Alþýðublaðið - 15.01.1952, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.01.1952, Blaðsíða 7
Lofiur Guðmundsson. Framhald af 5. síðu. og erfiðari viðfangs. T því skyni keypti hann tiltölulega vönduð og dýr tæki, gerði sér stórar og vandaðar vinnustofur og horfði hvergi í kostnað. Ekki hsídur í stai'fsorku sína, enda fór svo, að þrekið braut, læknar bönn- uðu honum að fást meira við kvikmyndatöku, og varð ekki 'annað séð, enbessi djarfi draum urhans myndi aldrei rætast. En nafni var ekki af baici dottinn. Síðastliðinn vetur, — en þá mun hann þegar hafa fengið grun um, að hverju stefndi, -— hófst hann handa um kvik- myndagerðina á ný, og af svo miklu kappi og dugnaði, að „allt varð undan að láta“. Þeir, sem með honum nnnu að töku mvndarinnar síðastliðið sumar, munu bezt geta um það borið, hvílíka þrekraun hann lagði á sig við þær framkvæmdir. Síð- i>stu handtökin að myndinni vann hann helsjúkur. Takmark inu náði hann, en þrotinn að kröftum. Fyrstur íslendinga hafði hann tekið dramtíska kvik mynd, og þar með ritað nafn sitt óafmáanlega í sögu þeirrar listgreinar hér á landi, sem djarfm' brautryðiandi. Loftur Guðmundsson var ó- veniu fjölhæfur listamaður. Á yngri árum lagði hann stund á tónlist og náði þar miklum ár angri; samdi meoal annars nokkur tónverk, og alla ævi átti tónlistin sterkan þátt í huga hans, enda þótt annir bönnuðu honum að sinna henni eins og löngun hans stóð til. Þá fékst hann og talsvert við að mála og teikna, og mun það hafa kcmið honum í góðar þarfir síðar, er hann gerðist ljósmyndari. Áð- ur hafði hann lagt stund á ýmiss störf, en það hygg ég, að Ijós- myndaiðnin hafi látið honum bezt, einmitt fyrir þá sök, að þar gafst honum tækifæri til að njóta hinnar ríku listhneigðar sinnar Kvikmyndagerðin sval- aði þó þeirri hneigð hans í enn ríkari mæli, enda tók hann miklu ástfóstri við þá listgrein. Hann var fyrst og fremst lista maðurinn, að hverju sem hann gekk, barnslega hrifnæmur fyrir allri fegurð, hvort sem hún birtist í formi, litum eða hljómum. Loftur var Kjósverji, fæddur að Hvammsvfk, 18 ágúst, 1892. Á- barnsaldri fluttist hann hing að til Reykjavíkur, ásamt for- eldrum sínum og systlrinum. Hirði ég ekki að rekja æviat- riði hans nánar hér; til þess munu aðrir verða sem því eru kunnugri. Hann lézt þann 4. janúar síðastliðinn, eftir langa og. þjáningarfulla sjúkrahúss- legu, en bar kvalir og örlög með þeirri karlmennsku, er honum var laginn. Enda þótt við nafni. — en svo kölluðum við ávalt hvorn annan, — værum búnir að vera málkunnugir um langt skeið sem sveitungar og frændur, var það fyrst fyrir nokkrum árum síðan að með okkur h4cst náinn kunningsskapur. Fel ég mér það hið mesta lán, að svo skildi verða, og jafnan mun ég minn- ast hans, sem eins hins bezta drengs, sem ég hef kynnct. Minnisstæðastur verður hann mér fyrir það, hversu tilfinn- inganæmur hann var og hjarta hlýr, einlægur og trúaður á allt, sem gott var og fagurt. Fyrir það að honum hafði tek- . izt að varðveita alla beztu eig- inleika barnsins í stríði lífsins og striti. Það var engin hend- ing, að hann valdi sér líf-skjör niðursetnings og mnnaðarlausr ar stúlku að viðfangsefni í kvik mynd sinni, prófrauninni, sem hann hafði sett sér að leysa. Þar kom fram hugur hans í garð þeirra, sem sárt eru leikn ir í lífinu. Þeirra svari var hann jafnan reiðubúinn að taka og miðla þeim af lífsgleði sinni. Þannig var nafni allur. Það var \heldur ekki nein hending, (hversu vel honum lét að taka Ijósmyndir af börnum. Börn eru fullorðnum næmari á ‘hjartalag manna, cg laðast að þeim, sem barnslundina eiga öðrum fremur. Vertu sæll, nafni, og góða i ferð. Góða ferð yfir á land hinn af eilífu fegurðar. Loftur Guðmundsson. ----------«----------- Einar Einarsson... Framhald af 5. síðu. hans, Sigríður Ólafsdóttir frá Háholi. Einar byrjaði snemma að vinna fyrir sér, eins og alsiða var á þeirri öld, sem ól hann, og varð hann jafnan að vinna hörðum höndum. Hann stund- aði lengi sjóróðra frá Þorláks- höfn, en vann jafnframt í landi, eftir því sem tilefni gafst til hverju sinni. Árið 1900 fluttist Einar til Reykjavíkur og átti þar heim'a síðan til æviloka. Vann hann hér alla algenga verkamanna- vinnu fram á elliár; en eftir að starfsþrek hans tók að dvína, stundaði hann um nokkur ár hrognkelsaveiðar á vorin; vann að netjahnýtingum og öðru þess háttar, sér til afþreying- ar. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðríði Guðmmids dóttur frá Moshvol í Hvols- hreppi sama árið og hann fluttist til Reykjavíkur, og varð þeim átta barna auðið, fimm dætra og þriggja sona. Eru sjö af börnunum á lífi, öll búsett í Reykjavík, mynd- ar- og mannvalsfólk, en eina dóttur misstu þau rúmlega tví- tuga að aldri. í>au Einar og Guðríður bjuggu rúmlega 30 ár af bú- skapartíð sinni á Grettisgötu, 44, en fyrir nokkrum árum fluttust þau að Rauðarárstíg 30 til þriggja barna sinna, er þar höfðu búið þeim notalegt og ástríkt heimili á ævikvöldi þeirra. Guðríður kona Einars er nú 82 ára, er hún fylgir bónda sínum til grafar, og munu vin- ir þeirra hjóna senda henni hlýjar samúðarkveðjur í dag, er hún kveður maka sinn liinnztu kveðju eftir langa og farsæla sambúð. Og Einar sjálfan kveðja þeir með þökk fyrir samverustundirnar hérna megin grafar, og óska honum góðrar ferðar til landsins bak við móðuna miklu. Kunningi. og drekkið... Framhald af 5. síðu. segði; Bíllinn minn er £ gangi dag og nótt og fær aðens eina teskeið af benzíni á sólarhring. Engnin fitnar af loftinu. En fólk fitnar, þótt það borði ekki stóra matarskammta, ef fæða þess hefur að geyma mikinn fjölda hitaeininga. Öllum er ljóst, að venjuleg- ur stofuofn brennir kolum og koksi til þess að framleiða hita. Hægt er að reikna út hitagildi eldsneytisins. Hitaeining er það hitamagn, er nægir til þess að hita upp 1 kg af vatni um 1 stig á Celsíus. Á sama hátt er fæðan hitagjafi mannsins, og hún hefur að geyma mismun- and/i magn af hitaeiningum, eins og munur er á mó eða kolum til eldsneytis. Hitaein- ingar fæðutegunda er einnig hægt að reikha í tölum. T. d. gefur 1 gr af fitu 9,3 hitaein- ingar, 1 gr mjölvi 4,1 hita- einingu, 1 gr eggjahvíta 4,4 hitaeiningar. Hitaeiningar verð því ótrúlega margar í litlum matarskammti, sem inniheldur feiti. Kökur og brauð, sem smurt er með ítölsku salati eða rjómaís, eru korn, sem fljótt fyllir mælinn, Líkamin þarf að nota hita- einingar á fernan hátt. Til þess Jarðarför mannsins míns og föður okkar, STEINS JÓNSSONAR, j Múlacamp 14, fer fram frá kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 16. þ. m. kl. 1.30 e. h. — Blóm afbeðin. Þorbjörg Þorbjarnardóttir. Ingibjörg Steinsdóttir. Steinþór Steinsson. að fá starfsorku til þess að við halda starfsemi líffæranna, til þess að halda líkamshitanum í horfinu og til þess að melta næringarefnin úr fæðunni og flytia þau út um líkamann. Þrennt hið síðast talda gerist án afláts, hvort sem maðurinn vakir eða sefur; hjartað dælir blóðinu í sífellu, lungun vinna súrefni úr loftinu og líkamshit- inn má ekki fara niður úr vissu marki. Sú orka, sem þannig byggir upp líkamann, talin í hitaeiningum, kallast hvíldar efnabreyting; en hve margar hitaeiningar þarf til þeirra efnaskipta, fer eftir líkams- þyngd, aldri og kyni einstak- lingsins. 70 ára gamall maður þarf 20% færri hitaeiningar til viðhalds líkama sínum en 15 ára unglingur, og konur 5% færri en karlar, miðað við hvert kg í líkamsþyníid. I öðru lagi er talsverður munur á þörf hitaeininga til starfsorku; fer það eftir starf- inu. Skrifstofumaður, sem er 70 kg að þyngd og vinnur í 7 tíma á dag, þarf alls 2200 hitaein- ingar á sólarhring. Ef hann er mjög atorkusamur í frístund- um sínum, þá í hæsta lagi 2500. Ef hann væri afgreiðslumaður, þyrfti hann 3000 hitaeiningar, ef hann væri smiður, þá 3500. En ef hann stundaði jarðrækt- arstörf eða hrærði steinsteypu, þá þyrfti hann 4500 hitaeining- ar á sólarhring. Þessi fjöldi hitaeininga er miðaður við starf og hvíld, en það er mjög. mis- jafnt hvað- fólk eyðir mörgum hita^iningum i frístundum TRIPLOH ein nytsamasta uppfinning síðari tíma; — tvöfaldar, jafnvel þrefaldar slitþol vefnaðar- vöru, gerir hana trygga- fyrir möl, og að nokkru leyti vatnshelda, án þess að rýra nokkra kosti hennar. — Sýnishorn af fyrstu reynslu hérlendis: Hef notað ,,tripplóneraða“ vinnuvett- linga. Þeir reyndust mér að hafa helm- ingi meira slitþol en venjulegir. vinnu- vettlingar úr sama efni. Reykjavík, 23. nóv. 1951. Þorkell Kr. Sigurðsson, starfsmaður í vörugeymsluhúsi H. Benediktsson & Co. Ég undirritaður hef undanfarið notað „tripplóneraða“ vinnuvettlinga við ým- iss konar pakkhússvinnu, m. a. járnaf- greiðslu. Reynsla mín er sú, að slitþol þessara vettlinga sé a. m. k. á við þrenna sams konar vet-tlinga óíborna, en saumar hafa bilað og mun því vera nauðsyn- legt að styrkja saumana. Reykjavík, 5. des. 1951. Hermann Ólafsson, Vörugeymsluhúsi S.I.S. Ég hef notað „tripplóneraða“ vinnu- vettlinga við alla venjulega vinnu á dekki nú í síðustu veiðiför togarans „Úranus“. Þessir vettlingar höfðu að minnsta kösti tvöfalda endingu á við venjulega vettlinga úr sams konar eíni. Reykjavík, 5. des. 1951. Páll Sæmundsson, Barmahlíð 49. í síðustu veiðför togarans „Úranus“ notaði ég „tripplóneraða“ vinnuvett- linga við vinnu mína í lestinni. Þessir vettlingar reyndust að hafa tvöfalda endingu á við venjulega vinnu vettlinga úr sams konar efni. Reykjavík, 5. des. 1951. Jón Ó. Jensson frá Lækjarósi, Dýrafirði. Ég .hef nú undanfarið notað „tripplóneraða“ vinnuvettlinga við nikkelslípingu. Þessir vettlingar reyndust mér að hafa allt að þrefaldan slitstyrldeika á við venju- lega vettlinga úr sama efni. Reykjavík, 30. nóv. 1951. Magnús Snorrason, c/o Stálhúsgögn. sínum. Út frá þessum tölum getur hver gizkað á hitatininga þörf sína. Efnabreyting líkam- ans hægir á sérmeð aldrinum, og konur þurfa minna en karl- ar, eins og fyrr getur, eftir lík- amsþyngd. Og svo einn dag vöknum við við vondan draum. Sparifötin standa okkur á beini. Við' erum með fitukeppi hér og þar, mið- ur skemmtilega, erum að verða svifástirð og mæðin. Þegar svo er komið, grípa margir til þess ráðs að auka líkamlega hreyf- ingu; taka t. d. upp þá reglu, að ganga að og írá vinnu. Sú vegarlengd er ef til vill 5—6 km og tekur lVá klst. á dag. Þetta er ágætt og örfar jafn- framt matarlystina. Með góðri samvizku eru nú borðaðar tvær franskbrauðsneiðar með kvöld- Kaffinu. En sannleikurinn er sá, að ganga, sem tekur IV2 klst. og tvær franskbrauðs- sneiðar jafna sig nákvæmlega npp hvag hitaeiningar snertir — og fitukeppimir standa í stað. (Önnur grein næst). Valur Gíslason... Framhald af 5. síðu. til, enda þótt' Valur sé talinn með vinsælusu leikurum okkar, og traustustu. Það er sjaldgæft að honum rnisheppnist hlut- verk, enda þótt honum takist misvel eins og öðrum. Ef ég ætti að benda á eitthvað sér- stakt, sem ég tel einfcenna leik hans, myndi ég segja, að það væri vandVirfcni og fcábær elja vi 8 fágun persðnunnar, sem hann hefur með höndum að móta. Trúmennska við listina og samvizkusemi, Vegna þess- ara eiginleika hefur hann náð ótrúlega langt i list sinni, og það svo, að á. sumum sviðum standa fáir eða engir íslenzkir leifcendur hönum’ framar, enda þótt hann hafi ettgá „leikmennt un“ hlotið aðra en í skóla reynslunnar. Hann hefur uiinið undir stjórn allra reykvískra leikstjóra, og einnig allra þeirra erlendra leikstjóra, er hér hafa starfað. Telur hann sig hafa Hert mikið af samstarfi við marga þeirra, ekki hvað sízt Gerd Grieg. Hvað ísl-enzka leik stjóra snertir, hefur hann unnið mest undir stjórn Indriða Waage, og kveður sig eiga hoh um margt og mikið að þakka. Til hamingju með Mð tvö- fálda merkisafmæli, Valui* Gíslason. Megi þér auðnast að íklæðast hinum ólíkustu gerv- um og’ koma fram a sviðið x hinum merkilegustu hlutverk- úm enn um langt skeið. Og þegar þar að kemur, að járn- tjaldið fellur og þú leggur leið þína um æðra leiksvið .. . þá ætti hann Pétur með lyklana þó alltaf að kannast við þig'. Og þú við hann. . .. Ég er þess full viss, að hann holar þér niður einhvers staðar í náiægð sinni, svo að hann geti beðið þig um að ha/ia á lyklakippunni fyrir 1 sig, ef hann þarf að bregðá sér frá. En fyrst klöppum við nú fyrir þér á kveðjusýningunni að þrjátíu árum liðnum. .. . v L. Guðmiuxdssoii, ABZ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.