Alþýðublaðið - 09.04.1952, Blaðsíða 5
Minningarorð
Sigurður Jón Jóhannesson
ÐFARANÓTT MIÐVIKU-
DAGSINS annars apríl lézt í
St. Joseps sjúkrahúsinu í Hafn
axfirði Sigurður Jóhannesson
eftir langa og þjáningafulla
sjúkdómlegu, og verður útför
hans gerð í dag frá Fossvogs
kirkju. Hann veiktist fyrir um
það bil hálfu öðru ári og hafði
legið nær því eitt ár á sjúkra-
húsinu í Hafnarfirði, er hann
lézt.
Sigurður Jón, en svo hét hann
fullu nafni, var fæddur í Kefla
vík á Hellissandi T3. júlí-lðl6,
sonur hjónanna Jónínu Jóns-
dóttur og Jóhannesar Ögmunds
sonar. Ævi Sigurðar var ekki
margbreytileg, enda ekki
hneigður fyrir að tildra sér
hátt eða trana sér fram; en
hann naut þess að hafa alizt
upp með vönduðum og góð-
gjörnum foreldrum.
Sigurður vandist snemma á
að vinna fyrir sér, enda kapp
samur og setti sér strax á unga
aldri það markmið, að verða
heldur veitandi en þiggjandi.
Sigurður fluttist ungur til
Reykjavíkur og hafði sjó-
mennsku að aðalstarfi og hin
síðari ár hafði hann með hönd
um sjávarútgerð í félagi við
Ögmund bróður sinn.
Eins og Sigurður á kyn til
var hann hið mesta snotur-
menni, vann öll verk sín af
hinni mestu snyrtimennsku og
samvizkusemi. Hann var trúr
og réttsýnn og stundaði fulla
skilvísi til orðs og æðis. Hann
varð þess vegna ávalt bví meira
metinn rneðal félaga sinna, sem
þeir kynntust honum nánar.
Hann var einlæglega trúaðuv,
þess vegna tók hann hinura
löngu og þjáningafullu veikind
um sínum með þvílíkri prýði,
sem raun varð á. Hann var
þess fullviss að gúð hans mvndi
varðveita hann á eih'fðarbraut
inni, og lþti þá dauma rætast,
er hugsión hans miðaði ávalt
að, og honum einurn fól hann
sig á vald, er hann sá, að ekki
ætlaði að rofa til með heilsuna.
En með hughreysíi sinni og
jafnaðargeði færði Sigurður
vandamönnum sínum og vinum
þá dýrmætu gjöf, að hafa eih-
hvers að sakna við fráfall hans.
Sigurður kvæntist fyrir tveim
árum eftirlifandi konu sinni
Jóhönnu Guðmundsdóttur og
eignaðist hann með henni eina
telpu: en tvö börn átti Sigurð
ur áður en hann kvæntist.
Það ríkir að vonum mikill
sögnuður og sorg eftir svo góð-
an dreng: en það er huggun
harmi gegn að vandamenn hans
og vinir geyma í einiægri þökk
minninguna um manninn, sem
ávallt reyndist svo vandaður og
trúr, að allir gátu trevst honum
skilvrðislaust: hann hefur því
sjálfur reist sér fegursta bauta
steininn. Okkur hefur því vissu
lega bætzt einn góður vinur í
hóp þeirra, er bíður okkar bak
við fortjald dauðans.
Kæri látni vinur, nú eru
þjáningarnar miklu um garð
i gengnar og orðið bjart um fram
tíðarbústað þinn. Hafðu hjart-
ans þakklæti fyrir huglúfar
minningar frá bernzkuárunum.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Gamall sveitungi.
INGOLFS CAFE.
í kvöld kl. 9.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7 í clag. Sími 2826.
VÍSIR SEGIR í leiðara sín- þeir bílstjórunum, að vinna
Lönduðu 400 lest-
um af fiski
TOGARINN Bjarni Ólafsson
vinnslu í frystihúsunum á Akra
nesi 2. apríl og í gær landaði
’ Akurey 220 smálestum. H. Sv.
Heildsölubirgðir
I. Brynjóifsson 4 Kvaran
Reykjavík - Akureyri
um 5. apríl s. 1., að AB og Þjóð-
viljinn hafi að undanförnu
hvatt bifreiðastjórana í Sand-
gerði til að láta hendur standa
fram úr ermum og efna til verk
falls þar á staðnum. Þetta eru
ósanníndi, allir, sem til bílstjór-
anna í Sandgerði þekkja, vita
það, að það þarf ekki að hvetja
þá til starfa; þeir eru vfirleitt
harðduglegir og ákveðnir, að
hvaða verkum sem þeir ganga.
Nú eru það atvinnurekendur,
sem hafa knúið þá út í verk-
fall. sem þeír forðuðust i
lengstu lög, og telja má alveg
víst, að þeir vinni að lausn
þess máls með sama dugnaði og
önnur störf sín.
AB sagði, að deilan stæði
ekki um kaup; en hitt er víst,
að deilan stendur um kjör.
Bílstjórarnir vilja tryggja sér
afvinnuréttindi í heimilissveit
sinni, og það er aðalefni til
yfirstandandi deilu, að tveir
atvinnurekendur í Sandgerði
vilja ekki fallast á, að þeir hafi
neinn forgangsrétt til atvinnu,
enda þótt þeir hafi á löglegan
hátt stofnað sámtök sín og búið
sig undir að fullnægja þörfum
hreppsbúa með allan flutning.
Vísir segir, að bílstjórarnir
hafi misreiknað sig á atvinn-
unni. Þetta er ekki rétt. Hafi
þeir misreiknað eitthvað, þá er
það framkoma umræddra at-
| vinnurekenda í garð samtaka
jbílstjóranna; þeir hafa eflaust
ekki gert ráð fyrir, að þeir
notuðu auðsöfnun sína og að-
stöðu á svo auðvirðilegan hát
I sem nú er komið í ljós, er þeir
ganga svo langt til að knésetja
örfáa menn, að hika ekki við
| að stöðva á miðri vertíð rekst-
jur 20 vélbáta og atvinnu mörg
j hundruð manna. Vísir segir
(enn, að „bifreiðaeigendur berj
ist gegn atvinnubílstj órum
sem engar bifreiðar eiga, og
ekki sé að undra, þótt AB og
; Þjóðvjljinn séu viðkvæmir fyr-
jir slíku og verja rétt bifreiða-
eigenda í líf og blóð “
Tilgangur Vísis með þessum
orðum er aðeins einn; hann er
sá, að gera tilraun til að sundra
samtökum verkafólksins, stofna
til óvildar og sundurlyndis inn-
an flokkssamtakanna; enda
mun ötullega hafa verið að því
unnið síðustu daga suður í Sand
gerði og við það beitt ýmsum
aðferðum; en ég get fullvissað
Vísi og skjólstæðinga hans
um það, að slíkt hefur ekki
minnstu áhrif á fólkið; það
þekkir orðið sína heimamenn
og veit hvaða meðferð hæfir
þeim.
Ert grein Vísis gefur líka til-
efni til víðtækari athugana en
það, sem í bili snertir aðeins
bílstjóraverkfallið. í niðurlagi
greinarinnar getur blaðið ekki
dulið þá hjartanlegu ósk sína,
að endurreisa það ástand, sem
ríkti í atvinnumálum þjóðar-
innar fyrir hálfri öld. Þar segja
þeirra og starf sé ekkert karl—
mannsverk. það séu þeir, sem
eiga að hanga í bílunum og bíða
eftir að einhver bjóði þeim að
aka slori, kolum, salti, þaira,
sorpi o. fl. Það*hæfir að Vísis
áliti bezt konum að taka við
þeim störfum, sem ekki eru
fyrir nema hraustustu karl-
menn: því það má Vísir vita,
að bílstjórar suður með sjó
munu örsjaldan nota sér þau
ákvæði samninganna að vinna
ekki við fermingu eða afferm-
ingu bíla sinna, — nema þegar
vélar eru notaðar við hleðslu
bílanna; — þeir munu alls stað-
ar laga sjálfir á bílunum og sjá
um jafnvægi hleðslunnar, Því
skal þó ekki neitað að mörg al-
þýðukona myndi um takmark-
aðan tíma geta annazt bíla-
,akstur. En þrælavinna konunn
ar heyrir nú til fortíðinni; hún
verður aldrei innleidd aftur.
Þess má mínnast nú, að síð-
ast þegar þingmaður Sand-
gerðinga stóð þar í ræðustóli á
framboðsfundi og bað fólk að
kjósa sig, þá boðaði hann ekki,
að hann og hans flokkur ætlaði
að vinna að vaxandi dýrtíð og
erfiðleikum; hann sagði ekki
þá, að verstu skítverk hæfðu
bezt konum eins og var í fyrri
daga. Nei, hann sagði: Ef þið
kjósið mig og gefið Sjálfstæðis-
flokknum aðstöðu til þess að
framkvæma stefnu sína, þá er
öllum erfiðleikum lokið, þá
verða felld í burtu öll höft, þá
lækkar dýrtíðin, þá geta allir
eignazt það, sem þeir girnast;
þá verður ánægjulegt að vera
húsfrú; þá þarf ekki annað en
að rétta út hendina og taka á
móti þægindum lífsins.
Þingmaðurinn fékk auðvitað,
gegn slíkum loforðum, það, sem
hann bað um sér til handa og
S j álf stæðisf lokknum.
Og nú hafa kjósendurnir
beðið í þrjú ár eftir að loforðin
|verði efnd. en á því hefur lítiíS
1 bólað enn þá, eða að minnsta
kosti ekki svo mikið, að Suð-
urnesjabúar hafi talið ástæðu-
til að gera sér ferð tii Reykja-
víkur til að þakka. þingmann-
inum efnd loforðanna; encia
mun skammt að bíða þess, að'
sami maður komi aftur í sömu 1
erindum. og mun þá verða not-
að tækifærið til þess að færa
honum þakkir á viðeigandi
hátt.
Vísir, blað ríkisstjórnarinnar,
hefur gefið tóninn. Þið, bfl-
stjórar, eigið að hvpja ykkur
út á land í atvinnuleit, — ekki
í atvinnu, því að hún er hvergi
til aflögu. — Þið megið ekki
vera því til fyrstöðu, að stór-
gróðamenn geti aukið auð sinn;
vkkar tilveruréttur er engir.n
sem slíkra. — Þið konur eigið
að taka að ykkur skítverk pau,
sem bílstjórar hafa unnið, og
vanrækja heimili ykkar. Sá
stóri þáttur, sem þið eigið í
uppeldi núverandi kynslóðar,
er orðinn þyrnir í augum þeirra,
er auðæfi þjóðarinnar þykjast
eiga.
Útvarpsstjórinn,..
Bramhald af 1. síðu
LÉT ÍHALDIÐ KÚGA SIG?
Sjálfstæðisflokkurinn, sem'
er nú orðinn hræddur vi'ð
þunga almenningsálitsins i
þessu hneykslismáli, breíðir
það nú út í höfuðstaðnum, að
það sé ekki hans sök, heldur
Framsóknarflokksins, að út-
varpsstjórinn var aftur settur
inn í embætti sitt. En hvernig
má það vera, spyrja menn, þar
eð það er Björn Ólafsson
menntamálaráðherra, sem fram
kvæmdi þessa furðulegu stjórn
arráðstöfun?
Sé það satt, að það sé Fram
sóknarflokkurinn, sem á sök á
henni, þá er hitt að minnsta
kosti augljóst, að ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins, að
minnsta kosti Björn Ólafsson,
hafa látið ráðherra Framsókn-
arflokksins kúga sig í þessu
máli. Eða hafa þeir máske feng
ið eitthvað í staðinn, sem enn.
er í myrkrunum hulið? Máske
á það eftir að koma í Ijós.
ÞÖGN ÞJÖÐVILJANS.
Það vekur athygli, að Þjóð-
viljinn þegir sem fastast um
þetta hneykslismál; og hefur
hann þó oft verið hávær af
minna tilefni. En sem sagt: Nú
þegir hann! Hvernig skyidi
standa á því?
Rjómabússmjör
Bögglasmjör
Smjörlíki
Kokossmjör
Kökufeiti
40% ostur
30% ostur
Kjómaostur
Mysuostur
Fæst í heildsölu hjá
HERÐUBREIÐ
Sími 2678.
íf
’AB 5\