Tíminn - 09.06.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1964, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR, 8. júní. NTB-Geneve. — Afvopnunar- ráðstcfnan í Geneve tekur aft- ur til starfa á morgun. Ekki er búizt við neinum nýjum til- lögum á ráðstefnumni, fyrr en í fyrsta lagi eftir kosn!in-garnar í Biretlamli í liaust. NTB-Vientiane. — Pathet Lao- kommúnistar segjast hafa tek- ið til fanga flugmanninn á könnunarflugvélinni, sem skot- in var niður yfir Krukkusléttu s s.l. laugardag. Hann var banda- [i' rískur. NTB-Aberdeen. — 412 sjúkl- B ingair, sem annaðhvort hafa f taugaveiki, eða eru grunaðir U um að hafa hana, liggja nú á sjúkrahúsi í Aberdeen í Skot- landi. NTB Nev York. — Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hóf í kvöld að ræða Suður-Afríku- málið að ósk 32 Afríku- og Asíurikja. Er það í þriðja sinn, sem ráðið ræðir Apartheid- málið á tæpu ári. NTB-Leningrad. — Tito forseti og Krústjoff foirsætisrá'ðlierra komu saman til óformlegra við. ræðna í Lenlingrad í dag. Þcir ræða fyrst og fremst hugsjóna- deilu kommúnistaflokka Sovét- ríkjanina og Rauða-Kína. NTB-Oslo. — Ekki náðist sam- komulag milli norsku stjórnar- innar og bændasamtakanna um grundvöll fyrir frekari kjara- viðræður. Tillaga stjórnarinn- ar um kjaradóm fer því fyrir þingið, svo og tillaga borgara- legu flokkanna um áframhald- andi viðræður. NTB New York. — U Tliant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun eiga fund við Krústjoff forsætisráðherra í seinni hluta júlí. NTB-Lagos. — Forsætisráð- herra Nígeríu, Sir Abubakar Balewa sagði í dag, að ef verkamennirnir, sem verið hafa í allsherjarverkfalli í 8 daga, taki ekki upp vinnu aftur innan 48 stunda, verði þeir reknir úr störfum. NTB-Stokkhólmi. — Tage Er- lander, foirsætisráðherra Sví- þjóðar, hótaði i dag stjórnar- andstöðunni með því, að ríkis- stjórní.n myn-di hætta að hafa samvinnu Við þá um fjárveit- ingar til varnarmála, vegna á- rása þeiirra í Wcinnerström- málinu. NTB-London. — Christine Keel er var látin laus í dag, en hún hefu;- setið í Holloway-fangels- inu í London. Hún fékk 9 mán- aða dóm fyrir að ljúga fyrir rétti. NTB Höfðaborg. — 431 pró- fessor við háskólana í Höfða j borg, Rhodes, Natal og Wit watersrand, hafa skrifað undir áskorun til Suður-Afríkustjóirn ar um að nema úr gildi 90 daga greinina í löígreglulögunum. Fyrírgreiðsla um stofmm elliheimila HF-Reykjavík, 8. júní Forráðamenn Elliheimilisins Grundar hafa nú ákveðið að taka að sér, að veita fólki ýmsar nytsamar upplýsingar og fræðslu um stofnun og rekstur elliheimila. Það er mikill skortur á elliheim- ilum hér á landi og ætti að keppa að því, að hver sveit og hver kaup staður eigi sitt elliheimili. Tveir húsameistarar, Þórir Baldvinsson og Ragnar Emilsson, einn bygg- ingarverkfræðingur, Sigurður Geirs og tveir læknar Karl Sig. Jónasson og Alfreð Gíslason munu TEMPLARAR Framhald af 16. síðu. irlestra um íslenzka tungu, Stein- grímur J. Þorsteír.sson prófessor tal' ar um bókmenntirnar og þjóðina, dr. Benjamín Eiriksson um atvinn.i- hætti íslands, og Guðmundur Kjait ansson skýrir jarðfræðilega sögu ís- lands á ferðalag', sem farið verður að Gullfossi og Geysi. Björn Th. Bjö,xsson flytur fyrirlestur um is- lenzka list, og auk þess flytur Öy- stein Söraa fyrirlestur um áfengis- löggjöfina á Norðurlöndum. Föstu- daginn 24. júlí ha' da þátttakendurn- ir til Akureyrar og verða þar í 4 daga. Þar talar Ragnar Lund frá Svfþjóð um æskulýðsvandamálin á Norðurlöndum og John Forsbarg um norræna góðtemplarasamvinnu. Á meðan á námskeiðinu stendur munu þátttakendur skiptast í 12 flokka, sem ræða ýmis mál, og í lokin verður gerð grein fyrir starfi þeirra. Á kvöldin verða kvöldvók- ur, og á Akureyri mun fólkinu gef- ast tækifæri til þt s að fara á sjó og veiða fisk, ef áhugi verður fyrir liendi. auk Gísla Sigurbjörnssonar veita allar upplýsingar um þessi mál. Gísli mun gefa upplýsingar um skipulag, stofnun og rekstur elli- heimila, læknamir um allt sem viðkemur heilsu og heilbrigði í því sambandi og húsameistarinn og byggingarfræðingurinn um húsaskipan og byggingu elliheim- ila, en það hafa þeir kynnt sér erlendis. Öll þessi fyrirgreiðsla mun verða veitt án nokkurs kostn áðar. Tilgangurinn með þessari starf semi er að örva fólk til þess að ekki þurfi að rífa aldrað fólk upp með rótum og flytja það búferl- um á milli landsfjórðunga. Reynt verður að opna augu kirkjunnar fyrir því, að gera meira fyrir aldr aða fólkið, heldur en hingað til hefur verið gert. Það ætti að vera sjálfsagt baráttumál kirkjusöfn- uða að koma upp elliheimili í sinni sveit. Gísli Sigurbjörnsson, forstöðumaður Elliheimilisins Grundar, lét þá ósk í ljós við blaðamenn í dag, að þess yrði ekki langt að bíða, að fyrsta heimilið fyrir aldrað fólk tæki til starfa á vegum kirkju og safnaða. í sambandi við þetta hefur verið ákveðið að veita 10 þús. kr. fjár- styrk þeim, sem starfa vill að líkn armálum, einkum í þágu aldraða fólksins, og vill kynna sér þau mál nánar erlendis. Styrikur þessi er veittur úr sjóði, sem stofnað- ur var fyrir nokkrum árum, með fjárstyrk frá Grund, til minningar um þá fimm menn, sem stofnuðu Elliheimilið Grund árið 1922. Þeir voru Sigurbjörn Á. Gíslason, cand. theol., Flosi Sigurðsson, trésimíða meistari, Haraldur Sigurðsson, kaupmaður, Júlíus Árnason, kaup maður og Páll Jónsson, verzlunar stjóri. Einn þessara manna, séra Sigurbjörn Á. Gíslason, er enn á lífi og er heimilisprestur Elliheim ilisins Grundar. Þeir, sem vilja sækja um áður- nefndan styrk, þurfa að hafa skrif að forstjóra stofnunarinnar fyrir 15. júlí n.k. HINAR PÁLSSON KOISKÖGARNIR ! KVOID GB-Reykjavík, 8. júní Fyrsta leiksýning Listahátíðar- innar verður annað kvöld, í Iðnó, þegar Leikfélag Reykjavíkur frum sýnir nýtt íslcnzkt leikrit, er nefn ist Brunnir Kolskógar eftir Einar Pálsson. Leikurinn gerist í Móðuharðind unum 1783 um haust. Lýsir höf- undur sjálfur því svo, að það sé impressioniskt, gerist í andrúms- lofti, þegar mönnum sé um megn að gera lengur mun á draumi og veruleika, enda sé sólskinið blátt og jörðin hafi skipt um svip. Höf undur segir og, að þetta leikrit, sem er einþáttungur, sé í raun- inni seinni helmingur af samloku. Hinn fyrri sé leikritið Trillan, sem höfundur fékk fyrir nokkrum miss irum verðlaun fyrir í leikritasam keppni Menningarsjóðs. Hvort leik rit geti þó verið sjálfstæðar heild ir út af fyrir sig. Aðalhlutverkin í Brunnum Kolskógum leika Gísli Halldórsson, Brynjólfur Jóhannes son, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Helga Bachmann, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Tónlist við leikinn er eftir föður höfundar, Pál ísólfsson. Þetta er fyrsta leik- rit Einars, sem sett er á svið. Á undan leiksýningunni lesa þrír rithöfundar upp úr verkum sínum. Ramblerar sýndir HF-Reykjavík. 8 júní Rambler-' Jón Loftsson, hefur nú opi......tt sýningarhús- aæði fyrir Rambler-bíla í húsa- kynnum þess að Hringbraut 121, >g verða þar jafnan einhverjar tegundir Rambler-bifreiða til sýn- is. f hinu nýja húsnæði verða jinnig afgreiddir varahlutir, gerð ir minniháttar viðgerðir og raf- kerf mæld. Aðrar viðgerðir fara 5 herb. ibúðarhæð í sjö ára gömlu steinhúsi við Rauðalæk. Stærð 136 ferm. Yf- irbyggðar svalir. Hitaveita. Ljómandi staður, rétt við Laugardalinn. MHflulnlnpukrlftlofat Þorvaréur K. ÞorsioírÍJSór Mlklubraut 74. -. FaitelðnavlStklpth Guðmundur Tryggvason £tnil 22790. ' TIL SOLU 5 herb. íbúðarhæð í vestiirbænum Innbygg*’ íbúðin í lagi. Ve. ''•íkar svalir. g og í ágætu þús. kr. Milllutnlngs'skrlfttofa; Þorvarður K. Þorsieinsip Mlklubraut 74. - Fastelgnavlísklptli Guðmundur Tryggvason Slml 22790. fram á verkstæðinu, sem er á öðr um stað í húsinu. American Motor Corporation, framleiðendur Rambler-bílanna í Ameríku, hafa nú veitt umboðinu hér á landi viðurkenningu fyrir mikla söluaukningu á Rambler-bíl um hér á landi, en 20 ár eru liðin frá því að fyrirtækið tók að sér sölu Rambler-bifreiða hér. Meðal 1964-módellanna af Ramhler bíl- unum er eitt nýtt, Rambler Class ic 770, sem kemur frá verksmiðj- unni í Belgíu. Er þetta nýja módel sniðið eftir amerísku útgáfunni af Classic 770, en þó að ýmsu leyti frábrugðið. Er módelið búið sér- stakri lúxus-innréttingu og öðrum aukaútbúnaði, sem ekki fylgir amerísku útgáfunni. Þess má að lokum geta, að Ram bler-umboðið hefur nú tekið upp nýja þjónustu við viðskiptavini sína, sem felst í því, að Rambler bifreiðar verða teknar upp í and- virði nýrra bifreiða af sömu teg- und. Er þetta mögiilegt fyrir til- stilli verksmiðjanna erlendis og fyrst um sinn gildir þetta aðeins um Rambler Classic, en nær bráð- lega yfir allar tegundir, ef góð reynsla fæst af þessu. T0NLEIKAR ASHKENAZV Ashkenazy, hlnn þekkti, sovézki píanóleikari heldu*- tónleika á mi3- vikudagskvöid og verða það elnu einleikstónlelkar h?ns hér í Rvik. Á flmmtudag leikur hann í Kefla- vík, en á föstudag í Vestmannaeyj- um. KIEV-BALLETT Framhalé af 16 stðu talinn einn af þremur beztu bail- ettum Sovétríkjonna. Hann hefar ferðazt víða, meðal annars um Bandaríkin og rlls staðar fengið mikið lof. Skák Framhald af 6 síðu. andstæðingi sínum. Þegar skákii fór í bið, var ljóst hvert stefndi og Gligoric gafst upp í 66. leik, þrá'.t fyrir hatrama vörn. Larsen virðist leggja mikið upp úr því að draga fram 1 dagsljósij gamlar og ryki fallnar byrjanir sjálfsagt til að varna því, að und- irieúningur andstæðinganna komi þeim að gagni. f skák sinni v!3 Evans notaðist hann við afbrigði, sem flestir hafa þegar látið fyrir róða, þar sem það þykir ekki bjóða upp á mikla möguleika. Reyndin varð líka sú, að Evans átti ekki í neinum erfiðleikum með að jafna taflið, þrátt fyrir góða viðleitni Lar- sen til að flækja það. Eftir mik'l uppskipti á miðtaflinu kom að lok um upp einföld jafnteflisstaða og urðu teflendur þá ásátfir um jafn tefli. „Tragedia" dagsins átti sér stað í skákinni Darga-Lengyel. Lengyel náði fljótt að byggja upp þægilega stöðu eftir misheppnaða byrjun af hálfu andstæðingsins og yfirburði sína jók hann jafnt og þétt. Báðir lentu í tímaþröng, en 41. leiknuiu var náð án þes að teljandi breyt ingar yrðu á stöðunni. Þá virtisi Lengyel í fljótu bragði, að han.i gæti unnið mann með einfaldr skiptamunarfórn, og þetta fram kvæmdi hann, án þess að hugsa málið nánar. Fórnin kom flatt upp a Darga, sem hafði verið að búa sig undir að tefl a langa og stranga biðskák, en eftir nokkra yfirvegun kimst hann að þeirri niðurstöðu, að frekara viðnám var vonlaust og gafst upp. En viti menn. í stöðunn, leyndist leikur, sem hefði breytt tapi í vinning fyrir Darga, hefði hann séð leikinn á réttum tíma. — Þetta sá Darga, um leið og hann var að standa upp frá borðinu, og maður getur rétt ímyndað sér, hvernig honum hefur orðið innan brjósts. Það er vissara að hafa sterk ar taugar, þegar sl'íkir atburðir eiga sér stað. Ivkov og Portisch tefldu spenn- andi skák, þar sem Ivkov virtis': ailtaf hafa undirtökin. í miðtaflinu rötuðu báðir í tímahrak og tók þi Ivkov þann kostinn að þráskáka i stað þess að tefla í tvísýnu. LISTAHÁTÍÐIN Framhald af 16. siðu. sögu sjómanns, Guðmundur Böðv- arsson flutti þrjú kvæði ,og Þór- bergur Þórðarson sagði óprent- aðar sögur af séra Árna Þórarins- syni. Vakti sú frásögn mikla kát- ínu, því að Þórbergur beitti um leið eftirhermulist sinni. Tvö tón verk voru flutt við þessa setning- arathöfn. Minni íslands eftir Jón Leifs og Lofsöng eftir Pál ísólfs- son, fyrir kór og hljómsveit, sem Igor Buketoff stjómaði. Að setningarathöfninni lokinni héldu gestir út í Þjóðminjasafns- bygginguna, þar sem framkvæmda stjóri hátíðarinnar, Ragnar Jóns- son forstjóri, opnaði tvær sýning- ar, myndlistarsýningu i Listasafn- inu og bókasýningu í Bogasalnum. Flutti Ragnar ávarp. Minntist hann frumherjanna í íslenzkri mál aralist nútímans, Ásgríms Jónsson ar, Jóhannesar Kjarvals og fleiri. En myndlistarsýningu þessa kvað hann einungis spanna yfir fimm ár og ætti að sýna verk hinnar nýju kynslóðar íslenzkrar mynd- listar. Bókasýningin ntti hins veg ar að sýna bókagerð á íslandi síð- an lýðveldið var stofnað. Sagði hann síðan sýningarnar opnaðar. Meðal gesta við báðar þessar at- hafnir voru forsetahjónin og fleiri tighir gestir. 2 T í M I N N, þrlSjudagur 9. júnf 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.