Tíminn - 09.06.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 09.06.1964, Qupperneq 3
HEIMA OG HEIMAN Nýtt leikrít um Marat, sem myrtar var í baðkerí 'ryrfr nokkru fór fram í Schill- er-leikhúsinu í Vestur-Berlín frumsýning, sem vakið hefur gíf- urlega athygli í álfunni, og fóru helztu leikhús á Norðurlöndum og Englandi, þegar á stúfana að tryggja sér sýningarrétt á leik- ritinu. Leikrit þetta ber hið lengsta nafn er umi getur á einu leikriti, sem sé: ,,Die Verfolgung und Er- morderung Jean Paul Marats dar- gestellt durch die Shauspielgruppe des Hospiz zu Charenton unter Anleitung des Herrn de Sade“ og er nýjasta leikritið eftir þýzka leikskáldið Peter Weiss, sem neyddist til að flýja land árið eftir valdatöku nazista og hefur síðan verið búsettur í Stokkhólmi. Gagn- rýnendur margra landa eru á einu máli um, að leikritið sé stórmerk- ur viðburður í lei'kritum samtím- ans. Hinn frægi leikstjóri Peter Brook, í London, tryggði sér, áð- ur en leikritið var frumsýnt, flutn- ingsréttinn í Brezka samveldinu, og í kjölfarið fór Ingmar Berg- man, sem keypti leikritið til sýn- ingar á Dramaten í Stokkhólmi, en Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn, ætlar að taka það til flntnings á leikárinu 1965—66. 151 hægri verka gengur leik- ritið manna á meðal undir nafn- inu „Marat", aðalpersónunni. sem er sá hinn sami maður, er einna mest kom við sögu stjórnarbylt ingarinnar miklu í Frakklandi. Þeim, sem ekki' muna deili á þess- um fræga manni, skal það tínt til upprifjunar, að hann var læknir áður en hann tók að skipta sér af stjórnmálum. En með blaði sinu „L’ami du peuple“ (Vinur fólks- ins), er út kom 1789—92, hafði hann feikimikil áhrif á gang bylt- ingarinnar og hugi fólksins. Hann átti höfuðsökina á septembermorð- unum airæmdu 1792; hann var potturinn og pannan í að steypa Girondínunum af stóli 1793, fékk það launað með því, að ein aðals mannsdóttirin úr þeim flokki, réð honum bana sama ár niðri í bað- keri. Sú hét Charlotte Corday, og þótt margir teldu hana hafa drýgt mikla dáð með því að bana Marat, var hún sjálf líflátin fyrir verkn aðinn. Annars var Marat helzta eftirlæti skrílsins í París vegna grimmdar og fádæma rudda- mennsku. Hið langa nafn, sem höfundur- Samtíðarmynd eftir málarann David af Marat myrtum í baðkerinu. Mar- at, sem stundum var nefndur „Þjóðvinurinn", gekk með húðsjúkdóm, sem hann leltaðist við að lækna með böðum. Hann sat oft langtimum sam- an ( baðkerinu með fjöðurstaf og blek og skrifaði æstngagreinar í blað sitt, sem raunar hét Þjóðvinurinn. Þannig stóð á, þegar Kariotta kom að honum og veitti honum banasárið með hníf, sem gjörla má sjá á þessu málverki eftir Jacques Louis David, en það er nú varðveitt í Borgar- iistasafninu i Bruxelles. öllum öldum sögunnar helzt orð- ið fræg af endemum, vakið á sér athygli með grimmd og fólsku- verkum." Enda þótt Peter Weiss sé Gyð- ingaættar og hafi ar peim sökum á sínum tíma flúið föðurland sitt, er leikrit hans ekki sérstaklega árás á Hitlerismann né heldur Stalinismann, heldur dregur höf- undurinn þar fram hugleiðingar sínar um síendurtekin fyrirbæri sögunnar, eða eins og hann kemst sjálfur að orði, um þá „ófyrir- leitnu valdagræðgi, sem ekki hef- ur annað en dauðann í för með sér.“ Til að tjá þessa heimspeki, lætur höfundurinn birtast á sviðinu dauðadans, færir sér í nyt alls kyns leikhúsbrögð, leikritið er ýmist í bundnu máli eða óbundnu, birtist í skringileik og látbragða- leik. Og það eru ekki sízt með margs konar leiksviðsbrögðum sem Peter Weiss hefur vakið hina miklu athygli hvort tveggja í senn sem leikskáld og margslunginn leik- húsmaður. Ekki leynir sér, að hann hefur margt lært af hinurn frægu leikritáhöfundum nútímans, Bert Brecht og Majakovskí. Þó þykir hið nýja leikrit hans um Marat bera því vott, að höfundur- inn hefur orðið fyrir einna mest- um áhrifum frá hinum frumlega franska leikhúsmanni Antonin Ar- taud, sem fyrst og fremst braut grimmd og fólsku til mergjar f leiksviðsverkjum sínum. En þótt Peter Weiss hafi margt lært af öðrum, hefur hann fengið mikla viðurkenningu sem mjög sérstæð- ur leikritahöfundur og leikritið um Marat tekið í tölu merkustu leikhúsverka, sem fram hafa kom- ið í Evrópu í á seinni árum. inn hefur gefið leikriti sínu, segir þá sögu, að markgreifinn af Sade, rithöfundur og mesti mun- aðarseggur, sem valdi sér slík yrkisefni í skáldsögum sínum, að orðið sadismi varð til af því, hafi á geðveikraspítalanum sett á svið leikrit um Marat, og sér í lagi hið grimmdarlega líf hans og aumlegu ævilok. Peter Weiss notar þetta sannsögulega leikhúsfyrirbæri, og vefur það sem sjónleik innan sjón- leiksins. Efni leikritsins eitt, þanka- gangur oyltingarmannsins og bani hans, gerir verkið æsispennandi, og er það þó ekki nema rammi verksins. Höfundurinn hefur vissu lega boðskap að flytja, sem sé þann, að „mannkindin hefur á Tilkynning Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu SviSsmynd af Schillers-leikhúsinu í Berlín, þegar lelkritiS Marat, eftir Peter Weiss var frumsýnt. Leikararnir á sviSinu eru Liselotte Rau, Lothat Blumhagen og Stefan Wigger. Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. Normalbrauð, 1250 gr. kr. 11.00 kr. 12.00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í veðrinu. Reykjavík, 6. júni 1964. V erðlagsst jórinn. Ritari Ritari Kona vön enskum bréfaskriftum óskar eftir starfi yfir sumarmánuðina. Tilboð óskast sent til blaðsins íyrir 17. júní, merkt: „Enskar bréfaskriftir/)'. Á VÍÐAVANGi Afturganga Hitlers BLAÐ Moskvukommún'ista á íslandi, Þjóðviljinn, hefur eytt ómældu lesmáli tii að átelja, linku vestur-þýzkra stjórnar- valda við gamla nazista. Víst er það lofsvert, ef af heiliiidum er gert, að vara við áhrifum þess ofbeldis og ---f- stækis, sem embættismenn Hitlers helguðu sig og voru verkfæri fyrir. Eui þá ber einnig að viður- kenna það að stjórnendur Þýzkaiands hafa sýnt Iofsverð- an áhuga á því að láta þjón- ustunienn Hitiers svara til saka Aldrei verður hægt að bæta fyrir þá hroðalegu glæipi, sem Hittter framdi gegn mannkyn- inu. En saningirni krefst þess, að getið sé um tilraunir Vest- ur-Þjóðverja tr' að sýna iðirun með þéiirri aðfetoð, sem þeir hafa veitt til uppbyggingar þjóðríkis Gyðinga, ísrael, með fjárframlögum og sérfræði- legri aðstoð Lærisveinar En lærisveinar Hitlers finn- ast víðar en í Vestur-Þýzka- landi, og tii eru voldugir post- ular hans sem Þjóðvíljimn blakar ekki við, þótt allur liinn siðmenntaði heimur fordæmí framferð' þeirra, Það eru valdamenn Sovétríkjanna, sem láta afturgöngu Hitlers Ieiða sig við hönd i ofsóknum gegn Gyðingum Sovétríkjanna, til að ala hatur á þeim og for- dóma gegn trú þeirra og arf- leifð. Þessi nákaldi andi haturs og fordóma gegn Gyðingum, hef- ur með ræðu Krústjoffs við heimsókn hans í Egyptalandi verið á ný Ieiddur inn á vett- vang alþjóðlegra samskipta. Moskvukommúnistunum ís- lenzku tjáir ekki að skjóta sér bak vdð þá uppdigtuðu afsök- un, að frásagnir af Gyðinga- ofsóknum kommúnista sé upp- spuni óáreiðanlegra blaða- manma. Málið er þannig komið til vestræns almennings, að fulltrúar samtaka Gyðinga ' Bamlaríkjunum báru fram «p- inberar ákærur á hendur Sovét- ríkjanna og óskuðu aðstoðar ríkisstjórnar lands síins til að hafa áhrif á stjóirn Sovétríkj- anna í þessu máli. Málið rannsalcað Auk þess hefur nefnd vest- rænna s.tjórnmálamanna. skip- uð af flokkum sósíaldemokrata í Danmörku Noregi, Svíþjóð, Hollandi oig Bretlandi, rann- sakað málið Skýrsla nefndar inmar var birt fyrir mánuði. Er hún að mestu byggð á opin-berum gögnum Sovétríki- anna sjálfra Mun síðar verða grein hér í blaðinu frá ýms- um uppljóstrunum þessarair skýrslu, en hún sannar óve- fengjanlega, að stefnt er mark- visst að tortímingu Gyðinga í Sovétríkjunum, sem sértrúar. flokks, sem þjóðarminnihluta, og sem manna. Allír heiðarlegir, frjálsborn ir menn hljóta að fordæma fordæðu Gyðingahatursins. Því ættu þeir fyigismenn kommún- ista, sem bornir eru og aldir með trjálsri þjóð, eins og ís- lenzkh kommúnistar, að sjá ósóma mannhaturs og kynþátta- ofsókna. Aumingjaskapur - En aumingjaskapur ís- ienzkra kommúnista er svo Framhald á 15. slðu. T ( M l'N N, miðvikudagur 17. |úní 1964. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.