Tíminn - 09.06.1964, Qupperneq 9

Tíminn - 09.06.1964, Qupperneq 9
LAXNESS Á LISTA- HÁTIÐÍNNI Halldór Laxness flytgr ræSu sfna. / Halldór Laxness rithöfundur, aðalræðumaður dagsins, tók síðan til máls og minntist fyrst á það, hve tildrög voru að fyrstu listamannaþingum hér á landi, kom síðan víðar við sögu og sagði m. a.: „Listamannaþing voru upp tokin hér á íslandi fyrir rösk- um 20 árum eftir að við höfð- um vaknað við það einn morg- un, að þjóðin var orðixj. invent- ari eyvirki stórvelda, sem börð ust um yfirráðin yfir heimin- um við önnur stórveldi. Hvort tveggja var, að með þingum þessum vildum við sýna full- trúum erlendra ríkja, er hér sátu ,hverjir við værum, en þó einkum sanna fyrir sjálfum oklkur, að við réðum fyrir þeim andlegum verðmætum, sem ættu að réttlæta það, að við kölluðum okkur sjálfstætt fólk. „Eftir stríðið hafa voldug rikjasambönd skipt með sér heiminum í reiti, þar sem fá- menn samfélög þjóða kunn úr fomri landafræði hafa iginna bolmagn til sjálfstæðis en áð- ur í sögu heimsins, einnig í menningarlegu tilliti. Þetta virðist leiða beint af vélgeng- inu, sem hefur lagt undir sig heiminn. Hagstjóm lagar sig eftir framleiðsluháttum eins og fyrri daginn. Vélgengi, fram- leiðslugögn, auðmagn, sam- göngukerfi og vísindaleg þekk ing, allt er þetta að renna í eitt og sama kerfi, sem útheimt ir alþjóðlegt skipulag til þess að heimurinn fái staðizt. Hlut- ur mannkynsins er að meira leyti en nokkru sinni fyrr kom inn í hendur fárra öflugra miðstöðva, sem sín á milli hafa gert samkomulag um nokkur höfuðatriði. Smáríki og fámenn lönd, sem áður voru gildir að- iljar í heiminum vegna sérstæðr ar menningar sinnar, ellegar voru látin eiga sig af því þau lágu afskekkt, standa nú ber- skjaldaðri en áður fyrir þeirri samhyggju, sem skapasí af vél gengi tímans. Enginn staður á jörðinni er lengur afskekktur. Reyndar hefur oft gerzt áður í sögunni, að smáþjóðir hafi géfið upp menningarleg verð- mæti sín vegna áhrifa af sterk um nágrönnum. T. d. glötuðu frændur okkar, suður-skandi- navar, tungu sinni, norrænu, í einni kynslóð á 14. öld, sára- aukalítið að því er virðist. Þó er það engan veginn regla, að sérstæðir þjóðernishópar gefi upp vörn fyrir menningu sinni skilyrðislaust, þótt fast sé sótt á, og sú menning er e. t. v. e'kki mikils virði, sem það gerir, eins og oft má lesa í íslenzkum blöðum. Listahátíð eða lista- mannaþing höldum við m. a. til að rannsaka, hvort við höf um þessi árin skapað listræn verðmæti, sem stuðli að því, að okkur sé yfirleitt sómi í því að heita íslendingar. Þessi lista- mannaþing eru því nokkuð al- varlegur hlutur. Við erum að marka stöðu okkar sem menn- ingarþjóðar á viðsjárverðum tímum, eins og stjórnmálamenn eru reyndar vanir að kalla alla tíma. „Stóru ríkin sækja í menn- ingarlegum skilningi fast að þeim smáu. Þessi ásókn er ekki endilega nein herferð. Hitt er sönnu nær, að það sé einkum með þunga sínum og óiinikan- legri nærveru, sem stóru rík- in hafa áhrif á smáu nágranna sína. í dýragarði gerir ein sam an návist stóru dýranna litlu dýrin hlédræg svo þau hnipra sig saman úti í horni og láta ekki á sér kræla. Stundum get- ur ístöðulítil smáþjóð gagnvart voldugum nágranna tekið á sig mynd af hænuungum, sem þyrpast undir ungamóður, ef einhver skarkali heyrist, eða lambi, sem stekkur undir móð ur sína og sýgur hana, ef ímynduð eða raunveruleg hætta steðjar að. Afstaða af þessu tagi er ebki mjög efni- leg í menningarlegu tilliti, ef hún verður annað eðli smáþjóð ar. „Ekki allar smáþjóðir eru jafnginnkeyptar að því að láta svelgja sig upp af menningu voldugra nágranna. Ætli þær þjóðir séu ekki fastastar fyrir, sem stolt þeirra af sögu sinni og fornri arfleifð fær stappað í þær stálinu, hvort heldur reynt er að svelta úr þeim þjóð ernið eða kæfa það i velsæld. Þess eru dæmi, að hámenning arþjóðir, sem voru uppsvelgdar af stórum ríkjum í tvö þúsund ár, risu upp aftur sem sjálf- stætt fólk að lokum, af því þær misstu aldrei samband við langfeðga sína, sem í fyrnd- inni höfðu verið afreksmenn. Þær þjóðir, sem ég hef í huga sérstaklega, eru Gyðingar og Grikkir. En fjarri fer því, að trúin á afrek langfeðganna sé einhlít. Þess er hollt að minn- ast á 20. aldursári lýðveldis- ins íslenzka, að sjálfstæði þjóð- ar hefur aldrei náðst í eitt skipti fyrir öll, heldur verður það að ávinnast á hverjum degi þjóðarævinnar. Sjálfstæð- an heiðurssess skapar sú þjóð sér, sem að innra lögmáli tjáir mannvitsþroska sinn í list og skáldskap og öðrum afrekutn eins og blómið, sem breiðir úr krónu sinni af því það getur ekki annað. Þokkalegur efna- hagur er vafalaust nauðsynleg ur, og auður kann að vera góð- ur, en hann er þess ekki um- kominn að skapa menningar- afrék, því miður. Satt er það, að alls konar súperstrúktúr eða hátimbrun í menningu tilheyr- ir fyrst og fremst ríkidæmi, svo sem glæsileg söngleikahús, hall ir og minnismerkjastíll í bygg- ingastíl, kvikmyndir sem kosta milljarð og sjónvarp. En það er líka til velgengni og hagsæld án menningar. Öll grundvallar afrek í list virðast hins vegar eiga uppruna sinn hjá þjóðum, stéttum og einstaklingum, sem hafa aðeins til hnífs og skeið- ar. Þessi ótrúlega staðreynd hef ur valdið vonbrigðum á okkar tímum. Það er nobkurn veginn hægt að sanna, að-skáldið sem samdi Jobsbók og svo þau skáld sem ortu Ljóðaljóðin, hafi ver- ið fátækir sauðfjárbændur. Á þeim öldum, þegar Grikkir sköpuðu grundvallarafrek, sem enn eru homsteinar vestrænn- ar menningar, voru þeir svo fá- tækir, að það er ólíklegt, að nokkur þjóð í Evrópu lifi al- mennt við svo þröngan kost nú á tímum. Hin gríska heldri stétt borgríkjanna á þeim tíma mótum í lok eiraldar, þegar Odysseifskviða og Illionskviða voru festar á bók, hafði ekki önnur gæði umfram þræla sína en sérstaka ímyndaða tegund frelsis. Það var enginn munur á sveitalífi og bæja. Allir menn lifðu nokkurn veginn jafnt á gæðum hrjóstrugs lands. Persar voru voldugt ríki og hástétt þeirra lifði i vellyst- ingum. Þegar þeir voru ekki að berjast við Grikki, heldur komu sem gestir þeirra, kvörtuðu þeir yfir því, að þeir stæðu ævinlega upp hungraðir frá grískri máltíð. Forn sagnfræð- ingur hefur lýst því, hvemig máltíð á hinum klassíska tíma Grikkja samanstóð af tveim réttum, fyrst graut, síðan ann- ari tegund af graut. Vín sitt blönduðu þeir vatni. Slíkur var efnahagur þess fólks, sem stendur að baki Hómerskvæð- anna. Þessi fámennu, snauðu, landþröngu byggðalög stóðu einnig að byggingarlist, sem svo er tíguleg, að enn í dag virða menn fyrir sér rústir hennar orðlausir af undrun eins og andspænis guðdómlegri tónlist sem tengir saman jörðina og himininn. Við þessi kjör náði myndlist, olympískar íþróttir, skáldskapur, heimspeki, goð- sögn og fagurt mannlíf mestum blóma einhverjum, sem sam- anlögð menningarsaga heims- ins kann að greina. Borgríkin, sem ólu þessa menningu, höfðu oft ekki nema fáeinar þúsund- ir íbúa, en borgirnar sjálfar, ef borgir skyldi kalla, voru sveita þorp ein reist bak við holt og hæðir upp frá ströndinni til að leynast fyrir sjóræningjum. Þess mætti geta til samanburð- ar, að kínversk menning er að sínu leyti óhugsanleg án auð- æfa. Að henni standa hand- verksmenn og listamenn, sem eru að fullnægja smekk þjóð- höfðingja og helgistétta, meðan grísk menning á uppruna sinn ýmist hjá arkadískum bændum eða farmönnum úteyja, sem þekktu ekki keisara eða páfa, — heldur aðeins guðina. „íslenzkar gullaldarbókmennt ir 12. og 13. aldar spruttu fram af nauðsyn eins og lind, stund um eins og vatn af klettum. Höfundarnir voru hvorki að auglýsa sjálfa sig né fsland fyr ir neinum, það er yfirleitt ekki vitað, hvaða maður samdi Brennu-Njálssögu, eða handa hverjum eða til hvers. Þær íslenzkar heimsbók- menntir sígildar, sem hér urðu til áður fyrri, voru ekki lesnar af nokkurri lifandi sál í heiminum utan örfáum bænd um og fiskimönnum hér inn- anlands. Við fslendingar héld- um áfrarn að vera illræmdir í útlöndum öld eftir öld af því að standa næstir villimönnum allra Evrópuþjóða. Það er ekki fyrr en nær aldamótum 1800 að erlendir skólamenn uppgötv uðu, að fsland hafði 5—600 ár- um áður átt bókmenntir, sem skipuðu sess með ódauðlegri klassík heimsins. Áhugi okkar sjálfra á þeim er e. t. v. meiri i orði en á borði. Við höfum reyndar gefið íslendingasögur út á prent. En þær eru aðeins brot af íslenzkum bókmennt- um frá gullöld tungunnar. Við mundum hafa sterkari aðstöðu út á við, ekki hvað sízt sið- ferðilega í handritamálinu, ef við hefðum sýnt meiri dug í því að gefa út íslenzkar forn- bófcmenntir, ritskýra þær og ritstýra þeim hér heima. í stað þess höfum við látið útlendinga svo til eina um það, þótt vita skuld hafi nú sem fyrr orðið að leita sérþekkingar hjá ís- lenzkum mönnum, sem einir flkilja þetta mál til fullnustu. Útlendingar kvarta oft undan bví, að þeir geti ekki keypt á íslandi Sæmundareddu, sem hægt sé að sýna utanlands ís- lendingum til sóma. Það er nokkuð til í því. Lengi fram eftir okkar öld var „leiðrétta" Edda frá 1905 hin eina tilraun ofckar til Edduútgáfu og fræði Framh. á bls. 15 Frá setningu listahátíðarinnar í Háskólabíói. (TÍMAmynd, GE). T I M I N Nf þrlðjudagur 9. júni 1964. — Q

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.