Tíminn - 12.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1964, Blaðsíða 13
SJÖTUGUR I DAG: lafur Þórarinsson Ólafur Þórarinsson fæddist 12. júní 1894 á Suðureyri við Tálkna fjörð. Foreldrar hans voru Þór- arinn Ó. Thoríaeius kennari og sjómaður og kona hans Ólöf Guð niundsdóttir. Ólafur var á barnsaldri er hanu cnissti föður sinn. Hann ólst upp irieð móður sinni og í skjóli vanda manna, lengst hjá föðurbróður sín iim, Ólafi Thorlacius Ólafssyni að Bæ á Rauðasandi. Á unglingsáru q lærði hann tvo vetrartíma hjá séra Þorvaldi Jakobssyni í Sauð- lauksdal, lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1915. Stundaði kennslustörf í átt högunum 1915—1917 og önnur störf á lahdi og sjó, einnig verzl unarstörf næstu árin. Var kaup- íélagsstjóri Kf. Rauðasands, Pat- reksfirði frá 1925 til 1934. Réðist þá til Saimbands ísl. samvinnufé- laga í Reykjavíít og hefur unnið jþar í ýmsum deildum til síðustu áramóta, að hann hætti störfum að • eigin ósk fynr aldurssakir. Ólafur kvæntíst 17. nóvembðr 1934 Guðnýju Þorvaldsdóttur, prests og kennara Jakobssonar og konu hans Magðalenu Jónasdóttur. Guðnýju konu sína missti Ólafur 25. marz 1956, en móðir hans sem hafði fylgt honum alla tíð, andaðist 97 ára 1962. Ólafur hefur ætíð verið traust- ur starfsmaður, vandvirkur t>g ágætur starfsfélrgi. Ljúfur og góð samur í umgengni við alla menn. Glaður með gloðuim og hryggur ineð hryggum. Hann hefur haft yndi af skáldskap, var lengi áhuga Bainur félagi í kvæðamannafélag- inu Iðunni. Ann fögru máli og þjóðlegum fræðum, ekki sízt um sjóhetjur ög sjóferðir. Ólafur var heiisuhraustur þar til Akureyrarveikin svokallaða, sem hér var á ferðinni 1948, léi hann grátt og befur hann aldrei náð sér að fullu eftir það áfail. Missir eiginkommnar varð hon- um mjög þungbær og ekki ósenni legt að honum hafi síðan fundizt eins og skáldinu „Því geng ég einn og óstuddur. —" En vest- firzkur kjarkur og þrek hafa margan brotsjóiim sigrað og Ól- afur er góður Vestfirðingur. Ei skal lagzt í ösku og sekk, Elli lítt þó vægi. Sæti bjóða á Sökkvabekk Saga, Iðunn, Bragi- Við sem höfum verið starfs- félagar Ólafs ujf. Sambandi ísl. samvinnufélaga, tendum honum beztu afmælisóskir og þökiiím samstarfið á lið^um árum. Vonil&i við að ljúfar minningar um á'st- vini og samferðamenn verði hqn um ljósgjafi á oíórnum árum. Hallgrímur Sigtryggsson. TILKYNNING Til septemberloka verða skrifstofur vorar og lyfja afgreiðsla lokaðar á laugardögum. Þá breytist og afgreiðslutími skrifstofunnar þann- ig, að framvegis verður opið frá kl. 9 til kl. 12,30 og kl. 13 til kl. 17,30 alla mánudaga, en frá kl. 9 til kl. 12,30 og kl. .13 til kl. 16 aðra virka daga. Afgreiðslutími í lyfjaafgreiðslunni breytist þann- ig, að opið verður frá kl. 9—12 og kl. 13—18 alla mánudaga, en kl. 9—12 og kl. 13—17 aðra virka daga. Lyfjaverzlun ríkisins STADA deildarhjúkrunarkonu víS Borgarsjúkra- húsið í Fossvogi er laus til umsóknar. Ætlazt er til að deildar- hjúkrunarkonan gegni stöðu forstöðukonu við Farsóttahúsið, þar til Borgarsjúkrahúsið tekur til starfa. Staðan veitist frá 1. okt. n.k. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri nefndarinnar, Heilsuverndarstöðinni. Reykjavík, 11. júní 1964 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur FÖSTUDAGURINN HENNAR er möguleiki á jþví að koma krökk unuirn fyrir, og svo ætla .ég »ð hafa ráðskonu, en annazt sjálf ikennsluna. Hesttna leigjum við víðs vegar frá.og eru einungis tekn irþægilegir og meðfærilegir hest ar. Þau hjónin ætla að kaupa 10 merar í haust og ala svo undan þeim, svo að i framtíðinni geta þau sjálf séð skólanum fyrir hest um. Einnig kæm' til greina að hafa vikukennslu fyrir fullorðna, sem vildu eyða sumarfríinu sinu í það að læra að siíja hest, en þetta er allt í athugun. — Þegar farið er að ræða um hesta við þau hjónin, er auðfund ið, að hestamennska er þeirra að- aláhugamál (á eftir búskapnum) og rætt er um hesta langt fram á nótt. ÍBÚÐARHCS Framhald aí 9 sfffu. bókstaflega, ég held elzta húsið sé frá 1948 eða svo, fyrstu hús- in í Háskólahverfinu, þau sem byggð voru að öllu eftir því, sem arkitektinn ætlaðist til, en á seinni húsuní í þessu hverfi voru gerð frávik frá upphaf- legri teikningu. Okkur fannst ekki ástæða til að taka endi- lega hús frá árinu 1944 og rekja síðan áfram eftir árum, megintilgangurinn með sýning- unni er að fá hugmynd um helztu nýjungar, sem komið hafa fram á síðustu tveimur áratugum. Flest húsin hér á sýningunni eru nánar til tekið frá síðustu 8—9 árum eða svo, hið siðasta svo nýtt af nálinni, að það var varla búið að sópa stéttina, þegar ljósmyndarinn kom a staðinn.'- —Og hver viltu svo segja, að séu helztu einkenni hinna nýju strauma í húsbyggingalist þessaia síðustu ára? „„ „iÉty, það sé ekki það helzta, .gði^ést miði ,að. þyí. að sýna ;einfaidhíika, hreínleika ¦¦ eða umfram allt léttleika. ekki sízt með meiri fjölbreytni í efnis- no-tkun. Það hefur íþyngt allt of lengi hústeikningum hér síðan farið var að byggja steinsteypt hús, hvað sementið hefur verið notað gegndarlatist, meira að segja hefur ástin á því verið svo feikileg, að menn hafa neitað sér um dagsbirtu með því að hafa bara glugga- borur á veggjunum. Seinni ár- in hefur verið mikil tilhneiging til að brjóta upp þessa stóru steinveggi með meiri notkun glers, viðar eða málma, nú er sem sé blaðinu snúið við, og menn reyna að spara steypuna, og við þetta verður yfirbragð húsanna miklu léttara. Þar sem áður var svo litið á. að húsin ættu íyrst og fremst að vera skjól fyrir veðrum og vindum, er tilhneigingin nú upp á síð- kastið að opna húsið fyrir birt- unni og gera húsið hluta af náttúrunni umhverfis. Og þó't sum þessara nýjustu húsa eigi að vera einfaldleikans verk, þykir ekki öllum þar allt þjóna hinu hagnýta eingöngu, heldur eru gerð frávik, sem fyrst og fremst þjóna listinni, t.d. með því, eins og sést á þessu húsi, að veggjalína hússins er fram- lengd út fyrir vegginn. ein- ungis til að þjóna listrænum tilgangi. Spónlagning Spónlagning os veggklæðnins Húsqöqn oq innrétKnn=r Armóla 20 Sfmi 32400 VERID FDRSJAL FERÐALAGIÐ :;fff ; ¦:. ;,¦-¦ .¦ .":. " •C*S: FERDAHANDBOKINNI FYLGIR VEGAKORT, MIDHÁLENDISKORT O.G VESTURLANDSKORT Kappreiðar Kappreiðar hestamannafélagsins Dreyra, Akra- nesi, verða haldnar á hinum nýja skeiðvelli fé- lagsins við Ölver í Hafnarskógi, sunnudaginn 5. júlí n.k. kl. 2 e.h. Þátttaka tilkynnist fyrir 30. júní til Sigurðar Sigurðssonar, Stóra-Lambhaga, sími um Akranes, og til Gunnars Gunnarssonar, í síma 1642 Akra- nesi. Utgerðarmenn — Skipstjórar Óskum eftir viðskiptum við humarbát í sumar. Meitilllnn h.f. Þorlákshöfn IVI/s Herjólfur mun væntanlega framvegis í sumar á laugardögum, þegar veð ur og aðrar ástæður leyfa, fara Þorlákshafnarferðir frá Vest- mannaeyjum kl. 13,00 og frá Þorlákshöfn kl. 17,00 til Vest- mannaeyja (kl. 20,30). Þá er tilætlunin að skipið fari einnig fyrst um sinn Þor- lákshafnarferðir á sunnudögum frá Vestmannaeyjum kl. 05,00 og frá Þorlákshöfn kl. 09.00. Verði farþegum gefinn kostur á að skoða Surtsey af sjó á útleiðinni, en viðstaða í Veitmanna- eyjahöfn verði frá ca. kl. 14,15—18,00 en þá siglt til Þorláks- hafnar og komið þangað 'ca. kl. 21,30 og síðan haldi skipið áfram til Reykjavíkur. í þessum sunnudagsferðum munu verða skipulagðar kynnisferðir um Heimaey fyrir þá farþega, er þess óska. — Bent skal á, að ávallt er nauðsynlegt að tryggja sér far með skipinu fyrir fram, því að tala farþega er stranglega takmörkuð. — í sambandi við Þorlákshafnarferðir Herjólfs, verða bílferðir frá Bifreiðastöð íslands, Reykjavík á laugar- dögum kl. 14,30 og á sunnudögum ki. 07,30, en frá Þorláks- höfn halda bílarnir aftur til Reykjavíkur þegar eftir komu skips ins, nema annað sé fyrir fram ákveðið um þessar bílferðir. i Skipaútgerð ríkisins T í M I N N, föstudagur, 12. [úní 1964. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.