Alþýðublaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðublaðið 20. marz 1952 Áðvörun Robinsons ÞAÐ ER mönnum enn í fersku, minni, hvemig stjóm- arflokkarnir kipptust við, er erlendur iðnaðarsérfræðing- ur kom hingað síðast liðið haust og gerði meðal annars slysahættuna í iðnaðinum að umtalseíni. Alþýðuflokkurinn var þá í þrjú ár búinn að berjast fyrir nauðsynlegri löggjðf um auknar öryggisráð stafanir á vinnustöðum; en á hverju þinginu á eftir öðru höfðu stjórnarflokkarnir taf- ið þessa löggjöf, aðallega með skírskotun til þess kostnaðar, er hún hefði í för með sér. En svo kom hinn erlendi iðnað- arsérfræðingur hingað — það var Ameríkumaðurinn Theo- dore B. Robinson, sem kom hingað á vegum Marshallað- stoðarinnar — og sagði nokk ur tímabær orð um öryggis- leysið á íslenzkum vinnustöð- um.Og sjá! Stjórnarflokkarnir létu sér segjast og greiddu laga frumvarpi því, sem Alþýðu- flokkurinn hafði barizt fyrir, atkvæði á alþingi í vetur, svo að það gat loksins orðið að lögum. Það er ekki úr vegi, að rif ja hér enn einu, sinni upp það, sem hinn ameríski iðnaðarsér fræðingur sagði og átti svo augljósan þátt í að hjálpa góðu máli til sigurs á alþingi. „Ykkar eigin skýrslur sýna‘‘, sagði hann, „að á árunum 1944—1945 og 1946 töpuðust 104 231 vinnuidagur og 22 mannslíf vegna slysa á vinnu stöðum. Þar við bættust 37 starfsmenn, sem urðu með öllu óverkfærir af sömu or- sökum. Þetta samsvarar vinnu 417 starfsmanna í heilt ár, án þess að tíllit sé tekið til þeirr ar eymdar og þjáninga, sem þetta fólk og aðstandendur þess hafa orðið fyrir. Getið þið talað um aukna verknýt- ingu í iðnaði og þessa reynsiu í sömu andránni, þegar tiliit er tekið til þess, hve hörmu- lega skortir á nauðsynlegar varúðarráðstafanir gegn slysa hættu í verksmiðjum ykkar og vinnu.stofum? Fyrsta vörn ykkar er, ef til vill, þessi; „Ég hef ekki efni á því“. En leyfið mér að minna ykkur á, að samkvæmt ykkar eigin töl um hafið þið síðast liðin sjö ár greitt kr. 12 920 000 00 vegna þessara slysa, og auk þess hafið þið misst þessa menn og framleiðslu þeirra. Það er engin nauðsyn að benda á, hvaða ráð er hægt að finna við þessu. Þið þekk- ið þau eins vel og ég“. Þetta sagði Robinson um slysahættuna og öryggisleys- ið á vinnustöðum hér á landi; og það varð til þess, að stjórn arflokkarnir, sem í þrjú ár höfðu hindrað aðkallandi laga setningu um auknar öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum létu sér loksins segjast. Það stappar nærri þjóðarskömm, að það skyldi þurfa erlendan mann hingað til þess að segja stjórnarflokkunum það, sem Alþýðuflokkurinn var búinn að segja þeim árum saman. En þessi orð hins ameríska iðnaðarsérfræðings létu þeir sér þó að minnsta kosti að kenningu verða. Það sama verður því miður ekki sagt um aðra aðvöru,n hans, sem þó hefði ekki ver- ið síður nauðsyn að þeir hefðu lagt sér á hjarta; og það var aðvörun hans um yfirvofandi stórfellt atvinnuleysi í land- inu, ef ekki yrði gert allt til þess að efla hinn íslenzka iðn- að. Robinson sagði orðrétt um þetta: ,,Ef ykkur mistekst að skapa aukna atvinnu í iðnað- inum, mun atvinnuleysið með allri sinni hörku og grimmd hefja innreið sína, svo að eigi verður við ráðið.“ Þessi orð, sem síðan hafa sannazt á hörmulegan hátt, létu, stjórnarflokkarnir sem vind um eyru þjóta. Svo mikla áherzlu lögðu þeir eft- ir sem áður á að auka gróða heildsala og annarra braskara, að þeir horfðu ekki í það, að leggja hinn innlenda iðnað að hálfu leyti í rústir með taumlausum innflutningi er- lends iðnaðarvarnings, sem hinn ungi iðnaður okkar stóðst eðlilega ekki sam- keppni við, eins og að honum hefur verið búið af ríkis- stjórninni, sem hefur látið hann skorta bæði lánsfé og hráefni, en hins vegar pínt hann með margföldum skött- um. Afleiðingin hefur svo orðið sú, sem Robinson sagði fyrir: Hvert iðnaðarfyrirtæk- ið eftir annað hefur orðið að segja verkamönnum sínum upp, og atvinnuleysið hefur haldið innreið sína með allri sinni hörku og grimmd, svo að nú verður ekki við neitt ráðið. Ollum slíkum vendræðxun. hefði vel mátt afstýra, ef ríkisstjórnin hefði haft vit og hollustu við þjóðarhag til þess að láta sér aðvörun hins erlenda iðnaðarsérfræðings að kenningu verða. En hún mat meira hagsmuni . fámennrar klíku heildsala og braskara. Því er nú komið sem komið er. verða seldar meS miklum afslætti í D A G OG NÆSTU DAGA. Fombókaverzlunin Laugaveg 45. — Sími 4633. Olafur Ihors og Vilhjáím- ur Þór endurkosnir í Baldvin Jónsson hefier tekið sæti Finns heit. Jóns- sonar í ráðinu. LANDSBANKANEFNDIN endurkaus í gær þá ölaf Thors og Vilhjálm Þór í bankaráð landsbankans; en þeir átíu að þessu sinni að ganga úr láð- iriu. Ennfremur kaus lands,- bankanefndin Guðmund R. Oddsson varamann í bankaráð- ið í stað Baldvins Jónssonar, sem tekið hef;ir sæti Finns heit ins Jónssonar í því. Landsbankanefndin endur- kau? einnig forseta sinn, Gunn ar Thoroddsen, fyrsta varafor- /' ! seta, Sigurjón Á. Ólafsson. og ' * *” * 1 annan varaforseta, Skúla Guð- Hœttulegt Starf. 1 E1 Centro, litlum eyðimerkurfcæ ” í Kalifornlu, hefur sérstök sveit Bandaríkjaflughersins aðsetur sitt. Starf hennar er að reyna Jfallhlífar flughersins áður en þær eru teknar í notkun; en það fcr ekki fyrr en búið er að þrautreyna þær, sumar jafnvel þús- und sinnum, að þær þykja svo öruggar, að hægt sér að treysta þeim og fá þær flughernum í hendur. Þáð er hættulegt starf sem sveitin í É1 Centro hefur með höndum. Það má segja, að hver éinstaklingur hennar hætti lífi sínu í hvert sinn, sem hann reynir nýja fallhlíf. Á myndinni, sem tekin var úr flug- yél yfir eyðimörkinni hjá É1 Gentro, sjást menn úr þessari sveit í fallhlífum á leið til iarðar. mundsson. Kvikmynd af SkaptafeHssýs!- um er nú í undirbúningi —— --♦----- 'Skaftfelfingar hafa nýlega stofnað kvik- myndafélag með það fyrir augum. Á AÐALFUNDI Skaptfellingafélagsins í Reykjavík 1949 var kosin nefnd til þess að athnga og gera tillögur um fefnk- tnyndun af Skaptafellssýslum. Var þetta mál síðan athugað og rætt allrækilega. Kom þegar í ljós, að kostnaður yrði svo mikill, að félagið sjálft gæti ekki tekið málið að sér eins fljótt og skyldi. Þess vegna var ákveðið á síð- \því að sýna sjósókn á árabáí- asta aðalfundi að efna til sam- um, ferðalög og lestaferðir um AB — AlþýCoblama. Otgefandl: AlþýBuDoMoirirm. Ritstjóri: Stefán PJetursson. AuglýslngastJ6ri: Emma M8Der. — Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýstnga- ■tml: 4906. — AfgreiBslustmL: 4900. — AlþýðuprentamlBJan, Hverlisgötu 8—10. taka með Skaftfellingum í Reykjavík og annars staðai um framgang þessa menningarmáls. Var boðað tíl stof'tfundar þess- ara samtaka sunnudaginn 16. marz s.I. og einnig leitað til Skaftfellinga um fjárframlög. Á þessum fundi var síðan stofn aður Kvikmyndasjóður Skaft- fellinga, sem er deild innan Skaftfellingafélagsins. Stjórn hans var kjörin til næsta aðal- fundar, og eiga þéssir sæti í henni; HauKur Porleiisson, formað- ur Skaftfellingafélagsins, Bene- dikt Stefánsson, gjaldkeri Skaft fellingafélagsins, Ólafur Páls- son frá Heiði, Björn Magnús- son prófessor og Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. Skaftfellingar hafa þegar sýnt mikinn áhuga á þessu máli, því að rúmlega 20 þús. krónur söfnuðust á fundinum. Má segja, að þetta hafi farið fram úr því, sem menn þorðu að vona í upphafi, því að enn eiga margir ólagt fé af mörk- um. Væntir stjórn s.jóðsins þess, að menn svari fljótlega beiðni hennar um fjárstyrk, því að ætlunin er að hraða málinu eft- ir föngum. Ætlazt er til, að kvikmynd þessi sýni í sem skýrustum dráttum landslag og sérkenni, atvinnulíf, húsakost og húsbún- að. Einnig er gert ráð fyrir, að eftir föngum verði • seiízt ■ sem lengst aftur í tímann, t. d. með sanda og stórvötn, meltak og þau störf, sem að því lúta, smalamennsku, fjárr&kstra, Framh. á 7. síðu. Válbátur féll á hlið- ina í slippnum en engansakaði Stoðir munu hafa fallið undan hon- um, er verið var að draga hann upp. SVO ÓHEPPILEGA vildi til í skipasmíðastöð Daníels Þor- steinssonar, þegar verið var að taka vélbátinn Þrist í slippinn í fyradag, að hann féll á hlið- ina og skemmdist nokkuð. Engin meiðsli urðu á mönnum, en þrír skipverjar voru í bátn- um, er hann féll á hliðina. Ekki er vitað með vissu, hvernig atvikið skeði, én stoð- ir munu hafa fallið undan bátnum, er verið.var að draga hann upp. Báturinn var næst- um kominn á þurrt, er ha.nn féll. Þristur var tekinn upp í slippinn í gær. Hann er u,m 60 lestir brúttó. I I En beið sjálfur bana ásamt konu sinni og 13 mánaða gömlum syni þeirra. UNG HJÓN og 13 mánaða gamall sonur þeirra fórust fyrir skömmu í sprengingu í þorpinu Briskebyen skammt frá Hamar í Nowgi. Greip eiginmaðurinn til þess ráðs í örvæntingu sinni að sprengja hús tengdaföður síns í ioft upp í hefndarskyni. Tengdafaðirinn slapp hins vegar með lítils háttar áverka á fæti. Eiginmaðurinn, sem valdur var að sprengingunni, hét Jens Brubakken, og þykir ótvírætt, að hann hafi sprengt hús tengda föðurins í loft upp í hefndarskyni við konú sína, sem hafði kraf- izt skilnaðar. Kona hans fór frá honum um jólaleytið og fluttist heim til föður síns, en hjónin höfðu áður búið í Osló, Daginn, sem sprengingin varð, kom svo. Brubakken í heimsókn til tengdaföðurins, konu sinnar og sonar. Nágrannarnir segja, að hann liafi verið með böggul und ir hendinni, þegar' hann kom, og skömmu áður en sprengingin varð, heyrðist mikil háreysti í húsinu. Tengdafaðirinn var í eldhús- inu, þegar spnehgingin várð og kastaðist út um gluggan. í sjúkrahúsinu hefur hann skýrt frá því, að það síðasta, sem hgnn sá, hafi verið litli drengurinn, sem lék sér á gólfinu. Húsið gereyðilegðist við sprenginguna, og allt, sem i því varð tvístraðist út í veður og vind. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.