lega úr rotinu og tók þegar á rás að brennandi tjaldinu. „Hvar er hann?“ hrópaði hann, og rödd hans var hás af reiði. „Hvar er hann? Ég skal drepa hann ... . “ Hún hljóp á eftir honum. ,,Richard!“ kalaði hún, og um leið greip hún báðum örmum um háls honum og spyrnti við fótum, svo að hann varð að draga hana. „í guðs nafni, reyndu að stöðva þessa hræði- legu atburði, sem þú átt öll upptök að. Stöðvaðu þá, áður en það er um seinan. Það ert ,þú, sem berð alla ábyrgðina ..“ I Hann hristi hana af sér, eins 'og hún væri einhver aðvífandi 'manneskja og honum allsendis j óviðkomandi. „Hvað ertu að þvaðra? Ég ætla að drepa hann. Han skal aldrei ... . “ Hann snerist á hæli og leit þangað, sem bardaginn stóð og kom auga á Pál van Riebeck, sem sneri baki að honum. Hópur uppreisnarmanna veittist að Páli og reyndi að kippa honum af baki; en hann !d aldraðra S á eftirtöld ■ ^ Myndasaga barnanna s. AB 6 Dvergurinn fjölkunnugi 1 Sammi sjómaður ók svo hratt, að þeir voru áður en varði komnir . að Sandflóa. Þeir komu nú þar, sem dverg- urinn fjölkunnugi sýndi listir sínar með fólki sínu, og Bangsa langaði til að sjá hann, en Sammi sjómaður vildi halda beint til skipstjórans. Þeir hittu skipstjórann, þar sem hann sat utan við hús sitt og var að gera við net. „Sæll, skipstjóri“, kallaði Sammi. „Hallo, gestir komnir að heim sækja mig! Komið um borð, strákar, og verið velkomnir", svaraði gamli skipstjórinn og lék á als oddi. Bangsi bar upp erindið við skipstjórann, og gamli maður- inn fór að hlæja, er hann heyrði hvað þeim var á höndum. „Sammi hefði átt að segja ykk ur, að fiskimenn nota ekki fiskinet í hengirúm, en bíðið þið rólegir, ef til vill get ég fundið í það annað beti'a efni“. dvalarheimilis sjómanna fást um stöðum í Reykjavík: ^ Skrifstofu Sjómannadags-( ráðs Grófin 7 (gengið inn( frá Tryggvagötu) símis 80788, skrifstofu SjómannaS félags Reykjavíkur, Hverf-S isgötu 8—10, verzluninniS Laugarteigur, Laugateig S 24, bókaverzluninni Fróði^ Leifsgötu 4, tóbaksverzlun v, inni Boston Laugaveg 8 og s Nesbúðinni, Nesveg 39. — S I Hafnarfirði hjá V. Long. S ✓ x .y v ^ s s s s s s s s ódýrast og bezt. Vmsam-- S legast pantið með fyrir • S vara. , S S MATBARINN Smurt brauð. Hestispakkar. s S, iOra-viðgerðlr. Lækjargötu 6. Gími 80340. S s s s s s s •s s s s s Fijót og góð afgreiðsla S GUÐL. GÍSLASON, S S s s s S Laugavegi 63, sími 81218. | Smuri brauð j íogsnHtur ! \ ! j Til í búðinni allan daginn. ; : : : Eomið og veljið eða símið. : « ■ ■ ISíld & Fiskurl " m « ■ ' a i a■•■*■*■•■■■«a■■a■■■■■•■aa■■■ ■ ■ * * « ■ m ! Samúðarkort ! ■ ■ ■ m • Slysavarnafélags fslands: : kaupa flestir. Fást hja; ; slysavarnadeildum um : ; land allt. í Rvík í hann- ; : yrðaverzluninni, Banka- ; ■ stræti 6, Verzl. Gunnþór- : ■ unnar Halldórsd. og skrif-: : stofu félagsins, Grófin 1. ; » Afgreidd í síma 4897, — • • Heitið á slysavarnafélagið. : ; Það bregst ekki. ■

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.