Tíminn - 12.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS l«ra virtist henni hjúkrunarstarfið vera ekki aðeins háleitt köllunarverk, sveipað dýrðarljóma. Hjúkrunar- konur standa hátt í stiga þjóðfé- lagsins, mælti hún, „en mig hefur lengi langað til að heyra einhvern mmnas_t á styttingu vinnutíma þeirra. Vinnutímí þeirra virðist of langur og ég hef oft velt því fyrir mér, hvort þær hafi nokkurn tíma tækifæri til að hafa afnot af hin um fallegu hvíldarstofum, sem gerðar eru fyrir þær í nýtízku sjúkrahúsum. Engum mundi falla í geð að heyra, að hjúkrunarkon ur misstu eigin heilsu af að bæta annarra heilsu.“ Bæði í opinberu lífi og í einka- lífí er Clementine afar tillitssöm kona. Og hún hefur oft sýnt Ijós- lega hvers vegna hana prýða allir kostir, sem eiginkona manns eins og Winstons verður að hafa til brunns að bera. Eða eins og hinn merki rithöf undur Hannen Swaffer- sagði um hana: ,,Hún kom úr skugganum inn á kastljós heimssviðsins og tignar- Ijómi sá er af henni stafar sam- ræmist vel dýrðarljómanum af sigrum eiginmanns hennar.“ Er hún kom í heimsókn í kvenna skólann í Berkhamstead, þar sem hún sjálf hafði eitt sinn verið nemandi, sagði hún: „Ef þið þurf ið að eiga í samkeppni við karl- menn, skuluð þið 'aldrei sýna of- stopa í samkeppninni. Sú, sem reynir að ryðjast fram á við getur átt á hættu að komast ekkert. Ykkur verður miklu meira ágengt með því að halda af festu en ró- lyndi við málstað ykkar. En þetta verður að gera á rétt an hátt og umfram allt með léttri lund. Trúið engum fyrir erfið- leikum ykkar, sem ekki er marg reyndur og tryggur félagi.“ Eitt sinn fagnaði henni mann- fjöldi með því að syngja og dansa eftir laginu „Ó, mín Ijúfa Clemer- tine“. Þá hló hún og kvaðst hvorki vera „týnd“ né „tröllum gefin“, eins og í vísunni stendur. Hún hefur efni á að gera að gamni sinum um árin og aldurinn, þar sem fegurð hennar er sönn, og hún hefur efni á að láta alla formfestu lönd og leið, þar sem hún er sönn i tignarlegri fram- komu sinni. „Eg er enginn ræðusnillingur“v sagði hún einu sinni. „Segi ég eitthvað, er það bara það, sem mér er efst í huga.“ -— og þetta er churchillsk yfirlýsing, sem Winston sjálfur hefði getað sagt. Þá konu, sem hefur þá dirfsku til að bera að geta lýst þessum óvenjulegEi manni þannig að segja hann „of kátan“ og að geta tjónk að við fjör hans og kæti, hlýtur -maður að líta á viðurkenningar- augum. Það var ekki að undra, þótt Cottesloe lávarður segði um hana, er hann kynnti hana á stjórn málafundi: „Hvernig henni tókst að inna af hendi svo mörg opin- ber störf samhliða því að líta eftir mannætutígrisdýrinu sínu er eitt af kraftaverkum styrjaldarár anna.“ En jafnvel mannætutígrisdýrið, sem hún á að eiginmanni, veit ekki hveisu umfangsmikil störf hennar voru — hún segir honum það bara ekki, Ungfrú Edna Rowe, gistiheirr.ilaráðgjafi K.F.U.K., varð vottur þessa eitt sinn á Downing Street. „Við vorum að athuga í samein ingu áætíanir um gistiheimilasmíð í Chelteuham. Teikningar og áætl anir þöktu borðið í herbergi henn ar, þegar hr. Churchill þrammaði inn. Frú Churchill snarsneri sér við, þegar dyrnar opnuðust og sneri bakinu að borðinu og kom þann- ig í veg fyrir að hann kæmi auga á blöðin. Hún beindi athygli hans í aðra átt, svaraði þegar í stað spurningu hans og leysti með því þann vanda hans, sem hann hafði komið til að vandræðast út af. Þannig 1 rauninni skutlaði hún honum út, án þess að hann hefði minnstu hugmynd um það sjálfur. Hún sneri sér við brosandi, og þessi kona, sem svo margir eiga svo mikið að þakka, sagði: „Eg vildi ekki að hann sæi áætlanir okkar. Hann má ekki vita af þeim. Hann verður svo reiður, ef hann heldur að ég vinni of mikið.“ 20 BEIZKUR SIGUR „Við erum að fara til Parísar!" sagði Winston við Clementine. Ákafi hans og fögnuður yfir því, að heimsækja París í fyrsta sinn eftir að borgin var frelsuð var geysilegur. Allt hafði verið vel undirbúið. Þau áttu að halda af stað 10. nóv ernber og næsta morgun áttu þau að vera viðstödd mikla hersýningu í tilefni vopnahlésdagsins. Þar átti mikill fjöldi fólks að fá að leiða þau augum, án þess að tilkynning hefði venð gefin út um það fyrir fram. Scotland Yard og franska lög reglan höfðu þungar áhyggjur. Enn var mikill fjöldi Þjóðverja í Parísaiborg, og það lék enginn efi á, að reynt mundi að vega j Churchill, ef hann sýndi sig á göt ! unum. Bæði nann og ráðuneytið gerðu sér grein fyrir áhættunni.og nokkr ir meðlimir ráðuneytisins reyndu að fá hann ofan af förinni. Sjálf- um fannst honum hann þurfa að vera þaina sem tákn Bretlands í tilefni vopnahlésdagsins og enn fremur vissi hann, að alltaf væri áhætta því samfara að vera í mik illi fólksmergð hvort sem var. Hann ræddi við Clementine um varnaðarorð lögreglunnar og skýrði fyrir henni, hvers vegna hann vildi fara. í þetta sinn gerði hún ekkert til að tala um fyrir honum, eins og margir velviljaðir samstarfsmenn hans. Hún virti það, hve mjög hann óskaði heitt, að vera þennan dag með milljón um Parísarbúa, sem hann hafði hjálpað lil við að frelsa, og hún gerði ser grein íyrir, hve mikla þýðingu það hafði fyrir hann að taka þátt í hátíðahöldum á slíkum sigurdegi. Hún hófst handa um að ferðbúa Winston, Mary og sjálfa sig. í Paris fengu þau alla neðstu hæð Quai D'Orsay til afnota. En ánægðastur var Winston, þegar Clementine leiddi hann með á- nægjubros á vörum inn í baðher bergi íbúðar þeirra. Ilann var eins ánægður yfir þeirri sjón. sem mætti honum og skóladrengur, sem fær sælgætispoka. Þarna var baðker úr gulli. Enn glaðari varð hann, þegar hún sagði honum, að hún hefði komizt að því, að baðherbergið hefði verið sérstakleea gert fyrir Göring. Og glaðastur varð hann, þegar hann frétti, að bað utanríkisráðherrans væri aðeins úr silfri. Morguninn eftir hittu Clemen- tine og Winston de Gaulle hers- höfðingja og frú hans og óku með þeim til sigurbogans. Móttökurnar voru stórkostlegar Alls staðar voru fagnandi og veif andi Parisarbúar — á breiðstræt unum, hálfir út úr gluggunum, á öllum húsþökum. Hvarvetna gullu hrópin — ,de Gaulle!“ „Churc- hill!“ Við Sigurbogann horfðu þau á hergöngu fara fram hjá í nærri klukkutima, og síðan héldu þau aftur af stað til að leggja blóm- sveig að styttu Clemenceau og annan við gröf Foch marskálks. Clementine horfði á sigurgöng una, þar sem hún sat við hlið frú de Gaulle. Þær horfðu á Winston cg hershöfðingjann aka af stað í opinni bifreið til Sigurbogans til að leggja þar blómsveig. Og eins og í fyrirlitningarskyni við alla nazistalaunmorðingja, sem kynnu að leynast enn í borginni, gengu þeir um hálfrar mílu veg niður Champs-Elysées til móts við konur sínar. Eftir að athöfninni var lokið, var hádegisverður snæddur í aðal stöðvum de Gaulle við Rue St. Dominic Einu sinni enn fór Win- 10 Tracy sneri sér að Nan, sem enn hafði ekki sagt orð. — En ég geri ráð fyrir að ég sé talsvert breytt. Amerísku læknarnir hafa gert kraftaverk með andlitið á mér, þótt þeim tækist ekki að gera það eins og það var áður. Og þá rann upp fyrir henni sú staðreynd, að hún hafði enga minnstu hugmynd um, hvernig hún hafði litið út fyrir slysið. Sú Tracy, sem hún mundi hitta fyrir hér mundi hafa ókunnugt andlit, ekki síður en fullkomlega fram- andi persónuleika. — Ég held satt að segja þeim hafi tekizt að endurbæta frum- myndina, sagði Nan. — En teið bíður, svo að við skulum ganga inn og fá okkur sopa strax. Frú Sheldon hafði stungið hendinni undir arm Tracyar og leiddi hana gegnum forstofuna, sem var harla drungaleg. veggir fóðraðir dökku veggfóðri og nokk uð dimmleit olíumálverk. — Við kveiktum uiip í arninum ef það yrði svalt. Ég geri ráð fyrir þér þyki hús nokkuð köld hérna eftir alla upphitunina í amerískum húsum, Tracy. En í þessu herbergi höfum við sólina allan daginn og það hlýjar náttúr- lega talsvert. Frú Sheldon masaði órólega áfram. Brett hafði gengið út aftur til að sækja farangurinn/ — Ég er hrædd um, að ég sé ekki mjög dugleg húsmóðir nú orðið, en það er svo erfitt að fá nokkra hjálp og Nan getur ekki . . . en ósköp er ég vitlaus! Hún varp öndinni mæðulega og hissa í senn: — Hér tala ég við þig eins og þú værir ókunnug, en auð- vitað þekkirðu öll vandamál okk- ar. Æ, fyrirgefðu væna mín, þú verður að afsaka mig. Það stafar sjálfsagt af . . . af því að þú ert dálítið breytt. — Ég vildi óska að ég vissi um allt og alla hérna. Tracy dró af sér hanzkana og teygði hendurn- ar að arninum. — En því miður geri ég það ekki' . . . ég veit ekki neitt um nokkurn hlut? Sagði Brett ykkur ekki frá því, þegar hann skrifaði frá New York? Sagði hann ekki að ég þjáist enn af algeru minnis- leysi? — Jú, hann drap á það. Frú Sheldon forðaðist að horfa á Tracy eins og ekki mætti víkja að þessu umræðuefni. Svo sagði hún hálfvælulega: — En ein hverra hluta vegna gat ég varla trúað því. Ég var viss um að allt mundi rifjast upp fyrir þér jafn- skjótt og þú kæmir heim til okkar. Þú hlýtur að muna Tracy? Þetta er heimili þitt, það hefur verið heimili þitt frá því að þú varst tólf ára gömul? Við erum eina fjölskyldan sem þú átt! Þú hlýt- ur að þekkja okkur aftur — og húsið okkar? Nan hafði komið inn með te- könnuna. Hún setti hana frá sér á borðið og sneri sér að móður sinni. — Brett sagði okkur greinilega frá því að Tracy þjáist enn af minnisleysi. Þú getur ekki látið eins og þig hafi ekki grunað að hún mundi ekki þekkja okkur aft- ur. Þetta hljómaði mjög skynsam- lega. Minnisleysi var bókstaflega sett í sama bát og smávegis kvef ellegar hálsbólga. — Ég veit það! Frú Sheldon settist þyngslalega niður í stól. — það er bara svo . . . ótrúlegt og furðuiegt, að mér finnst að það geti ekki verið satt. Áttu þá við, að þú munir ekki einu sinni eftir Mark, Tracy? Hann sem er maður- inn þinn! — Ég man alls ekki eftir hon- um, svaraði Tracy seinmælt en skýrt. — Ykkur grunar ekki, hve mikið ég hef reynt . . . það hefur engan árangur borið fram til þessa. Allt sem ég hef upplifað fyrir flugslysið . . . er gersamlega horfið. — Þetta er ótrúlegt! Frú Sheld on starði hálf skelfd á hana. — En . . . hvað gerist þegar hann kemur heim? Hann hefur átt mjög erfitt; hann mun þarfnast góðrar hjálpar. Hvernig getur þú hjálpað honum, ef þú manst ekki eftir honum? — Heldurðu, að það sé Tracy sem er manneskja til að hjálpa honum? Hvöss kuldaleg rödd Nans nísti herbergið. — Ef maður athugar, að það var hún sem . . . j Hún steinþagnaði, þegar Brett kom inn í dagstofuna. Þögnin var alger og svo þung, að Tracy fannst hún gæti rétt út höndina og þreif að á henni. Brett leit snögglega frá Nan á Tracy. Nan roðnaði og Brett horfði kuldalega á hana. — Ertu ekki búin að skenkja teið, Nan? Tracy er áreiðanlega bæði köld og þreytt og það er ég reyndar líka. — Ég vildi aðeins láta það trekkjast smástund. Nan settist við borðið og hellti í bollana. Frú Sheldon fór að spyrja spurninga, en það var auðíundið að hún hafði engan áhuga á því sem hún talaði um. Hún spurði um ferðina frá New York, lendinguna í Lond- on og ökuferðina til Pilgrims Barn. Þau drukku teið en rún- stykkin á silfurfatinu sem virtust ekki sérlega lystileg voru ósnert. Tracy stalst til að líta í kringum sig í herberginu. Húsgögnin voru gömul og farin að láta sjá og auk þess ekki sérlega hreinleg. í slikri stofu voru oft fjölskyldumyndir. Kannski var einhver af Mark sem hún þekkti eftir lýsingu Bretts. En það voru engar myndir, að- eins fleiri dökk olíumálverk og fá- einar daufar vatnslitamyndir. — Ef þú vilt ekki meira te, býst ég við að þú viljir helzt fara upp og hvíla þig áður en miðdegis verðurinn er borinn fram, sagði frú Sheldon. — Ég . . .ég hélt þú mundir helzt kjósa bláa gestaherbergið frekar en svefnherbergið ykkar hjónanna . . . fyrst um sinn! Þú skalt fara beint upp. Æ, hvernig læt ég. Ilún fálmaði vandræða- lega eftir tómum tebollanum. — Þú manst sjálfsagt ekki einu sinni, hvar herbergin eru? Nan getur sýnt þér . . . — Ertu búin? Nan reis upp léttilega og beindi orðum sínum til Bretts. — Lenora er komin heim aftur. Hún leit inn í dag. Ég býst við hún komi og heilsi upp á þig á morgun. — Ég hélt hún fengi ekki leyf- ið fyrr en í sumar. Nú, jæja, það verður gaman að sjá hana aftur. Augu hans mættu augum Nans andartak og hún roðnaði við, síð- an flýtti hún sér að opna dyrnar fram í forstofuna. Það var með herkjum að Tracy tókst að þvinga sig að fara á eftir henni. Hana langaði ekki að yfirgefa dagstof- una og róandi og verndandi ná- vist Bretts. Hana langaði ekki til að vera ein með þessari furðu- legu ungu konu, sem var mágkona hennar, en virtist langt frá því vingjarnleg og hlýleg í hennar garð. En hún átti ekki um annað að velja. Brett og móðir hans sátu þögul, unz þau heyrðu fótatakið í stiganum, þá hrópaði frú Sheldon skjálfrödduð: — Þetta er svo miklu verra . . . og erfiðara en ég hafði búizt við . . . Hún lítur alls ekki út eins og Tracy og hún man ekki eftir neinum okkar — ekki einu sinni Mark. Hvernig heldurðu, að hon- um verði við, þegar hann kemur heim? — Er ekki bezt, að láta Mark sjá um það? Brett reis upp og gekk út að glugganum, og sneri baki við móður sinni. — Þú mátt alls ekki reyna að hafa áhrif á hann, mamma, þú skilur það, sagði hann. — Ég er bara að hugsa um hvað þetta ve'rður óskaplegt fyrir hann! Frú Sheldon þurrkaði tár úr augnakrókunum með litlum knipplingavasaklút. — Ég geri ráð fyrir að þú hafir sagt henni alla söguna, hvers vegna hann er ekki hérna að taka á móti henni? — Nei, ekki alla söguna. Brett fór að rroða í pípu sína, seinlega og af hinni mestu vandvirkni. — Hún veit um bílslysið og dóms- 14 T f M 1 N N, föstudagur, 12. fúní 19S4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.