Tíminn - 12.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinri Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur f Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. íhaldsblöðin auglýsa Framsóknarflokkinn Þótt stjórnarblöðin látist fagna' því, að ríkisstjórnin samdi við verklýðssamtökin, er bersýnilega engin gleði inni fyrir, heldur hið gagnstæða. Öðrú hvoru brýzt fram í forustugreinum þeirra niðurbæld reiði yfir því, að rík- isstjórnin varð að gefast upp við lögþvingunarfrumvarp- ið á síðastLhausti og hrökklast inn á samningaleiðina. Útdrátturinn úr forustugreinum Mbl., Alþýðuþlaðsins og Vísis, sem lesinn var upp í útvarpinu í gærmorgun, var glöggur vitnisburður um þetta. Eins og útdrátturinn bar með sér, voru allar aðalgreinar blaðanna óhróður um Framsóknarflokkinn, sem var augljóslega sprottinn af því, að stjórnarblöðin kenna honum mest um það, að ríkisstjórnin varð að gefast upp við lögþvingunarleiðina og neyddist til að semja. Þessi gremja stjórnarblaðanna birtist ekki sízt í þeirri fullyrðingu þeirra, að Framsóknarflokkurinn sé óþarfur flokkur og hafi engan tilverurétt. Ríkisstjórnin hefði sem sagt getað farið sínu fram og ekkert þurft að óttast, ef það hefði ekki sýnt sig í seinustu þingkosning- um, að Framsóknarflokkurinn var vaxandi flokkur. Það er annars ekki nýtt, að hinir afturhaldssömustu flokkar haldi því fram, að allir pólitískir andstæðingar séu óþarfir, nema helzt kommúnistar. Á kommúnistum þurfa þeir að halda sem grýlu. En lýðræðislegir umbóta- flokkar eru ekki aðeins óþarfir, heldur bráðhættulegir að dómi afturhaldsins. óhróður og sleggjudómar stjórnarblaðanna um Fram- sóknarflokkinn sýna bezt, hvaða flokkur það er, sem stjórnarflokkarnir raunverulega óttast mest og telja hafa átt meginþátt í því, að þeir gáfust upp við lögbind- ingarleiðina. Þeir óttuðust nýjan vöxt og viðgang Fram- sóknarflokksins, ef stjórnarflokkarnir fylgdu fram ráð- gerðri afturhaldsstefnu sinni. Ekkert sýnir' betur, að Framsóknarflokkurinn er á réttri braut sem frjálslyndur og framsækinn umbótaflokk ur en þau óp afturhaldsblaðanna, að hann sé óþarfur og jafnvel hættulegur, jafnhliða því, sem þau gefa óbeint til kynna, að kommúnistaflokkurinn sé eiginlega orðinn gagnlegur flokkur, sem eigi annan og meiri tilverurétt en Framsóknarflokkurinn! Það er einmitt svona, sem afturhaldið hefur alltaf látið skrifa og tala um umbóta- flokkana. Svona talaði Hitler um jafnaðarmannaflokk- inn þýzka, svona talar Goldwater um frjálslyndari arm demokrata. Það mun líka síður en svo draga úr vexti og viðgangi Framsóknarflokksins, að stjórnarblöðin skuli auglýsa hann á þennan hátt. Listamannalaun í tilefni af listahátíðinni er ekki fjarri lagi að minna á, að á ýmsan hátt hefur dregið úr stuðningj við listamenn á síðari árum. Framlag til listamannalauna hefur hækkað hlutfallslega minna en heildarútgjöld ríkisins síðan 1957 svo að dæmi sé tekið. Af hálfu Framsóknarflokksins hef ur verið unnið að því að fá þetta framlag hækkað og það borið nokkurn árangur, en ekki nægan. Listahátíðin mætti gjarnan minna Alþingi og ríkisstjórn á að gers betur í þetsum efnum. Sú þjóð, sem dregur úr stuðningi við listina, er ekki á réttri braut. f-OI fcKlT V£IDl !T' • ::;* ¦ . •- - ---. ,'¦ ¦ ¦¦ \¦¦ Brasilía á leið til fasisma Kubitschek, sem þótti sigurvænlegt forsetaefni, sviptur kjörgengi. í BYRJUN aprílmánaðar síð- astl. gerði herinn í Brasilíu stjórnarbyltingu. L%tið var heita svo, að hún væri gerð til að steypa úr stóli ódugleg- um forseta, sem væri of hlið hollur kommúnistum. Ætlun hersins væri hins vegar ekki' sú að taka völdin í hendur sín ar til frambúðar, heldur aðeins að- „hreinsa til", þ. e. að víkja kommúnistum og ' óduglegum embættismönnum úr starfi, og láta síðan fara fram forseta- kosningar með frjálsum hætti á tilskildum tíma þ. e. haustið 1965. í raun og veru söknuðu menn ekki Goularts forseta mikið, því að hann hafði verið reik- ull í ráði og ljtlu fengið áork að, enda ekki haft nægan stuðn ing í þinginu. Það var hins veg ar hvorki ódugnaður hans né hringlandaháttur, er orsakaði fall hans. Herinn greip fyrst í taumana, þegar Goulart hafði tilkynnt að hann myndi beita sér fyrir því að hinn mikli fjöldi ólæsra manna fengi kosningarétt, en kosningaréttur í Brasilíu er nú bundinn því, að menn séu læsir. Yfirstéttin taldi þessa Dreytingu jafngilda því, að sigur hægri manna væri útilokaður í næstu forsetakosn ingum. Á þ'að vildi hún a.m.k. ekki hætta Því var herinn lát , inn skerast í leikinn. Það þótti koma fljótt í ljós, að þeir, sem stóðu að baki byltingarinnar, ætluðu sér meira en að fara með stjórn um skamma hríð. Takmark þeirra væri a.m.k. að búa svo í haginn, að hægri menn gætu unnið auðveldan sigur í næstu forsetakosningum. Þetta sást m. a. á því, að þeir settu bráða birgðastjórnarskrá, er heimilaði að svipta menn þingmennsku og ríkisstjóraembættum, kosn- ingarétti og kjörgengi ári und- angengins dóms o.s.frv. Sam- kvæmt því voru um 200 menn strax sviptir kjörgengi, og voru í þeim hópi tveir fyrrv. forsetar Brasilíu, þeir Quadros og Goulart. Sá fyrrnefndi hafði verið kjörinn forseti sem fram- Castelo Branco bjóðandi hægri manna 1960, en for svo eigin götur og sagði af ser, þegar hann gat ekki komið stefnu sinni fram. ÞAÐ VAR von ýmissa, að heldui myndi draga úr öfgun um hins nýja stjórnarfars í Brasilíu eftir að þingið hafði kosið nýjan forseta ríkisins, en fyrir valinu varð Humberto Alencar Castelo Branco hers- höfðingi, 63 ára gamall, en hann hafði fram að þessu lítil afskipti haft af stjórnmálum, naut viðurkenningar sem greindur og hófsamur maður og þótti liklegur til að láta ekki hina ofsafyllri hægri menn segja sér fyrir verkum. Hann hlaut því nær einróma stuðn- ing þingsins, en stærsti flokk urinn þar er jafnaðarmanna- flokkiirinn undir forustu dr. Kubitschek, fyrrv. fors. Brasilíu Kubitschek var meðal þeirra, sem studdu Branco í trausti þess, að hann myndi halda öfgaöílunum í skefjum. Það sýndi sig í fyrstu eftir að Branco kom til valda, að hann reyndi að hamla gegn öfga- mönnunum, sem gerðu þá kröfu til hans, að haldið yrði áfram að , hreinsa til". Einkum gerðu þeÍT þá kröfu, að dr. dr. Kubitschek yrði sviptur kjörgengi, en flokkur hans var búinn að ákveða að bjóða hann fram sem forsetaefni í næstu forseta kosningum og þótti lík- legt, að hann yrði kjörinn. Kub itschok þótti reynast vel sem forseti á árunum 1956-61. Búizt var við að helzti keppinautur hans yrði Lacerda ríkisstjóri í Riode Janeiro, fyrrv. kommún- isti, er síðar gerðist öfgafullur hægri maður og margir telja aðalmanninn í byltingunni gegn Gouiart. Hann studdi Quadros upphiíflega, en snerist síðan gegn honum og átti meginþátt í falli hans. Branco forseti hefur nú orðið við beirri kröfu öfgamanna að svipta Kubitschek kjörgengi. Allir aðalleiðtogar vinstri manna í Brasilíu hafa þá verið sviptir kjörgengi og má því bú ast við, að næstu forsetakosn ingar í Brasilíu verði skrípa- leikur einn, þar sem Lacerda verður tryggður sigurinn. Það er ekki aðeins, að helztu and- stæðingar hans hafi verið svipt ir kjörgengi, heldur sæta þeir hvers konar ofsóknum. Þúsund ir politískra fanga eru enn í haldi en þeir voru fangelsaðir, þegar herinn gerði byltinguna fyrir rúmum tveimur mánuðum Þannig virðist nú horfur á, að Brasilía muni búa við fasista stjórn hægri manna næstu miss erin eða árin. Reynt verður að viðhaida sérréttindum og auð legð yfirstéttarinnar, en al- menningur látinn búa við sultar kjör, eri lífskjör eru óvíða lak ari en í ýmsum hlutum Brasil íu, þótt fyrri stjórnir hafi nokkuð reynt að bæta úr því. Til lengdar mun þó fasista- stefna auðvaldsins ekki geta haldið völdum í Brasilíu, held ur er hættan sú, að hún geti hrundið af stokkum gagnbylt ingu, er geti orðið vatn á myllu öfgaafianna lengst til vinstri. Það, sem Brasilía þarfnast, eru félagslegar umbætur og jöfnun lífskjaranna. Ólíklegt er að slíKar umbætur verði gerðar af fasistiskri auðmannastjórn, þót ýmsir aðilar í Bandaríkj- unum virðist ala þá von. Þ. Þ. Kubitschek 03 fjölskylda hans. mWMMHaWWM T í M I N N, föstudagur, 12. júní 1*964. — z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.