Alþýðublaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 1
ALÞY9UBLABI9
r
num i Listamannaskálan-
m frestað lil þrsðjudagskvölds
(Sjá 8. síðu.)
XXXIII. árgangur.
Laugardagur 26. janúar 1952 20. tbl.
Lík lorsetans var
fluft heim að Bessa-
Siöðum í gær
LÍK SVEINS BJÖKNSSON-
AB FORSETA var Ontt frá
Landakotsspíta'á í Reykjavík
lieini til Bessastaíia í gær.
Fylgdu bvi — auk forsr- afrú-
arinuár, barna og tengdaharna
forsetahjónanna. scm hcima
eru — handhafar forsetavalds,
ríkisstjórnin, forsetar alþirigis,
SVEINN BJÖRNSSON, forseti fslands, andaðist í sjúkra
hósi í Reykjavík kiukkan hálf f jögur i fyrrinótt tæplega sjö-
tíu og eins árs að aklri. Var banamein Jhans hjartaslag.
Fre^nin um andlát hans. sem forsætisráðherra iandsins
bJr'í hjóðinni í ríkisútvarpinu um hádegið í gær, kom mönn-
hfi nokkuð á óvart, þó að vitað væri, að forsetinn hafði átt
við langvarandi vanheilsu að stríða; því að hann var fyrir
stuttu kominn heim frá útlöndum, |>ar sem hann hafði geng-
ið undir uppskurð með þeim árangri, að talið var, að hann
hefði fengið verulega bót meina sinna. Og í sjúkrahús í
Reykjavík Sagðist hann fyrir nokkrum dögum aðeins sér til
hvíidar meðan hann væri að ná sér. En þá bilaði hjartað.
Sendiherrar erlendra
ríkja í Reykjavík
voffa samúð sína
SENDIHERRAR ERLENDRA
RÍKJA og forstöðumcnn er-
lcndu sendiráðanna i Reykja-
vík gengu Jaust fyrir hádegi í
gær á fund utanríkismálaráS"
i herra og vottuðu honum sam-
úS sína í tilefni af fráfalli for-
j se/a íslands, Sveins Björnsson-
ar.
sendiherra Norðmanna f. h. cr-
lendra ríkja hér, biskup, lög-
re'glustjórinn í Reykjavík og
sýslumaður Gullbringu- og
Kjósarsýslu. V ó) sjúkrahúsið
stóðu lögreg’umenn heiðurs-
vörð, er líkið var flutt brott.
Skýrsla Iskna um
sjúkdóm lorselans
FORSETARITARi birti i gær
kveldi eftirfarandi tilkynningu
frá læknum hins ií/i.a forseta:
„Forseti íslands, 1 erra Sveinn
Björnsson, andaðist í sjúkrahúsi
á 71. aldursári. Forsetinn varð
bráðkvaddur. Banamein hans
var hjartaslag. Foisetinn hafði
dvalið í sjúkra'húsi frá 15. þ. m.,
og áformað var, að hann færi
heim að Bessastöðum á morgun,
laugardag, þar eð bi nn virtist'
á batavegi. Klukkan rúmlega 3 ;
í nótt f^kk forseti skyndilega'
kvöld í brjóstið. Hann missti
fljótlega meðvitund og andað-
ist um klukkan 3,30.
Sá sjúkdómur, er dró forseta
til dauða, átti sér ablangan að
draganda. Árið 1947 var fram
kvæmd skurðaðgerð á honum
vegna stækkunar á blöðruháls
kirtli og kom hún að haldi um
nokkurt skeið.
En upp úr þessu ,ok að bera á
hjartasjúkdómi hjá íorseta, eink
um þó árið 1949 og siðan. Ilafa
verið mismikil brögö að hjarta
sjúkdómnum, en hann hefur þó
aldrei batnað til fuli.v
Á síðastliðnu hausti hafði
sjúkdómurinn í blööruhálskirt''
af nýju færst í það h' rf, að eig:
þótti annað tiltækilegt, , en
freista skurðaðgevðar í a.mað
sinn. Var hún framkvæmd’ í
Lundúnum í októbermánuði s.
1. og tókst í sjálfu sér vel. En
eftir heimkomuna vai þó Ijóst
að forseti hafði hvcxgi nserri
náð sér eftir aðgerðina, en
hjartað var veilt fyrir eins »g
áður segir og seinkaði það bata
Þótt fyllstu vonir stæðu til,
að batinn væri að smá ko -i >.
brá þó skyndilega til hins verra
s. 1. nótt og dó forseti skyi.di-
dauða úr hjartasla >,i tins og fyrr
segir.“
I Sorgarfregnin um lát forset
ans setti svip sinn á höfuðstáð
inn í gær. Undireins og hún fór
að spyrjast, var kennslu hætt
í skólum; og eftir hádegið, er
forsætisráðherra hafði flutt til
kynningu sína í ríkisútvarp-
inu, var öllum skrifstofum,
verzlunum og kaffihúsum lok
að, en fundahöldum og skemmt
unum, sem auglýstar höfðu ver
ið í gærkvöldi, var aflýst. Jafn
vel útvarp féll niður eftir til-
kynningu forjætisráðherrans
um hádegið, og í gærkveldi var
engu útvarpað nema minningar
athöfn um hinn látna.
Fánar voru í hálfa stöng um
alla borgina og á skipum, sem
í höfn voru.
Æviferill forsetans.
Sveinn Björnsson fcrseti var,
eins og áður greinir, tæplega
sjötíu og eins árs að aldri,
fæddur í Kaupmannahöfn 27.
febrúar 1881. Foreldrar hans
voru hin þjóðkunnu hjón
Björn Jónsson, ritstjóri og síðar
ráðherra, og Elísabet Sveins
dóttir, prófasts að Staðarjtað,
Níelssonar.
Sveinn Björnsson var settur
til náms í Latínuskólanum í
Reykjavík og lauk stúdents-
prófi við hann árið 1900; en
eftir það sigldi hann til náms
við Kaupmannahafnai'háskóla
og lauk þar prófi í lögfræði ár
ið 1907. Skömmu seinna flutt-
ist hann til Reykjavíkur og
gerðist málflutningsmaður við
landsyfirréttinn, sem þá var
æðsti dómstóll hérlendis; en er
hæstiréttur var stofnaður, var
hann annar af tveimur lögfræð
ingum landsins, sem fyrstir
urðu til þess að ljúka prófi til
málflutnings við þann dóm
stól.
En Sveinn Björnsson lét á
þessum árum fleira til sín taka
en málflútningsstörf. Hann tók
snemma mikinn þátt í opinber
um málum, átti sæti í bæjar-
Framh. á 2. síðu.
Samúðarskeyfi
norsku sljórnarinn-
ar og ameríska
varnarliðsins
UTANRÍKISMÁLARÁÐ-
HERRA NOREGS, Halvard
Lange, hefur í símskeyti jtil ut-
anríkisniálaráðherra vottað’
ríkisstjórn Islands samúð
norsku ríkisstjórnarinnar út a£
andláti forseta íslands.
Yfirmaður varnarliðsins, Mc-
Gaw liershöi'ðingi, og E’kins
ofursti, yfirmaður flugliðsins,
hafa einnig vottað utanríkis-
málaráðherra sarnúð sína í tii-
efni af fráfalli forsetans.
Minningarathöfn
um forsefann í úl-
varpi í gærkveldi
MINNINGARATlfÖFN am
Svein Björnsáon, hinn látna for
seta, fór fram í rikisútvarpinu
í gærkvöldi, og fluttu þar minn
ingarorð um forsetann Jóm
Ásbjörnsson, forseti jhæstarétt
ar, Bjarni Bencdikísson utanrík
ismálaráðherra, og fjórir fyrr-
verandi forsætisrálherrar, þeir
Ásgeir Ásgeirsson, dr. Björn
Þórðarson, Herma.m Jónasson
og Stefán Jóh. Stefánsson.
Minntust þeir foi'setans allir
með hlýjum orðum og þakklát
um fyrir ómetanle^t ævistarf í
þágu lands og þjóðar og fyrir ó
glsymanlegt persónulega við-
kynningu fyrr og síðar.
Á undan minningarorðum og
eftir voru leikin *u?gargöngu-
lög.
Engu öðru var útvarpað í gær
kvöldi en þessari mmningarat-
höfn.
Við fráfalf iorsefans
ÉG MINNIST með sérstakri
ánægju og þökkum forsetans
og mannsins Sveins Björns-
sonar. Hann var með afbrigð-
um samvizkusamur, háttvís og
prúður þjóðhöfðingi og um
leið alúðlegur og ágætur mað-
ur. Við fráfall hins fyrsta for-
seta síns befur þjóðin mikið
misst. Hann var vissulega sam-
einingartákn hennar, — þjóð-
ar, sem ekki er alltaf sérlega
samstæð. Hagur og heill lands
og þjóðar var honum öllu ofar.
Islenzka þjóðin drúpir höfði
við andlát forsetans. í huga
margra munu koma Ijóðlínur
skáldsins:
,,Hver verður til að taka við
af honum?
Hver treystir sér af 'landsins
beztu sonum?“
Stefán Jóh. Stefánsson.
ÞAÐ ERU VINSAMLEG
TILMÆLI frá framkvæmda-
stjórn íþróttasambandsins, að
öll íþróttamót falli niður vegna
andláts forseta íslands, Sveins
Björnssonar, verndara ÍSÍ,
þar til úför hans hefur farið
fram.
Sveinn Björnsson forseti.